blaðið - 25.07.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöið
Slysum um verslunar-
mannahelgi hefur fækkað
Framundan er mesta ferðahelgi ársins, því miður með tilheyrandi óhöppum og slysum
í umferðinni.
Blaðið til
Grindavíkur
Dreifing Blaðsins er hafin í Grinda-
vík. Er þetta sjötti staðurinn utan
höfuðborgarsvæðisins sem fær Blað-
ið. 1 síðustu viku hófst dreifing á
Selfossi, Hveragerði, Reykjanesbæ,
Akranesi og í Borgarnesi. Á öllum
þessum stöðum geta íbúar nálgast
Blaðið í öOum helstu verslunum og
á bensínstöðvum. Undirbúningur
fyrir dreifingu til Akureyrar, Egils-
staða og ísafjarðar stendur nú yfir
og er stefnt að því að íbúar þessara
staða geti nálgast Blaðið innan
skamms. ■
Torfærubraut
í Jósepsdal
Svæðið sunnan við Litlu kaffistof-
una og inn í Jósepsdal verður fram-
vegis notað undir æfingaakstur
torfæruhjóla og vélsleða. Samn-
ingar þess efnis á miOi Vélhjóla-
íþróttaklúbbsins, Landssambands
íslenskra vélsleðamanna og sveitar-
félagsins Ölfuss voru undirritaðir á
föstudag. Útbúnarverðasérmerktar
akstursbrautir á svæðinu þar sem
áhugamenn um torfæruhjól og vél-
sleða geta æft sig jafnt sumar sem
vetur. Bannað verður að fara út fyr-
ir svæðið og þannig verður komið í
veg fyrir gróðurskemmdir. ■
Skátar fást við
orkunýtingu
MikiO mannfjöldi var samankom-
inn við Úlfljótsvatn um helgina en
þar lýkur landsmóti skáta á morgun.
Ríflega þrjú þúsund manns höfðu
tekið þátt í mótinu fram að helgi
en á laugardag náði gestafjöldi upp
í átta þúsund manns. Þema móts-
ins er orka jarðar og skátarnir hafa
glímt við fjölbreytt verkefni sem
snúa að orkuframleiðslu á landsmót-
inu. Hulda Sólrún Guðmundsdótt-
ir, mótsstjóri, segir að mótið hafi
heppnast ákaflega vel og að krakk-
arnir séu sérstaklega áhugasamir
um verkefni vikunnar. ■
Rómantiskir
hamborgarar
jtxx
cafe Kidda Rót
Hveragerði S: 552-8002
Verslunarmannahelgin, mesta ferða-
mannahelgi ársins, er framundan
og að venju er búist við því að þús-
undir einstakhnga haldi út á þjóð-
vegi landsins. Á þessum tíma fer
saman að fjölmargir einstaklingar
eru í fríi og jafnframt er mikið um
að vera víðsvegar um landið, þó
kannski síst í höfuðborginni. Gera
má ráð fyrir að straumur bíla út úr
höfuðborginni á föstudag og laug-
ardag verði gríðarlegur og þá ekki
síður straumurinn inn í borgina á
Óvíst er hvenær ákvörðunar mennta-
málaráðherra um nýjan útvarps-
stjóra er að vænta samkvæmt upplýs-
ingum frá menntamálaráðuneytinu.
Tuttugu og þrjár umsóknir um starf-
ið hafa nú borist en ein umsókn
barst í pósti síðastliðinn föstudag.
Hún var frá Kjartani „Vido” Ólafs-
syni varastjórnarmanni í Sambandi
ungra sjálfstæðismanna.
Ekki er um neitt formlegt og fyrir-
fram ákveðið ráðningarferli að ræða
fyrir stöðuna heldur munu starfs-
menn menntamálaráðuneytisins
einfaldlega fara yfir umsóknirnar á
næstunni.
Svarið sem fékkst frá ráðuneytinu
um það hvenær ákvörðunar mennta-
Kornbændur búst við góðri sprettu
þetta árið þrátt fyrir að fyrir norð-
an og austan hafi vorið verið mjög
óhagstætt kornræktinni. Eymund-
ur Magnússon, bóndi í VaOanesi á
Héraði, segir að kuldar í maí hafi
ekki haft veruleg áhrif á kornið þar.
Hann segir að kornið hafi ekki verið
komið upp úr jörðinni þegar frysta
tók í maí og því hafi enginn skaði
orðið. Þó megi gera ráð fyrir að
hægt hafi á vexti og því verði kornið
á Austurlandi eitthvað seinna á ferð-
inni en undanfarin ár.
Veðrið undanfarið mjög hagstætt
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þovalds-
eyri undir EyjafjöOum, segir að ekki
sé annað að sjá á Suðurlandi en að
kornspretta líti vel út. Þurrkar í maí
hafi ekki gert korninu neitt til og tíð-
mánudaginn.
Þekkt slysahelgi
Því miður virðist svo vera að óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur þessarar
helgar séu fjölmörg umferðaró-
höpp. Að sögn Sigurðar Helgasonar,
upplýsingafuOtrúa Umferðarstofu,
hefur ekki verið haldið sérstaklega
utan um tíðni slysa um verslunar-
mannahelgar undanfarinna ára.
Hann segir þó að slysum hafi heldur
fækkað undanfarin ár frá því sem
málaráðherra væri að vænta var að
engin ákvörðun hefur verið tekin
um hvenær ákvörðun verði tekin.
Flestir vilja Pál
Samkvæmt könnun sem fyrirtækið
Netleiðir gerði fyrir helgi nýtur PáO
Magnússon mestrar hylli þeirra sem
sóttu um útvarpsstjórastóOnn en
31% þeirra sem tóku þátt í könnun-
inni vildu að hann fengi starfið. Fast.
á hæla honum kemur EOn Hirst en
um 28% vildu sjá hana sem útvarps-
stjóra. 1 þriðja sæti er síðan Sigrún
Stefánsdóttir með 13%.
Umsóknir gætu ennþá borist
Eins og áður sagði barst menntamála-
arfarið undanfarið sé ákaflega hag-
stætt kornbændum.
„Veðrið hefur verið frábært þessa
vikuna og að fá 18 til 20 stiga hita dag
eftir dag þegar kornið er að safna í
sig er mjög heppilegt. Júnímánuður
var náttúrulega votviðrasamur en
kornið nýtti sér vætuna vel“, segir
Ólafur. Hann bendir þó á að erfitt
sé að meta hversu góð sprettan verði
og því sé ekkert fast á hendi fyrr en
búið er að þreskja kornið í haust.
í óða önn að sá vetrarhveiti
Þegar Blaðið ræddi við Ólaf var
hann í óða önn að sá hveiti. Hann
segist hafa gert tilraunir með það
sem hann kýs að kalla vetrarhveiti
síðastliðin fimm ár. Þetta er hveiti
áður var.
„Hinsvegar verður alltaf að hafa
þann vara á að slysin geta orðið
hvenær sem er. Því skiptir máli að
menn séu einbeittir og með hugann
við það sem þeir eru að gera. Það á
alltaf að miða hraða við aðstæður og
að sjálfsögðu að nota bílbeltin.
Ölvunarakstur vandamál
Algengustu slysin í gegnum tíðina
um verslunarmannahelgar tengjast
ölvunarakstri að sögn Sigurðar.
„Slys tengd ölvunarakstri hafa skor-
ið sig talsvert úr, sér í lagi að nætur-
lagi“, segir Sigurður. Hann vill einn-
ig vara við að þegar umferð er orðin
það mikil eins og hún verður um
verslunarmannahelgi verði framúr-
akstur mjög hættulegur og sé oftast
ekki mögulegur. Því sé nauðsynlegt
að sýna einfaldlega biðlund.
Lögreglan gerir ráð fyrir að vera
búin að setja af stað mikið umferð-
areftirlit um komandi helgi. Mjög
virkt eftirlit hefur verið undanfarin
ár en nú er gert ráð fyrir að það verði
jafnvel ennþá virkara. ■
ráðuneytinu ein umsókn um starfið
á föstudag. Tekið er við umsóknum
sem póstlagðar voru síðastliðinn
fimmtudag, þ.e. 21. júlí. Því er enn-
þá möguleiki á að fleiri umsóknir
um starfið berist því ef einstakling-
ur sem búsettur er erlendis hefur
sótt um starfið og ekki sent umsókn
fyrr en í síðari hluta síðustu viku
gæti eitthvað dregist að sú umsókn
berist í pósti. Það ræður því að lítið
er farið að gera í umsóknarferlinu
hjá ráðuneytinu því skiljanlega vill
ráðherra tryggja að allar umsóknir
hafi borist áður en nýr útvarpsstjóri
verður ráðinn. ■
sem sáð er í akra seinnipart sumars
og ekki þreskjað fyrr en næsta haust
á eftir.
„Kornið sprettur í um það bil 10
cm. hæð fyrir veturinn og bíður ein-
faldlega grænt fram á næsta sumar.“
Hann segir að kornið þoli vel þó það
verði 10 stiga frost og nánast hvaða
veður sem er. Þegar fari að vora byrji
það síðan að vaxa aftur. „Það verður
þó að hafa í huga að undanfarin ár
hefur veðrið verið óvenju hagstætt”,
segir Ólafur.
Hann segir að helsti óvinur korns-
ins sé hinsvegar ekki veðrið heldur
gæsin sem komi í þúsundatali á
akrana á vorin. Gæsin étur blöðin
af korninu sem verði til þess að upp-
skera verði engin. ■
KAUPMANNAHÖFN - EKKI BARA STRIKIÐ
Guölaugur Arason er frábær sagnameistari og
leiðsögumaöur. í Gömlu góðu Kaupmannahöfn
segir hann óborganlegar sögur af fólki og atburóum
og leiðir lesandann um allar helstu götur okkar
fornu höfuöborgar.
Glæný, persónuleg og bráðskemmtileg
bók, ómissandi ferðafélagi sem segir
sögur á hverju götuhorni.
Salka
www.salkaforlag.is
Ekki er vitað hvenær nýr
útvarpsstjóri verður ráðinn
Kornbændur búast við
góðri sprettu
bændur við góðri sprettu þetta árið
Ráðist á mann
í miðbænum
Hópur manna réðist með fólsku-
legum hætti að manni sem var
á gangi í Hafnarstræti í mibæ
Reykjavíkur aðfaranótt sunnu-
dags. Maðurinn komst undan
við illan leik og var keyrður
af leigubílstjóra á slysadeild.
Þar kom í ljós að maðurinn
var með brotnar tennur og
lemstraður eftir árásina en
óbrotinn að öðru leyti. Hann
gat gefið lögreglu lýsingu af
árásarmönnunum sem hann
taldi vera fjóra eða fimm en
óvíst er hvort atvikið náðist á
upptökuvélar sem staðsettar
eru víða um miðbæinn og
hafa nýst til að upplýsa glæpi
sem þessa. Lögregla vinnur
nú að rannsókn málsins en í
yfirgnæfandi fjölda tilfella tekst
að upplýsa mál sem þessi..
Ókeypis
úttektir á
aftanívögnum
Fyrir
verslunarmannahelgi
1 vikunni verður boðið upp
á ókeypis úttekt á vögnum
(fellihýsum, hjólhýsum,
tjaldvögnum og hestakerrum)
til að fólk geti gengið úr
skugga um að tengi- og
öryggisbúnaður þeirra sé í lagi
áður en lagt er upp í ferðalag
um verslunarmannahelgina.
Þjónustan er í boði á öllum
skoðunarstöðvum Frumherja á
afgreiðslutíma þeirra í vikunni
fram að verslunarmannahelgi.
í fyrra var talsvert var um
að bílar hefðu ekki nægilega
dráttargetu samkvæmt
skráningarskírteini til að draga
viðkomandi vagna án þess að
eigendurnir vissu af því. Þá
var nokkur misbrestur á að
ökumenn hefðu aukaspegla
á bílunum sína til að sjá
út fyrir vagnana eins og
reglur kveða skýrt á um.
Lengri opnunartími
Skoðunarstöð Frumherja
að Hesthálsi verður opin til
klukkan 20 af þessu tilefni
mánudag til fimmtudags. Fólk
er beðið um að koma með
vagna sína á Hestháls á milli
klukkan 17 og 20 þegar öðru
amstri er lokið. 1 skoðun
er þyngd vagns mæld og
kannað hvort viðkomandi
bíll megi draga hann. Þá eru
speglar bílsins athugaðir og
bremsubúnaður þegar við á,
tengibúnaður og ljósabúnaður
vagnsins. Að skoðun lokinni fá
ökumenn í hendur minnisblað
með athugasemdum
og geta gert viðeigandi
ráðstafanir ef þörf krefur.
Aukið eftirlit á næstunni
Lögreglan fylgist sérstaklega
með því næstu daga hvort
bílar með fellihýsi, hjólhýsi
eða tjaldvagna í eftirdragi séu
með tilskilinn búnað, sem og
vagnarnir sjálfir. í alvarlegum
tilvikum kann fólk að fá
fyrirmæli um að snúa við eða
það verður jafnvel kyrrsett. Fólk
ætti því að koma með vagninn
sinn til Frumherja til að komast
hjá óþægindum í helgarferðinni.