blaðið - 30.05.2005, Side 12

blaðið - 30.05.2005, Side 12
12 matur mánudagur, 30. maí 2005 ! blaðið a vatn? ernak@vbl.is (|---------1 bæði kynin neyta syk- urs langt umfram það sem ráðiagt er. Vatnsdrykkja hefur þrefald- ast á íslandi frá árinu 1990. Vatneralgeng- asti drykkur íslendinga en var einung- is sá fjórði í röðinni í könnun Mann- eldisráðs árið 1990. Vatn kom þá á eftir kaffi, mjólk og gosdrykkjum. Gosdrykkir njóta einnig aukinna vin- sælda, líkt og vatnið, en ólíkt því hafa gosdrykkir afar heilsuspillandi áhrif. Drengir á aldrinum 15-19 ára drekka að meðaltali tæpan lítra af gosi á dag en stúlkur á sama aldri drekka minna af gosi, eða tæpan hálfan lítra á dag aðjafnaði. Gosdrykkjaþambhefurgíf- urleg áhrif á sykurneysluna en sam- kvæmt þessum tölum fá strák- ar hvorki meira né minna en 21% orkunnar úr viðbættum sykri. Stúlkur fá ívið minni hluta orkunnar, eða 15%, úr viðbættum sykri en bæði kynin neyta sykurs langt umfram það sem ráðlagt er. Samkvæmt ráðlegg- ingum Manneldisráðs er ekki æskilegt að meira en 10% orkunn- ar komi úr viðbætt- um sykri. Viðbætti sykurinn bætir kaloríum við matinn án nokk- urra annarra næringarefna en sykurinn er eingöngu hitaeining- ar. r að inverj Maður gæti haldið að Kínverjar hafi alltaf borðað hrísgrjön en það er ekki reyndin. íbúar í suðurhluta Kína hafa borðað hrísgrjón frá því um 800 fyrir Krist en ræktun hrísgrjóna í Japan hófst ekki fyrr en 800 árum síðar. Japanar fluttu sínar fyrstu hrísgrjónaplöntur inn frá Kína. Af allri heimsframleiðslu hrísgrjóna nýta Asíubú- ar 92% en hrísgrjón eru ræktuð í ríflega 40.000 afbrigðum. Að meðaltali borðar hver Bandaríkjamaður um 10 kíló af hrísgrjónum á ári. Ekki eru til sambærilegar tölur um íslendinga en samkvæmt könnun á fæðuframboði standa íslendingum til boða um 4,7 kíló af grjónum og mjöli á ári hverju. Smekkur íslendinga á hrís- grjónum hefur verið líkari bandarískum smekk en þeir vilja hafa grjónin létt og loftkennd, ólíkt Asíubúum sem velja þau fremur þéttari og klístraðri, eins og til sushi-gerðar. Þetta hefur þó tekið breytingum hér á landi á undanfórnum árum í takt við breyttar áherslur í matargerð. rmál franskrar salatsósu pinberað íslendingum í bók- inni „Leyndarmál franskrar salatsósu opinberað íslendingum" upplýsir Héléne Magn- ússon um eina af rótgrónustu hefðum franskrar matarhefðar, vínagrett- una. Talið er að bragðbætt salatsósa með þessu nafni komi fyrst fyrir j rít- uðum heimildum árið 1393 en NÚNA borða Frakkar að venju.salat á eftir aðalrétti. Héléne Magnússon segir að afi hennar hafi gefið þá skýringu á þessum sið að það hreinsaði fituna af trýninu. Salatið er venjulega heldur fábrotið í grunninn, sé það borið sam- an við íslensk salöt nútímans, en út á blöðin setja Frakkarnir léynivopnið sitt, óviðjafnanlega vínagrettuna. íslendingar nýjungagjarnir „Ég fékk hugmynd um að gefa út uppskriftabók með vínagrettum fyr- ir nokkrum árum þegar ég sá að það fór að koma meira af ediki og olíum hingað til lands. Eg var mjög oft spurð um uppskriftir af vínagrettum sem ég bjó til á mínu heimili og loks ákvað ég að koma þessu í verk.“ Héléne flutti til íslands árið 1995 en hún er gift Skúla Magnússyni, lög- fræðingi. Héléne fékk hálfgert sjokk þegar hún kynntist ís- lenskri matargerð, sem henni þótti töluvert fá- breyttari en sú sem hún áttiaðvenjastfráheima- landi sínu, Frakklandi. „Þetta hefur verið að breytast mikið síðan ég kom og úrvalið er alltaf að verða betra þótt enn sé margt ansi dýrt. Ég reyni sjálf að vera með matjurtagarð, rækta salat og hitt og þetta, til að breyta til. Islending- ar eru ansi spenntir fyr- ir nýjungum og eru dug- legir að prófa sig áffam og útkoman er oft mjög s k e m m t i - leg, með séríslensku bragði.“ Munur á viðhorfum Frakkar eru annálaðir fyr- ir matarást sína og stund- um er sagt að matarhefð Frakka sé þeim mikilvæg- ari ogrótgrónari í þjóðarsál- inni en trúarhefðin. íslensk matarhefð á sér líka langa Vínagretta með basilíku ólífuolíu Þessi vínagretta er prýðisgóð með tómötum og ferskum mozar- ella-osti. Ljóst balsamik-edikið viðheldur hvítleika mozarell- unnar. Nú fæst íslensk mozar- ella í búðum. 1 msk. Ijóst balsamik-edik 3-5 msk. basilíku-ólífuolía Lófafylli basilíku-lauf Ögn af salti og pipar Hrærið saman ediki og salti þangað til saltið leysist upp. Bætið við olíu, basilíku og pipar. Hrærið vel. sögu en mik- ill munur er þó á hugarfari þjóðanna varðandi þennan mikilvæga fasta punkt í líf- inu. Héléne segir að munurinn sé einkum í viðhorfinu. „íslenska mat- armenningin felst mikið í geymsluað- ferðum, súru og salti. Auðvitað eru nokkrar uppskriftir, margar mjög góðar og skemmtilegar, en að mestu snýst þetta um geymslu en ekki að búa til eitthvað gott. Ég hugsa að þetta verði mikið breytt ástand eftir tíu ár því það er svo margt að gerast í þessum málum. Ég dvaldist fyrst eftir komuna, hingað til lands, úti í sveit og þar lærði ég að tala íslensku og borða íslenskt lambakjöt. Að venju var það eldað lengi í ofninum og haft með soðnum kartöflum. Einu sinni, þegar öll fjölskyldan sem ég dvaldist hjá, var saman komin stakk ég upp á því að elda lambakjötið að frönskum sið og þetta fór vel í íslendingana. Aldursforseti fjölskyldunnar, 93 ára maður, bað meira að segja um meira af þessu hráa!“ Bókaforlagið Salka gefur bókina út á fjórurn tungumálum. Auk ís- lenskunnar er hún fáanlega á ensku, frönsku og þýsku. Hún er sérlega fallega hönnuð en Héléne hannaði hana sjálf. Mikill húmor og lífsgleði einkenna myndir en umbrot annaðist Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.