blaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 30.05.2005, Blaðsíða 10
mánudagur, 30. maí 2005 I blaðið 10 e Tímasprengja í Uzbekistan magnus@vbl.is Craig Murray, fyrrverandi sendi- herra Breta í Uzbekistan, segir að Bandaríkjamenn skapi aðstæður í landinu sem ýti undir hrinu hryðju- verka gegn Vesturlöndum. Morð stjórnarhers Uzbekistans á hundruðum þegna sinna hefur beint kastljósi fjölmiðla að mannréttinda- ástandi landsins. Föstudaginn 13. maí fór bylgja ofbeldis og átaka um ríkið í kjölfar þess að mótmælendur brutust inn í fangelsi og frelsuðu þar menn sem sakaðir voru af ríkis- stjórninni um að tilheyra „múslímsk- um öfgasamtökum". Sannleikurinn er hins vegar sá að sakborningarnir voru baráttumenn fyrir velferð þjóð- ar sinnar sem sveltur heilu hungri vegna gjörspilltrar stefnu stjórnar sinnar. Síðan þá hefur forseti lands- ins, Islam Karimov, verið harðlega gagnrýndur af fræðimönnum og stjórnmálaskýrendum og orðaður við að vera næsti einræðisherra Miðaust- urlanda á aftökulista bandamanna. Bandaríkjamenn, sem halda úti herstöð í landinu ásamt Rússum, segja Karimov hins vegar ekki vera í ónáð þeirra og að þeir viðurkenni aðferðafræði hans í baráttunni við „hryðjuverk". Þeir segja hann vera mikilvægan samstarfsaðila í yfir- standandi stríði sínu. Craig Murrey var rekinn úr sendi- herraembættinu árið 2004, eftir að hann hóf að gagnrýna harðlega ástandið í Uzbekistan. í viðtali við A1 jazeera fréttastofuna gagnrýnir hann stefnu Karimovs og Bandaríkjamanna harð- lega. „Þetta er viðbjóðsleg og hræðileg ríkisstjórn og sú staðreynd að landinu hefur verið lokað fyrir fjölmiðlum segir allt sem segja þarf,“ segir Murray. Islam Karimov lýsti því yfir fyrir skemmstu að enginn forseti í heimin- um myndi líða að fólk brytist inn í fangelsi og frelsaði þaðan menn sem biðu dómsúrskurðar. „Þið verðið að muna að helsta ástæða skæranna í Uz- bekistan er óánægja al- mennings með dómskerfið," útskýrir Murray. „Réttarhöldin eru oft og tíð- um skrípaleikur og sú staðreynd að 99% þeirra enda með sakfellingu seg- ir allt sem segja þarf. Fólk er fangels- að fyrir skoðanir sínar svo það er ekki óeðlilegt að mikillar vansældar gæti í landinu og að fólk hafi litið á fangana sem bræður sína fremur en andstæð- inga. Tilraunir ríkisstj órnar U zbekist- ans og Hvíta hússins til að úthrópa sakborningana og andspyrnuhreyf- ingarnar sem múslímsk öfgasamtök eru óafsakanlegar. Égvart.d. í Andej- an fyrir um það bil ári og ræddi þá við leiðtoga Hizp ut Tahrin samtakanna, sem er andspyrnuhreyfing sem hefur verið stimpluð sem öfgasamtök ofsa- trúarmanna. Það eina sem ég komst að var að þeir börðust fyrir hollustu þjóðar sinn- ar. 99% af þjóðinni hafa ekkert með samtökin að gera, sem er hvort eð er að öllu leyti friðsæl og ofbeldislaus hreyfing. Ka- rimov er miskunnarlaus harðstjóri sem Banda- ríkin styðja. George Bush ber beina ábyrgð á dauða þeirra 500 Uzbe- kista sem nýverið voru skotnir niður. Háttsettir embættismenn Banda- ríkjastjórnar, á borð við Condoleezzu Rice, Don- ald Rumsfeld og Colin Po- well, hafa allir heimsótt landið og ausið Karimov hrósi.“ Nýverið fagnaði ríkisstjórn Banda- ríkjanna opnun fyrsta hluta nýrrar olíuleiðslu sem flytur olíu frá Kaspía- hafinu til Vesturlanda. Landið er því mikilvægt í efnahagslegum og hern- aðarlegum skilningi, sem skýrir skil- yrðislausan stuðning Bandaríkjanna við Karimov. Murrey segir að vegna þessa muni andspyrnuhreyfingar efl- ast og dafna - Bandaríkjamenn séu sjálfir að skapa ástand sem þeir segj- ast beijast við. Þið verðið að muna að helsta ■ ástæða skæranna í Uzbekistan er óánægja almennings með dóms- kerfið, Sameinast Evrópa? Chifac, rrakWíindafyraaii, ú kjðRjiað í gesr Frakkar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórn- arskrá Evrópu- sambandsins Niðurstaða var enn ekki ljós þegar Blaðið fór í prentun. Skoðanakann- anir hafa sýnt að líklegt sé að Frakkar hafni stjórnarskránni. Síðasta könnun benti til að henni yrði hafnað með 56% meirihluta. Nýja stjórnarskráin er til þess gerð að efla miðstýringu og ákvarð- anatöku innan Evrópusambandsins (ESB) eftir stækkun þess úr 15 í 25 ríki. Heit umræða hefur skapast í Frakklandi en margir telja að stjórn- arskráin leiði til þess að Frakkland verði fyrir óbætanlegum efhahags- legum skaða vegna nýríkjanna, sem mörg hver stríða við mikla fátækt og spillingu - vandi þeirra verði því vandi Frakka. Þegar kjörstaðir opnuðu á meg- inlandi Frakklands í gærmorgun sýndu kannanir að fimmtungur þjóðarinnar var enn ekki búinn að gera upp hug sinn. Útkoma atkvæðagreiðslunnar skiptir einnig Frakklandsforseta, Jacques Chirac, miklu máli. Verði stjórnarskráin felld mun hann verða fyrir miklum álitshnekki en hann hefur þó opinberlega lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér, sama hver útkoman verður. Tvö ár eru til kosninga og því gefst Chirac svigrúm til að bæta stöðu sína, endi atkvæðagreiðslan með höfhun, en höfnun er beint merki um andstöðu þjóðarinnar við pólitíska stefnu hans. Chirac hefur opinberlega sagt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar muni ekki hafa bein áhrif á stöðu hans en að líkleg viðbrögð hans muni felast í brottvikningu forsætis- ráðherrans, Jean-Pierres Raffarin. í Frakklandi eru 42 milljónir skráðra kjósenda en kjörstöðum var lokað kl. 10 í gærkveldi. Nauðsjmlegt skilyrði þess að stjórnarskráin taki gildi er sam- þykki allra aðildarríkja Evrópu- sambandins. Sé henni hafnað mun sambandið starfa áfram undir eldri sáttmálum, sem voru ekki hannaðir til að stýra sambandi af núverandi stærðargráðu. Því skiptir atkvæða- greiðslan ekki einungis miklu máli fyrir Frakkland heldur alla Evrópu. Sé stjórnarskránni hafnað getur það leitt til aukinna deilna milli að- ildarríkja ESB. Fræðimenn telja að höfmm stjórnarskrárinnar geti leitt til stöðnunar og stefnuleysis innan ESB en markmið þess er sameinuð og efnahagslega sterk Evrópa - á næstu dögum mun koma í ljós hvort sú hugsjón verði að veruleika. ALLT Klaus raösófi meö kubbi í leðri á sértilboði frá 229.000 kr. 20% sparnaður SEM ÞARF TILAÐ SKAPA HEILDARMYND A STOFÍ KLAUS RAÐSÓFI Á SÉRTILBOÐI Toppurinn í fjölhæfni, þægindum og hönnun i einum sófa. Með einstökum fjölbreytileika i einingum gerir Klaussófinn (302sm x 139sm á mynd) þér kleift að móta stofuna þína að þínum óskum, sama hvernig rýmið er. Djúp seta og þægilegur bakstuðningur veitir þér ítrustu þægindi og sófagrindin er með 10 ára ábyrgð. Ennfremur færðu hentuga og aðlaðandi útfærslu með fagurlega hannaðri bogaeiningu. Klaus, eins og hann er sýndur á myndinni með dreamfibre áklæði, getur orðið þinn með 20% afslætti og hraðri afgreiðslu, núna frá 149.000 kr. ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda í leðurhúsgögnum og leðursófum. Tilboðið gildir ckki meö öörum tilboðum. Heimscnding er innifalin I verði á höfuöborgarsvaeðinu. Skjót afgreiðsla meðan birgðir endast. Fáöu frekari upplýsingar eða ókeypis eintak af Natuzzi bæklingnum. Hringdu gjaldfrjálst i síma 800 4477 eöa smelltu á www.natuzzi.com GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU - Vottað iso 9001-14001 NflTUZZI It's how you live Natuzzi verslunin: SMÁRAUND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 Verslunin einnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.