blaðið - 25.07.2005, Síða 16

blaðið - 25.07.2005, Síða 16
16 I MATUR MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaðiö Villibráðin er sœlkeramatur Hreindýra carpaccio Hverfur villi- bráðin af matseðlum veitingahúsa? Sigríður Anna Þórðardóttir, umhveríisráðherra, tilkynnti í síðustu viku að veiðar á rjúpum yrðu leyfðar á ný eítir tveggja ára hlé. Ekkert var hinsvegar tilkynnt um fyrirkomulag veiðanna á hausti komanda, þ.e. hvort veiðitíma yrði breytt eða aðrar hömlur settar á veiðar til að sporna gegn ofveiði. Sölubann líkleg niðurstaða Sú leið sem oftast er rætt um í þessu sambandi er sölubann á rjúpu. Það þýddi að veiðimönn- um yrði óheimilt að selja þá rjúpu sem þeir veiða, hvort sem það er til einstaklinga, verslana eða veitingastaða. Sú umræða gerist nú æ háværari meðal veiðimanna og almennings að setja eigi slíkt sölubann á álla vilhbráð. Slíkt myndi stuðla gegn magnveiði almennt og hugsan- lega breyta hugarfari veiðimanna til langfr ama. Sú niðurstaða yrði hinsvegar til þess að villibráð myndi hverfa af matseðlum veitingastaða hér á landi. Undantekningin frá því yrði reyndar hreindýrakjöt, því ekki er nauðsynlegt að stuðla gegn magnveiðum á hreindýrum þar sem mjög strangt eftirlit er með þeim veiðum í dag. Á veitingastaðnum Perlunni hefur verið boðið upp á villibráðahlaðborð síðla hausts í áraraðir. Villibráða- hlaðborðið nýtur vaxandi vinsælda enda leggja matreiðslumeistarar Perlunnar mikinn metnað og hug- myndaauðgi í matargerðina. Hrein- dýr, gæsir, rjúpur, endur, svartfulg og hvalur sveigja veisluborðið í alls kyns útfærslum, eldsteikt, þurrk- að, reykt, hrátt, í frauði, í súpu og svo mætti lengi telja. Björn Bragi Bragason, aðstoðaryfirkokkur hjá Perlunni, segir að þeir hafi ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegs sölubanns á villibráð en þáð myndi að líkindum gera út af við þessa árlegu veislu. Hann segir að þeir hafi bruðist við rjúpuveiði- banninu með því að bjóða upp á gæsasúpu en rjúpusúpan í Perlunni var fyrir veiðibannið með vinsæl- ustu réttum hússins. Handtínt meðlæti Björn Bragi segir að hægt sé að út- færa villibráðamatargerð með marg- víslegum hætti. Best sé að láta hug- myndaflugið ráða. „Mér finnst best að nota ferskar kryddjurtir og ber og þá þær jurtir sem bráðin hefur nærst á. Það ýtir undir villibráðabragðið og gerir það kraftmeira. Sveppir henta einnig vel með villibráð. Fólk getur safnað jurtum yfir sumartím- ann og þurrkað og undir lok sumars og fram á haust er tilvalið að fara um landið og tína sveppi. Fólk þarf ekki endilega að fara á námskeið til að vita hvaða sveppi má tína. Gott er að vera með handbók með sér, til dæmis íslenska sveppi, sem greinir frá því hvaða sveppir eru ætir og hvernig á að meðhöndla þá. Annars eru möguleikarnir í meðlæti enda- lausir.“ íslenska lambið hálfvillt Fyrir utan undursamlegt bragðið er villibráðin einnig hollari en það kjöt sem ræktað er en í villibráð eru hvorki vaxtarhormónar né sýklalyf. Björn Bragi segir að vöðvar villibráð- arinnar, líkt og íslenska lambakjöts- ins sem gengur frjálst um víðernin mestan hluta ársins, byggist upp með öðrum hætti en á dýrum sem alin eru. „Villt dýr hreyfa sig mun meira á ósléttu landssvæði sem eyk- ur súrefnisflæði til vöðvanna sem hefur áhrif á vöxt þeirra. íslenska lambakjötið hefur einnig þessa eig- inleika og er allsendis ólíkt því sem fáanlegt er annars staðar.“ Veiði- tímabilið fyrir hreindýr er þegar haf- ið en gæsaveiðin hefst þann tuttug- asta ágúst. Hér í framhaldinu fylgja uppskriftir frá Perlunni af ljúffengri villibráð en á næstu vikum mun Blaðið fjalla frekar um þennan þjóð- lega veislumat og gefa góð ráð um meðhöndlun og uppskriftir. ernak@vbl.is Það er auðvelt að laga hreindýra carpaccio. Timjan, rósmarín, svart- ur pipar, ólífuolía og smá salt er sett í matvinnsluvél og búin til krydd- jurtaolía. Kjötið er snyrt, sett í bakka og olíunni hellt yfir. Allt plastað vel og geymt í kæli yfir nótt. Því næst er kjötið sett í plastfilmu og rúllað upp í pylsur og fryst. Svo er það skor- ið örþunnt í áleggshníf og raðað á disk. Þeir sem hafa ekki aðgang að áleggshníf geta skorið pylsuna nið- ur í þunnar sneiðar með hníf og svo barið þær út með kjöthamri. Meðlæti Ristaðar furuhnetur Rifinn parmesan ostur Klettasalaf. Parmesanjrjómi 250 ml af'rjóma er sett í pott og suðan fengiá upp. 250 g rifinn parmesanostur bætt út í og hrært vel þar til osturinn er bráðnaður. Sigtað í dall og látið kólna og þá er hægt að kúla þetta eins og ís og setja ofan á. Kúmín Hreindýravöðvi með salvíu og svarttót Cuminum cyminum Cumin Kúmín er einær jurt af sveipjurtaætt og eru það eingöngu aldinin sem eru nýtt. Þau eru mjög smá og þar af leiðandi alltaf kölluð fræ. Kúmín á sér annað íslenskt heiti, broddkú- men, en orðið kúmín er meira notað. Islenska nafngiftin er reyndar gagn- rýniverð en það að hrófla við henni gæti boðið heim misskilningi. Kúm- ín ætti í raun að heita kúmen en þar sem búið er að gefa annarri tegund, Carum carvi, það heiti, verða íslend- ingar að sætta sig við nafnið kúm- ín eða broddkúmen. Þess ber þó að gæta að ruglast ekki á ávöxtum þessara tegunda því þeir eru líkir í útliti en bragð þeirra er svo ólíkt að þeir geta engan veginn komið í stað hvors annars í uppskriftum. Keisaralegt kúmín Kúmín er mjög þekkt krydd og mik- ið notað um allan heim þó einkum í Asíu, Rómönsku-Ameríku og Norð- ur-Afríku en minna i Evrópu. Kúm- ín kallast jeera á máli hindúa og er oft selt undir því nafni í verslunum hér á landi. Kúmín má bæði fá heilt og mulið. Svart kúmín, Cuminum nigrum, er minna þekkt tegund og lítið not- uð ef frá eru talin lönd eins og Iran, Pakistan og Norður-Indland. Það er töluvert ólíkt venjulegu kúmíni, fremur gróft, þungt og gefur frá sér hálfgerðan hnetukeim við steikingu. Svart kúmín er einnig kallað kasmír- kúmín eftir Kasmír-héraði á Norður- Indlandi og á máli Hindúa kallast það shahi jeera sem þýðir keisara- legt kúmín. Vísar það hugsanlega til vinsælda þess í Mógúl-matargerð en Mógúl var keisaraveldi á Norður- Indlandi frá 1521 til 1761. Nígellufræ eru oft kölluð black cumin sem er leiðinlegur misskilningur því þau eiga ekkert skylt við kúmín. Uppruni: í Vestur-Asíu en stærstu framleiðslulönd kúmins eru Indland, fran, Indónesía og Kína. Svart kúmín á rætur að rekja til Norður-Indlands. Notkun: Kúmín er eitt mest not- aða krydd á Indlandi og sér í lagi á Suður-Indlandi þar sem það er ríkulega notað í ýmsa rétti eins og í tamílsku baunaréttina sambhar. Kryddið er venjulega ristað eða steikt á pönnu og þá gjarnan með lauk eigi að nota það heilt. Á Norður-Indlandi er kúmín einnig mikið notað, meðal annars má nefna kryddblönduna garam masala og bengölsku fimmkrydda- blönduna panch phoron sem báðar innihalda nánast alltaf kúmín. Matur úrleirofni f Mið- og Suður-Ameríku er kúmín ríkulega notað og meðal annars mik- ið í mexíkóskri matargerð. Kúmín er farið að sjást töluvert í matargerð hér á landi enda er hér um mjög at- hyglisvert krydd að ræða, einkum fyrir ýmiskonar pottrétti. Kúmín er mjög bragðmikið og getur verið yfirgnæfandi ef ekki er farið varlega. Kúmín er nánast alltaf að finna í tandoori-réttum, en tandoori er matargerð á Indlandi sem dregur nafn sitt af leirofni, tandoor, sem notaður er við eldunina. Þessir rétt- ir eru orðnir mjög vinsælir á Vestur- löndum og nú á seinni árum hefur borið á kryddblöndum með sama nafni. Þessi blanda er eins og karrí (sjá kafla) sett saman fyrir Vestur- landabúa til að auðvelda þeim ind- verska matargerð. Það má kannski segja að tandoor sé einskonar grill Indverja og því tandoori-krydd ind- versk grill-kryddblanda fyrir okkur Vesturlandabúa. Þráinn Lárusson Hreindýr - fíllet (hryggvöðvi) Fyrst þarf að hreinsa og snyrta vöðv- ann vel, allar sinar og fitu burt. Ef valdir eru litlir vöðvar er óþarfi að setja kjötið inn í ofn, þá þarf bara að brúna það vel á öllum hliðum, taka svo pönnuna til hliðar og láta kjötið jafna sig í 10 -15 mínútur á heitri pönnuni áður en það er borið fram. Gott er að krydda kjötið með nýmuldum pipar og salti en einnig er gott að setja ferskar jurtir með á pönnuna t.d. garðablóðberg , rósm- arin eða salvíu. Eins er mjög gott að nota einiber en passa þarf að nota ekki of mikið af þeim. Ef verið er að elda stærri stykki, jafnvel með beini, er sama aðferð notuð en kjöt- ið er sett inn í ofn eftir að búið er að brúna það á ióo°c þar til kjarnhiti verður 55°c medium. Salvíu sósa 3 stk skarlottu laukur (hægt að nota venjulegan) 1 rif hvítlaukur 1 stk gulrót 1 stöngull sellerí Steikt á lágum hita í potti þar til grænmetið verður meyrt án þess þó að brúna það 1 msk gott berjaedik sett yfir grænmetið og soðið niður 1 dl Madeiravín soðið niður um helming % 1 villibráðarsoð (vatn og kraftur), þykkja sósuna ef þarf Nú er sósan sigtuð og bætt út í hana rjóma eftir smekk og ferskri salvíu (fínt söxuð) Athugið að byrja ekki á sósunni þegar steikin er tilbún því það tekur tíma að laga góða sósu. Þá er einnig mjög gott að bæta gráfíkjum út í sós- una rétt í lokin Kartöflur Skornar til eftir smekk t.d. kassa- laga. Þær eru brúnaðar á pönnu, sett- ar í eldfast mót með kjúklingasoði (kraftur/vatn) sem nær u.þ.b 2 cm upp á kartöflurnar. Bakað við i6o°c þar til þær verða meyrar. Steikt foie gras (andalifur) Velt upp úr hveiti og steikt á vel heitri pönnu. Ný mulinn pipar og saltflög- ur, t.d. Maldon salt, stráð yfir. Jerúsalem ætiþistlar Skræla þá fyrst og setja strax í sí- trónuvatn svo þeir verði ekki brúnir. Svo eru þeir soðnir í vatni og ólífu- olíu blandað til helminga. Kryddað með salti, lárviðarlaufi, timjan og sí- trónusafa. Ætiþistlar eru soðnir eins og kartöflur. Djúpsteikt svartrót Svartrótin er skræld og sneidd niður með skrælara, steikt í heitri olíu og svo er hægt að móta hana til í gorma með þvi að vefja hana utan um stál (brýni). Svo er gott að hafa með þessu steikta sveppi eins og kantarellur eða kóngasveppi og baunir. Strengja- baunir og smjörbaunir passa vel með.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.