blaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 6
10 BITAR^
STÓR FRANSKAR
8. 2I PiPSI
té «á OOO Opiö alla daga frá
V%I • ■•%*%*%* kl: 11.00 - 22.00
Aksturssíþróttir:
Keppt í „drifti“
í ágúst
Fyrirhugað er að halda svoneínda
drift-keppni í fyrsta sinn á íslandi í
byrjun ágúst. Keppnin nefnist „Midn-
ight Drifter" og er haldin á vegum
Maxl Bílavaktarinnar, en Bifreiða-
íþróttaklúbbur Reykjavíkur annast
sjálft keppnishaldið.
„Drift" er akstursíþrótt sem felst
aðallega í því aó reykspóla bíl svo
duglega að hann nánast reki á hlið
niður brautina en kúnstin felst í því
að fara á þann veg fyrir beygjur án
þess að missa stjórn á bflnum.
Það er dekkjaframleiðandinn Pir-
elli, sem er aðalstyrktaraðili keppn-
Breytt námsskipan
við Kennaraháskóla
íslands
Á fundi háskólaráðs Kennaraháskóla
íslands á þriðjudaginn var samþykkt
að koma á viðamiklum breytingum
á námi við skólann. Tilgangur breyt-
inganna er að bregðast við breyttum
samfélagsaðstæðum, efla þá starfs-
menntun sem Kennaraháskólinn
veitir og bæta aðgang ungs fólks að
framhaldsnámi við skólann. Með
þessu verður grunnnám þeirra sem
stunda nám við skólann sambærilegt
því sem gerist í nágrannalöndum fs-
lands. Þannig verður allt grunn- og
framhaldsnám við skólann samhæft
með því markmiði að til verði fimm
ára heildstætt háskólanám fyrir
kennara í leik-, grunn- og framhalds-
skólum, íþróttakennara og þroska-
þjálfa.
Háskólaráð Kennaraháskólans.
Fíkniefnaheimurinn harðnar
Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn ávana- og fíkniefnadeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík, segir
að lögreglan sjái að unglingar undir
18 ára aldri séu í neyslu harðra fíkni-
efna. Hann segir erfitt að henda reið-
ur á það hvort fíkniefnavandamálið
sé að stækka eða versna þar sem
margir geti verið í neyslu í fjölmörg
ár án þess að komast í kast við lög-
in. „Okkur sýnist samt sem neyslan
fari vaxandi jafnt og þétt.“ Aðspurður
um hvort fíkniefnaheimurinn sé að
harðna segir hann að lögreglan sjái
meira af hörðum efnum og að neysla
þeirra virðist færast neðar í aldri.
Þrjú rán í vikunni
Lögreglan telur ekki að aðgerðir
hennar gegn fikniefnasölum hafi ver-
ið þess valdandi að í vikunni urðu
tvö rán þar sem ungt fólk vildi kom-
ast yfir sterk lyfseðilsskyld lyf. í gær
handtók lögreglan í Reykjavík unga
konu, sem í fyrrinótt á að hafa farið
í ránsferð um höfuðborgarsvæðið, en
aðferðir hennar við ránin hafa vakið
óhug. Eftir að henni mistókst að ræna
úr peningakassa veitingastaðarins
American Style við Nýbýlaveg í Kópa-
vogi fór hún í verslun Lyfju í Lágmúla
og hótaði þar starfsmönnum með not-
aðri sprautunál en slíkar nálar geta
borið hina ýmsu sjúkdóma, s.s. lifr-
arbólgu og alnæmi. Svipað var uppi
á tengingnum fyrr í vikunni þegar
tveir ungir menn hótuðu starfsfólki
Lyfs og heilsu með sprautunálum og
komust á brott með eitthvert magn
lyfja. Lögreglan hafði í gær hendur í
hári manns sem er talinn vera annar
þessara tveggja.
Aliar vísbendingar skoðaðar
Ásgeir segir að lögreglan viti af
óprúttnum aðilum sem selji fíkniefni
en bendir á mikla sönnunarbyrði í
slíkum málum. „Við viljum samt fá
allar upplýsingar, hvort sem
þær eru staðfestar eða
ekki.“ Hann segir
betra að fá vísbend-
ingar sem reyn-
ast svo ekki á
rökum reist-
ar heldur
en ef fólk
helduraft-
ur af sér.
Þá bend-
ir Ásgeir
á að öll-
umsével-
komið að
hringja í
lögregluna
nafnlaust
og nefnir
einnig sím-
svara í númeri
800-5005 sem tek-
ur við öllum ábend-
ingum. Hann segir að all-
ar vísbendingar geti hjálpað. ■
í vikunni var starfsmönnum lyfjaverslana
í tvígang hótað með notuðum sprautu-
nálum. Lögreglan hvetur fólk til að láta
vita ef það hefur einhverjar upplýsingar
um fíkniefnamisferli.
þr efaldur pottur
lotto.is
Geymir miðaði við
byrjunarlaun 18 ára unglinga
HalldórGrönvold.aðstoðarframkvæmda-
stjóri ASÍ.
/ J
Fulltrúar Alþýðusambands íslands
(ASÍ) og Geymis ehf. hittust í gær
til að fara yfir mál tólf pólskra starfs-
manna þess síðarnefnda. Þar lagði
Geymir fram launaseðla og önnur
gögn í málinu, sem ASÍ mun á næst-
unni fara yfir, að sögn Halldórs Grön-
vold, aðstoðarframkvæmdastjóra
ASÍ. Hann segir að í launaútreikn-
ingum hafi verið stuðst við lægsta
launataxta 18 ára unglinga en ekki
byggingaverkamanna með áralanga
reynslu. Reikna þurfi út rétt laun
mannanna og hafi fulltrúar Geymis
samþykkt að leggja fram öll nauðsyn-
leg gögn til að auðvelda þá vinnu.
Mennimir tólf munu ekki vinna
meira fyrir fyrirtækið og því þurfi
endanlegt uppgjör að fara fram - og
hafi fyrirtækið samþykkt að aðstoða
eftir fóngum við það verkefni.
Samtök atvinnulífsins
þekkja málið ekki
Að sögn Ragnars Árnasonar, forstöðu-
manns vinnumarkaðssviðs Samtaka
'*tt/
■ j '*rt. * e*\’
' oo.. **
' s<>o0**
Veldu gæðin öryggísins vegna! R
TRMPÓLÍNSALAN S: 565 0313/848 7632
Léttir - Pottþéttir
Hraði
Zodiac
áratuga reynsla á íslandi
Vorð fri
98.197 lcr.
ELLINGSEN
Op» vlika daga td.B-16. Uiugatd. kl. 10-1«
stmieeoseoo
atvinnulífsins, hefur málið ekki kom-
ið til kasta samtakanna. Hann bend-
ir á að samtökin leggi áherslu á að öll
fyrirtæki hér á landi fari eftir lögum
og kjarasamningum, og að þar eigi
enginn að vera undanþeginn. Því sé
mikilvægt að komist verði til botns í
málinu.
Málið ekki einsdæmi
Guðmundur Þ. Jónsson, varaformað-
ur Eflingar, segir að í fyrra hafi 277
atvinnuleyfi verið veitt í gegnum Efl-
ingu. Hann segir að dæmið nú sýni
að í einhverjum tilfellum sé verið að
brjóta á þessum erlendu starfsmönn-
um.
„Mér finnst ólíklegt að mál þess-
ara Pólverja sé einsdæmi," segir
Guðmundur. Hann segir að þótt ekk-
ert beint dæmi hafi komið til kasta
Eflingar hafi ýmislegt rekið á fjörur
stéttarfélagsins, sem gefi til kynna
að brotið sé á erlendum starfsmönn-
um hér á landi. ■
íslensk fyrirtæki:
Gengið veikir
samkeppnisstöðu
Hátt gengi krónunnar gerir sam-
keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja
erfiða þótt afborganir á erlendum
lánum og innflutningur sé hagstæð-
ur. Segir í vefriti Fjármálaráðuneyt-
isins frá því í gær að breytilegt gengi
hafi mikil áhrif á rekstrarskilyrði og
skuldastöðu fyrirtækja í alþjóðlegri
samkeppni. „Vegna mikilla gengis-
breytinga árið 2001 voru neikvæðir
fjármagnsliðir í sumum tilfellum
stærri en rekstrarhagnaðurinn og
bókfærður hagnaður ársins því eng-
inn eða tap. Síðan þá hefur gengis-
vísitalan endurheimt sinn fyrri styrk
og krónan er aftur orðin hátt skráð.
Á móti eru afborganir á erlendum
lánum og innflutningur á hrá- og
rekstrarvöru þeim mun hagstæðari."
Lfldega er staðan hvað erfiðust hjá
fyrirtækjum í greinum sem reiða sig
á innlenda kostnaðarliði en eru með
tekjur í erlendum gjaldmiðlum og
bera ekki miklar erlendar skuldir.
föstudagur, 24. júní 2005 I blaðið
Húsnæðislán
jukust um
200 milljarða
Útlán bankanna til heimilanna hafa
rúmlega tvöfaldast á einu ári og voru
þau meira en 410 milljarðar króna
í lok maí, samkvæmt gögnum frá
Seðlabankanum sem komu út í fyrra-
dag. Vöxturinn hefur verið mestur f
húsnæðislánum en þau jukust um
tæpa 200 milljarða á tímabilinu. í
morgunkorni íslandsbanka í gær
segir að ekki sé um eiginlega skulda-
aukningu heimilanna að ræða heldur
sé þetta að stærstum hluta vegna til-
færslu lána.
Aldurstakmark í Ijósabekki:
Löggjöf ekki
tímabær
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
telur ekki tímabært að setja lög um
að börn undir 18 ára aldri megi ekki
fara í ljós eins og hugmyndir eru um
í Danmörku. Hins vegar segir hann
ljósabekkjanotkun vissulega vera
stórt vandamál. „Ég er ekki á þeim
buxunum að setja löggjöf um þetta á
þessu stigi. Samt sem áður er nauð-
synlegt að efla forvarnir á þessu
sviði,“ sagði Jón. Þá benti hann á
könnun sem
Gallup gerði
nýlega, þar
sem fram
kom að ljósa-
bekkjanotk-
I un unglinga
á aldrinum
12-15 árahef-
ur minnkað
úr 25% í 13% á einu ári. „Mér finnst
þetta mjög góð þróun og full ástæða
til að efla starfsemi af þessu tagi.
Við þurfum að feta okkur áfram með
þeim stofnunum sem málin varða,
fyrir Geislavarnir ríkisins, Krabba-
meinsfélagið, Landlæknisembættið
og Félag íslenskra húðlækna." Jón
segir mikilvægast að fá fólk með sér
í að vekja athygli á skaðsemi ljósa-
bekkja og að frjáls aðferð af því tagi
virki líklegast mun betur en löggjöf
I einhvers konar.
______________________
Sumargleði
hjá B&L á
laugardag
Tveir nýir bílar frumkynntir
B&L verður með Sumargleði fyrir
alla fjölskylduna á morgun, laugar-
dag, frákl. 12-16. Að sögn Helgu Guð-
rúnar Jónasdóttur kynningarstjóra
verður af því tilefni margt um að
vera hjá umboðinu á Grjóthálsinum.
„Við verðum með nóg að gera fyr-
ir yngri kynslóðina, en fyrir þá eldri
frumkynnum við tvo nýja bíla og
kynnum svo Vegvísi, nýja leiðsögu-
kerfið fyrir ísland,“ segir Helga Guð-
rún, en sá búnaður er sá fyrsti sinnar
tegundar hér á landi með GPS-teng-
ingu. Vegvísirinn mun jafnframt
fylgja Hyundai 4x4 línunni sem kaup-
auki þennan dag.
„Svo verðum við með blöðrudýr og
pönnuboltann vinsæla fyrir yngra
fólkið og þar sem SS-pylsuvagninn
verður hjá okkur á Sumargleðinni
verður nóg af pylsum og pepsíi handa
öllum.”
Bflarnir, sem verða frumkynntir á
Sumargleðinni, eru Megane RS Fl,
225 hestafla sportbíll annars vegar
og lúxusútgáfa af Hyundai Sonata
hins vegar.