blaðið - 12.08.2005, Side 30

blaðið - 12.08.2005, Side 30
30 IFÓLK FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST2005 blaAÍA SMÁboraarinn DAUÐIKARL- MENNSKUNNAR Smáborgarinn er kona. Þetta er tekið sérstaklega fram þar sem kynferði smáborgarans skiptir miklu máli fyrir innihald þess- arar greinar sem fjallar um karl- mennskuna - eða réttara sagt skort á henni. Það er nóg til af karl- mönnum en ekki nægilega mikið afkarlmennsku. Nútímakarlmað- urinn er nefnilega mjúkur, skoð- analaus og einhvern veginn svo óáhugaverður að það er erfitt að taka eftir honum og fljótlegt að gleyma honum. Engin regla er þó án undan- tekningar og það á einnig við um þessa. Á nokkurra ára fresti hittir smáborgarinn áhugaverðan karlmann. Smáborgarinn verður þá ætíð ákaflega hissa og virðir karlmanninn lengi fyrir sér eins og hann sé fágætt listaverk. Sem hann náttúrlega er. „Hvaðan kemur þú? Hvernig varðst þú að almennilegum karlmanni?“ hugs- ar smáborgarinn en spyr ekki upp- hátt. Það er nefnilega svolítið eftir afkvenlegri feimni í smáborgaran- um, þótt hann geti stundum verið hvatvís og sagt upphátt það sem hann er að hugsa. Fimm ára reglan Það bregst varla að þessir áhuga- verðu karlmenn ólust upp í af- skekktri sveit eða litlu þorpi og fengu því ekki hefðbundið fem- ínískt uppeldi sem breytti þeim í linkulegar dúkkulísur. Þeir fengu að ólátast og slást við félaga sína og leika sér með trébyssur. Svo urðu þeir stórir töffarar með orðaforða og sjálfstæðar skoðanir. Allt öðru vísi en dæmigerðu karlmennirn- ir sem láta alltaf eins og þeir vilji helst breyta sér í konu. Og líta út eins og þeir séu dauðhræddir um að segja einhverja vitleysu - sem þeir gera reyndar yfirleitt. Smáborgarinn er hrifnæmur í eðli sínu og finnst ósköp leiðinlegt að geta ekki hrifist af karlmanni nema á fimm ára fresti. Oftar ger- ist þetta nú ekki. Það er ekki smá- borgaranum að kenna. Ástandið á markaðnum er bara svona. Smá- borgarinn gerir ráð fyrir, ef allt fer vel, að verða áttræður. Þá getur hann horft yfir farinn veg og rifj- að upp minningar af þessum 16 karlmönnum sem hann kynntist og voru alvörukarlmenn. Einn og hálfur karlmaður Smáborgarinn biður siðavanda lesendur um að misskilja sig ekki. Þegar hann talar um 16 alvöru- karlmenn er hann ekki að tala um 16 elskhuga. Smáborgarinn er nefnilega gamaldags í hugsun og alls ekki lauslátur. Ef miða á við prósentutölu er líklegt að smá- borgarinn verði einungis alvar- lega ástfanginn af einum tíunda af þessum hópi. Sem er ca. einn og hálfur alvörukarlmaður, ef smá- borgarinn kann að reikna. Fyrir smáborgara í hjónabandi er þetta fremur þægileg tala en fyrir smá- borgara sem kýs frelsið er þetta uggvænlega léleg niðurstaða. SU DOKU talnaþraut 28. gáta 5 2 8 3 9 4 1 4 7 3 JJ 8 9 3 9 7 6 7 5 6 7 5 9 1 1 4 6 7 8 3 Lausn á 28. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Lausn á 27. gátu lausn á 27. gátu 6 4 5 9 1 8 7 2 3 7 8 2 5 4 3 9 6 1 9 3 1 7 2 6 8 5 4 8 6 7 4 5 2 1 3 9 1 5 9 3 8 7 6 4 2 4 2 3 6 9 1 5 7 8 2 1 4 8 6 5 3 9 7 3 9 6 1 7 4 2 8 5 5 7 8 2 3 9 4 1 6 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Jamie Lee ^ i gagnrýnir Botox Jamie Lee Curtis er þekkt fyrir að gagnrýna lýtaaðgerðir og sat hún meðal annars fyrir í mótmælaskyni á mynd án alls farða og í nærföt- um eingöngu. Nú uppá síðkastið hefur hún verið að gagnrýna Botox lýtaaðgerðir, og segir að þetta sé far- aldur sem hafi farið úr böndunum. „Hvernig þau sprauta þessu og frysta hluti, fólkið lítur út eins og geimver- ur,“ sagði Jamie, en hún prófaði einu sinni Botox og fékk sog á varirnar en hún skammaðist sín svo mikið að hún ákvað að hún myndi aldrei gera þetta aftur. „Það er ein leik- kona sem margir álíta eina af þeim fallegustu og þú horfir á hana og seg- ir: Hvað gerði hún við sjálfa sig? Hún lítur ekki einu sinni út eins og hún sjálf lengur. Ég myndi aldrei prófa þetta aftur, aldrei aftur,“ segir hún. Jamie nefndi sem dæmi að Jessica Tandi hefði aldrei þurft á lýtaaðgerð- um að halda á meðan ferill hennar reis sem hæst. ■ Friends stjama biðst afsökunar Matt LeBlanc, sem lék hinn fræga Joey í Friends, hefur beðið konuna sína og dóttur afsökunar á að hafa káfað á nektardansmey á klúbbi. Matt segir að hann skammist sín mikið fyrir hegðun sína, en þetta gerðist á ferðalagi með vinum hans í Kanada. Segir dagblaðið Sun að kon- an hans, Melissa, hafi næstum farið frá honum eftir að upp komst um at- vikið. Matt hefur sagt að þetta hafi allt verið mistök, hann hafi ekki átt- að sig á hvað var að gerast fyrr en að hann var kominn í annað herbergi með stelpunni, og að þá hafi hún setið á honum og tekið hendur hans til að fara yfir líkama hennar. Matt bætir því við að ef hann hefði verið edrú hefði hann auðvitað hættþessu strax. „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta var fáránlegt og ég fór út. Ég lét eins og asni og hefði aldrei átt að láta þessar aðstæður koma upp. Ég skammast mín.“, segir hann. ■ Renee saknar auka anna Renee Zellweger segir að hún sakni aukakíló- anna sem hún var með þegar hún lék í Bridget Jones myndunum. Seg- ir Renee að hún hafi feng- ið miklu meiri athygli frá karlkyninu þegar hún var þyngri, og að það hafi ver- ið sorglegur dagur þeg- ar hún þurfti að fara í minni fatastærðir. „Karlmenn horfðu miklu meira á mig þegar að það var eitthvað und- ir blússunni,“ segir hún. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Skoðaðu öll smáatriðin í þessu nýja verkefni og fáðu aðstoð samstarfsfélaga til að kiKja yfir það. Það þarf að leiðrétta það oft. V 1 dag geturðu loksins tekið ákvörðun. Vinir þínir mynau ekki beina þér í ranga átt. Nú geturðu aðeins vonað að það rætist úr þessu. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Núna er góður tími til að hitta vfirmann eða mikilvægan viðskiptavin og ræða áætlanir þínar. Þú getur athugað hvernig landið liggur án þess að rugga bátnum. V Núna er góður tími til að hitta vfirmann eða mikilvægan viðskiptavin og ræða áætlanir þínar. Þú getur athugað hvernig landið liggur án þess að rugga bátnum. Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Samningar og skjöl eru tvíræð þóttJ)au virðist vera skýr. Vertu viss um að fá góð ráð fra þeim sem þú tre^tir áður en þú skrifar undir nokkuð. V Ef þú ert ekki viss um hvað gangi á þá skaltu taka þinn tíma til að leita að lausninni. Em revna að leysa vandamál áður en þú veist nákvæmlega hvað það er. ®Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Það verður auðvelt að reita þig til reiði þannig að þú skalt reyna að halda öðrum í fjarlægo. Ekki láta draga þig inn í aðstæður annarra jafnvel þótt þú sjáir nákvæmlega hver hefur á réttu að standa. V Það hvílir margt á þér í dag. Eitthvað er að trufla þig. Það getur oroið til þess að þú komist í uppnám vegna einhvers smávægislegs. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Þú finnur að þú ert mjög vinsæl/1 á vinnu- staðnum, í raun svo mjög ao þú þarft að velja og hafna. En það eru til vern vandamál. V Þú þarft ekki að vera ráðrík/ur. Það myndi aldrei neinn yfirgefa þig enda hefurðu allt sem til þarf. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Fjarlægðu þig frá verkefninu, sérstaklega ef {>að er einhver ráogáta sem þú þarft að leysa. Álvar- eg skoðun og íhugun ætti að vera nóg. V Allt sem þú þarft er tími og friður til að hugsa málið. Ef einnver er að ýta á eftir þér, leyfðu þeim þá að ýta. Nældu þér í frið og ró. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) $ Láttu einhvern sem þú treystir skoða skjölin áður en þú skrifar undir þau. Þú gætir verið að flýta þér of mikið til að taka eftir því atriði sem er augljósast V Vinnan eða húsnæðisaðstæður eru aðeins of yfirþyrmandi þessa dagana. Taktu því bara rólega og vertu viss um að þao sé allt eftir pínum skilmál- um. © Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Innsæið er gott þessa dagana og þú finnur fullt af nýjum lausnum til að eiga samskipti við nána samstarfsfélaga og yfirmenn. V Það sem er á yfirborðinu vekur ekki áhuga þinn. Þú hefur miklu meiri áhuga á þvi sem þú get- ur ekki séð. Gerðu það sem þú getur til að finna út alla leyndardómana. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Það er tími til að endurskoða markmið og her- brögð. Hlustaðu jafn mikið á hjartað og heflann þegar þú ákveður hvað er raunsætt og hvað ekki. V Eitthvað er ekki alveg rétt. Vertu viss um hvert þú vilt stefria í lifinu og búðu til áætlanir. Vog (23. september-23. október) $ Þú þarft ekki að vera svona góð/ur. Það gæti verið erfitt fyrir þig en nokkrir dagar eða vikur þar sem þú einolínir á vinnu þína gætu breytt ýmsu fyrirþig. V Einhver ásakar þig um að vera nisk/ur og það kemur þér á óvart. Þú ferð vel með peninga en þú ert lika gjafmfld/ur. Sýndu hve gjafmild/ur þú ert. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) ® Aðrir munu flykkjast að tfl að fá ráð og aðstoð fráþér. Núna er goður tími til að styrkjaleiðtoga- stöðu þfna. V Þú hefur fundið orkulind i sjálfri/um þér og fólk dregst að þér sem aldrei fyrr. Ér þetta ekki góð tilfinning? Bogmaður (22. nóvember-21. desember) S Það er ýmislegt f gangi hjáþérþótt aðrir sjái það ekki. Athugaðu hvort þú fmmr ekki góðan staðþarsemerróognæðiogþú getur unnið vinn- una og skoðað tilfmningar þinar. V Þú ert með mjög svo virkt fmyndunarafl. En það vissir þú núþegar. En er ekki kominn tfmi til að aðrir viti það flka. Ekki fela hæffleika þina.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.