blaðið - 11.08.2005, Blaðsíða 20
20 I MATUR
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2005 blaðið
* é
Ragga Ömars
MATREIÐSLUMEISTARA
Á þessum tíma eru íslenskir villisvepp-
ir farnir að spretta upp og er fátt betra
en steiktir, nýir villisveppir. Ég var
einmitt að fá sendingu fyrir fáeinum
dögum, nýtínda lerkisveppi frá Hall-
ormsstað fyrir austan. Ég skellti þeim
beint á matseðilinn hjá mér og ekki
að spyrja að því, þeir renna út. Enn
ef þið komist yfir svona gullmola þá
þarf að fara svolítið varlega með þá.
Til að byrja með þarf að hreinsa þá vel
og geyma þá inni í kæli undir klút eða
dagblaði því dagsbirta fer illa með þá.
Villisveppir eru langbestir snöggsteikt-
ir á vel heitri pönnu í smá olíu og bæta
síðan smjörklípu á pönnuna með salti
og pipar. Einfalt en algjörlega skothelt.
Svona sveppir eru góðir með öllum
mat, s.s.fiski, kjöti, pasta og síðast en
ekki síst „risotto" en það er einmitt
uppskriftin sem fylgir með í dag. Þeg-
ar risotto er lagað þarf til að byrja á
að vera með réttu grjónin því það er
ekki hægt að laga risotto með hvaða
grjónum sem er. Algengustu grjónin
sem hægt er að fá hérna heima heita
Arborio-grjón og fást í öllum betri
verslunum.
Aðferð: Skolið grjónin vel undir
köldu vatni í sigti þar til vatnið verð-
ur glært undan sigtinu. Þá er fínt sax-
aður laukur léttsvitaður upp úr smá
smjöri í heitum potti og grjónunum
bætt út í. Síðan er kjúklingasoði bætt
út í í litlum skömmtum og látið sjóða
niður þar til það er nánast horfið og
grjónin orðin soðin en samt með smá
biti f „al dennte.“ Þá er nauðsynlegt
að vera með mascarpone-rjómaost
og nýrifinn parmesanost. Þannig að
þetta er grunnur í alvöru RISOTTO.
Svo er hægt að bæta hverju sem er út
í en við ætíum að setja fullt af íslensk-
um villisveppum og bera þetta fram
sem forrétt eða meðlæti með aðalrétti.
Kveðja Raggi.
Blaðið/SteinarHugi
Risotto með íslenskum
villisveppum og gras-
lauk-(Fyrir fjóra)
Fjórir hnefafyllir arboriogrjón
í stk skarlottulaukur (fínt sax-
aður)
5 dl kjúklinasoð(eða teningur
leystur uppí vatni)
2 msk mascarpone ostur
4 msk parmasanostur(rifinn
fínt)
150 gr íslenskir villisvepp-
ir(lerkisveppir,kúalubbar,kant-
arellur)
1 msk smjör
Salt og pipar
Aðferðinni er lýst hérna á
síðunni.
Blaðið kynnir:
Framleiðandi
ársins í USA
Delicato White
Zinfandel Blush.
Delicato - Californía - USA.
Fallega þykkt og bleikt, hefur magnaðan
jarðaberja- og kiwi keim, sem endist út vínið.
Einkennist af sætu sem gefur því suðræna
stemningu. Það er vel þess virði að prófa vínið
með bleikju eða léttum laxaréttum. Vínið er
einn besti kosturinn fyrir mannfagnaði og með
pinnamat eins og tapasróttum. Drekkist kalt!
Ómissandi í útileguna eða sumarbústaðinn.
deli
verð: 990,-
Besta Shiraz
vínið í Kaliforníu,
fjórða árið í röð
>ELI
Delicato fjölskyldan er einn af elstu
vínframleiðendum í Kailiforníu.
Sykileyingurinn Gasparé Indelicato
stofnaði fyrirtækið Delicato í Kaliforníu
árið 1935. Undir stjóm þriggja sona hans,
Tony, Frank og Vince, hefur fyrirtækið
tekið stórstígum framförum og vakið
verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu
sína undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist
sá heiður að vera kosið vínframleiðandi
ársins 2003 í Kaliforníu. þetta er sérstakur
heiður, þar sem framleiðendur Kaliforníu
kjósa hann úr sínum röðum.
Eins má geta þess að hinn virti vínrýnir,
Robert Parker sá ástæðu til að taka
sérstaklegafram að Delicato vínin væru
góð viðbót við gæðavínflóru Kalifomíu.
Delicato Shiraz er dumbrautt, með angan
af grænum pipar og lakkrís. Afar góð
fylling. Það er með kraftmiklu bragði
með keim af leðri og í löngu eftirbragðinu
kemurfram bragð af bláberjum og vanillu.
Margverðlaunað vín.
Vínið er kjörið með grillmat og piparsósa
á eintaklega vel með. Vínið er einnig afar
gott með þroskuðum ostum.
verð: 1220,-
Vín frá Ástralíu
Aströlsk vín eru að vinna sér
inn góðan og traustan aðdá-
endahóp fólks hér á landi,
sem er engin furða þegar hugað er
að því hvað vínið getur verið gott
miðað við verðið. Ástralía er hinum
megin á hnettinum sem þýðir að
þegar það er sumar hér, þá er vetur
þar.
Bestu vínsvæðin í Ástralíu hafa
mjög svipuð loftslagseinkenni og
Bordeaux og Burgundy. Hins vegar
er loftslagið í Ástralíu stöðugra en i
Frakklandi sem þýðir að þaðan kem-
ur sjaldan slæmur árgangur. Helstu
vínþrúgur Ástralíu eru til dæmis
Shiraz, Merlot og Cabernet Sauvign-
on i rauðu en Chardonnay og Ries-
ling í hvítu.
Vínhéruð Ástralíu.
í Ástralíu eru helstu vínhéruðin
New-South Wales, Viktoría og Tas-
mania, Suður Ástralía, Vestur Ástr-
alía, Queensland og Northern Ter-
ritories. Hér verður sagt frá helstu
vínsvæðum.
New South Wales:
Árið 1788 var fyrsti vínviðurinn
ræktaður af Arthur Phillips í New
South Wales. Þekktasta svæðið þar
er Hunter dalurinn. Shiraz (Syrah)
vínþrúgan ræður helst ríkjum þar,
þó að Cabernet Sauvignon og Pinot
Noir séu farin að gefa vel af sér und-
anfarið. New South Wales er heim-
kynni margra af frægustu vínfram-
leiðendum í Ástralíu.
Suður Ástralía:
Án efa frægasta vínhéraðið í Ástral-
íu, helstu svæðin eru Barossa dalur-
inn, Mclaren Vale og Clare dalurinn.
mrésMW*
Þýskir innflytjendur byrjuðu að búa
til vín hér fyrst og tilraunir þeirra
með hvit- og rauðvínsframleiðslu
;engu svo vel að fljótlega var Suður
stralía talið besta héraðið til vín-
ræktunar í Ástralíu.
Viktoría og Tasmania:
Hafa flest vínsvæðin í Ástralíu og
frægasta svæðið er Rutherglen. Lofts-
lagið og jarðvegurinn í Rutherglen
gerir vínið þar mjög kröftugt, og
besta vínþrúgan sem er ræktuð þar
er Shiraz.
Hin héruðin Vestur Ástralía, Que-
ensland og Northern Territories eru
ekki eins vel þekkt og selja mest af
vínframleiðslunni á heimamarkaði.
WWW.SMAKKAR.INN.IS
Dieter Roth- Hans Dalh - lestu þetta.
Hef til sölu málverk eftir Dieter Roth sem né er orðinn gífurlega
vinsæll og verðmikill í Evrópu og vaxandi í Ameríku.
Sennilega eina málverkið sem ertil sölu á frjálsum markaði í
heiminum í dag.
Eitthvað er til af bókarskreytingum og öðrum teikningum á
markaðnum en ekkert málverk.
Til sýnis og sölu hjá Fyrirtækjasölunni í Suðurveri á venjulegum
skrifstofutíma.
Verkið er afstrakt, hreint Geometrik verk, signerað af honum
sjálfum og á mjög sérstaka og kunnuga sögu.
Frábær fjárfesting og vaxandi.
Tilboð óskast. Upplýsingar ekki gefnar í síma aðeins á staðnum.
Á sama stað er til fallegt verk eftir hinn heimsfræga norska
málara Hans Dalh sem dó 1937.Verkið hefur verið á íslandi yfir
60 ár í eigu sömu fjölskyldunnar.
Fyrirtækjasalan Suðurveri.