blaðið - 11.08.2005, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaöiö
Verö fró 49.900 án vsk.
ís-húsið 566 6000
Geðveikur maður
fær 27 ára dóm
Herjaði á þjóðvegi í Ohio með skotárásum áfimm mánaða
tímabili og varð konu að bana.
Charles McCoy, 29 ára gam-
all maður frá Ohio-fylki í
Bandaríkjunum, hefur verið
dæmdur til 27 ára fangelsisvistar
fyrir skotárásir á þjóðvegi í borg-
inni Columbus. Skotárásirnar áttu
sér stað á fimm mánaða tímabili á
árunum 2003-2004. McCoy varð
einni manneskju að bana, 62 ára
gamalli konu að nafni Gail Knisley
sem hann skaut til bana í nóvemb-
erlok 2003. Knisley var farþegi í bíl
vinar síns sem varð fyrir skotárás
McCoys. McCoy tjáði geðlæknum
að hann hefði kastað trjádrumbum
og pokum með steypu fram af veg-
brú og skotið á bíla til þess að þagga
niður í röddum í höfði sér sem í sí-
fellu hefðu kallað hann gungu og
aumingja.
Alvarlegar ofskynjanir og
veruleikabrenglun
Byggingar í grennd við I-270 þjóð-
veginn sem McCoy herjaði á og bílar
sem óku þar um urðu fyrir skotum
hans og með tímanum varð þessi
venjulega umferðarteppti þjóðvegur
afar fáfarinn þar sem almenningur
óttaðist að ferðast um hann. í mars-
mánuði 2004 hringdi faðir McCoys
í hann og sagði honum að lögregla
vildi kanna byssur hans. McCoy gaf
leyfi fyrir því en ók rakleiðis til Las
Vegas, vegalengd sem tekur einn og
hálfan sólarhring að aka. Hann var
handtekinn á vegahóteli þar í borg
nokkrum dögum síðar.
Fyrstu réttarhöldunum yfir
McCoy lauk í maí á þessu ári þar
sem kviðdómurinn gat ekki komist
að sátt um hvort hann væri geðveik-
ur. Þá var einnig reynt að komast að
niðurstöðu um hvort ofskynjanir
loftkœling
McCoys hefðu valdið því að hann
gerði sér ekki grein fyrir því að
gjörðir hans væru rangar. Saksókn-
arar breyttu þá fyrri kröfu sinni um
dauðarefsingu og fóru fram á fang-
elsisvist þess í stað.
McCoy játaði sig sekan um mann-
dráp og gekkst einnig við 10 öðrum
ákærum. Hann fullyrti að hann
hefði ekki haft hugmynd um að
þetta yrðu afleiðingarnar af því að
hann tæki ekki lyfin sín. Geðlæknar
úr hópi verjenda og saksóknara sam-
mæltust um að McCoy hefði átt við
verulegar ofskynjanir að stríða þar
sem hann hélt m.a. að sjónvarps-
þættir og auglýsingar töluðu til hans
og hæddust að honum.
„Skammaðist mín fyrir
sjúkdóm minn"
McCoy brast í grát meðan hann
las afsökunarbeiðni sína fyrir rétt-
inum og þurfti verjandi hans að
ljúka við það fyrir hans hönd. í
yfirlýsingunni sagði hann m.a.:
„Ég skammaðist mín fyrir sjúkdóm
minn og vildi ekki viðurkenna að ég
væri geðveikur. Mig grunaði aldrei
að með því að sleppa því að taka lyf-
in mín væri ég fær um að gera þessa
hluti“. McCoy var greindur með of-
sóknaræði og geðklofa þegar hann
var 21 árs gamall eftir að foreldrar
hans leituðu hjálpar þar sem hann
leitaði stöðugt að öryggismyndavél-
um á heimili þeirra. Undir lok skot-
árásanna taldi McCoy að með þeim
gæti hann fengið fjölmiðla til þess
að hætta að fjalla um tónlistarmann-
inn Michael Jackson.
Geðlæknir saksóknara sagði að
McCoy sýndi, þrátt fyrir andlega erf-
iðleika sína, að hann vissi að gjörðir
sínar voru rangar með því að forðast
handtöku og með því að hefja skot-
árásir á öðrum þjóðvegi þegar sviðs-
ljósið beindist að I-270 veginum.
Sonur Gail Knisley, konunnar sem
McCoy myrti, sagði fyrir rétti: „Við
hötum hvað þú gerðir móður minni
og okkur öllum. Ég gæti staðið hér
klukkustundum saman og útlistað
hvað þú gerðir allri fjölskyldunni en
Gler augnaverslunin
Siónar hÓl 1
stærri verslun
meira úrval
frábær tilboð
fíeykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði S.565-5970
www.sjonarholl.is
Charles McCoy
þú myndir aldrei skilja það því þú
þekktir hana ekki.“ Dauði konunn-
ar tengdi lögreglu við fyrri skotárás-
ir við þjóðveginn.
Foreldrar McCoys segjast vona
að sonur þeirra geti fengið aðhlynn-
ingu í fangelsi. „Mig langar að biðja
samfélagið afsökunar“, sagði móð-
ir hans, Ardith McCoy. „Það var
ekki sonur okkar sem framdi þessa
glæpi. Sonur okkar var mjög indæll
og góður einstaklingur.“ ■
Björgunarbátar leita Sikorsky S-76 þyrlunnar sem fórst í Eystrasaltshafi í gær.
Þyrluslys í
Eystrasaltshafi
Óttast að 14 manna áhöfn þyrlunnar hafifarist.
Finnsk þyrla með 14 manns innan-
borðs hrapaði í Eystrasaltshaf und-
an ströndum Eistlands í gær. Mikið
óveður var þegar slysið átti sér stað
og segja björgunarmenn litlar líkur
á að nokkur hafi komist af. Þyrlan
var á leið til Helsinki frá Tallinn,
höfuðborg Eistlands, en fórst aðeins
þremur mínútum eftir að hún fór á
loft.
Björgunarþyrlur, -bátar og kafar-
ar frá Eistlandi og Finnlandi fundu
leyfar af flaki þyrlunnar en höfðu
síðdegis í gær enn ekki fundið fólk-
ið sem var um borð í vélinni. Átta
þeirra voru finnskir, fjórir eistnesk-
ir og tveir bandarískir. „Við höfum
enn ekki fundið fólkið. En það er
ekki þar með sagt að þau séu lát-
in“, sagði Jaana Aduson, talsmaður
finnska innanríkisráðuneytisins.
Miklir vindar geysuðu um Eystra-
saltið og talsvert var um að flugi og
bátsferðum væri aflýst vegna storm-
viðvaranna.
Þyrlan var af gerðinni Sikorsky
S-76 og er hönnuð í Bandaríkjunum.
Aðeins 18 mínútur tekur að fljúga
milli Tallinn og Helsinki og fljúga
þyrlur á borð við þá sem fórst þá
vegalengd allt að 28 sinnum á dag í
viku hverri. ■
Varað við nýjum
drykkjulögum í Bretlandi
Talið að drykkjulög sem taka gildi í nóvember muni leiða tilfleiri og alvarlegri ofbeldis-
glæpa.
Breskir dómarar hafa varað við því
að milduð drykkjulög á Englandi og
í Wales muni leiða til stóraukinna
ofbeldisglæpa. Vilja þeir meina að
nauðgunum og alvarlegum líkams-
árásum muni fjölga verulega verði
krám heimilað að hafa opið lengur.
Þá hafa lögregluyfirvöld einnig var-
að við því að nýju lögin muni leiða
til þess að erlendir drykkjumenn
Bresk drykkjumenning óhefluð
í dag er kráareigendum heimilt að
hafa staði sína opna til klukkan 23 á
kvöldin, en með nýju lögunum, sem
áætlað er að taki gildi í nóvember,
mega krár vera opnar vel framyfir
miðnætti og í sumum tilfellum all-
an sólarhringinn. Michael Howard,
leiðtogi Ihaldsflokksins, kveðst sam-
mála aðvörunum dómara og kvað
muni hópast til landsins til að fá
hvötum sínum fullnægt. Stjórnvöld
halda því hins vegar fram að lengd-
ir drykkjutímar muni halda aftur
af slæmri hegðun þar sem þá munu
ekki allir drykkjumenn halda heim
á sama tíma.
ríkisstjórnina vera að gera mikil
mistök. „Við höfum talað um að
lögin yrðu ekki tekin í gildi fyrr en
náð hefði verið stjórn á taumlausri
drykkju. Ég er hræddur um að við
eigum enn langt í land með það“,
sagði Howard.
Charles Harris, einn dómaranna
sem vöruðu við lögunum, sagði
að afar stór hluti heimilisofbeldis
væri framinn af fólki sem hefur ver-
ið að drekka. Hann þvertók fyrir
að breyttir opnunartímar myndu
leiða til svokallaðrar „meginlands-
drykkjumenningar.“ „Slík drykkju-
menning krefst meginlandsfólks
- fólks sem situr í rólegheitum og
spjallar saman“, sagði Harris. Bresk
drykkjumenning felur hins vegar í
sér að standa upp, öskra hver á ann-
an á troðfullum börum og reyna að
innbyrða heilu gallonin af bjór.“
Segir lögregluna styðja
ríkisstjórnina
í skýrslu sem gefin var út af yfir-
mönnum innan lögreglunnar stóð
m.a.: „Það þarf ekki annað en horfa
til vinsælla áfangastaða til að sjá af-
leiðingarnar af því að leyfa breskum
ungmennum ótakmarkaðan aðgang
að áfengi.“ Menningarráðherra Bret-
lands, James Purnell, hefur hins veg-
ar sagt að lögreglan styðji ríkisstjórn-
ina heils hugar og að mikilvægt sé að
þau verði tekin í gildi. Talið er að allt
að níu afhverjum tíu krám hafi sótt
um að hafa opið 1-2 klukkustundum
lengur - í stað þess að hafa opið næt-
urlangt eins og vilji stjórnvalda er.B
VERÐHRUN
Opnunartími
Nýbýlavegjí 12 • 200 Kópavogi
Sími 55Í 443»
Aðeins 4 verð í gangi 500 -1000- 2000 - 3000 laugardaga 10-16