blaðið - 12.08.2005, Page 6

blaðið - 12.08.2005, Page 6
6 I IMMLENDÆR FRÉTTIR_______ Verðhjöðnun á vörum og þjónustu Vísitala neysluverðs, án húsnæðis, lækkar annan mánuðinn í röð Verð á vörum og þjónustu hér á landi hefur lækkað undan- farna tvo mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofu fslands. Þar segir að vísitala neysluverðs, án hús- næðis, hafi lækkað um 0,18% frá því í júlí, en þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan hefur lækkað. Ef húsnæðisverð er hinsvegar haft með í útreikningnum kemur í ljós að vísi- talan hefur hækkað um 0,21% frá fyrri mánuði. Sumarútsölurnar hafa mikil áhrif á verðbólgumælingar um þessar mundir, en verð á fötum og skóm hefur lækkað um 6,6% í kjölfar út- sala. Á móti kemur hækkun á bens- íni og olíu um 1,9%. Samkvæmt Hagstofunni er verð- bólga síðustu tólf mánuði 3,7%. Það vekur hinsvegar athygli að ef hús- næðisverð er tekið út kemur í ljós að verð hér á landi hefur nánast staðið í stað síðustu 12 mánuði - hefur að- eins hækkað um 0,2%. ASÍ hefur áhyggjur Alþýðusamband fslands (ASf) bend- ir í þessu sambandi á að síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,7%. Verðbólgan i júlí mæld- ist 3,5% og í júní 2,8%. Verðbólgan hefur því vaxið um 0,9% á tveimur mánuðum og er nú 1,2% yfir verð- bólgumarkmiði Seðlabanka íslands. f tilkynningu frá samtökunum í gær segir að Þetta séu slæm tíðindi fyrir þá sem iáta sig stöðugleika varða. „Vísitalan hækkaði nú meira en flestir höfðu spáð. Útlitið framund- an er heldur ekki sérlega bjart. Bú- ast má við að verðbólga fari vaxandi með haustinu þegar sumarútsölum líkur. Hætt er við að olíuverð hald- ist áfram hátt og margt sem bendir til þess að áfram dragi úr verðstríði lágvöruverslana á matvörumarkaði. Ekki virðist ætla að draga úr hækk- unum á húsnæðisverði a.m.k. ekki enn sem komið er“ segir ennfremur í tifkynningunni. Húsnæöis- og olíuverð hefur mikil áhrif á veröbólgu um þessar mundir. UTSALA 20% afsláttur af öllum garð álfum og ferðatöskum Verð með 20% afslætti kr. 1.192,- Margar tegundir af garðáifum. Verð með 20% afslætti kr. 472, Verð með 20% afslætti kr. 316, Verð með 20% afslætti kr. 472, Ferðatöskur í settum og í stöku. 20" ferðataska, Verð áður kr. 2.990, Verð með 20% afslætti kr. 2.392,- 5 töskur. váfi áður kr. 6.990,-, Verð með 20% afslættl kr. 5.592,- Otrúlega búðin K r i n g F ,j ö r ú u r FÖSTUDAGUR 12.ÁGÚST2005 blaöiö Barn hætt komið í baðsæti Herdis Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð varar við því að fólk skilji börn eft- ir ein í baðsætum. „Því miður líta of margir á þessi sæti sem öryggis- tæki en þau eru það engan veginn. Baðsæti eru einungis ætluð til þess að auðvelda fólki að baða börnin sín“, segir Herdís. Fyrir skömmu lenti rúmlega fimm mánaða gam- alt barn í nærdrukknun en það er þegar öndunarstopp verður, e.t.v. einnig hjartastopp, og endurlífgun- ar er þörf. Slíkt ástand getur verið lífshættulegt þar sem þá er hætta á súrefnisskorti sem leitt getur til var- anlegs heilaskaða. Slysið varð þegar verið var að baða barnið. Barnið var í baðsæti en litið var af því eitt augnablik. Baðsætið sem fest er við baðkarið með sogkoppum losnaði með þeim afleiðingum að barninu hvolfdi. Barninu var strax komið til aðstoðar og flutt á sjúkrahús og virðist ekki hafa orðið meint af. Á ár- inu 2005 hafa 6 börn tveggja ára og yngri verið næstum drukknuð hér á landi og er þetta skelfileg þróun. ■ Akvarðað um Norðlingaölduveitu I dag mun samvinnunefnd um mið- hálendi Islands afgreiða tillögu um Norðlingaölduveitu og úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráð- herra, um mat á umhverfisáhrifum veitunnar. Annars vegar liggur fyrir vilji Landsvirkjunar og sveitarfélaga austan Þjórsár um að nýta þá orku sem er í boði. Hins vegar eru sjón- armið heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um að vernda það sem þeir segja viðkvæmasta náttúru- verndarsvæði í náttúru íslands. Engin þörf á virkjun Náttúruverndarsamtök íslands segja að fyrirhugaðar framkvæmdir séu óþarfar. „Engin brýn og óum- deilanleg þjóðhagsleg þörf er fyrir orku frá Norðlingaölduveitu. Aftur á móti er náttúruverndargildi Þjórs- árvera mjög hátt“, segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. Þá er pressað á Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa í Reykjavík að taka afstöðu gegn breytingunum en hann er einn 12 atkvæðisbærra manna i nefnd- inni. „Reykjavíkurborg ber sérstaka ábyrgð sem einn eigandi Landsvirkj- unar. Bent skal á að Samfylkingin samþykkti á flokksþingi sínu í vor stuðning við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og Vinstri-grænir hafa alla tíð verið andsnúnir Norð- lingaölduveitu.“ ■ Aukin réttindi samkynhneigðra .Stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hvetur þingmenn til þess að má úr lögum alla mismunun á grundvelli kynhneigðar. I lögum um staðfesta samvist og lögum um tæknifrjóvganir eru ákvæði sem fela í sér þessa mismunun“. Þetta segir í ályktun Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) fráþví í gær. Þar benda samtökin á að síðastliðið haust hafi nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra lokið störfum. Þar hafi helmingur nefndarinnar lagst gegn þvi að samkynhneigðum yrði leyft að ættleiða erlend börn og nýta sér tæknifrjóvgun. I ályktuninni segir ennfremur: „Niðurstaða ofangreindra nefnd- armanna gegn tæknifrjóvgunum samkynhneigðra kvenna er ekki byggð á rökum heldur fordómum. Sömu fordómar eru nú í lögum um tæknifrjóvganir. Lögin kveða á um rétt tæknifrjóvgaðs barns að njóta bæði móður og föður. Stjórn SUS. tel- ur það vera rétt barna að fá að alast upp hjá samkynhneigðum jafnt sem gagnkynhneigðum“. ■ Skíðavertiðin lengd á Akureyri „Við stefnum á að búa til snjó í fyrstu frostum í byrjun nóvember svo framarlega sem að veturinn komi snemma," segir Guðmundur Karl Jónsson hjá Akureyrarbæ. Fyrsta skóflustunga að snjóframleiðslu- kerfi, sem er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi, var tekin í Hlíðar- fjalli fyrir ofan Akureyrarbæ í gær. Á næstunni verður hafist handa við lagningu veitukerfis um skíðasvæð- ið sem verður um 2.600 metrar að lengd. Um kerfið verður hægt að dæla 80 sekúndulítrum af vatni sem fást úr stórri tjörn sem grafin verð- ur nokkru sunnan við skíðasvæðið. Búist er við að framkvæmdum ljúki um miðjan október. 100 milljón króna verkefni Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdirnar sé um 100 milljón- ir króna. Að sögn Guðmundar snýst verkefnið augljóslega um að geta opnað skíðasvæðið fyrr en áður hef- ur verið mögulegt og halda því opnu lengur. „En til viðbótar verðum við betur í stakk búnir til að verjast hinum tíðu hlákum sem verið hafa undan- 1—-iiii___\___________;____:___ Ný vél mun hefja snjóframleiðslu I Hlíðar- fjalli í haust. farna vetur“. Með verkefninu, sem ríkið og Akureyrarbær standa að, er stefnt á að styrkja skíðaíþróttina fyr- ir norðan, sem og ferðaþjónustuna á svæðinu. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.