blaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 blaöiö
Við leitum að skemmtilegu fólki.
Tökum daglega við umsóknum.
Vilt þú vinna á KFC ?
Leitað að
kajakræðara
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF
var kölluð út um tvöleytið í gærdag
til að leita að erlendum kajakræð-
ara. Maðurinn, sem var einn á ferði,
hafði keypt veiðileyfi í Þingvalla-
vatni, en þegar bíll hans hafði stað-
ið yfirgefinn í talsverðan tíma var
hafin leit að honum. Bæði björgun-
arsveitir og lögreglan á Selfossi tóku
þátt í leitinni ásamt þyrlunni. Mað-
urinn fannst heill á húfi um klukk-
an þrjú.
82% stjóm-
enda fá
hlunnindi:
Veruleg aukning á hlunnindum
Mikill meirihluti stjórnenda 1 fyr-
irtækjum fá hlunnindi í starfi sínu,
58% skrifstofufólks og 64% sölu- og af-
greiðslufólks, samkvæmt niðurstöð-
um launakönnunar Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur. Þetta er veruleg
aukning frá því í fyrra. f könnuninni
var spurt hvaða hlunnindi fólk fengi
sem hluta launakjara. Svarendur
höfðu nokkra valmöguleika, þ.á m.
engin hlunnindi. f fyrra sögðust 57%
engin hlunnindi fá en það hlutfall
hrapaði i 30% í ár. Sjö af hverjum tíu
félagsmönnum VR fá þannig hlunn-
indi sem hluta launakjara.
Karlar eru líklegri til þess að fá
hlunnindi heldur en konur, 75% á
móti 66%. Þessi munur er þó minni
en í fyrra en þá fengu 52% karla
hlunnindi á móti 37% kvenna. Lik-
amsræktarstyrkir, gsm sími og
greiddur simakostnaður eru ofarlega
á blaði en einnig fá margir afslætti af
ýmsu tagi.
BlaÖiÖ/SteinarHugi
R-lista samstarfið í uppnámi
Viðræðum slitið
Boltinn hjá félagsmönnum flokkanna
Viðræðunefnd stjórnmálaflokk-
anna sem koma að R-listanum
hefur lokið störfum sínum án
þess að komast að niðurstöðu.
Samkvæmt heimildum Blaðsins
var það einkum ágreiningur
milli Samfylkingarinnar og
Vinstri-grænna um ákveðna
þætti samstarfsins sem ekki
náðist samkomulag um. Á
fundi nefndarinnar í gær mætti
Samfylkingin með tillögu þar sem
gert var ráð fyrir prófkjöri sem opið
væri stuðningsmönnum R-lista. Þá
yrði kosið í tíu sæti þar sem tryggt
yrði að hver flokkur fengi einn
fulltrúa í sæti 1-3 og einn fulltrúa í
sæti 4-6.1 sæti 7-8 veljast þeir sem
flest atkvæði fá í þessi sæti en sæti
9-10 fái þeir sem næstir koma að
atkvæðatölum í heildina. Þó yrði
þetta þannig að allir flokkarnir
þrír fengju a.m.k. þrjú af tíu efstu
sætunum. 1 yfirlýsingu frá VG segir
að frá upphafi hafi fulltrúar flokk-
sins lagt áherslu á jafna og sjálfstæða
afkomu flokkanna að framboðinu
en um þá grundvallarforsendu hafi
ekki náðst samkomulag.
Viðræðurnar hafa gengið upp
og ofan en samkvæmt heimildum
JÉ.D jTCjHILI
Vegna ört vaxandi vinsælda vantar okkur starfsfólk í sal. í
boði er starf á stað með ánægðum kúnnum og léttum anda.
Vaktavinna eða Dagvinna.
Upplýsingar í s:6601855 www.redchili.is
R.ÉD CHIM heitur og seiðandi
Viðskiptakort
einstaklinga
Nánari upplýsingar í sima:
591 3100
ATLANTSOLIA Atlantxolia • Vesturvðr 29 • 200 Kðpavogur - Slml 591-3100 - atlanbollaOatlantsolia.U
var lítill grundvöllur fyrir frekari
umræður. Svo virðist sem
Samfylkingin hafi í upphafi sett of
háar kröfur en í lokin hafi Vinstri-
grænir gert slikt hið sama þegar
Samfylkingin hafi leitað sátta.
Enn er ekki útilokað að
flokkarnir bjóði fram undir
merkjum R-lista. Nú munu fulltrúar
viðræðunefndarinnar fara með
tillögur sínar fyrir félagsmenn
flokkanna og þeir úrskurða um þær.
Þó voru viðmælendur Blaðsins ekki
mjög bjartsýnir á framhaldið.
Auglýsingar í Bandaríkjunum höfða til sífelltyngri harna
Ástæða er til að
hafa áhyggjur
Seljendur varnings hafa í auknum
mæli beint sjónum sínum að börn-
um og unglingum á síðustu árum
og áratugum, og er nú svo komið að
í Bandaríkjunum er markaðsfólk far-
ið að sýna börnum allt niður á leik-
skólaaldur áhuga.
„Við sjáum sömu þróun hér á landi,
þó hún sé ekki komin jafn langt, “
segir Brynhildur Pétursdóttir hjá
Neytendasamtökunum.
I grein sem birtist á heimasíðu
samtakanna í gær segir að seljend-
ur meti stöðuna þannig að börn
séu ómótuð og því fyrr sem hægt
sé að skapa hjá þeim viðskiptavild,
því betra. Ennfremur að sölufólk
sé fyrir löngu hætt að eyða orku og
peningum í foreldrana til að ná til
barnanna. Skilaboðin beinist fyrst
og fremst að börnunum því mark-
aðsfólkið treysti á svokölluð „nöld-
uráhrif11, þ.e. að börnin muni sjá
um að sannfæra foreldrana um að
kaupa það sem þau langi í.
Erlendar markaðsherferð-
ir notaðar hér á landi
Brynhildur segir að full ástæða sé
til að hafa áhyggjur af þessu hér á
landi. Hún segir að vísbendingar
séu um að íslensk fyrirtæki hafi gert
sérgreinfyrirþessumhlutum. Iþví
sambandi bendir hún meðal annars
á banka og kreditkortafyrirtæki
sem nú beini sjónum sínum í sífellt
BlaöiO/SteinarHugi
Markaðsfólk er farið að sýna börnum nið-
ur á leikskólaaldur áhuga.
meira mæli á að markaðssetja sig
hjá börnum og unglingum sem var
algerlega óþekkt áður fyrr.
„Ég held samt að Islendingar séu
með hærri þolmörk en Bandaríkja-
menn. Ég man eftir dæmum þar
sem reynt var að markaðssetja vörur
í grunnskólunum þar sem foreldrar
mótmæltu. Þetta þótti einfaldlega
ekki viðeigandi,“ segir Brynhildur.
Sköpum samfélagið sjálf
í Bandaríkjunum ráða markaðs-
stofur til sín sálfræðinga, félags-
fræðinga og mannfræðinga til að
rannsaka atferli barna með það að
markmiði að skilja betur hvernig
best er að selja þeim vörur. Brynhild-
ur segir að nauðsynlegt sé að vera
vakandi fyrir þessari þróun. „Það er
eðlilegt að fólk staldri við og spyrji
sig hvaða áhrif auglýsingar og mark-
aðsmennska hafi á börn“.
Skerjafjarðarslysið
Flugvélin átti aldrei að vera í notkun
„Eftir rannsókn sérstakrar Rann-
sóknarnefndar flugslysa (sRNF)
þarf ekki nokkur maður að velkjast
lengur í vafa um að flugvélin TF-
GTI hafi ekki átt að fá skráningar-
og lofthæfniskírteini á sínum tíma“.
Þetta segja aðstandendur tveggja
fórnarlamba flugslyssins í Skerja-
firði 7. ágúst 2000 í yfirlýsingu sem
þeir sendu frá sér í gær. Þar segir
ennfremur að sRNF telji þó að þessi
staðreynd hafi engan þátt átt í flug-
slysinu. Um þetta segir í yfirlýsing-
unni.
„Fyrir okkur sem misstum kæra
ástvini í flugslysinu lítur málið öðru
vísi út. Án þessara pappíra hefði flug-
vélin einfaldlega ekki verið í umferð
umræddan dag“.
Það eru þeir Friðrik Þór Guð-
mundsson og Jón Ólafur Skarphéð-
insson sem skrifa undir yfirlýsing-
una. Þar segir ennfremur.
„I gagnrýni okkar vegna flugslyss-
ins í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000 og
rannsóknar þess, hefur það ávallt
verið leiðarljósið að komast sem
næst sannleikanum um hvað það
var sem raunverulega gerðist þetta
örlagaríka kvöld og í aðdraganda
þess“.
Rannsóknarnefnd flugslysa rann-
sakaði tildrög slyssins upphaflega.
Aðstandendur voru ekki sáttir við
niðurstöðu nefndarinnar og fengu
óháða breska sérfræðinga til að fara
yfir hana og gera nýja skýrslu. Að
lokum skipaði samgönguráðherra
sérstaka Rannsóknarnefnd flug-
slysa (sRNF) sem skilaði niðurstöðu
fyrir skemmstu.
Fjölmörgu hefur verið breytt hjá
Flugmálastjórn
Aðstandendur hafa þannig allt fram
til dagsins í dag unnið hörðum hönd-
um að þvl að upplýsa nákvæmlega
hvað olli slysinu.
„Besti mælikvarðinn á það hvort
barátta okkar hafi átt rétt á sér og
skilað árangri, er að finna í þeim
fjölmörgu tillögum til úrbóta sem
séð hafa dagsins Ijós eftir að Rann-
sóknarnefnd flugslysa komst að
sinni niðurstöðu í mars árið 2001.
Þótt Flugmálastjórn hafi aldrei við-
urkennt opinberlega að nokkuð hafi
verið að hjá þeim, höfum við fyrir
satt að fjölmörgu hafi verið breytt
í starfsemi stofnunarinnar í kjölfar
gagnrýni okkar,“ segir ennfremur í
yfirlýsingu aðstandenda.
o Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað Q Alskýjað ✓
Rigning, lítilsháttar Rigning 9 9 Súld ífc *T* Snjókoma
9 ífc
*
^j Slydda Snjóél s^J
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
17
28
17
22
19
17
18
18
19
30
30
19
26
26
18
22
18
11
22
26
19
15
9°
P
tfi
11°
✓ /
10°
12°^
iPW
s®
14
0
P /; # • Á morgun
♦Œir 8°w 9° / / s / ,
Veðurhorfur i dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 14° 0 \V' 12' / / /