blaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 blaöiö
Framkvœmdastjóri Samskipa
um kaup á ísstöðinni
„Stöndum
sterkari
eftir en áður"
Samskip tilkynntu í gær að fyrirtæk-
ið hefði keypt Isstöðina hf. á Dalvík
af Óskari Oskarssyni, ásamt 1.000
tonna frystigeymslu á staðnum. ís-
stöðin er þjónustufyrirtæki fyrir
sjávarútveginn en það framleiðir
og selur ís, leigir út geymslupláss
í frystigeymslu á Dalvík og annast
löndunarþjónustu fyrir skip og báta
í Dalvíkurhöfn. Fyrirtækið annast
ennfremur rekstur ferjunnar Sæ-
fara.
Að sögn Ásbjörns Gíslasonar, for-
stjóra Samskipa, á með kaupunum
að efla starfsemina enn frekar á Dal-
vík, en mikið samstarf hefur verið
milli fyrirtækjanna tveggja.
„Við erum að færa reksturinn á
eina hendi og með því náum við
betur að samnýta tól, tæki og mann-
skap. Ég tel að við stöndum sterkari
eftir en áður”, segir Ásbjörn. Hann
tekur sérstaklega fram að engar
áætlanir séu uppi um breytingar á
rekstri Isstöðvarinnar, hvorki hvað
varðar mannskap eða verkefni.
Kaupverð er að sögn Ásbjörns trún-
aðarmál. ■
Gífurlegur
viðbúnaður
í Vesturbæ
Gríðarmikill viðbúnaður var við
Sörlaskjól í vesturbæ Reykjavíkur
seint í fyrrakvöld. Þar komu saman
þrír sjúkrabílar, kafarabíll slökkvi-
liðsins, læknabíll, leitarbátur frá
björgunarsveit, tveir gúmmíbátar
þ.á.m. einn frá flugmálastjórn og að
minnsta kosti fjórir bílar frá lögregl-
unni í Reykjavík með tilheyrandi
sírenuvæli. Ástæða útkallsins var
að tilkynnt var um mann i sjónum.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
segir að eðli útkallsins hafi orsakað
viðbúnaðinn. I málum sem þessum
séu allir boðaðir á staðinn.
Stóð upp að mitti í sjónum
Ekki er vitað hvað manninum stóð
til en hann stóð með sjóinn upp að
mitti í sundfötum einum fata. Kaf-
ari fór á eftir honum í vatnið og náði
eftir smá tiltölur að koma mannin-
um á þurrt land þar sem hann fékk
aðhlynningu í sjúkrabifreið áður en
hann var fluttur á slysadeild. Málið
telst að fullu upplýst og verður ekki
gerð frekari rannsókn á því. ■
Auglýsingadeild 510-3744
blaðið=
loftkœling
VerÖ frá 49.900 án vsk.
ís-húsið 566 6000
Hættuleg blys é víðavangi
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar framt frá sér eitraðan reyk sem er
hafa borist tilkynningar að undan- mjög hættulegur. Finnist svona blys
förnu um merkjablys, svokallaða á víðavangi ber að merkja staðinn
markera, sem hafa fundist víða á og tilkynna það til Landhelgisgæsl-
SnæfellsnesiogáReykjanesi.Merkja- unnar eða lögreglu. I tilkynningu
blys eru mikið notuð af herjum og frá gæslunni er þeim sem finna blys
björgunaraðilum til sjós, bæði til æf- bent á að snerta það ekki heldur lesa
inga og við björgun. Þau innihalda þær merkingar sem kunna að vera á
fosfór en það getur verið hættulegt því. Ef það er mögulegt er æskilegt
vegna sjálfsíkveikju þegar efnið að fólk taki niður upplýsingar um
þornar og kemst í snertingu við súr- helstu mál blyssins, þ.e. lengd og
efni, hvort sem blysið hefur verið breidd þess. Hafi finnandi mynda-
notað eða ekki. Fólk er því beðið um vél með sér er gagnlegt að fá myndir
að hafa varann á verði það vart við sendar til sprengjudeildarinnar.
eitthvað sem líkist blysunum. Ef blysið finnst úti á sjó ber að
geyma það utandyra fjarri öllum eld-
Snertið ekki fimum efnum. Undir engum kring-
Fosfórbrennurhrattoggeturvaldið umstæðum skal geyma þessi blys
miklum eldsvoða sé það geymt ná- innandyra. ■
lægt eldfimum efnum og gefur jafn-
Wý plata Bjarkar
Hjónakornin Matthew Barney og Björk Guðmundsdóttir kynntu í gær nýjustu plötu Bjarkar sem er gerð við kvikmynd Barney, Drawing
Restraint 9. Japönsk áhrif eru mikil, bæði í myndinni sem á plötunni. Myndin var tekin um borð í japönsku hvalveiðiskipi í Nagasaki
flóa og tónlistin er að miklu leyti samin fyrir elsta hljóðfæri japanskrar menningar, Sho. Drawing Restraint 9 er fyrsta samstarfsverk-
efni hjónanna en þau létu sér ekki nægja að gera kvikmyndina og tónlist við hana heldur eru þau einnig meðal leikara myndarinnar.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstœðisflokksins
Mælist með minna fylgi
nú en fyrir fjórum árum
Samkvæmt niðurstöðum nýjasta
þjóðarpúls Gallup, sem birtur var
nú í ágúst, fengi Sjálfstæðisflokkur-
inn rúmlega 48% fylgi ef kosið yrði
nú til borgarstjórnar en R-listinn
47%. I kjölfar niðurstöðunnar hafa
sjálfstæðismenn farið mikinn og
þannig lét Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, oddvidi D lista í Reykjavíkur-
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Stefán Jón
Hafstein. Fulitrúar R-iista og borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðisflokksins eru ósam-
mála um hvernig túlka beri niðurstöður
skoðanakannana um fylgi fylkinganna 1
Reykjavík.
borg hafa það eftir sér að augljóst
væri að Sjálfstæðisflokkurinn sé í
mikilli sókn í borginni.
Ef fylgi flokkanna nú er hinsvegar
borið saman við fylgið fyrir fjórum
árum, þ.e. þegar tæpt ár var í síðustu
borgarstjórnarkosningar, kemur í
ljós að staða Sjálfstæðisflokksins er
nokkuð verri i dag en þá. Þá mældist
fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni
52% á meðan R-listinn mældist með
um 47%.
Úr 40% fylgi í 48% á fá-
einum mánuðum
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti borgarstjórnarflokks Sjálfstæð-
ismanna, segir að ekki sé hægt að
bera þessar tölur saman því nú sé
flokkurinn að fara úr um 40% fylgi
í nóvember síðastliðnum í um 48%
nú. Því sé ljóst að flokkurinn sé í
góðri sókn um þessar mundir. Ég
tel að rekja megi okkar árangur til
þeirrar vinnu sem við höfum unnið
af hendi á undanförnum misserum
og árum.
Sjálfstæðisflokkurinn
á erfitt uppdráttar
Stefán Jón Hafstein segir hinsvegar
að skoðanakannanir haf sýnt það all-
an síðasta áratug að tvær tiltölulega
jafnstórar fylkingar takist á um að
stýra borginni.
„Þetta síðasta kjörtimabil hefur
raunar skorið sig nokkuð úr hvað
það varðar að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur virst eiga afar erfitt uppdráttar.
En það er auðvitað merkilegt að sjá
að þegar framboðsmál Reykjavíkur-
listans eru í hvað mestri deiglu, þá
sækir íhaldið á og af því dregur
maður þá ályktun að fylgisaukn-
ingin nú og fyrir réttum fjórum ár-
um sé hvorki vegna eigin verðleika
Sjálfstæðismanna né frammistöðu
þeirra í borgarstjórn.11
Hermenn varnarliðsins
Bannað að
fara á Traffic
Hermönnum varnarliðsins í
Keflavik hefur verið bannað að
sækja skemmtistaðinn Traffic
þar í bæ. Friðþór Eydal, upplýs-
ingafúlltrúi hersins, segir ástæð-
ur þessa helst vera að hermenn
hafi lent í ýmsum uppákomum á
staðnum sem komið hafi sér illa
fyrir herinn. Jósep Þorbjörnsson,
eigandi Traffic, er síður en svo
sáttur við ákvörðun hersins og
hefúr fengið lögfræðing til þess
að fara með málið fyrir sína
hönd. Hann segir rök hersins
vera rugl og videysu. „Þeir hafa
komið rnn á staðinn í heilt ár
og ég skil ekki hvers vegna þeir
koma hingað ef einhver væri
að gera þeim eitthvað hérna.“
Ársskýrsla Neytendasam-
takanna
Kvartað yfir
vátrygginga-
félögum
I ársskýrslu Neytendasamtak-
anna kemur fram að til þeirra
sex úrskurðarnefnda sem hægt
er að leita til, leita langflestir til
úrskurðarnefndar í vátrygginga-
málum. Af þeim tæpum 300 mál-
um sem fóru til úrskurðanefnd-
anna fóru tæp 260 til þeirrar
nefndar. Stærsti hluti málanna
er sagður varða sakarskiptingu
í árekstrarmálum og því ekki að
undra að málafjöldinn sé mikill.
Tæp tfu þúsund erindi komu
á borð til Neytendasamtakanna
á sfðasta ári og var kostnaður
vegna leiðbeininga- og kvörtun-
arþjónustu þeirra tæpar 30 millj-
ónir króna. Konur leituðu ívið
oftar á náðir samtakanna eða í
56% tilfella.Á árinu bárust flest-
ar fyrirspurnir vegna bifreiða,
tölva og fasteigna eða yfir 350 fyr-
irspurnir í hverjum máláflokki.
Sveitarfélögum
fækki um
helming
Á laugardaginn hefst
utankjörfundaratkvæða-
greiðsla vegna 16 kosninga um
sameiningu sveitarfélaga en
kosningarnar fara fram þann
8. október í 62 sveitarfélögum.
Sveitarfélög á fslandi eru nú
101 talsins en þau voru 104 í
upphafi árs 2004. Þegar hafa
sameiningartillögur verið
samþykktar í 12 sveitarfélögum
og munu þær taka gildi í kjölfar
sveitarstjórnarkosninga 2006, en
þá verða sveitarfélög 92 talsins.
Ef allar sameiningartillögurnar
sem kosið verður um í
október hljóta samþykki verða
sveitarfélögin 47 í kjölfar
sveitarstjórnarkosninganna.
Kosningarnar eru undir
slagorðinu „Treystum
byggðina - þitt er valið“.
Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði
Frá 11.00 - 13.30
Tilboðin gilda ekki með heimsendingu
Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111