blaðið - 30.05.2005, Side 31

blaðið - 30.05.2005, Side 31
blaðið ! mánudagur, 30. maí 2005 Eva LongorSa vonlítil um ást Brads Pitt Leikkonan vinsæla í framhaldsþátt- unum Aðþrengdar eiginkonur er eitthvað farin að efast um möguleika sína á að krækja í kvennagullið Brad Pitt. Hún hefur þó ekki látið sitt eft- ir liggja og gefið sterklega í skyn að hún hafi áhuga á að kynnast honum náið. Hún gekk meðal annars um í bol með áletruninni: „Brad, ég vil eignast barn með þér“ en allt kom fyrir ekki. Nú hefur hún gefist upp og viðurkennir að Angelina Jolie sé konan í lífi Brads um þessar mund- ir. „Ég held við verðum bara að við- urkenna að hann er með Angelinu Jolie núna,“ segir Eva og bætir við að það hefði verið gaman að fara út með Brad en hún muni ekki gráta sig í svefh út af honum. Rod Stewart faðir á ný Gamla kempan Rod Stewart og kær- asta hans, Penny Lancaster, eiga von á barni og þau eru að sögn yfir sig hrifin og bíða spennt komu nýja barnsins. Þau hafa ákveðið að gifta sig á næsta ári eða fljótlega eftir að skilnaður Rods Stewart við fyrrver- andi eiginkonu sína, Rachel Hunter, gengur í gegn. Rod er vanur maður þegar kemur að barneignum en hann á þegar sex börn ffá fyrri hjónabönd- um. Mannabreyt- ingar hiá Froða Björn Jörundur Friðbjömsson, sem ritstýrt hefur tímaritinu Bleikt og blátt, sem Fróði gefur út, mun brátt láta af störfum samkvæmt heimild- um Blaðsins. Bleikt og blátt kom heldur illa út úr síðustu lesendakönn- un og liggja eigendur Fróða undir feldi þessa dagana, enda er nauðsyn- legt að auka vinsældir blaðsins. Ekki er vitað hver tekur við af Bimi Jör- undi... ■ Frá DV í alþjóða- samfélagið... Þá mun Kristján Guytíurgess vera að hætta sem fféttastjóri DV. Krist- ján Guy hefur notið virðingar í blaðamannastéttinni þó að skiptar skoðanir hafi verið um blaðið sem hann starfar hjá. Ekki hefur fengist staðfest hvað Kristján ætlar að fara að gera en heimildir Blaðsins herma að hann hafi áhuga á alþjóðamálum, hvort sem er á sviði Sameinuðu þjóð- anna eða annars staðar... B gerir grin Nýtt lag kappans Eminem hefur vakið umdeilda athygli en textinn þykir ansi harðorður í garð annarra poppstjarna. Þar er meðal annars gert grín að Gwen Stefani, Britney Spears og Elton John. Talsmaður Eminem verst allra mála og seg- ir sumar poppstjörnur vera eins og leikbrúður sem ekki eigi heima í veruleikanum eins og við hin, og það sé nauðsynlegt að gera aðeins grín að þeim og þeirra lífsmáta. Barbra Streisand Dustin Hoffman Robert De Niro Misetyiovöfanu'y- ÍÍaucub Keyptu þær báðar á Meet the Fockers Fjölskylduharmleikurinn vofir yfir karlhjúkkunni Greg Focker (Stiller) þegar tengdafaðir hans (De Niro), siðapostuli og fyrrve- randi CIA-fulltrúi, vill hitta óvenjulega foreldra hans (Streisand og Hoffman). Eins og i fyrri myndinni vaknar spurningin: Hvers konarfólk sklrir son sinn Gaylord M. Focker? Fjölskyldutengslin fara heldur betur úr böndunum þessari frábæru gamanmynd. BT Skeifan • BT Kringlan • BT Smáralind • BT Hafnarfjöröur • BT Spönginni • BT Akureyri • BT Egilsstaðir • BT Selfoss • BT ísafjörður • www.bt.is • Simi 550 4444

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.