blaðið - 11.08.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Rltstjóri:
Ár og dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson.
Karl Garðarsson.
LEIÐTOGALAUS BORG
Líklega er það best ef það slitnar upp úr samstarfi
Reykjavikurlistans í Reykjavík. Mikil þreytumerki eru á
þessu samstarfi sem hangir saman á viljanum til að halda
völdum - stjórna borginni. Málefnin eru aukaatriði svo framalega
sem flokkarnir sem standa að R-listanum fá að sitja í fjögur ár í
viðbót. Deilur um hver á að fá borgarstjórastólinn eru dæmigerðar
fyrir það sem skiptir þessa aðila mestu máli. f nýjustu tillögunni
er gert ráð fyrir að Reykvíkingar velji sér sjálfir borgarstjóraefni í
prófkjöri. Þannig tilnefni hver flokkur þrjá frambjóðendur þar sem
efsti maður verður borgarstjóraefni listans. í sjálfu sér er þetta ekki
óvitlaus tillaga. Að minnsta kosti hafa borgarbúar þá eitthvað um
það að segja hver sest í stól borgarstjóra en að það verði ekki geð-
þóttaákvörðun stjórnmálamanna.
Það er hins vegar annað og alvarlegra mál að R-listinn virðist vera
í mikilli leiðtogakreppu. Enginn sjáanlegur leiðtogi er innan raða
þeirra flokka sem standa að samstarfinu og það veit ekki á gott.
Áður hefur verið leitað út fyrir raðir þeirra flokka sem standa að
R-listanum og fundu menn Þórólf Árnason. Hann hrökklaðist frá
í lok síðasta árs, en það breytir engu um það að Hklega væri þetta
skásta leiðin. Þórólfur stóð sig vel í starfi, enda hafði hann víðtæka
reynslu úr atvinnulífinu við rekstur og stjórnun - en það er þekk-
ing sem skortir hjá mörgum sem telja sig sjálfkjörna í borgarstjóra-
stólinn. Reykjavíkurborg er nefnilega lítið annað en stórt fyrirtæki
og í flestu tilliti þarf að reka borgina sem slíka.
Leiðtogavandræðin eru ekki bundin við R-listann. Sjálfstæðismenn
eru í sömu vandræðunum. Margir efast um að Vilhjálmur Þ Vil-
hjálmsson hafi það sem þarf til að sigra í borgarstjórnarkosningum
og setja verður spurningamerki við Gísla Martein. Það er eitt að
vera vinsæll í sjónvarpi - annað að fá atkvæði á kjörstað. Sjálfstæð-
ismenn þurfa að hafa það í huga.
Það má búast við spennandi kosningum að ári, hvernig sem fer
hjá R-listanum. Nýjar kannanir um fylgi Sjálfstæðisflokks og R-
lista segja lítið um framhaldið, það er einfaldlega of langur tími til
kosninga. Það er hins vegar mikilvægt fyrir báða aðila að misstíga
sig ekki á meðan menn eru á upphafsreit.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Innimálning Gljástig 3,7,20
/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
^ Gæða málning áfrábæru veröi
/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Gólfmálning
/ Gluggamálning
"ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 517 1500
14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaðiö
Hommast á
hálendinu
- Gay Pride ogflokkarnir
MEST VERÐLAUNAÐA
FARTÖLVA SÖGUNNAR
WWW.THINKPAD.IS
Á hinsegin dögum
í Reykjavik eða
Gay Pride eins og
það er oftast kallað
vakti það athygli
hve afdráttarlaus fé-
Önundur Páll lagsmálaráðherra
Ra9narsson var í ræðu sinni í
Lækjargötu. Mörg-
þúsund manns
hlýddu á og fögnuðu vel.
Skrúðgangan var nokkuð vel
heppnuð, en tvímælalaust var
Hommahniúkavirkjun besta hug-
myndin. Áhorfendur hlógu mikið
að því þegar Felix Bergsson kallaði
í gjallarhorn “Virkjum hommana!”
og “Við hommumst á hálendinu!”
Það var alveg prýðilegt og minnti
mjög á eftirminnilegt atriði úr Simp-
sons þætti þar sem Homer fór með
Bart son sinn í stáliðjuver til þess
að sýna honum sanna karlmenn, en
hann óttaðist mjög að sonurinn væri
hommi. Það fyrsta sem gerðist í stál-
iðjuverinu var að bjallan hringdi í
kaffitíma og verkstjórinn sagði með
rámri röddu “We work hard, and we
play hard.” Þá tóku hin sönnu amer-
ísku karlmenni til við að dansa við
lagið “Everybody dance now.” og
meðfylgjandi leysigeislasýningu.
Þannig grín er ögrandi því að það
kemur inn á svið sem má telja nokk-
urs konar vígi karlmennskunnar
ennþá og vekur jafnframt athygli á
því að hin dæmigerða ímynd homm-
ans er fáránleg. Þetta þýðir ekki að
ef hommarnir fengju að ráða væru
sko allir að hommast uppi á hálendi.
Fyrr í sumar sagði við mig vélstjóri
sem hefur verið lengi á sjó að hann
hafi verið með mörgum hommum
til sjós, og að þeir hefðu ekki verið
neitt öðruvísi en aðrir sjómenn fyrir
utan það að vera hommar.
En það má segja um skipulag há-
tíðarinnar að hún fór dálítið út um
þúfur þegar niður í Lækjargötu var
komið. Þar stóðu þúsundir manna
og góndu út í loftið eftir að ræðu
ráðherrans var lokið og misgóð
skemmtiatriði tóku við. En það er
ekki aðalmálið því þetta var vel
heppnað sem viðburður í réttinda-
baráttu.
í kjölfarið hefur orðið umræða
um stefnu flokkanna í málinu. Þeir
virðast allir vera hlynntir því að rétt-
ur samkynhneigðra verði gerður sá
sami og réttur annarra, hvað varð-
ar tæknifrjóvgun, ættleiðingu og
hjónaband, nema Sjálfstæðisflokk-
99.........................
Þannig grín er ögrandi
því að það kemur inn
á svið sem má telja
nokkurs konar vígi
karlmennskunnar
ennþá og vekur jafn-
framt athygli á því að
hin dæmigerða ímynd
hommans er fáránleg
urinn sem ekki hefur tekið formlega
afstöðu.
Við leit á fjölsóttum Sjálfstæðis-
netsíðum er til að mynda afar lítið
að hafa með leitarorðum á borð við
samkynhneigð(-a, -ir), hommi(-a,
-ar) eða lesbía(-u, ur). Má þar til dæm-
is nefna xd.is, heimasíðu dóms- og
kirkjumálaráðherra Björns Bjarna-
sonar bjorn.is, heimasíðu Einars
K. Guðfinnssonar þingflokksfor-
manns ekg.is o.fl. Það má til dæmis
teljast nokkuð merkilegt að ekkert
af framangreindum leitarorðum
eða orðmyndum skilaði einni ein-
ustu niðurstöðu á bjorn.is, og þó hef-
ur ráðherrann þar tjáð sig um afar
margvísleg málefni á þeim tíma sem
síðan hefur verið starfrækt. Það seg-
ir auðvitað ekkert um viðhorf hans
til málefnisins, en gefur til kynna
visst áhugaleysi.
Það er helst á netsíðum sem ung-
liðahreyfingin hefur yfir að ráða
sem finna má skrif um þetta mál.
Til dæmis er ljóst að Samband
ungra sjálfstæðismanna er hlynnt
fullum réttindum (http://sus.is/frett-
ir/nr/561) samkynhneigðra, og að
Heimdallur félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík er það einnig
(http://frelsi.is/leit?SearchFor=sam-
kynhneig%Foir). Þá kom það fram
í Fréttablaðinu í gær að Bjarni Bene-
diktsson þingmaður telur ekkert
benda til þess að samkynhneigðir
séu verri uppalendur en aðrir og seg-
ir löngu tímabært að taka á þessum
málum.
Mögulega er þarna ákveðinn kyn-
slóðamunur greinanlegur. Það var
svo sem viðbúið, en allt bendir þó
til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
hallist frekar að frjálslyndum skoð-
unum þegar kemur að málefnum
samkynhneigðra en einhverjum
afturhalds- og misréttissjónarmið-
um. Það er auðvelt að sleppa þessum
málaflokki ef maður þekkir engan
sem er samkynhneigður og verður
fyrir barðinu á misrétti, pæla bara
ekki í því. En það er hins vegar ekki
rétt. Ég hef fulla trú á því að forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins átti sig á
því að samkynhneigðir eru eðlilegt
fólk, eins og þeir sjálfir. Það þarf
bara að staðfesta þá skoðun og drífa
í að afnema misréttið.
Önundur Páll Ragnarsson,
laganemi
Hinsegin þjóð?
Ætla skal að miðað
við áhorfenda-
fjöldannáhinsegin
dögum nú í ágúst
sé homma og
lesbíu faraldurinn
stöðugtaðbreiðaúr
sér á Islandi. Með
dyggum stuðningi
stjórnvalda við
útbreiðslu sóttarinnar stefnir hratt
í að ísland verði eitt mesta homma
og lesbíu bæli jarðarinnar að San
Fransisco meðtalinni. Munum
við íslendingar þá eignast enn eitt
heimsmetið og eru þau ærin fyrir og
gerast sífellt heimskari.
Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra steig í púltið í miðjum
fíflalátum hinsegin daga og boðaði
fagnaðarerindið líkt og sjálfur
frelsarinn væri endurborinn. Lofaði
hann samkynhneigðum þar meðal
annars vígðri sambúð, ættleiðingum
barna og tæknifrjóvgun, amen.
Vil ég aðeins segja við homma og
lesbíur að trúa ekki um of á bullið
í ráðherranum því slíku sem þessu
getur enginn lofað framhjá þingi
og kirkju og veit ég að allflest okkar
hinum eðlilegu finnst það fáránlegt
að leyfa slikt nokkurn tíma.
Sannleikurinn er sá að ráð-
herrann er í örvæntingarfullum
atkvæðaveiðum fyrir Framsóknar-
flokkinn sem er flokkur opinn í
báða enda og við það að gefa upp
öndina.
Ættleiðing barna inn í samfélag
samkynhneigðra er þó alvarlegasta
krafan. Ættleitt barn sem elst upp
við daður og ástarleiki tveggja karla
eða kvenna fær svo ekki sé meira
sagt mjög óeðlilegt uppeldi sem
auðvitað mun skemma barnið sem
síðar kemur sjálft til með að breiða
út óeðlið. Stjórnvöld hafa boðið
kynlífsfræðingum í grunnskólana
til að segja við börnin að það skipti
ekki máli hvort farið sé heim með
Siggu eða Sigga í ástarleiki, það sé
jafn eðlilegt. Eru ekki skólayfirvöld
sem boða börnunum slíkan boðskap
stórhættuleg landi og þjóð.
Aldrei hafa fleiri ungmenni en
nú skráð sig inn í samtökin. Er
það vegna þess að hommum og
lesbium fjölgi svo ört? Nei, það er
ekki ástæðan heldur er það fyrst
og fremst forvitni unglinganna
sem einmitt vaknar við fíflalegar
uppákomurnar á götum úti. Er það
ekki meiningin með öllu saman?
Allt sem er öðruvísi er vissulega
forvitnilegt þó að það sé ekki að
sama skapi eðlilegt né skynsamlegt.
Við homma og lesbíur vil ég segja
þetta að lokum:
Hættið að rugla börnin okkar í
ríminu jafn lymskulega og raun
ber vitni. Hættið líka að segja
við heiminn að þið séuð eitthvað
annað en óeðlileg. Farið aftur inn í
skápinn og lifið ykkar kynlífi í friði
og fjarlægið frá okkur hinum og
lokið vel á eftir ykkur. Fordómana
hafið þið sjálf skapað.
Jóhann L. Helgason
Jóhann L.
Helqason
www.sumarferdir.is
575 1515^ BÓKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN