blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 13
blaöiö FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005
ERLENDAR FRÉTTIR I 13
Sprengjuárásir í Bangladesh
Minnst tveir létust og tugir særðust
þegar allt að 300 litlar sprengjur
sprungu víðs vegar um Bangladesh
í gærmorgun. Fáir hinna særðu
eru þó taldir í lífshættu. Islamskur
útlagahópur, Jamatul Mujahideen
Bangladesh, hefur lýst yfir ábyrgð
á verknaðinum. Lögregla i Bangla-
desh segir að yfir 50 manns hafi ver-
ið handteknir í tengslum við árásirn-
ar. Yfirvöld segja að sprengjurnar
300 hafi sprungið næsta samtímis
í 50 borgum og bæjum víðs vegar
um landið, þ.á.m. í höfuðborginni
Dhaka. Er þetta önnur sprengjuárás-
Fjölskylda syrgir ungan dreng sem lést I
Beslan í september í fyrra.
Nýir skólar
opna i Beslan
Mikil athöfn fór fram í rússneska
bænum Beslan í gær þegar tveir ný-
ir skólar voru opnaðir þar en þeir
munu koma í stað skólans sem lagð-
ur var í rúst í september á síðasta
ári. Téténskir vopnamenn tóku þá
yfir 1000 manns í gíslingu og end-
aði umsátrið með skelfingu en yfir
300 manns, flestir börn, voru myrt.
Fjölmargir rússneskir ráðamenn,
þ.á.m. Yuri Luzhkov borgarstjóri
Moskvu, voru viðstaddir opnunina
í gær. Samkvæmt rússneskum fjöl-
miðlum mun hvor skóli hýsa um
600 nemendur og mæta öllum nú-
tímakröfum. I síðasta mánuði var
brotist inn í annan nýju skólanna
og höfðu þjófarnir á brott með sér
sjónvörp, tölvur og prentara. Það
tjón var snarlega bætt.
Téténski stríðsherrann Shamil
Basayev hefur lýst yfir ábyrgð á
árásunum í september í fyrra sem
enduðu með sprengingum og byssu-
bardögum milli árásarmannanna
og rússneskra öryggissveita utan
við bygginguna. í ljós kom að árás-
armennirnir höfðu komið miklu
magni vopna og sprengiefnis fyrir í
skólanum meðan verið var að endur-
bæta hann yfir sumartímann. Eftir
atburðinn skipaði rússneski innan-
ríkisráðherrann, Rashid Nurgaliyev,
að allir skólar yrðu framvegis kann-
aðir vandlega áður en skólaárið hefð-
ist í Rússlandi, þann 1. september.B
Endurskýrði
son sinn
Helsinki
Kenýski frjálsíþróttakappinn Bejam-
ín Limo hefur endurskýrt nýfædan
son sinn Helsinki í kjölfarið á óvænt-
um sigri sínum í 5.000 metra hlaupi
á heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum. Mótið var sem kunnugt
er haldið í finnsku borginni Hels-
inki. Eiginkona Limos, Margaret,
segist hafa sagt eiginmanni sínum
að hann yrði að vinna hlaupið til
heiðurs syni sínum sem fæddist sex
dögum áður en hlaupið fór fram.
Eftir að Limo vann gullverðlaunin
ákváðu hjónin, sem eiga þrjár dæt-
ur fyrir, að hætta að kalla son sinn
Tony og gefa honum heldur nafnið
Helsinki. ■
in í landinu á skömmum tíma en á
laugardag sprakk sprengja á vinsæl-
um samkomustað múslima í Bangla-
desh með þeim afleiðingum að einn
lést og tugir særðust.
Ætlað að valda mannskaða
Mikil skelfing ríkti í landinu í gær,
fjölmörgum stöðum var lokað og for-
eldrar sóttu börn sín í skóla og lok-
uðu sig inni á heimilum sínum. Inn-
anríkisráðherra Bangladesh sagði
að um skipulagðar hryðjuverkaárás-
ir hafi verið að ræða. Sprengjurnar
sprungu allar í miklum mannfjölda
og var augljóslega ætlað að valda
mannskaða, sagði innanríkisráð-
herrann. Um var að ræða heimatil-
búnar sprengjur sem flestar voru
vafðar í pappír eða límband. Annar
þeirra sem lést var ungur drengur
sem hafði tekið upp sprengibúnað-
inn og hélt á honum þegar sprengj-
an sprakk.
Dreifirit frá uppreisnarhópnum
sem lýsti verknaðinum á hendur
sér sáust á mörgum staðanna sem
sprengjurnar sprungu á. „Það er
kominn tími til þess að innleiða
íslömsk lög í Bangladesh" og „Bush
og Blair skulu hunskast burt úr lönd-
um múslima“, mátti m.a. lesa í ritun-
um. Stjórnvöld bönnuðu fyrr á þessu
ári starfsemi hópsins en hann hefur
lýst yfir ábyrgð á fleiri ódæðisverk-
um i landinu undanfarin misseri. ■
Lögregla reynir að stöðva aðgerðasinna úr Awami-hópnum sem reyndu að brjótast
gegnum vegatálma I borginni f gær.
111111111111 i 11111111
GRIFFILL
— ?■? Hjá oteteu.r cru vi&g búlnstöe^í. og gott aðgcugí.
Skeifunni 11d
Sími 533 1010
Opið virka daga 10-18
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 13-17