blaðið - 12.08.2005, Side 4
www.icelandair.is/glasgow
Flug og gisting í tvær nætur
Verð á mann í tvíbýli á Jurys Inn Glasgow
16,-18. des., 13.-15. jan., 27.-29. jan. og 10.-12. mars.
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16).
Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og ™°**+-**m «—*
lcelandair notað 10.000 Vildarpunkta t* ... ~ Í£22S«Í
sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið.
ICELANDAIR
www.icelandair.is
út í heim
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 blaAÍA
Bankarnir gefa ekki upp í hverju kostnaður liggur
Tekjur af færslugjöldum
um milljarður á ári
Bíóí
Grafarvogi
Áform um að byggja nýtt
bíóhús við Egilshöllina kom á
borð borgarráðs í gær, en eigi
áformin að ganga eífir kallar
það á þá breytingu á aðalskipu-
lagi Reykjavíkur að bygginga-
svæði í kringum mannvirkið
verði stækkað. Borgarráð hefur
samþykkt að auglýsa breyting-
una og þá gefst íbúum kostur
á að kynna sér hana nánar.
Viðbó tarlífeyriskerfið
Veltir millj-
örðum
Islendingar settu um 7,6
milljarða króna í viðbótarlíf-
eyrissparnað á síðasta ári og
er það rúmlega 12% hærri
fjárhæð en árið á undan. Yfir
helmingur þeirra sem eru á
vinnumarkaði eru með viðbót-
arlífeyrissparnað og fjölgaði
þeim um rúm 8% milli ára.
Enn fremur eru þeir sem spara
með þessum hætti með heldur
lægri tekjur en þeir sem ekki
gera slíkt. Þetta er sagt benda
til þess að þeir sem yngri eru
séu frekar með viðbótarlífeyris-
sparnað en hinir eldri. „Bendir
það til þess að þeir séu heldur
yngri en meðaltalið enda fara
tekjur almennt hækkandi með
aldri langt fram eftir starfsæ-
vinni. Aukinn fjöldi launþega
telur skynsamlegt að eiga von
á meiri ráðstöfunartekjum
þegar þeir hætta störfum en
almennu lífeyrissjóðirnir og
almannatryggingarkerfið,
munu bjóða þeim“ segir í
Vefriti Fjármálaráðuneytisins.
íslendingar straujuðu debetkortin sín
rúmlega 27,5 milljón sinnum á fyrstu
sex mánuðum ársins samkvæmt
upplýsingum í Hagtölum Seðlabanka
Islands og eyddu að meðaltali
rúmlega 7.500 krónum í hvert skipti.
Það þýðir að heildarvelta debetkorta
á tímabilinu var um 206 milljarðar
króna.
Samkvæmt útreikningum Blaðsins
má gera ráð fyrir að tekjur bankanna
af færslugjöldum debetkorta á
einstaklinga hafi numið um 275
milljónum á tfmabilinu og ef gert
er ráð fyrir að debetkortin verði
jafn mikið notuð síðari hluta ársins
og þann fyrri, má gera ráð fyrir að
tekjur bankanna af þessum gjaldalið
nemi um 500 milljónum króna á ári.
í útreikningnum var gert ráð fyrir að
meðal færslugjald væri 12,5 krónur og
að 20% allra færslna væru ókeypis.
Ef tekið er inn í reikninginn
að þeir aðilar sem taka
við debetkortum þurfa
einnig að greiða gjald,
færslugjald, mágeraráð
fyrir að heildartekjur
bankanna af
færslugjöldum
debetkorta nemi
um milljarði á
hverju ári.
Kostnaður trúnaðarmál
Samkvæmt upplýsingum frá
bönkunum eru umrædd gjöld
notuð til að dekka þann kostnað
sem fellur til af greiðslukerfinu sem
haldið er úti, og að ekki væri um
tekjustofn fyrir bankana að ræða.
Blaðið sendi því öllum bönkunum,
sem og Sparisjóðunum, fyrirspurn
u m hversu
mikill þessi kostnaður væri og í
hverju hann fælist. Ekkert svar
barst frá Sparisjóðunum og hinir
bankarnir neituðu að gefa þetta upp
og vísuðu þar meðal annars til þess
að þetta væri „trúnaðarmál vegna
samkeppnisstöðu1.
Börn með fríar færslur?
í framhaldi af umfjöllun Blaðsins
um kostnað ungmenna af
færslugjöldum höfðu nokkrir
bankar samband og bentu á að
engin færslugjöld væru tekin af
16 ára einstaklingum og yngri.
Þó virðist í einhverjum tilfellum
vera nauðsynlegt fyrir foreldra og
ungmenni að skrá sig sérstaklega í
ungmennaklúbba bankanna til að
njóta sérkjara á borð við ókeypis
færslugjöld, og því full ástæða til
að kynna sér málið áður en
nýtt kort er fengið. Einn
banki, Netbankinn sendi
þegar frá sér yfirlýsingu
að engin færslugjöld
væruyfirhöfuðtekin
hjábankanum. ■
tvöfaldur pottur
Loka
fyrir
íslensk
greiðslukort
Samtök myndrétthafa á íslandi
höfðu frumkvæði að því að Sky
sjónvarpsstöðin ætlar að loka á öll
íslensk kreditkort sem borga áskrift-
ir af stöðvum hennar. {tilkynningu
frá SMÁÍS segir að það skekki rekstr-
argrundvöll íslenskra fjölmiðla að
þurfa að keppa við ólöglega starf-
semi sem þrífst á því að selja það sem
aðrir eiga. Þannig er vísað til þess að
langmest af því efni sem Sky býður
upp á hafa íslenskar sjónvarpsstöðv-
ar keypt dreifingarréttinn á. „Með
þessu hverfa peningar úr veltu ís-
lenskra fjölmiðla, sem gerir rekstur
þeirra erfiðari og framboð þeirra fá-
tæklegra.“ Tekið skal fram
að þetta nær ekki yfir frétta-
stöðina Sky news.
Ekki ólöglegt
Margir Islendingar kaupa áskrift
að Sky og nálgast dagskrána með
aðstoð gervihnatta. Seljendur mót-
tökubúnaðar tóku illa í ákvörðun
SMÁÍS þegar Blaðið hafði samband
við þá. Þeir tóku fram að þeir stund-
uðu ekki ólöglega starfsemi en efuð-
ust hins vegar um lögmæti aðgerðar
Sky. Fólki væri boðið upp á að taka
við útsendingum um gervihnött en
keypti áskriftina hins vegar frá út-
löndum.
Bagalegt í Bretlandi
Ljóst er að fjölmargir Islendingar bú-
settir í Bretlandi - og annars staðar
í Evrópu - munu einnig lenda í því
að lokað verði fyrir áskrift þeirra hjá
Sky. Einn sagði að þetta gæti orðið
bagalegt fyrir marga þar sem erfitt
væri fyrir fólk að fá greiðslukort í
Bretlandi, sérstaklega fyrir þá sem
eru í námi. ■
Sér akreinar
fyrir Strætó
Strætisvagnar fá forgang í umferð-
inni um Lækjargötu. Til suðurs verð-
ur strætóakrein milli Hafnarstrætis
og Austurstrætis og forgangsljós fyr-
ir strætó á þeim gatnamótum. Til
norðurs verður strætóakrein allt frá
Bókhlöðustíg að Hverfisgötu. Þá var
formlega samþykkt í borgarráði í
gær að Strætó fái forgangsakrein við
Miklubraut frá aðkeyrslu að bensín-
stöð austan Miklubrautar og nær
akreinin um 150 metra vestur fyrir
Stakkahlíð. Þessi mál fara nú sem
tillögur til lögreglustjórans í Reykja-
vik sem tekur endanlega ákvörðun.
í samræmi við stefnu
Þetta er samþykkt í anda yfirlýstrar
stefnu aðildarsveitarfélaga Strætó
bs. um að þau tryggi strætisvögn-
um aukinn og samræmdan forgang
í umferðinni. „Þá er mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að með for-
gangi strætó í umferðinni njóti far-
þegar þess hagræðis til fulls sem
felst í því að ferðast með strætó en
við upptöku nýs leiðakerfis hafi ver-
ið lögð áhersla á styttri ferðatíma“,
er haft eftir Ásgeiri Eiríkssyni, for-
stjóra Strætó, í tilkynningu. ■
Frímerki fær
verðlaun
Islenskt frímerki hefur hlotið fyrstu
verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um
þýðingarmestu frímerkjaútgáfur í Evr-
ópu á síðasta ári. Samkeppnin var hald-
in á Italíu en undanfarin 44 ár hefur
verið haldin samkeppni um listræna
hönnun ffímerkja. Póstrekendur í öll-
um Evrópulöndum sem eru meðlimir í
Alþjóðapóstsambandinu (UPU) sendu
frímerld í keppnina.
íslenska frímerkið sem hlaut verð-
launin að þessu sinni var gefið út 11.
mars 2004 í röð fimm frímerkja um
jarðhita á íslandi og sýnir það borholu
á Hengli og hefur verðgildið 55 kr. Örn
Smári Gíslason teiknari hannaði frí-
merkin fyrir Islandspóst. ■
Ný tœkni hjá farsímafyrir-
tcekjum
Margfaldar
burðargetu í
GSM kerfinu
Á næstunni munu símafyrirtækin
tvö, Og Vodafone og Síminn, taka
í notkun svokallaða EDGE tækni
(Enhanced Data Rates for Global Ev-
olution) en hún mun koma til móts
við ört vaxandi þarfir viðskiptavina
fyrir hraðari gagnaflutningi í GSM
síma. Tæknin gerir notendum m.a.
mögulegt að miðla gögnum, eða
vafra á Internetinu á þrisvar til fjór-
um sinnum meiri hraða en mögu-
legt hefur verið hingað til. Flutnings-
hraði í EDGE er í raun mismunandi
hvað fjarlægð frá sendum varðar
og milli einstakra farsíma en tækn-
in er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi
Og Vodafone. Þessi tækni er skref
í átt að því sem kallað hefur verið
þriðja kynslóð farsímaþjónustu og
hefur gjarnan verið nefnd kynslóð
2,75. Og Vodafone hefur þegar hafið
prófanir og gert er ráð fyrir að þeim
verði lokið fyrir lok ársins. Þá mun
Síminn á næstu mánuðum kynna
fjölda þjónustutegunda sem nota
EDGE tæknina sem flutningsleið. ■
íbúðalánasjóður
Lán hafa
tvöfaldast
milli ára
Húsnæðiskaupendur tóku lán fyrir
rúma 6,4 milljarða króna hjá íbúða-
lánasjóði í júlimánuði síðastliðnum,
og er það tvöfallt hærri lánsupphæð
hjá sjóðnum en á sama tíma í fyrra.
I mánaðarlegri skýrslu sjóðsins
fyrir júlímánuð segir að útlán hafi
gengið vel að undanförnu og að
dregið hafi úr uppgreiðslum. Vegna
þessa hafi áætlanir sjóðsins verið
endurskoðaðar. Þær gerðu ráð fyr-
ir að heildar útlán sjóðsins yrðu 16
milljarðar á þriðja ársfjórðungi, en
sú tala hefur nú verið hækkuð upp
i 19 milljarða. I samræmi við þetta
er nú gert ráð fyrir að heildarútlán
Ibúðalánasjóðs á þessu ári verði um
75 milljarðar króna, en fyrri áætlan-
ir gerðu ráð fyrir að þessi tala yrði
tæpir 64 milljarðar. ■