blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 24
24 I MENNING
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaðiö
Ólíkir straumar á Kirkjubœjarklaustri
Kammertónleikar á Kirkjubæjar-
klaustri verða haldnir í fimmtánda
sinn dagana 12., 13., og 14. ágúst. Edda
Erlendsdóttir píanóleikari hafði á
sínum tíma frumkvæði að tónleika-
röðinni og er listrænn stjórnandi tón-
leikanna. „Ég á ættir mínar að rekja
til staðarins og hugmyndin vaknaði
vegna þessara tengsla minna“, segir
hún.
Efnisskráin í ár er óvenju fjölbreytt
en menn geta hlustað á klassík, tangó,
djass og íslensk þjóðlög. „Það er frek-
ar óvanalegt að blandað sé saman
ólíkum straumum í tónlist", segir
Edda. „Maður finnur að klassíkin
er ekki eins einangruð og hún var
kannski áður og svo er orðið algengt
að dægurlög eru á efniskrá hjá sinfón-
íuhljómsveitum. Með efnisskrá eins
og þessari blandar maður saman mis-
munandi áheyrendahópum."
Óvenjulegt hljóðfæri
Flytjendur á tónleikunum, auk Eddu,
eru Auður Hafsteindóttir fiðla, Bryn-
dís Halla Gylfadóttir selló, Egill Ólafs-
son bariton, Olivier Manoury band-
óneon og gítar Islancio með þeim
Birni Thoroddsen gítar, Gunnari
Þórðarsyni gítar og Jóni Rafnssyni
kontrabassa.
Olivier Manoury, eiginmaður
Eddu, leikur á bandóneon á tónleikun-
um en það er hljóðfæri sem kannski
ekki allir þekkja. Segja má að það
sé skylt harmónikkunni en hefur
þó mýkri tón og er mikið notað við
flutning á tangótónlist. Olivier segist
hafa kynnst hljóðfærinu í Frakklandi
þegar tangótónlist var í tísku þar og
hrifist af því. Hann segir íslendinga
hafa tekið tangótónlist vel enda séu
þeir forvitnir um góða tónlist.
Nýtt lag eftir Egil
Á tónleikunum á Kirkjubæjarklaustri
verður frumflutt splunkunýtt lag
eftir Egil Ólafsson, Kysstu kysstu
steininn og textinn er jafnframt eft-
ir hann. „Samstarfið við Egil hófst á
Klaustri fyrir fjórum árum. Þá þýddi
hann tangóljóð á íslensku sem Ólivi-
er útsetti síðan“, segir Edda. „Það er
gaman að vinna með Agli og hann er
skemmtilegur maður og ég ákvað að
bjóða honum aftur í ár.“
Edda og Olivier búa í París en ferð-
ast mikið vegna tónlistar sinnar og
koma reglulega til Islands. „Ég er eins
og farfugl, kem heim til íslands í byrj-
un júlí og er í tvo mánuði og vinn við
að skipuleggja Kammertónleikana á
Klaustri“, segir Edda. „Auðvitað kem
ég líka hingað þess á milli. Ég tel mig
hafa góð tengsl við landið.“
kolbrun@vbl.is
Blaöiö/Estherlr
Edda Erlendsdóttir og Olivier Manoury verða meðal flytjenda á árlegum Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri. Þar leikur Olivier á
bandóneon sem hann heldur hér á.
Verðlauna-
söngkona
meo tónleika
fimmtudaginn
eru í Stykkis-
hólmskirkju kl.
20.30 en sunnu-
dagstónleikarn-
ir verða svo í
Salnum í Kópa-
vogi kl. 15.00.
Elísa, Hrólfur
ogSteinunnBirna
eiga það öll sameig-
inlegt að hafa stund-
að framhaldsnám
í Bandaríkjunum
og er efnisskráin
að nokkrum hluta
þaðan. Þar má
nefna lög úr Porgy
and Bess eftir Gersh-
win og úr Vanessu
eftir bandaríska
tónskáldið Samuel
Barber. ■
Elísa Vilbergsdóttir, Hrólfur Sæ-
mundsson og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir halda tvenna tón-
leika i vikunni. Fyrri tónleikarnir
verða á dönskum dögum í Stykk-
ishólmi á fimmtudagskvöld og
þeir síðari í Salnum í Kópavogi á
sunnudaginn.
Elísa Vilbergsdóttir hefur unn-
ið til fjölda verðlauna í Banda-
ríkjunum þar sem hún starfar
auk þess sem henni var nýverið
boðið að syngja hjá Metropolitan
óperuhúsinu. Á tónleikunum hef-
ur hún fengið til liðs við sig Hrólf
Sæmundsson barítónsöngvara
en Hrólfur hefur sungið all víða
á tónleikum hér heima og erlend-
is en er kannski þekktastur sem
stofnandi Sumaróperunnar. Þeim
Elísu og Hrólfi til halds og trausts
er Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
píanóleikari, en hún er einn kunn-
asti píanóleikari landsins og hef-
Elísa Vilbergsdóttir. Hún hefur
unnið til fjölda verðlauna i Banda-
ríkjunum en heldur nú tónleika
hérálandi.
ur hlotið fjölda
viðurkenn-
inga
f y r i r
1 e i k
sinn.
E1 í s a
og Hrólfur
munu svo fara
með aðalhlutverk
auk Kolbeins Ket-
ilssonar og Valgerð-
ar Guðnadóttur í
óperunni Der Frei-
schútz - Galdra-
skyttan, sem sett
verður upp í Þjóð-
leikhúsinu á Lista-
hátíð á næsta ári.
Tónleikarnir á
Hádegistónleikar i
Hallgrimskirkju
Á hádegistónleikum í Hallgríms-
kirkju á fimmtudag leikur Friðrik
Vignir Stefánsson orgelleikari
nokkur verk. Síðan 1988 hefur Frið-
rik Vignir starfað sem organisti og
kórstjóri við Grundarfjarðarkirkju
og verið skólastjóri Tónlistarskóla
Grundarfjarðar
Á síðasta ári hélt Friðrik Vignir
orgeltónleika í boði Katarinukirkj-
unnar í Stokkhólmi, tók þátt í al-
þjóðlegum masterklassa í orgelleik
í Haarlem í Hollandi. Þá hélt hann
einnig orgeltónleika í Stykkishólms-
kirkju og í Laugarneskirkju í Reykja-
vík. ■
í næsta mánuði kemur út ævisaga
leikarans Laurence Olivier eftir
Terry Coleman. I bókinni er rýnt í
samband Olivier við eiginkonu núm-
er tvö, leikkonuna Vivien Leigh,
en höfundur hafði aðgang að áður
óbirtum bréfum parsins og þar
opinberast afar sterkar og ástríðu-
fullar tilfinningar. Olivier og Leigh
hófu ástarsamband þegar þau voru
bæði í hjónabandi en skildu eftir
nokkurra ára samband við maka
sína og gengu í hjónaband. Bréfin,
sem Coleman fékk aðgang að, koma
flest úr skjalasafni Olivier og eru
mjög opinská um kynlíf og ástríður
þeirra hjóna. Leigh var andlega van-
heil og það leiddi loks til upplausnar
hjónabandsins. Stuttu áður en Olivi-
er lést árið 1989 kom vinur hans að
honum þar sem hann var að horfa á
kvikmynd í sjónvarpi þar sem Leigh
var í aðalhlutverki. Með tár í augum
Laurence Olivier. Ný ævisaga leikarans
kemur út í næsta mánuði og þar er vitnað
íáðuróbirt bréf.
sagði Olivier: „Þetta, þetta var ást.“
Því hefur verið haldið fram að 01-
ivier hafi átt í samkynhneigðum ást-
arsamböndum við leikarana Danny
Kaye og Douglas Fairbanks Jr. en
því hafnar höfundur þessarar nýju
ævisögu.
Fronsk teiknimyndabók
um galdra á Ströndum
Marc Védrines heitir franskur teikni-
myndasöguhöfundur en hann hefur
verið á Ströndum undanfarna
daga að sækja hugmyndir i nýja
teiknimyndasögu sem kemur út á
næsta ári, en teiknimyndablöð eru
mjög vinsæl í Frakklandi og eiga þar
rótgróna hefð. Að sögn Marc þá kom
hann á Galdrasýninguna á Hólmavík
fyrir tveimur árum og heillaðist svo
af sýningunni og umfjöllunarefninu
þar, að hann ákvað að galdrar á
Islandi skyldi verða þema næstu sögu
sem hann skrifar. „Þessi hugmynd er
búin að vera að gerjast í kollinum á
mér síðan”, segir Marc „og nú er ég
búinn að fá útgefanda í Frakklandi
sem er stærsta forlagí landinu á
þessu sviði og heitir Dargaud og
gefur m.a. út sögurnar af Ástríki
og Steinríki”. Þetta verður þriggja
bóka sería og fjallar um galdramann
af Ströndum oghans aðferðir og
ævintýri, en sagan heitir einfaldlega
Islandia og byggir að hluta á
atburðum sem áttu sér stað.
Marc segist afar ánægður að hafa
komið á Strandir en hann segist
hafa orðið að koma þegar hann frétti
af því að galdrasýningin Kotbýli
kuldarans í Bjarnarfirði væri tibúin.
Hann segir það mjög hjálplegt að sjá
hvernig venjulegt fólk bjó á þessum
tíma og segist vona að honum takist
að láta það enduróma í verkinu.
„Þegar ég lagði fram þessa
hugmynd fyrir útgefandann þá var
hann snöggur að grípa hugmyndina
og samþykkti hana samstundis.
Menn eru nefnilega alltaf að leita að
nýjum efnistökum en mörg hundruð
nýrra teiknimyndabóka koma
árlega út í Frakklandi”, en Marc
Védrines segist vona að þeim takist
að finna útgefanda á íslenskri útgáfu
seríunnar. Hann er kvæntur íslenskri
konu og býr í París
Heimild: www.strandir.is