blaðið - 25.07.2005, Síða 22

blaðið - 25.07.2005, Síða 22
22 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005 blaðið Hinn ótrúlegi Lance Armstrong Sir Alex og Keane deila Sir Alex Ferguson og Roy Ke- ane, fyrirliði Manchester Unit- ed, lentu í deilum á æfmgavelli í Portúgal í síðustu viku sem urðu til þess að Keane fór ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu. Sam- kvæmt ensku blöðunum munu Keane og Ferguson hafa deilt fyrir framan hina leikmennina í United liðinu vegna skipulags á æfingavellinum. Þess vegna hafi Ferguson skilið Keane eftir er liðið flaug til Asíu í síðustu viku. Félagið tilkynnti hins vegar að Keane væri frá, meiddur á hásin. Keane, sem verður 34 ára í næsta mánuði, ætlaði að leggja skóna á hilluna þegar samningur hans rennur út í lok leiktíðarinnar en hann mun þó hafa gefið í skyn að hann gæti skipt um skoðun. Forráðamenn Manchester Unit- ed hafa ekkert viljað tjá sig um þessar fréttir af deilum Keane og Ferguson en Keane mun hafa ver- ið ósáttur við að hafa stytt sumar- frí með fjölskyldunni til að fara í keppnisferðina til Portúgals og komast svo að því að ferðin væri tiltölulega óformleg. ísland í A- deildina U-18 ára landsliðið Islands í körfuknattleik karla gerði það gott á Evrópumótinu í Slóvakíu sem lauk í gær. Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn Úkraínu má íslenska liðið vel við una því liðið mun spila í A-deild á næsta ári sem er frábær árang- ur hjá strákunum. í mótslok var valið úrvalslið mótsins og var Pavel Ermolinskij valinn í það auk þess sem hann var valinn besti maður mótsins. Pavel hélt íslenska liðinu nánast uppi á stundum og er án efa efnilegasti körfiiknattleiksmaður landsins um þessar mundir. Nú er þetta einfaldlega orðið spurning um hver geti unnið hann ístaðinn fyrir hvort hann muni vinna Lance Armstrong sigraði í gær í Frakklandshjólreiðunum sjöunda árið í röð. Hann lauk síðasta keppn- isdeginum um miðja þvögu sem var nóg til að tryggja honum sigurinn í síðustu hjólreiðakeppninni sem hann ætlar sér að taka þátt í. Þessi ótrúlegi íþróttamaður á sér glæsta sögu og það var við hæfi að hann lyki ferlinum á því að sigra í Tour de France. Þetta var hans sjöundi sigur í keppninni og er hann orð- inn sigursælasti keppandinn í sögu þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims. Armstrong var þó ekki langt frá því að lenda í hörku árekstri rétt áður en hann kom í mark en slapp blessunarlega við það og kom í mark á samtals fjórum mínútum á undan næsta manni, Ivan Basso. Ótrúleg saga En það er það sem Armstrong þurfti að ganga í gegnum, í gegnum tíðina sem gerir sögu hans enn merkilegri og óumdeilanlega mesta íþróttaaf- rek í sögunni. f þrjú ár, fyrir fyrsta sigur hans í Tour de France árið 1999, barðist Texasbúinn við krabba- mein í eista, heila og lungum og átti hann minna en helmingslíkur á því að lifa af. Þessi 33 ára gamli garpur ólst upp hjá móður sinni eftir að faðir hans yfirgaf þau þegar hann var tveggja ára. Móðir hans, Linda, vann í kjörbúð en hún var aðeins 16 ára þegar hún varð ófrísk. Alla tíð voru þau mjög náin og lýsti Linda reyndar sambandi þeirra þannig að þau voru í raun að alast upp saman. Armstrong tók nafn stjúpföður síns sem Linda er nú skilin við en hún hefur gift sig fjórum sinnum og jafn oft staðið í skilnaði. Linda ræktaði keppnisskap Armstrong duglega en hún lét hann, ungan að aldri, keppa í þríþraut. Það var áður en hann gat sér gott orð sem unglingur þeg- ar hann byrjaði í ólympíuþjálfun Bandaríkjanna í hjólreiðum. Árið 1991 var hann orðinn áhugamanna- meistari í Bandaríkjunum og tveim- ur árum síðar varð hann heimsmeist- ari áhugamanna. Hann vann svo sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður árið 1995 þegar hann vann tilfinn- ingaþrunginn sigur í keppni sem var tileinkuð Fabio Casartelli, vini hans, sem lést fyrr í keppninni. Nafn: Lance Armstrong Fæddur: 18. september, 1971 Heimili: Austin,Texas og Girona á Spáni Lið: Discovery Hápunktar: Sjö sigrar (Tour de France (1999-2005); heimsmeist- ari í götuhjólum 1993; efstur á heimslista 1996 Börn: Þrjú frá fyrra hjónabandi, Luke, Isabelle og Grace. Áhugamál: Stofnandi Lance Armstrong samtakanna, hluti af baráttu George Bush Bandaríkja- forseta í baráttu gegn krabba- meini. Hjartsláttur: 32 hslm í hvíld og 201 hslm mest ,Það besta sem gat komið fyrir mig" Ári síðar var hann orðinn efstur á heimslista hjólreiðamanna. Það var áður en hann greindist með krabba- mein sem byrjaði í eistunum á hon- um en breiddist út í lungun og svo í heilann. Armstrong segir í dag að krabbameinið sé það besta sem hef- ur komið fyrir sig. Þrátt fyrir að eiga minna en helmings lífslíkur barð- ist hann gegn mótlætinu og hóf að stunda hjólreiðar aftur árið 1998. En þegar hann hætti í keppninni á milli París og Nice það ár íhugaði hann að hætta að stunda hjólreiðar fyrir fullt og allt. Hann sneri aftur til Banda- ríkjanna til að æfa með vini sínum og þjálfara Chris Carmichael en þar hóf hann æfingar sem skiluðu sér í fyrsta sigri hans á Tour de France ár- ið 1999 í keppni sem hann bjóst varla við að geta tekið þátt í. Enski hjólreiðagarpurinn Chris Boardman sem áður var keppinaut- ur Armstrong en er nú hættur sagði þetta um Bandaríkjamanninn: „Á þeim tíma var ekki hægt að sjá fyr- ir að hann myndi einu sinni gera atlögu að titlinum - en hann gerði það. Ég býst við að þetta hafi verið í síðasta skipti sem hann kom mér á óvart. Nú er þetta einfaldlega orðið spurning um hver geti unnið hann í staðinn fyrir hvort hann muni vinna?” Orð þessi segja allt sem segja þarf um yfirburði Armstrong í hjólreiðaheiminum. Það verður mikil eftirsjá að þessum magnaða íþróttamanni sem hefur unnið hug og hjörtu heimsins en hann stofnaði sérstök samtök sem eru nefnd eftir honum og stuðla að baráttu gegn krabbameini í heiminum. ■ Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með því að láta okkur (Bílkó sjá um að smyrja bílinn. T3T C.Í- Vaxtalausar léttgreiðslur! bilko.is\ Rafgeyman Peruskipti Smurþjónusta Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Rey Cup lauk í gær Hinu glæsilega Rey Cup móti lauk í gær við hátíðlega athöfn á Laugardal- svelli. Um 1100 þátttakendur tóku þátt í mótinu sem er alþjóðleg knatt- spyrnuhátíð ætluð íslenskum og er- lendum unglingum í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna. Valur varð fyrsti Rey Cup meistari dagsins í 4. flokki kvenna eftir sigur á Þrótti. Þá vann Breiðablik HK-i í úrslitum 3. flokks karla B-liða. f úrslitum 4. flokks karla B-liða vann Fylkir 2 - KA 3 á gullmarki. f 4. flokki kvenna (7 manna) þá sigraði Stjarnan lið Þrótt- ar 6-0 í úrslitaleik. í 3. flokki kvenna (7 manna) sigraði KFR lið Vals 6-2 og í 3. flokki karla (7 manna) sigraði Víkingur lið lR í úrslitum 2-1. FC Kö- benhavn vann Breiðablik 1 í hörku- Ieik um sigur í 3. flokki A-liða, 3-1 var lokaniðurstaðan í þeim leik. f úr- slitum 4. flokks karla A-liða sigraði HK1 - ÍR1,4-0. Lokaleikur Rey Cup 2005 var úrslitaleikur Þróttar og Víkings í 3 flokki kvenna en honum lyktaði með sigri Þróttar 3-0. Und- irbúingur fyrir næsta mót er þegar hafið en stefnt er að því að fá enn fleiri erlend lið á næsta ári en mótið hefur vakið mikla athygli erlendis. Rey Cup þótti takast afar vel í ár en það er VISA sem er aðalstyrktarað- ili mótsins.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.