blaðið - 25.07.2005, Side 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
SAGA AF AHUGALEYSI
að verður að segjast eins og er að listi yfir umsækjendur um
starf útvarpsstjóra veldur vonbrigðum. Vissulega eru tveir
eða þrír hæfir menn á listanum en upp til hópa eru þetta ein-
staklingar sem fyrst og fremst eru að sækja um til að vekja athygli á
sjálfum sér. Hvernig stendur á því að starf útvarpsstjóra heillar ekki
fleiri einstaklinga úr atvinnulífinu? Hvernig stendur á því að fleiri
reynslumiklir stjórnendur skuli ekki sækja um? Listinn er að sumu
leyti spegilmynd af þeim lista umsækjenda sem höfðu áhuga á starfi
fréttastjóra útvarps. Áhuginn á þessum tveimur störfum var enginn
- nema hjá fjölmiðlum sem kepptust um að smjatta á því hver myndi
sækja um og hver ekki. Staðreyndin er þessi - Ríkisútvarpið er stofn-
un sem fáir hafa áhuga á að vinna hjá nema þeir sem þegar eru þar
innandyra. Þetta er sorgleg staðreynd sem ber vitni því hnignunar-
skeiði sem stendur yfir hjá þessari annars merku stofnun. Það má
fyrst og fremst kenna framtaksleysi pólitíkusa um hvernig komið er.
Þeir hafa ekki haft dug í sér til að taka á þeim vandamálum sem
blasa við hjá RÚV. Þrasað er um minnstu smáatriði í rekstri stofnun-
arinnar sem auðvitað hefur gegnt merku hlutverki í menningarsögu
okkar. Það er verulega illa komið þegar ekki er hægt að ráða íþrótta-
fréttamann hjá RÚV nema hann hafi réttan pólitískan stimpil eins
og Hermann Gunnarsson benti réttilega á í morgunþætti Stöðvar 2
á föstudag. Framundan er svo ráðning fréttastjóra og í fljótu bragði
virðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir geta útilokað flesta umsækj-
endur - eftir standa þrír, Páll Magnússon, Elín Hirst og Bjarni Guð-
mundsson. Þau hafa öll sína kosti. Páll hefur mikla reynslu af fjöl-
miðlun. Hann er almennt vel liðinn af þeim sem hann hefur unnið
með, er góður leiðtogi sem nær að koma málum áfram. Það sama má
segja um Elínu Hirst. Hún hefur í raun ekki síðri reynslu af fjölmiðl-
um en Páll og hefur þar að auki verið innandyra hjá RÚV síðustu
árin. Bjarni Guðmundsson þekkir hins vegar rekstur RÚV manna
best og það skiptir ekki minnstu máli þegar upp verður staðið. Öll
eru þau hæf í starfið - við verðum hins vegar að vona að ráðherra
beri gæfu til að velja í starf útvarpsstjóra þann sem talinn er hæfast-
ur og að allri pólitík verðiýtt til hliðar. Það væri auðvitað alveg nýtt
í mannaráðningum hjá RÚV en einhvern tímann verður að byrja og
eitt er víst - Þorgerður Katrín myndi reisa sjálfri sér minnisvarða
sem stæði um alla framtíð ef hún hætti að hlusta á misvitra flokks-
bræður í þessu máli en léti skynsemina ráða.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
AÖalsimi: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Hundabúr - Hvolpagrindur
Full búð af nýjum vörum
30% AFSLÁTTUR AF ÖLLU
TOKYO
gæludýravörur
Hjallahraun 4
Hafnarfirði s.565-8444
Opið
mán-fös. 10-18
Lau. 10-16
Sun 12-16
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaöiö
Lífið er ekki
bara „business"
Á næstu árum er
mikilvægasta verk-
efni stjórnvalda
að brjótast út úr
gamaldags hugsun
um barnafjölskyld-
Katrfn una. Fara út fyrir
Júlíusdóttir, ramma hefðbund-
alþingismaður jnnar skilgreining-
ar á fjölskyldu og
sjá hana eins og hún raunverulega
er í dag, fjölbreytilega samsett og
gerbreytt frá því sem áður var. Þann-
ig förum við vonandi að ná árangri
í að bæta stöðu barnafjölskyldna
í þessu landi og þá ekki síst stöðu
barnanna sjálfra sem gleymast oft
í atinu sem fylgir hversdagslífi nú-
tímasamfélags.
Stjórnvöld á villigötum
Ég lít á stjórnmálin sem tæki til
að gera líf okkar í samfélagi létt-
ara. Snúast stjórnmálin um þetta
í dag? Svo tel ég ekki vera. Sitjandi
stjórnarflokkar eru með svo kolr-
anga forgangsröðun ef þeir hafa ein-
hverja forgangsröðun yfirleitt því
stjórnvaldsaðgerðir þeirra virðast
að mestu snúast um að halda völd-
um, valdanna vegna. Raða réttum
mönnum á rétta staði svo heims-
mynd þessara ágætu manna verði
„rétt“. Niðurstaðan er sú að sitjandi
ráðamenn Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks skipta sér alltof mikið af
íslensku efnahags- og viðskiptalifi
en alltof lítið af stöðu barna og fjöl-
skyldna þeirra og hvernig gera megi
líf þeirra léttara.
Þessi ríkisstjórn er búin að sýna
það í verki að hún er ekki að hugsa
um börnin og þeirra fjölskyldur.
Þetta sést í lækkuðum barnabótum,
vaxtabótum, háu vöruverði vegna
skatta og gjalda á þeim, háum leik-
skólagjöldum, háu stimpilgjaldi við
íbúðarkaup, himinháu ibúðaverði,
háum greiðslum fyrir lækna- og
tannlæknaheimsóknir svo einungis
nokkur atriði séu nefnd. Þegar allt
þetta leggst á eitt er útkoman ekki
einföld né er auðvelt fyrir ungar fjöl-
skyldur að koma sér af stað í lífinu.
Allt þetta leiðir til þess að foreldrar
eru tilneyddir til að vinna langan
vinnudag til að ná endum saman.
Fæðingarorlof of stutt
Fæðingarorlofið hefur verið lengt
í tíð rískisstjórnar Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks en ekki er nóg
að gert. Börnin okkar fá of stutta
samveru með foreldrum sínum
fyrstu mánuði eftir fæðingu eða
6-9 mánuði eftir samsetningu fjöl-
skyldu þeirra. Og ekki sitja öll börn
við sama borð hvað fæðingaorlofið
varðar en munur er á því hvort þau
búa hjá báðum foreldrum eða ein-
99.......................
Það erþvímín
einlæga skoðun
að lengja beri
fæðingarorlofið
í skrefum þar til
það hefur náð
allt upp í 18 mán-
aða samveru
foreldra og barns.
stæðu foreldri. Þessu þarf auðvitað
að breyta því í þessu felst ekkert
réttlæti. Það er ekki nóg að hugsa
um stöðu kynjanna þegar að fæðing-
arorlofi kemur heldur þarf að huga
að rétti barnanna sjálfra. Yfirleitt
fá börnin of lítinn tíma með foreldr-
um sínum áður en þeir þurfa að
hverfa aftur til vinnu, flestir fullan
vinnudag og margir gott betur svo
endar megi ná saman. Á þessum
aldri eru börnin að taka gríðarleg
þroskastökk, byrja að sitja, borða
venjulegan mat, standa upp, skríða
og sum taka jafnvel fyrstu skrefin.
Mikilvægustu tengsl barna, það sem
brjóstvitið segir manni og rannsókn-
ir sýna, eru tengslamyndanir barna
við foreldra sína. Þessi grunntengsl
barna marka alla þeirra framtíð.
Það er því mín einlæga skoðun að
lengja beri fæðingarorlofið í skref-
um þar til það hefur náð allt upp í 18
mánaða samveru foreldra og barns.
Sveigjanleiki er lykilatriði
Til þess að geta fjölgað samveru-
stundum barna við foreldra er sveigj-
anleiki lykilorð. Þar spilar atvinnu-
lífið ekki síður stórt hlutverk en hið
opinbera. Atvinnulífið getur lagt
sitt að mörkum með því að stytta
viðveru starfsmanna sinna og gefa
þeim í auknu mæli kost á sveigjan-
legum vinnutíma og vinnuaðstöðu
heimavið þar sem þess er kostur.
Hornsteinn í velferð til framtíðar
eru sterkir einstaklingar og ham-
ingjusamir og atvinnulífið veikist
án hvorutveggja. Sveigjanleikinn af
hálfu hins opinbera þarf einnig að
vera til staðar og taka þarf tillit til
mismunandi fjölskylduaðstæðna
við veitingu fæðingarorlofsins og
spila þannig með atvinnulífinu. Hið
opinbera á að sjálfsögðu að vera öfl-
ug fyrirmynd i þessum efnum sem
langstærsti atvinnurekandinn í
landinu.
Klisjan um forgangsröðunina
Nú eru án efa margir sem spyrja sig
hvernig eigi nú að fjármagna öll her-
legheitin. Því er til að svara að ekki
er um að ræða þannig kostnað að
ríkiskassinn fari á hliðina. Þetta er
spurning um forgangsröðun. Ein
sparnaðarleið væri til dæmis sú að
fækka sendiráðum á Norðurlönd-
um úr fjórum í eitt. Það eru nú bara
nokkur hundruð milljónir. Önnur
leið væri sú að endurskoða landbún-
aðarkerfið sem fær einhverja tugi
milljarða á nokkurra ára fresti án
þess að bændur hafi það betra eða
neytendur fái betri vöru eða verð.
Svona mætti halda áfram. Stjórnmál-
in snúast nefnilega um klisjuna um
forgangsröðunina margfrægu.
Ef við stjórnmálamenn brjótumst
út úr rammanum og byrjum að
horfa á samfélagið og öll þess tann-
hjól út frá börnunum, mikilvægustu
kynslóð hvers tíma, og mismunandi
samsettum fjölskyldum þeirra þá
er ég sannfærð um að sá leiðangur
verði árangursríkur. Því lífið er ekki
bara „business“. ■
Stökustund
Sem fyrr hefjum við leikinn
á botnum sem bárust við
fyrriparta síðasta þáttar.
V.L. Botnar:
Vinstri grœnir þrasa’á þingi
þráfaldlega’um slœma tíð.
Ekki er von til, að þeir kyngi
öllu sem að kallast níð.
Þ.Ó. botnar svo:
Vinstri grœnir þrasa’á þingi
þráfaldlega’um slæma tíð.
íformannshöfði háttþó klingi,
heill eryfir vorum lýð.
V.L. botnar:
Bjart eryfir bœndastétt
baula kýr í haga.
Guðna þetta þykir létt
ogþjóðinni ei til baga.
Þ.Ó. botnar svo:
Bjart eryfir bændastétt
Baula kýr í haga.
Þetta er snældu snúinfrétt
sem snarlega þarfað laga.
í umsjón Péturs Stefánssonar
Bragi frá Hoftúnum orti eitt sinn:
Sannleikur er seinn íför,
sjaldan nœr’ann hylli.
En lygin þýtur likt og ör
landshornanna milli.
Baldur Þór Bóasson frá Siglufirði
yrkir um mann:
Ennþá virðist karlinn kúl
konu sinni, fengur.
Bráðgreindur og bjútífúl
og bragðarþað ekki lengur.
Árni Vigfússon orti þessa mann-
lýsingu:
Þó að drottinn þyki snjall,
þá kom samt á daginn
að þegar hann gerði þennan karl
þá var hann ekki laginn.
Hinrik frá Merkinesi orti
um flagð undir fögru skinni:
Vantar snilli margan mann,
-mengaðir spillingunni.
Oft má grilla’íóþverrann
undir gyllingunni.
Pétur yrkir um rannsókn lögreglu
á starfssemi vændiskvenna á ís-
landi, viðskiptavinum til hrelling-
ar:
Það er fátt sem maður má
-meinuð eðlishvötin,
eflöggan setur lokur á
lífsins skráargötin.
Fyrripartar:
Að ferskeytlunnarforna sið,
fleiri mættu hlúa.
V.L. sendir þennan fyrripart:
Heilum vagni heim að aka,
held éggagni öllum best.
Botnar, visur ogfyrripartar send-
ist til: stokustund@vbl.is eða á Blað-
ið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur