blaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 22
föstudagur, 24. júní 2005 I blaðið 10 BITAR, STÓR FRANSKAR & 2I PEPSI m Opiö alla daga frá • 1*999 kl: 11.00 - 22.00 Magnús Már hættur í ÍBV Sóknarleikmaðurinn Magnús Már Lúðvíksson, sem leikið hefur með meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu í sumar, er hættur hjá félaginu. Magnús Már sagði í þættinum Mín skoðun á XFM í gær að hann hafi hætt vegna þess að Vestmannaey- ingar hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem hann gerði til vinnu. Magnús sagði í viðtalinu að hann hafi verið að moka skurð í níu klukkutíma á dag hjá Rafveitunni og það hafi einfaldlega ekki gengið upp. Hann fórfrá Eyjum ífyrradag, eða sólar- hring fyrir leik ÍBV og Vals. Magnús sagði að nokkur lið úr Landsbanka- deildinni og einnig úr 1. deild hefðu þegar haft samband við sig og það sé því Ijóst að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. ■ Hvar á völlu|*nn.ra? Það er mikið um að vera á Seltjarn- amesi um helgina. Kosning íbúa um skipulagsmál er mikið hitamál á Nesinu og menn deila um hvar nýr gervigrasvöllur eigi að vera. Um er að ræða tvær tillögur: H og S. H-til- lagan gerir ráð fyrir að völlurinn eigi að vera á Hrólfsskálamelnum, en þar var gamla ísbjamarhúsið, og sú stað- setning er við hliðina á íþróttahúsinu og Mýrarhúsaskóla. S-tillagan gerir ráð fyrir að völlurinn verði þar sem gamli malarvöllurinn er núna en það er spölkom frá sundlauginni. íþrótta- félagið Grótta hefur stutt H-tillöguna en Hilmar Sigurðsson er formaður knattspymudeildar og aðspurður um af hverju þeir vilji hafa völlinn þar sem H-tillagan gerir ráð fyrir að hann verði sagði Hilmar: Má ekki eyðileggja með frum- skóg steinsteypu „Við vinnnum að hagsmunum bama og unglinga á Seltjamamesinu og telj- um að þessi staðsetning sé mun betri fyrir þau en S-tillagan gerir ráð fyrir. Núverandi skóla- og íþróttasvæði má ekki að okkar mati eyðileggja með frumskóg steinsteypunnar, eins og ég vil orða það. Völlurinn á melnum (H- tillagan) tryggir þá miklu sérstöðu þar sem hefðbundið nám, íþróttir og tónlist, verða stunduð innan sama svæðis á skólatíma, sem em ómet- anleg gæði fyrir hvert sveitarfélag," sagði Hilmar. „Þá má benda á að tveir leikskólar liggja að melnum og því er staðsetningin að okkar mati fullkom- in fyrir gervigrasvöllinn. Við sjáum fram á að H-tillagan muni tryggja ákveðna sérstöðu Seltjamarness sem útivistar- og íþróttabæjar, þar sem heill og hamingja ungs fólks er sett í forgang. Ég vil nota tækifærið hér og hvetja barnafólk hér á Nesinu að nýta kosningarétt sinn,“ sagði Hilm- ar Sigurðsson, formaður knattspymu- deildar Gróttu, í samtali við Blaðið í gær. Já, það er hiti í kolunum á Nes- inu og það er rétt að minna á að kosn- ingin er á morgun frá klukkan 9-22 í Valhúsaskóla. ■ Unglingar: Litil hreyfing = offita UTSALA 30% afsláttur af öllum vörum RALPH LAUREN Hreyfingarleysi bama og ungs fólks hefur aukist ár frá ári undanfarinn áratug og af og til heyrum við af nám- skeiðum fyrir unglinga þar sem offita er aðalmálið. Heilsufarsvandamál með breyttum lifnaðarháttum er um- hugsunarefni fyrir okkur íslendinga því hreyfing bama og unglinga er allt of lítil nú til dags. Þetta er köld staðreynd og er nokkuð sem við öll þurfum að taka á. Tölvuleikir, sjón- varpsgláp og annað tengt kyrrsetu er því miður alltof mikið hjá ungu fólki. Lífskraftur,í samvinnu við Sjálfstyrk- ingu.is, ætla á mánudag að hrinda af stað námskeiði fyrir unglinga á aldr- inum 12-15 ára, sem lýtur að aukinni hreyfingu og bættara lífemi. Arnar Grant og Ragnheiður Guðnadóttir eru í forsvari fyrir námskeiðinu. Hóparnir verða tvískiptir, fyrir og eftir hádegi. Fyrri hópurinn er frá 9- 12 og seinni hópurinn frá 13-16, og verður fjöldinn í hveijum hópi 10-15 manns. Þijá daga verður farið í hreyfingu, þ.e.a.s. útivist og líkamsrækt. Námskeiðið er haldið um allan bæ. Fjallgöngur, hlaup, sjálfsvöm og íþróttir í allri sinni mynd og margt fleira. í hléum verður farið í að gera krökkunum grein fyrir umhverfi sínu og sjálfsvirðingu. Við hér á Blaðinu skomm á ung- linga 12-15 ára, sem vilja aukna hreyfingu, að skrá sig á ragga@sjalfs- styrking.is eða grant@internet.is. Góða skemmtun. Meistarar Chelsea byrja í Wigan SMARALIND í gær var dregið í töfluröð í ensku úrvalsdeildinni í knattsp^mu fyrir næstu leiktíð og fyrsta umferðin fer fram 13. ágúst og síðasta 7. maí á næsta ári. Énglandsmeistarar Chels- ea fara í útileik gegn nýliðum Wigan Athletic í fyrstu umferð. Evrópumeist- arar Liverpool fara til Middlesbrough í fyrstu umferð. Þá er athyglisvert að Chelsea og Arsenal mætast í annarri umferð á Stamford Bridge en það hefur andað köldu á milli liðanna síðan í Ashley Cole málinu. Þá fer Chelsea í heimsókn á White Hart Lane, heimavöll Tottenham, í þriðju umferð en þar er annað hitamál þar sem Frank Amesen málið er ekki gró- ið um heilt. 1. umferð - 13. ágúst 2005 Arsenal - Newcastle Aston Villa - Bolton Everton - Man. Utd. Fulham - Birmingham Man.City - W.B.A. Middlesbrough - Liverpool Portsmouth - Tottenham Sunderland - Charlton West Ham - Blackburn Wigan - Chelsea 2. umferð - 20. ágúst 2005 Birmingham - Man. City Blackburn - Fulham Bolton - Everton Charlton - Wigan Chelsea - Arsenal Lvierpool - Sunderland Man. Utd. - Aston Villa Newcastle - West Ham Tottenham - Middlesbrough W.B.A. - Portsmouth Deildarkeppninni lýkur svo 7. maí á næsta ári en heimsmeistarakeppnin í Þýskalandi hefst um það bil mánuði síðar. Tvær síðustu umferðinar lítá svona út: 29. apríl 2006 - næstsíðasta umferð Birmingham - Newcastle Charlton - Blackburn Chelsea - Arsenal Liverpool - Aston Villa Man. City - Fulham Middlesbrough - Everton Sunderland - Arsenal Tottenham - Bolton W.B.A. - West Ham Wigan - Portsmouth 7. maí 2006 - síðasta umferð Arsenal - Wigan Aston Villa - Sunderland Sogndal skoðar Val Fannar Aðstoðarþjálfari norska 1. deildarliðsins Sogndal, Jóhann Sigurðsson, var í gær í Keflavík að fylgjast með Val Fannari Gíslasyni, leikmanni Fylkis. Sogndal féll í fyrra en var spáð að þeir færu beinustu leið upp í úrvalsdeild á ný. Staða liðsins núna er ekki eins góð og reiknað var með, þar sem liðið er í 10. sæti 1. deildar með aðeins 14 stig eftir 12 leiki en tvö efstu liðin í deildinni fara beint upp og liðið í þriðja sæti fer í umspil. Stabæk, sem einnig féll, er í öðru sæti en Bryne er í efsta sæti. Sogndal hefur samkvæmt heimildum Blaðsins ítrekað reynt að fá Ármann Smára Bjömsson frá FH en Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir að láta hann fara til Noregs. Jóhann Sigurðsson kom í gær gagngert til íslands til að fylgjast með Val Fannari, sem leikið hefur mjög vel í vörn Fylkis það sem af er leiktíð. Steinar Tenden, sem lék með KA, er í herbúðum Sogndal en aðalþjálfari 1 i ð s i n s h e i t i r T r o n d Fylling. Heiðar til Fulham Samkvæmt breskum fjölmiðlum í gær er það staðfest að landsliðs- maðurinn H e i ð a r Helguson gangi til liðs við úrvals- deildarlið Fulham fyrir næstu leik- tíð. Að undanfómu hafa fjölmiðlar hér á landi, sem og á Bretlandi, verið að spyrða Heiðar við nýliða úrvalsdeildarinnar í Wigan en þeir gerðu tilboð í Dalvíkinginn um helg- ina. Heiðar staðfesti þetta við Blað- ið í fyrradag en sagði þá að hann vildi fara að klára þessi mál sem fyrst. Þann daginn gerðust hlutimir hratt og um kvöldið var Heiðar, sam- kvæmt heimildum Blaðsins, kominn í læknisskoðun hjá úrvalsdeildarlið- inu Fulham. Fjölmiðlum ytra ber ekki alveg saman um hvert kaupverð Fulham á Heiðari er en það er víst að það er á bilinu 132-180 milljónir ís- lenskra króna. Heiðar, sem er 27 ára, hefur skorað 64 mörk fyrir Watford frá þvl hann kom til félagsins árið 2000 og er þekktur fyrir sína miklu baráttu og ósérhlífni. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að sjá piltinn í úrvalsdeildinni en fyrsti leikur Ful- ham í ensku deildinni verður gegn Birmingham 13. ágúst á heimavelli Fulham, Craven Cottage. Gangi þér allt í haginn, Heiðar, og bestu kveðj- ur frá Blaðinu. ■ Blackburn - Man. City Bolton - Birmingham Everton-W.B.A. Fulham - Middlesbrough Man. Utd. - Charlton Newcastle - Chelsea Portsmouth - Liverpool West Ham -Totten- ham

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.