blaðið

Ulloq

blaðið - 12.08.2005, Qupperneq 12

blaðið - 12.08.2005, Qupperneq 12
12 I VEIÐI Þverá: 3000 laxinn veiðist á næstu dögum FÖSTUDAGUR 12. ÁGÖST2005 blaöið Það er fínn gangur í veiði, lax er enn- þá að ganga í margar veiðiár og sum- staðar mikið af fiski. Holl sem var í Vatnsdalsá fyrir nokkrum dögum var komið með 130 laxa eftir tveggja daga veiði. „Veiðiskapurinn gengur vel hjá okk- ur þessa dagana, í báðum veiðiánum“, sagði Jón Olafsson er við spurðum um stöðuna í Þverá og Kjarrá. Þverá og Kjarrá eru efstar núna með 2910 laxa, síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 2600 laxa, síðan Eystri-Rangá með 2550 laxa, svo Ytri- Rangá með 1200 laxa. Góður gangur hefur verið í Selá í Vopnafirði og þar eru komnir 1100 laxar á land, Víðidalsá í Húnvatns- sýslu er með 1000 og síðan Langá á Mýrum með 970 laxa. Leirvogsá er komin yfir 500 laxa, á aðeins tvær stangir, sem er frábært en mikið er af fiski í ánni og fiskur er ennþá ganga í hana. Ólafur Ó.Johnson aö veiöa á Breiðunni I Hítará á Mýrum. Alfreð Jóhannsson meö lax úr Kverkinni við veiðihúsið í Hítará á Mýrum. Miðá t Dölum: Veiddu 16 laxa á stuttum tima „Veiðin hefur verið frábært í Miðá í Dölum og núna eru komnir 160 laxar á land og veiðimenn eru að fá fína veiði þessa dagana. Það er eiginlega mokveiði hjá okkur“, sagði Lúvík Gizurarson, er við spurðum um veiðina í Miðá í Dölum, en veiðimenn sem voru við veiðar í ánni í fyrrdag veiddu 16 laxa í beit. „Hún Arndís í bókabúðinni Iðu var þarna ásamt fleirum og þær veiddu á stuttum tíma 16 laxa neðarlega í ánni. Það var mikið af fiski að ganga uppí ána. Það hafa veiðst 160 laxar og töluvert af bleikjum. Laxinn ætti að vera að dreifa sér núna og veiðast á fleiri stöðum núna“, sagði Lúðvík ennfremur. Það rigndi aðeins á svæðinu fyrir tveimur dögum og það hefur greinilega haft sitt að segja fyrir veiðimenn og fiska. Bullandi gangur hefur verið á Vatnasvæði Lýsu og veiðimenn hafa verðið að mokveiða laxi, fyrir hádegi einn daginn veiddust 9 laxar á svæðinu. Dóra Lúðvíksdóttir með fallegan lax úr MiðáfDölum. Enn einn laxinn komin á land en áin hefur gefið 160 laxa. HARÐVIÐARVAL -flegar flú kaupir parket Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.