blaðið - 25.07.2005, Page 10

blaðið - 25.07.2005, Page 10
10 I BÍLAR MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöiö ■ VOLVO S40: Stór smábill með sér ef maður kýs að aka honum eins og sportbíl - sem getur verið svolitið freistandi. Dísilvélin er svo glæný að það er erfitt að fullyrða um viðhalds- þörf. Ef miðað er við það hversu vel bíllinn er smíðaður og hvernig eldri gerðir S40 hafa reynst er hún ekki áhyggjuefni. Nytsemd og gæði í borgarakstri kemur S40 mjög vel út. Hann er kraftmikill, sæmilega lipur og afar öruggur í akstri. Rými fyrir farþega og farangur er ágætt, staðalbúnaður vel valinn og gæðin mikil. Ef fjölskyldan er fjölmenn eða stórvaxin er S40 e.t.v. ekki rétti bíllinn, því hann er gerður fyrir fjóra. Verðið er í hærri kantinum fyr- ir bíl í þessum flokki en öryggi og búnaður stendur fyllilega undir því. Endursöluverðið er eins og jafnan gerist um Volvo svo S40 er sjálfsagt góð fjárfesting. andres. magn usson@vbl. is Volvo S40 Brimborg Verð: 2.695.000 Fjölskyldubíll Eldsneyti: Dísii Lengd: 4-47 m Breidd: 1.77 Hæð: 1,45 Þyngd: 1.457 kg Dyr:4 Vélarstærð: 1560 cc Hestöfl: 110 Kostir: Fallegur, vandaður, ör- uggur og leynir á sér. Gallar: Rýmið aftur í mætti vera meira og aðgengið í skottið sömuleiðis. Niðurstaða: Volvo S40 er eng- inn smábíll, vel hannaður og vel smíðaður. Dísilútgáfan er skemmtileg og fyllilega athug- unar virði. Verðið kann að virðast hátt þar til hugað er að miklu ör- yggi bílsins og staðalútbúnaði. Simi 896 1189 Fax 565 5389 kratta í kögglum inn er afskaplega vel smíðaður og er þannig í senn verklegur og snotur. Rými Það er ágætt rými í bílnum, sæmileg hæð og gott olnbogarými. Þannig geta að fjórir fullorðnir komist prýði- lega vel fyrir með gott fótarými og aftur í má hafa barn á milli sín án þess að það þrengist um of. Sætin eru mjög þægileg og gefa góðan stuðning við axlir og mjöðm. Það er hægt að stilla stýrið við hvers manns hæfi og á milli ökumanns og farþega er ekki meira rými tekið und- ir græjur og miðstöð en nauðsynlega þarf. Sú eining er aukin heldur fest að ofan og neðan, þannig að þar fyr- ir aftan er kærkomið geymslurými. Staðalútbúnaður er vel úti látinn en þar á meðal má nefna leður í stýri og gírstöng og upphituð framsæti sem nokkur fengur er í. Síðan má bæta sæg af aukabúnaði í bílinn. Farangur Farangursrýmið er furðumikið í þessum svokallaða smábíl en þar má hæglega koma fyrir tvennum helgarinnkaupum. Eini vandinn er kannski að skottið gæti opnast bet- ur því opið er ekki alveg nógu hag- anlegt. Barnahjól smellur t.d. ekki alveg beint ofan í það þó plássið sé nægt. I farþegarými er líka að finna ýmsar aukaholur fyrir lauslega hluti. Öryggi Það á ekki að þurfa að nefna það að öryggið í Volvo er fyrsta flokks. S40 fékk hæstu einkunn í árekstra- prófi Euro NCAP, en það má rekja til einstaklega vel styrktrar grindar bílsins. Farþegarnir eru svo varðir með loftpúðum að framanverðu og til hliðar. Því til viðbótar er svo bak- hnykksvörn, spólvörn, ABS hemla- kerfi og svo mætti lengi áfram telja. Öryggið er mikið og áþreifanlegt fyr- ir ökumann og farþega og sú tilfinn- ing skiptir máii, fyrir nú utan það að það kemur að góðu ef á reynir. P.ekstur og viðhald Eyðslan í S40 er ekki mikil, um 5,2 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Það er þó rétt að nefna að það hægt að missa eyðsluna talsvert frá Volvo hefur um áratugabil þótt vandaður og öruggur fjölskyldubíll en að sama skapi þótti mörgum hann löngum fremur litlaus og óspennandi kostur. Volvo S40 á ekki við þennan ímynd- arvanda að glíma. Hönnunin er eins og hún hafi átt sér stað á landamær- um Frakklands og Þýskalands, hann er sportlegur en samt fjölskyldubíll, hann er vel smíðaður og öruggur í hæsta máta. í orði kveðnu er S40 smábíll en það er erfitt að taka und- ir það. Þetta er vissulega smæsti Vol- voinn og hann er ekki mikill um sig en hann er einhvern veginn miklu stærri að innan en mann grunar þegar horft er á hann. Blaðið fékk dísilútgáfuna af S40 í reynsluakstur og undirritaður varð ekki fyrir von- brigðum. Akstureiginleikar Þó S40 eigi að heita venjulegur fólks- bíll, og það í smærri kantinum, er hann í rennilegra lagi og það ekki aðeins í útliti. Það er kraftur í bíln- um, eins og nánar verður vikið að, en maður finnur fyrir mikilli örygg- istilfinningu í akstri. Hann er eilítið fastur fyrir í akstri og þegar maður er á miklum hraða finnur maður lít- ið fyrir veginum, en bíllinn er afar stöðugur. Hið sama er upp á teningn- um þegar rennt er í krappar beygjur. Á möl er bíllinn sömuleiðis ágætur og skríður lítið til þó þjarmað sé að SÍMI5771313 •kistufell@c8ntrum.is Tímareimasett í flestar gerðir bíla www.kistufell.com honum. Það er allt gott og blessað en maður myndi vilja hafa stýrið að- eins næmara. Eins mætti fjöðrunin vera eilítið mýkri á þvottabrettum Vegagerðarinnar. Vél og drif Fá má S40 með margvíslegum vél- arafbrigðum, bæði bensín og dísil. Bíllinn, sem Blaðið reyndi, var með 1,6 1 túrbó dísilvél og beinskiptur. Hestöflin eru sögð 110 talsins en krafturinn minnti frekar á bíl sem er með 150 hestöfl. Hann er þrælfljót- ur upp og heldur sér vel um miðbik- ið. Maður þarf hins vegar að venjast gírunum aðeins og ef maður ætlar í framúrakstur á Keflavíkurvegin- um getur borgað sig að skipta niður fyrst. Þegar ég ræsti bílinn í fyrsta skipti heyrði ég vel að það var dísil- vél undir húddinu en hún er samt til- tölulega hljóðlát. Það er líka ástæða til þess að taka fram að bíllinn er sér- staklega vel hljóðeinangraður þann- ig að vélarhljóðið truflar mann sáralítið og hið sama má segja um vindgnauð og vegrið. Útlit Útlitið á S40 er afar evrópskt og þar er ekkert klossað þó bíllinn sé stærri en maður gæti haldið og þyngdin sæmileg. Yfirbragðið er þýskt í meg- inatriðum en smáatriðin minna meira á franskar hefðir. En það sem maður tekur helst eftir er hvað bíll- klakavelar Verð *=-> 28.000 kn[ö - 0 £3^. ís-húsid 566 6000

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.