blaðið - 11.08.2005, Side 18
18 I FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ
Yfir Sprengisand
Sprengir er talinn vera suðvestan
Fjórðungsvatns og vera staður þar
sem hestar sprungu á reiðinni, þeg-
ar fólk reið eins hratt og það gat til
að komast hjá því að hitta illar vætt-
ir, útilegumenn, drauga eða álfa fyr-
ir á leiðinni. Leiðin yfir Sprengisand
er bæði gömul og ný, þótt þar hafi
ævinlega verið færra fólk á ferðinni
en yfir Kjöl og Kaldadal. Hinn 15. ág-
úst 1933 var fyrst farið á bíl norður
yfir Sprengisand. Skjálfandafljót var
oft riðið neðan Kiðagils og haldið
áfram að Svartárkoti. Milli Eyvind-
arvers og Kiðagils var u.þ.b. 75 km
reið. Þar liggur svokölluð ölduleið
sem er greiðfær traustum bílum,
þótt hún verði yfirleitt ekki fær fyrr
en í júlí á sumrin. Á sumrin er hald-
ið uppi áætlunarferðum yfir Spreng-
isand.
Búðarháls
Búðarháls er grágrýtis- og móbergs-
hryggur á milli Þjórsár og Köldu-
kvíslar í 600-700 m hæð yfir sjó.
Lægð innarlega á hálsinum skiptir
honum í Innri- og Fremri-Búðarháls.
Ofan af hálsinum er geysivíðsýnt á
góðum degi. Þaðan sést til sex jökla
og yfir fjalllendið við Landmanna-
leið og Heklu. Talsverður gróður
er í Básum eins og víðar meðfram
ánni en að öðru leyti er hálsinn
gróðurvana. Gamla bílaleiðin yfir
Sprengisand liggur eftir Búðarhálsi
norður að Sóleyjarhöfða. Þar er eitt
fárra vaða á Þjórsá. Á þessari leið er
yfir miklu fleiri kvíslar að fara en á
ölduleiðinni talsvert austar og nauð-
synlegt að fara varlega i vatnavasl-
inu. Leiðin liggur lengra norður frá
Sóleyjarhöfða um austurhluta Þjórs-
árvera, s.s. Eyvindarver en síðar inn
á alfaraleiðina norðan og sunnan
Nýjadals/Jökuldals.
Hrauneyjar
Hrauneyjar eru svæði sunnan Tung-
nár, þar sem Hrauneyjarfell er og
Hrauneyjarfoss var áður en áin var
virkiuð neðan við Fossöldu norðan
ár. Áin var stífluð austan fossins og
þar hefur myndast uppistöðulón.
Svæðið norðan ár heitir Þóristungur
og skammt neðan virkjunarinnar er
bilkláfur, sem vegagerðin lét gera
árið 1964. Norðan ár er hægt að aka
yfir Búðarháls um gömlu Sprengis-
andsleiðina upp með Þjórsá.
Hágöngur
Hágöngur eru tvær, Nyrðri- og Syðri-
. Þær eru úr ljósgrýti (ríólíti), brattar
og keilulaga. Þær eru mjög áberandi
í landslaginu, þar sem þær standa
einar sér með 4 km millibili. Nýidal-
ur er svo sunnan í Tungnafellsjökli
með mynni mót vestri. Nýjadalsá
er upphaf Fjórðungskvislar en hún
getur orðið varasöm í leysingum og
rigningatíð.
Vonarskarð
Vonarskarð er á milli Bárðarbungu
í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls.
I Vonarskarði eru vatnaskil Skjálf-
andafljóts og Köldukvíslar á flötum
söndum og þar er athyglisvert há-
hitasvæði. Fjórðungsalda er mjög
veðruð grágrýtisdyngja rétt norðan
við miðju Sprengisands. Hún kemst
næst þvi allra fjalla að vera i miðju
landsins.Vestan undir henni er
Fjórðungsvatn og vegurinn er rétt
vestan þess. Vatnið er svo grunnt,
að það getur horfið í mikilli þurrka-
tíð. Skammt frá vatninu eru vega-
mót. Þaðan liggja leiðir norður og
Sony Ericsson
J300i í verðlaun!
Þennanglæsilegasímahlýturverðlauna-
hafi vikunnar fyrir rétt svör í ferðaget-
raun Blaðsins. Hann er af tegundinni
Sony Ericsson J300L Hann er einfaldur
í notkun, léttur, með frábæra rafhlöðu-
endingu og íslensku valmyndakerfi.
Hann vegur aðeins 83 grömm. Taltími
er allt að 7 klukkustundir og biðtími allt
að 300 klukkustundir. Innbyggt minni
er 12 MB. Handfrjáls hátalari er í síman-
um. Hægt er að senda SMS, MMS og
tölvupóst. Síminn spilar 30 radda Midi
pólýtóna og MP3 hringitóna. Auk alls
þessa er eftirfarandi búnaður í síman-
um: vekjari, reiknivél, dagbók, Java leik-
ir 3D, titrari og MusicDJ.
suður Sand, niður í Eyjafjarðardal,
að Laugafelli, niður í Skagafjörð og
áfram norðan Hofsjökuls út á Kjal-
veg.
teygist suður frá Bárðardal, langur
og mjór, alla leið suður að Kiðagils-
drögum vestanverðum. Dalurinn er
sæmilega gróinn nyrst en uppblást-
urinn hefur yfirhöndina sunnar og
olli þvi, að byggð lagðist af árið 1894.
Þar var búið á samnefndum bæ og
þar átti Stephan G. Stephansson
skáld heima áður en hann hélt til
Vesturheims.
Nánari upplýsingar um svæðið erað
finna á www.nat.is
Kiðagil
Kiðagil er norðurmörk Sprengis-
ands. Það er þröngt klettagil vestan
Skjálfandafljóts, sem var frægur
áningarstaður fólks, sem fór gömlu
Sprengisandsleiðina. Allir, sem
komu að sunnan voru mjög fegnir
að ná þessum áfanga. Mjóidalur
Veistu svarið?
I næstu viku verður fjallað um m.a. tvö vötn á tveimur svæð-
um á landinu, sem koma fram hér að neðan, og nágrenni þeirra.
Norðan við vatnið er eyðibýlið Veturhús. Jeppavegur liggur að vatninu.
Hvort þar hefur búið Bjartur í Sumarhúsum, málvinur Laxness, vissi víst
enginn með vissu, nema skáldið f Gljúfrasteini. Þetta vatn er þekkt úr Sturl-
ungu, þegar Sturla Sighvatsson sveik Gissur Þorvaldsson. Þegar þeir hittust
þar, tók hann höndum og lét hann lofa sér að fara úr landi. Gissur lofaði
því, en fór og safnaði liði og drap Sturlu og föður hans að Örlygsstöðum í
Skagafirði.
Hér að ofan er getið tveggja vatna og þarf að geta þeirra beggja.
Frekari vf sbendingar má finna á www.nat.is, sendið svörin á ferdir@vbl.is
Sprengisandur
var það heillin!
Hlynur örn Þórisson er vinningshafi
en hann skilaði inn réttu svari, Sprengisandi
og áfangastaðnum Kiðagili. Hlynur hefur
an af því að ferðast um landið. Hann
þó lítið ferðast um f sumar vegna tímaskorts.
„Ég fór þó norður 1 Kjarnaskóg og var þar í góðu
veðri f viku. Þar naut ég þess að endurnæra mig í
náttúrunni. Ég hef nú ekki farið Sprengisandinn
ennþá en það er á dagskrá," segir Hlynur.
Vésturröst
Sérverslun veiðimannsins
Laugavegi 178-105 Reykjavík
Símar: 551 6770 & 553 3380 - Fax: 581 3751
vesturrost@mmedia.is - www.vesturrost.is