blaðið - 25.07.2005, Side 23
blaðið MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2005
ípróttir i 23
Formúla i: Alonso á sigurinn vísan
Vonir Kimi Raikkonen um heims-
meistaratitil ökumanna dvínuðu til
muna eftir Formúlu t keppnina á
Hockenheim-brautinni í Þýskalandi
um helgina. Raikkonen ók McLar-
en bíl sínum af öryggi frá byrjun og
leiddi keppnina þar til bilun í vökva-
kerft neyddi hann til að hætta eftir
35 hringi. Hver annar en Spánverjinn
Fernando Alonso á Renault nýtti sér
það og hrifsaði sigurinn og jók forystu
sína í heildarstigakeppni ökumanna
upp í 36 stig þegar sjö keppnir eru eftir.
Það var smá sárabót fyrir McLaren að
Juan Pablo Montoya náði öðru sætinu
en þó ekki fyrir Raikkonen sem situr
eftir með sárt ennið og má nánast
ætla að Alonso eigi sigurinn vísan, sér-
staklega miðað ökulag hans í síðustu
Úrslitfrá Hockenheim
1 Fernando Alonso Renault
2 Juan Pablo Montoya McLaren
3 Jenson Button BAR
4 Giancarlo Fisichella Renault
5 Michael Schumacher Ferrari
6 Ralf Schumacher Toyota
7 David Coulthard Red Bull
8 Felipe Massa Sauber
9 Christian Klien Red Bull
10 Rubens Barrichello Ferrari
keppnum. Montoya gerði vel í að ná
öðru sætinu en hann byrjaði aftarlega
í rásröðinni en náði að vinna sig upp.
Jenson Button á Toyota náði svo þriðja
sætinu en hann hóf keppnina annar
en missti Alonso og Michael Schumac-
her fram úr sér í ræsingunni.
Mistök hjá Ferrari
Heimsmeistarinn hélt forystunni á
Button þar til í fýrsta viðgerðarhléinu
en Schumacher ákvað að nota mýkri
dekk til að reyna að ná sem mestu
gripi í brautinni. Það skilaði sér ekki
þar sem dekkin að aftan eyddust fljótt
og hann tapaði á því dýrmætum tíma.
Button nýtti sér það, saxaði á forskotið
og tók svo glæsilega framúr Schumac-
her á 45. hring. Button missti hann
Staðan ístigakeppni ökumanna
1 Fernando Alonso Renault - 87 stig
2 Kimi Raikkonen McLaren - 51 stig
3 Michael Schumacher Ferrari - 47 stig
4JuanPabloMontoya McLaren - 34 stig
5 Rubens Barrichello Ferrari - 31 stig
6 JarnoTrulli Toyota - 31 stig
7 Giancarlo Fisichella Renault - 30 stig
8 Ralf Schumacher Toyota - 26 stig
9 Nick Heidfeld Williams - 25 stig
10MarkWebber Wiiliams - 22 stig
reyndar aftur fram úr sér þegar hann
tók viðgerðarhlé skömmu síðar en þeg-
ar Schumcher tók sitt hlé hafði Button
náð nægilegu forskoti til að halda for-
ystunni. Áfram hélt slæmt grip á dekkj-
unum að há Schumacher og Giancarlo
Fisichella á Renault og bróðir hans
Ralf á Toyota gerðu harða hríð að hon-
um sem lauk með því að annar þeirra
komst framúr, ítalinn Fisichella á síð-
asta hringnum, en Michael náði að
halda Ralf bróðir sínum fyrir aftan sig.
Þeir enduðu í fimmta og sjötta sæti.
Raikkonen var með góða forystu þeg-
ar ósköpin dundu yfir en það var ein-
ungis í fyrstu beygju sem Alonso hafði
veitt honum einhverja keppni. Forysta
Alonso í öðru sætinu var einnig örugg
en Railckonen gjörsamlega trylltist eft-
ir keppnina og strunsaði burt af svæð-
inu án þess að yrða á íféttaþyrsta blaða-
menn. Hápunktur keppninnar var þó
glæsiakstur Montoya sem sýndi að
McLaren eiga hraðskreiðasta bílinn.
Liðið er hins vegar að klúðra sigur-
möguleikum Raikkonen en þetta er
ekki í fyrsta skipti sem bíll hans bilar í
ár. Montoya hóf keppnina í ellefta sæti
eftir frábæran fyrsta hring þar sem
hann fór fram úr Ralf Schumacher
og Christian Klien á Red Bull. Glæsi-
akstur hans var þó ekki nóg en eftir á
að hyggja er hann væntanlega sáttur
með annað sætið.
„Ég á ekki möguleika"
Michael Schumacher viðurkenndi
eftir keppnina að hann ætti enga
möguleika á því að endurheimta
titilinn en hann er 40 stigum á eftir
Alonso. „Ég held að ég geti ekki tal-
ið mig lengur vera í baráttunni um
titilinn”, sagði Schumacher. „Það er
augljóst að við þurfum að vera hrað-
skreiðari. Aðalvandamál okkar eru
dekkin, það er ekki nægjanlegt grip
á þeim.” Ferrari ekur um á Bridge-
stone dekkjum sem háðu Schu-
macher mikið en menn á borð við
Montoya og Button sem óku fram
úr honum eru á Michellin. Næsta
keppni fer fram í Ungverjalandi um
næstu helgi.
/iww/ff/ Úrslit frá Hockenheim
I NAFN Framleiðandi NAFN Framleiðandi Stig j
Sætúni 8 • 105 Reykjavík • Sími: 570 8600 • Fax: 552 9450
SMYRIL LINE ISLAND
TILBD-Ð
Færeyjar - Danmörk - Noregur
(ath. takmarkað pláss)
Danmörk - Noregur
Verð frá pr. mann miðað við 4ra manna tjölskyldu
og bíl. Siglt til Danmerkur og til baka frá Noregi.
Gist í fjögurra manna klefa (inn)
Heildarverð kr. 78.300
MK —
flSOLMA\Ölf^< n
það er yndislegt að aka um í Danmörku, ferðast meðfram ströndum
eða keyra um falleg engi og skóga. Veðurlagið eitt og sér er annar
heimur en við eigum að venjast. Við vesturhafið er upplagt að fara
á ströndina, eða ferðast um skógana á Sjálandi, heimsækja gamlar
hallir og herragarða eða fara í einhverja af þeim fjölmörgu
skemmtigörðum sem eru víða um Danmörku. Einfalt er að leigja
sumarhús eða gista á frábærum tjaldsvæðum og margt er til
afþreyingar; Legoland, dýragarðar og allskyns skemmtigarðar eru
staðsettir um allt land. Listinn er endalaus. Danmörk ber keim af
Evrópu og framandi menningu og verðlag er einnig gott. Upplifið og
njótið tónleika og annarra menningarviðburða á heimsvlsu, eða
menningar hinna ýmsu staða í milda, danska loftslaginu. Lesið meira
um Danmörku á www.visitdenmark.com
Danmörk - Noregur
Noregur vekur áhuga altra vegna stórfenglegs landslags og heillandi náttúrufegurðar. Þar eru
firðir, há fjöll, miklir skógar og vinalegir dalir með fossum og ám sem falla að lokum í vötn og til sjávar.A,
ferðamáti þeirra sem leggja leið sína yfir hafið til meginlands Evrópu með Norrænu er til Danmerkur og heim
frá Noregi. Þannig er fljótlegasti mátinn til og frá meginlandinu, en þá er ekki viðdvöl í Færeyjum. Náttúrufegurð
er einstök og alltaf eitthvað nýtt að sjá.
Þórshöfn er minnsta höfuðborg í Evrópu. Á eyjunum sem eru 18
býr ein minnsta þjóð í heimi, um 47.000 manns. Frá Þórshöfn eru
góðar samgöngur til allra eyjanna, sem bjóða hvern og einn
velkominn sem vill kynnast þessum litla heimi.
Lesið meira um Færeyjar á www.tourist.fo/www.faroeislands.com
40-200
Verð frá pr. mann miðað við 2 i fjögurra manna
klefa (inn) og bíl. Siglt til Danmerkur og bl baka
frá Noregi.
Heildarverð kr. 80.400
Færeyjar
Verð frá pr. mann miðað við 21 fjögurra manna
klefa (inn) og bíl.
Heildarverð kr. 46.400
Danmork - Noregur
VISA
Verð frá pr. mann miðað við 21 fjögurra manna
klefa (inn) (deila kleta með öðmm) og bíl. Siglt
til Danmerkur og til baka frá Noregi.
Heildarverð kr. 45.000
Verð frá pr. mann miðað við 4ra manna fjölskyldu
og bíl. Gist í fjögurra manna klefa (inn)
Heildarverð kr. 50.400
Með þvi að nýta sér ferðaávísanir er hægt að
fá enn meiri afslátt. Smyril Line tekur
ferðaávísanír frá MasterCard, VR og Eflingu
sem greiðslu upp í ferðir.
Færeyjar
15.600
Verð frá pr. mann miðað við 2 i fjögurra manna
klefa (inn) (deila klefa með öðmm) og bíl.
Heildarverð kr. 31.200
Nú bókar þú á netinu
www.smyrll-tlne.ls
AUSTFAn
I Fjarðargötu 8 • 710 Seyðisfirði • Sími: 4721111
| austfar@smyril-line.is • www.smyril-line.is
www. smyril-line.is • email: info@smyril-line.is