blaðið - 11.08.2005, Síða 2

blaðið - 11.08.2005, Síða 2
 2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaóiö Pattstaða hjá Festingu LYKILORÐIÐ SEM ÞÚ GETUR EKKI GLEYMT WWW.THINKPAD.IS Sýslumaðurinn í Reykjavík setti i gær lögbann á atkvæðisrétt minnihluta eigenda í fasteignafélaginu Festingu og kom þannig í veg fyrir að hluthafafundur væri haldinn í félaginu í dag. Samkvæmt heimildum Blaðsins er forsaga málsins að í mars síðastliðnum var hlutafé í Festingu aukið um íoo milljónir króna, en félagið á meðal annars húsnæði Decode, Samskipa sem og allar bensínstöðvar Essó. Með þessu var hlutafé félagsins meira en tvöfaldað. Deilur höfðu verið um málið innan stjórnar félagsins sem enduðu með því að meirihluti stjórnar tók ákvörðun í andstöðu við minnihlutann um hlutafjár- aukninguna. Það var fyrirtækið Lögbann sett á hluthafafund Angus, sem er í eigu Jóhanns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Festingar, sem keypti hið nýja hlutafé. Við þetta gat minnihluti eigenda ekki sætt sig og fékk í vor sett lögbann á að Jóhann gæti notað atkvæðisrétt út á hið nýja hlutafé. 1 framhaldi boðaði minnihlutinn til stjórnarfundar þar sem meðal dagskrárliða var stjórnarkjör í félaginu, en sá fundur átti að fara fram í dag. Segja heimildarmenn Blaðsins að með því hafi minnihluti eigenda í Festingu, undir forystu Ólafs Ólafssonar í Keri, ætlað að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa aðeins um 38% hlutafjár á baki við sig. Sýslumaðurinn í Reykjavik komst hinsvegar að því í úrskurði Mannabreyting- ar hjá FL GROUP Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri rekstrarstýringar og viðskipta- þróunar hjá FL GROUP, hefur ákveð- ið að láta af störfum hjá félaginu þann 1. september. Hann mun þó vera félaginu innan handar til ráð- gjafar á sviði stefnumótunar. Þá hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og viðskiptaþróun- ar en meðal viðfangsefna sviðsins eru stefnumótun samstæðunnar, nýsköpun og viðskiptaþróun innan sem utan fyrirtækisins. Þorsteinn er ekki ókunnur félaginu en hann hefur unnið þar í tæpt ár sem for- stöðumaður viðskiptaþróunar. ■ Fœrri í greiðsluerfiðleikum nú en áður Lítið má út af bregða Eiginfjárstaða heimila hér á landi breyttist mjög lítið á síðasta ári. Svo virðist því sem nýtilkomin hús- næðislán viðskiptabankanna, sem gerði fólki kleift að taka húsnæð- islán og nota hluta af þeim til ann- arrar neyslu, hafi ekki leitt til verri eignarfjárstöðu heimilanna eins og óttast hafði verið. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í gær. Margt bendir til þess um þessar mundir að fjárhagsleg staða heimilanna hafi batnað. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, segir að þar á bæ hafi starfsfólk orðið vart við þessa þróun. Þeim hafi fækkað talsvert sem leita til stofunnar og er staðan nú þannig að einungis um viku bið er eftir við- tali við ráðgjafa þar. Þegar mest var að gera var hinsvegar löng bið eftir slíkum viðtölum. Ákveðin hættumerki Ásta bendir á að talsverð hættu- merki séu um þessar mundir. Skuld- setning heimilanna hafi aukist mik- ið að undanförnu, og þrátt fyrir að ástandið sé gott um þessar mundir sé spurning hvað gerist eftir 1 til 2 ár. Uppgangur sé í samfélaginu og ástandið almennt gott, en oft megi lítið út af að bregða. Hún segir að stærsti hópur skuldara sé á milli þrí- tugs og fertugs - oft fólk sem er ný- lega komið úr námi, með börn og er að kaupa fasteign. Þessi hópur þoli illa skakkaföll og þannig hafi þeir sem leita til stofunnar oft á tíðum lent í veikindum eða misst vinnuna og heimilið ráði ekki við tekjumissi sem slíku fylgi. ■ Dalvegi 32, Kópavogi Sími 564-2480 20% afsláttur af öðrum plöntum Betri plöntur á góðu verði — Tilboð alla daga sínum í gær að óleyfilegt væri að fara í stjórnarkjör á sama tíma og stærsti hluthafinn gæti ekki notað atkvæðisrétt sinn. Slíkt hefði þýtt að minnihluti hluthafa gæti notað fyrri lögbannsúrskurð til að kollvarpa sitjandi stjórn. ■ R-listinn kominn á síðasta snúning Fulltrúar viðræðunefnda R-lista eru sammála um það að samkomulag verði að nást í vikunni ef listinn á að starfa áfram. I dag fundar viðræðu- nefndin enn einu sinni en fundir hennar eru orðnir hátt á annan tug. Á maraþonfundi í fyrradag lá við að upp úr slitnaði, en hugmynd um opið prófkjör, þar sem valið yrði milli þriggja aðila frá hverjum flokki þótti grundvöllur til þess að hittast aftur í dag. „Hugmyndir á þessa vegu komu upp klukkan hálf tvö í [fyrrijnótt skömmu áður en við lukum fundi. Það sem okkur fannst merkilegt í því var að Samfylkingin væri hugsanlega að samþykkja jafn- ræði sem hún hafði hafnað fram að því“, segir Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri-grænna í nefndinni. Páll Halldórsson, fulltrúi Sam- fylkingar, segir að ekki sé um eig- inlega tillögu að ræða eins og fram kom í fjölmiðlum. „Svona hugmynd- ir verða til þess að menn verða að sýna þeim þá virðingu að skoða þær.“ Hann vildi ekki segja til um það hvort Samfylkingin tæki vel í hugmyndina eða ekki. „Við erum að skoða þetta, finna fleti og aðrar mögulegar útfærslur á þessu þessa stundina." Viðmælendur voru þó sammála um að einhver niðurstaða þurfi að komast á viðræðurnar. Vinstri-græn- ir hafa boðað til félagsfundar á mánu- daginn og segir Þorleifur að þangað þurfi fulltrúar viðræðunefndarinn- ar að koma með einhverjar upplýs- ingar. „Þessar viðræður eru að komast á endapunkt, þær geta ekki staðið mikið lengur“, sagði fulltrúi Samfylkingarinnar. ■ Vífilfell framleiöir þrjár söluhæstu bjórtegundirnar Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) birti í gær lista yfir sölu- hæstu tegundir rauðvíns, hvítvíns og bjórs í verslunum sínum í júlí- mánuði en sá mánuður er að jafnaði söluhæsti sumarmánuður hvers árs. Samkvæmt listanum eru söluhæstu rauðvínin sem hér segir. 1. Concha y Toro Sunrise Cabernet Sauvignon 2. E1 Coto Crianza 3. Concha y Toro Sunrise Merlot 4. Boomerang Bay Cabernet Shiraz 5. Montecillo Crianza Það vekur athygli að tvö af ofan- nefndum vínum eru frá Chile og tvö frá Spáni. Eitt þeirra er hinsvegar frá Ástralíu. Vinsælustu hvítvínin voru hins- vegar sem hér segir: 1. Rosemount GTR Sætinú SætiíJúní Bjórtegund 1 i Víking 2 2 Víking Lite 3 3 Thule 4 6 Tuborg 5 4 Egils Gull 6 7 Carlsberg 7 5 Faxe Premium 8 9 Tuborg Gold 9 10 Heineken 10 8 Egils Pilsner 2. Ars Vitis Riesling 3. Guntrum Riesling Royal Blue 4. Concha y Toro Sunrise Chard- onnay 5. Jacob’s Creek Chardonnay Á þessum lista er Ástralía og Þýskaland með 2 vín hvort um sig. Ekki vel valið Að sögn Stefáns Guðjónssonar vín- þjóns hjá smakkarinn.is eru þessar sölutölur ákveðin vonbrigði. „Það er greinilegt að fólk er að taka verð fram yfir gæði,“ segir hann og bendir ennfremur á að verið sé að kaupa vín frá vinsælum löndum. „Þetta eru allt ódýr og þægileg vín. Hvað rauðvínin varðar gera þau litla kröfu til manns og hvítvín- in eru þurr, ekki öf kraftmikil og í raun þægileg. Inn á milli eru þó vín sem eru góð miðað við verð,“ segir Stefán. Danskur bjór vinsæll Hvað bjórinn varðar þá getur Vífilfell velsætt sig við niðurstöðuna því bjór frá fyrirtækinu vermir þrjú efstu sæti listans (Viking, Viking Lite og Thule) eins og sést á meðfylgj - andi töflu. f fjórða sæti kemur síðan fyrsta erlenda bjórtegundin, en það er mjöðurinn sem um helmingur Dana drekkur, þ.e. Tuborg. Bjórinn sem hinn helmingur Dana kýs, þ.e. Carlsberg, er síðan í sjötta sæti. ■ 0H»iðskirt 0U«*íf** ^Skýjaí 0 Alskýjað /,' Rignlng, litllstiáttar '//' Rlgning Súld * ^ Snjókoma O Slydda O Snjóél Slydda \^J Snjóél \^j Skúr Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 18 26 18 20 21 16 17 19 22 26 31 21 25 26 18 24 17 12 25 24 16 16 10“ ✓ / 11 18° % ,P 12' €f 0F i-HÉ Á morgun 9? 10° Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 öyflflt á upplýslngum Irá Veiuretolu Islands 11° " f' IV / /

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.