blaðið - 12.08.2005, Side 10

blaðið - 12.08.2005, Side 10
FÖSTUDAGUR 12.ÁGÚST2005 blaöiö 10 I ERLENDAR FRÉTTIR Kiir skipaður varaforseti Bíður það erfiða verkefni að sameina sundraða þjóð sína eftir dauða hins dáða Johns Garang. Súdan Suður-súdanski leiðtoginn Salva Kiir var í gær settur í embætti varaforseta Súdan og verður hann því eftirmaður Johns Garang sem lést i þyrluslysi í síðustu viku. Aðeins voru rúmar þrjár vikur síðan Garang tók við þegar hann lést en hann naut mikils stuðnings landsmanna. Herlið fjölmennti um götur höfuðborgarinnar Khartoum þar sem athöfnin fór fram en fáir landsmenn mættu hins vegar til að taka þátt í hátíðarhöldunum. „Ég heiti tryggð minni við ríkisstjórn Súdan. Ég mun hlýða, virða og verja stjórnarskrána og hlíta lögum landsins“, sagði Kiir við athöfnina sem hófst með múslimskum og kristnum bænum. Kiir var yfirmaður hermála SPLM-hreyfingarinnar í Súdan og barðist gegn hinu íslamska norðri í yfir tvo áratugi áður en sameiningarríkisstjórn var mynduð. Þrátt fyrir að hafa verið þekktur aðskilnaðarsinni hefur Kiir heitið því að viðhalda viðleitni Garangs um að skapa einingu í landinu og sameina þjóðina með friðarsáttmálann að leiðarljósi Slys eður ei? Garang, leiðtogi fyrrum uppreisnar- manna SPLM-hreyfingarinnar í Súdan, undirritaði friðarsáttmála í janúar sem batt enda á lengstu borgarastyrjöld í sögu Afríku sem áætlað er að hafi kostað 2 milljónir mannslífa, að mestu vegna sjúkdóma og hungurs. Friðarsáttmálinn leiddi til myndunar nýrrar ríkisstjórnar þarsemGarangtókstöðuvaraforseta þann 9. júlí síðastliðinn. Dauði Garangs tendraði mikið ófriðarbál meðal þjóðarinnar og miklar götuóeirðir urðu yfir hundrað manns að bana á vikutíma. Stuðningsmenn Garangs hafa þó lýst því yfir og almennt er talið að um slys hafi verið að ræða. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, sem átti þyrluna segist hins vegar ekki geta útilokað að ekki hafi allt verið með felldu og mögulega hafi ekki verið um slys að ræða. Yfirvöld Úganda þyrlunni en fulltrúar Sameinuðu sagt að 17 hafi verið á meðal þeirra sögðu 14 hafa verið um borð í þjóðanna sem fluttu líkin brott hafa látnu. ■ í síðustu viku við jarðarför í borginni Kampala í gær. Dagskrá: Laugardagur 13. ágúst kl. 11:00: Gönguferð: Menningar-og sögutengd ganga og fræðsla um Garð. Gangan hefst við íþróttamiðstöðina. Laugardagur 13. águst kl. 14:00: Menningar-og sögutengd fræðsla fyrir börn og fullorðna. Fræðslan hefst við fuglaskiltin á Garðskaga. Að öðru leyti hefst svo dagskráin kl. 13:00 laugardaginn 13. ágúst á Garðskaga. Fjöruferð og fóndur fyrir börnin undir stjórn Kristjönu Kjartansdóttur, kennara. Leikir og fleira skemmtilegt undir stjórn kennaranna Björns Vilhelmssonar og Laufeyjar Erlendsdóttur. Trúbadorar, harmonikkuleikarar, söngvarakeppni, leiktæki o.m..fl. Dúkkusýning verður í vitavarðarhúsinu. Aðstaða til að grilla verður á svæðinu. Okkar nýja og glæsilega Byggðasafn verður opið og einnig stóri vitinn. Flugmódel verða á flugi. Sölubásar, blöðrur, kökubasar og pylsusala. Um kvöldið.kl 23:00 verður varðeldur og hljómsveitin Grænir vinir munu halda uppi fjörinu. Flösin kaffitería verður opin allan daginn og til kl. 03:00 um nóttina. Hægt verður að fá sér súpu ásamt öllum góðu veitingunum og meðlætinu sem eru ávallt á boðstólum. Ókeypis aðgangur er að svæðinu og ókeypis er einnig á tjaldsvæðið. Sunnudagur 14. ágúst kl.l 1:00: , Menningar-og sögutengd ganga frá Leirunni I Garðinn að Garðskagavita. Hittumst hress og kát á Garðskaga. GARÐUR Sveitarfélag I sókn Há sekt fyrir útvarpsgrín Útvarpsstöðin WHQT í New York hefur samþykkt að greiða 240.000 dollara í sekt eftir að hafa fjármagn- að svonefnda Löðrungakeppni, þar sem ungar konur skiptust á að löðr- unga hverja aðra í von um að vinna tónleikamiða og peninga. Þá mun útvarpsstöðin hafa samþykkt að greiða 60.000 dollara til góðgerða- hóps sem starfar að því að vekja fólk til vitundar um heimilisofbeldi. Yfir- völd héldu því fram að þær löðrunga- keppnir sem haldnar hefðu verið, sem töldu vel á þriðja tuginn, væru lítið annað en ólögleg bardagaíþrótt sem bera mætti saman við neðan- jarðarbox. Á heimasíðu WHQT var svo hægt að finna myndskeið af löðr- ungakeppnunum og fór það mjög fyrir brjóstið á yfirvöldum. Útvarpsstöðin og yfirvöld New York-fylkis komust að samkomu- laginu eftir að ákveðið var að leggja fram kæru á útvarpsstöðina. „Þetta samkomulag ætli að vera vakning til allra í skemmtanaiðnaðinum sem halda að svívirðingar séu gáfu- leg aðferð við markaðssetningu", sagði Eliot Spitzer, ríkissaksóknari New York í yfirlýsingu. „Þrátt fyrir að keppendurnir hafi af fúsum og frjálsum vilja tekið þátt í því sem átti að vera skaðlaus skemmtun, var þetta vissulega ekki á meðal okkar bestu augnablika og New York-borg á betra skilið", sagði Rick Cumm- ings, forseti útvarpsstöðvarinnar. ■ Yahoo haslar sér völl i Kina Vefleitarrisinn Yahoo hefur keypt hlUt f YAxiv-?U,f kínverska net- viðskiptafyr- irtækinu Alibaba.com fyrir 1 millj- arð Bandaríkjadollara. Alibaba er netuppboðsfyrirtæki á borð við eBay og er það allra stærsta sinnar tegundar í hinu fjölmennasta ríki heims - Kína. Þessi fjárfesting ger- ir Yahoo kleift að keppa við eBay á netuppboðsmarkaðnum þar sem síðarnefnda fyrirtækið hefur ráðið lögum og lofum undanfarin miss- eri. Stærstu netfyrirtæki heims hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að Asíu þar sem heimsálfan hefur verið að tölvu- og netvæðast. Þá hafa Kínverjar mjög sótt í sig veðrið en Japanir hafa sem kunnugt er ver- ið leiðandi á þessu sviði þar í álfu. ■ www.sv-gardur.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.