blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÖST 2005 bla6i6 Tveir létust í umferðarslysi í Hallorms- staðaskógi Banaslys varð við Hallormsstað á Héraði seinni partinn í gær þegar fólksbíll og stór flutninga- bíll rákust saman. Tveir farþegar fólksbílsins létust en bílstjórinn var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu til Reykjavíkur. Bíl- stjóri flutningabílsins slapp lít- ið meiddur. Þegar Blaðið ræddi við lögreglumenn á vettvangi um kvöldmatarleytið í gær stóð rannsókn að tildrögum slyssins ennþá yfir og gert var ráð fyrir að hún stæði fram eftir kvöldi. Ástæður þess eru því enn óljós- ar en slysið átti sér á vegakafla í Hallormsstaðaskógi sem er mjög bugðóttur og með mörgum blind- hæðum og beygjum. Nú hafa sautján einstaklingar látist í umferðinni það sem af er þessu ári. ■ Landsbank- inn styður Menning- amótt Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavik, og Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, undir- rituðu í morgun þriggja ára sam- starfssamning milli Landsbank- ans og Reykjavíkurborgar vegna Menningarnætur. Þann 20. ágúst verður Menn- ingarnótt haldin hátíðleg í tíunda skipti. Hátíðin er orðin sú allra fjölmennasta sem haldin er á ís- landi og í fyrra voru gestir henn- ar yfir 100.000. Landsbankinn hefur frá upphafi styrkt Menning- arnótt og nú hefur verið tryggt samstarf þessara aðila með nýj- um þriggja ára samningi. I til- kynningu frá Reykjavíkurborg um málið í gær segir að Lands- bankinn hafi reynst einn helsti bandamaðurinn -í uppbyggingu blómlegrar menningar og mið- borgar í Reykjavík. „Bankinn hefur með vegleg- um hætti stutt Þjóðleikhúsið, ís- lenska dansflokkinn, íslensku óperuna og Listahátíð í Reykja- vík og átt frumkvæði að ýmsum skapandi verkefnum s.s. Klink og Bank og hugmyndasamkeppni um miðborgina árið 2004. Sem máttarstólpi Menningarnætur hyggst Landsbankinn rækja þetta mikilvæga hlutverk sitt enn frek- ar“, segir í tilkynningu. ■ Bensín hækkar enn í verði Lítri afbensíni kostar nú allt að 118 krónur Marel yfir væntingum Olíufélögin þrjú, Essó, Olís og Skelj- ungur hækkuðu öll verð á bensíni og olíu í gær. Algengt verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu er eftir breyting- una í kringum 113 krónur meðan verð á dísilolíu er komið upp í um 111,5 krónur. Ef verð með fullri þjón- ustu er skoðað kemur í ljós að bens- ínlítrinn kostar í kringum 118 krón- ur, V-power bensin kostar um 129 krónur og dísilolía um 116,50. Heims- markaðsverð á olíu er ákaflega hátt um þessar mundir og sem dæmi fór olíutunnan í Bandaríkjunum í tæpa 64 krónur í gær og hefur verðið sjald- an eða aldrei verið hærra. Bílstjórar hættir að kippa sérupp við hækkanir Bensinafgreiðslumenn sem Blaðið ræddi við í gær voru sammála um að almenningur tæki hækkunum á eldsneytisverði með ótrúlega miklu jafnaðargeði. Bifreiðaeigendur sem rætt var við staðfestu það því fæstir höfðu seinnipartinn i gær heyrt af hækkuninni. Flestir sögðu að þeir hugsuðu lítið út í bensinverðið enda væri þetta vara sem erfitt væri að komast af án. Nokkrir tóku þó fram að þeir leituðu uppi bensínstöðvar þar sem boðið væri upp á lægsta bensínverð hverju sinni. Einn þeirra sem Blaðið ræddi við í gær er Þorvaldur Stefánsson, bíl- stjóri. Hann segir að verðið sé orðið allt of hátt um þessar mundir. „Þetta er komið út í tóma vitleysu og það er full ástæða fyrir stjórnvöld að grípa í taumana” segir Þorvaldur. Ríkið fær tæp 58% í sinn hlut Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FlB, segir að honum lítist illa á þessa þróun en vonar hinsvegar að bensínverð eigi eftir að lækka á næstu vikum. „Maður er að vona að þetta sé að ná einhverju hámarki núna í Ijósi þess að eftirspurn eftir olíu er mest Verð á bensfni hefur aldrei verið hærra á fslandi en um þessar mundir. meðan sumarleyfi eru í gangi i Evr- ópu“, segir Runólfur. Hann bendir á að bensínlítrinn kosti um 29 krónur í innkaupum um þessar mundir en ennfremur að ef bensínlítrinn kostar 113,1 kr. til neytenda sé ríkið að fá 65,14 krónur í sinn hlut. „Við höfum verið gert þá kröfu að ekki sé óeðlilegt að ríkið grípi inn í þegar svona árar. Það var síðast gert fyrir tveimur og hálfu ári í tengslum við rauðu strikin svonefndu* segir Runólfur. ■ Marel birti í gær hálfs árs uppgjör sitt og námu heildartekjur félagsins 64,3 milljónum evrum, rúmum fimm milljörðum íslenskra króna, en það er tæpum átta milljónum evrum hærra en í fyrra. Aukningin nemur því 13,4% milli ára. Hagnaður félags- ins í ár er nokkuð lægri en á sama tíma í fyrra eða 3,9 milljónir evrur í stað rúmra 4,3 milljóna. Framlegð af vörusölu á tímabilinu var 22,1 millj- ón evrur eða 34,6% af sölu samanbor- ið við 21 milljón eða 37,3% af sölu á sama tíma árið áður. I tilkynningu fé- lagsins er þessi hlutfallslega lækkun sögð fyrirsjáanleg og skýrist einkum af óhagstæðri gengisþróun. greiningardeild KB banka segir uppgjörið í takt við væntingar deild- arinnar. Heildartekjur eru yfir vænt- ingunum meðan framlegð er undir þeim. Þá er hagnaðurinn lítillega yf- ir spá greiningardeildarinnar. Svipað er að segja frá fyrstu við- brögðum greiningardeildar Lands- bankans. Þar þykja tekjurnar hærri en ráð var gert fýrir en að sama skapi framlegðin lægri. Þar segir þó að annar ársfjórðungur í fyrra hafi verið óvenju góður og sá besti í sögu félagsins. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi í ár hafi verið sá næstmesti. ■ Fjarstýrðar læsingar bíla ekki öruggar Fjarstýrðar læsingar bíla ekki öruggar Búnaður sem gerir bflaþjófum kleift að afrita merki fjarstýringar í læsingu bfla er bæði auðfáanlegur og ódýr að sögn Einars Þórs Einarssonar, tölvun- arfræðings. Hann segir að fjölmargar fjarstýringar sendi frá sér merki sem hægt sé að afrita þegar bfll er opnaður og síðan þarf þjófurinn ekki að gera annað en að finna bflinn seinna og opna hann. Öryggissérfræðingar hafa margoft bentáþennan veikleika en aðr- ir segja að þetta sé ekki raunverulegt vandamál því flestir bflaþjófar kaupi sér einfaldlega hamar til að komast inn í bfla. Munurinn á hamrinum og fjar- stýringunni er hinsvegar sá að með fjar- stýringunni slekkur þjófurinn einnig á þjófavörn bflsins sem hamarinn gerir augljóslegaekki. Tækið búið til fyrir innan við 6.000 krónur Tækið sem um ræðir les merki úr fjar- stýringu bflsins og hermir eftir því en rétt er að taka ffam að í nýrri bílum hefur verið reynt að gera þjófum þetta erfiðara. Aðili sem þekkir málið vel, og Blaðið ræddi við í gær, fullyrðir að hægt sé að útbúa svona tæki með einföldum búnaði sem myndi kosta innan við 6.000 krónur. Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB, koma þessar upplýs- ingar ekki á óvart. Bflaþjófnaður sé tals- vert vandamál vfða í Evrópu þar sem bflum sé stohð og þeir hlutaðir niður í varahluti. Hann bendir á að í Svíþjóð hafi sérstök stofnun sýnt fram á að bíla- þjófar geti komist inn í ákveðnar bfla- tegundir og sett þá í gang á innan við 30 sek. án þess að skemma nokkuð. Aðallega„nytjastuldur" hér á landi. Runólfur segir vandann lítinn hér á landi. „Þetta eru aðallega einhverjir smákrimmar sem taka bíl og fara á rúntinn eða til að fremja minnihátt- ar innbrot, eitthvað sem við köllum nytjastuld.“ Hann segir að nánast engin dæmi séu um að bílum sé stol- ið og þeir fluttir úr landi enda slíkt ákaflega erfitt. Hann segistþó muna eftir tveimur slíkum dæmum: „Þegar eftirspurn var eftir Lödum á sínum tíma hjá rússneskum sjómönn- um tók einhver sig til og fékk að reynslu- aka slíka bílaá bflasölum hér í borginni. Viðkomandi fór síðan beint niður á bryggju og seldi bflana sem síðan voru fluttir tfl Rússlands með viðkomandi togara”, segir Runólfur. Engin sam- keppni hjá bönkunum segja Neytendasamtökin Neytendasamtökin gagnrýna íslenska bankakerfið harðlega á heimasíðu sinni í gær í pisth sem ber titilinn „Bankarnir græða og græða.“ Þar segir að bankarn- ir sýni methagnað hvert árið á fætur öðru um þessar mundir og að ekkert lát sé þar á. Á sfðunni segir: „Nú er það svo að fyrirtækjum er ætl- að að skila hagnaði og er ekkert óeðh- legt við að þau geri það, ekki sýst þar sem virk samkeppni ríkir. Það stingur hins vegar í augu að samkeppni á fjár- málamarkaði er miklum mun minni á þessum markaði heldur en mörgum öðrum.“ Farið er yfir stöðuna á dönskum fjár- málamarkaði og vitnað í dönsku neyt- endasamtökin sem fiillyrða að skilning- ur virðist ríkja meðal danskra banka að halda sér frá verðstríði. Þess vegna auglýsi bankar þar í landi ekki verð en miklu frekar hæfileika þeirra og getu. I pisth íslensku Neytendasamtak- anna segir að lokum: „Kannast íslenskir neytendur við svipað. Hafa þeir komið auga á virka verðsamkeppni á þessum markaði hér landi? Við sem störfum hjá Neytenda- samtökunumhöfiimahavegaekídkom- ið auga á slíka samkeppni, en myndum gjamanviljasjáhana“. B ATLANTSOLIA Viðskiptakort einstaklinga Nánari upplýsingar í síma: 591 3100 AtiaatiolU - Vesturvftr 2» - 200 Kftpavoflw - Siml 591-3100 - BtlantsoliaOattantsolla.il O Helðskírt 0 Léttskýjað Skýjað £ Alskýjað Rignlng, Iftilsháttar ///' Rlgning Súld >j: -I' Snjökoma ^ Snjókoma Slydda Snjóél Skúr Amsterdam 18 Barcelona 27 Berlín 16 Chicago 25 Frankfurt 19 Hamborg 16 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 19 London 21 Madrid 24 Mallorka 31 Montreal 24 New York 25 Orlando 25 Osló 21 París 23 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 12 Vín 23 Algarve 23 Dublin 18 Glasgow 16 11 & O / / 13° ' ' O+V' 14° / / ■/ / 10°' ' 14£ / / / / 13 0» ^10° Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýslngum trá Veðuretotu islands 9 13£ 9 13° ^ y Ámorgi lun ir / / / ^ 013.0 'is0

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.