blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 36
36 I DAGSKRÁ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 blaðiö ■ Stutt spjall: Ingólfur Bjarni Sigfússon Ingólfur Bjarni er fréttamaður á Stöð 2. Hvernig hefurðu það i dag? ,Ég hef það bara mjög fínt." Hvenær hófstu störf á Stöð 2? ,Ég byrjaði í mars 2003, nokkrum dögum fyrir upphaf stríðsins í (rak. Það vantaði ekki hasarinn og það var mikið að gera. Það var því ekki mikið sofið til að byrja með." Er skemmtilegt að vinna í sjónvarpi? ,Já þetta er náttúrlega draumastarfið. Það er alltaf eitthvað nýtt og alltaf eitthvað að gerast." Hvað er skemmtilegast við starfið? ,Það er í rauninni svo margt. Annars vegar er það að vera að eltast við það sem er að ger- ast. Hvort sem er í samfélaginu eða erlendis og reyna að átta sig á hlutunum. Átta sig á því hvað er að gerast, reyna að setja hlutina í samhengi og útskýra þá. Hvort sem er með texta, viðtölum, myndefni, grafík eða öðru. Púsla því einhvern veginn þannig að það sé eitthvað vit f hlutunum. Samt er maður einhvern veginn alltaf á harðahlaupum. Þegar maður er búinn með eitt þá er það bara það næsta. Það eru aldrei nein rólegheit og aldrei nein rútína þannig séð. Það hentar mér ágætlega." Er mikiö stress í starfinu? „Kannski ekki alltaf. Það er alla vega öðruvísi stress en í hefðbundinni vinnu." Hvernig gengur dagurinn fyrir sig? „Svona hefðbundin vakt hjá mér í erlendu fréttunum byrjar rétt fyrir níu. Svo höldum við vaktafund þar sem við rennum yfir það sem er á dagskrá hjá okkur yfir daginn. Svo eru það hádegisfréttirnar þar sem maður áttar sig á hvað er að gerast í heiminum og setur saman 2-4 pistla fýrir hádegisfréttirnar eftir því hvað er að gerast hverju sinni. Eftir hádegisfréttirnar þá borðar maður í skynd- ingu og fer svo strax og skoðar hvað hefur komið inn af myndefni og hvað mann vantar af myndefni og hvernig maður ætlar að fjalla um fréttir dagsins um kvöldið. Þannig séð er vinnuferlið tiltölulega fast í skorðum þó að efni hvers dags sé alltaf eitthvað annað." Ertu helst í erlendu fréttunum? ,Já ég er eiginlega bara í þeim. Menntun og áhugasvið mitt hentar bfst erlendu fréttun- um og þar vil ég helst vera." Kom eitthvað þér á óvart þegar þú byrjað- ir að vinna í sjónvarpi? ,(sjálfu sér ekki. Kannski bara hvað allir eru ofboðslega afslappaðir og þægilegir í þessari vinnu. Maður hefði alveg getað ímyndað sér að þetta sjónvarpslið væri eitthvað með nefið upp í loft og héldu að þau væru nær guði en við hin. En ég hef allavega ekki orðið var við það. Það er góður mórall og húmor hérna og fólk tekur sig ekki alltof hátíðlega og getur hlegið að sjálfum sér og öðrum. Líka þegar eitthvað fer úrskeiðis." Hvaö er framundan? „Við erum náttúrlega á fullu að setja vinnu í gang við að púsla saman þessari fréttastöð sem vonandi fer í gagnið núna í haust. Við er- um öll að lýsa skoðunum okkar. Svo kannski með smá heppni þá tekst mér að fara í sumar- frí fyrir áramót, það væri líka indælt." Verður ekkert erfitt aö fylla fréttastöðina af fréttum allan daginn? „Sko ef menn ætluðu að gera þetta eins og CNN þar sem er fréttahjól á hálftíma fresti og fullur hálftími þá gæti það orðið flókið. En þetta byggist annars vegar upp á fréttum og hins vegar á samræðuþáttum sem verða sam- bland af (slandi í dag og Talstöðinni. Ég held að það eigi alveg eftir að blessast ágætlega. Það verður ugglaust hægt að taka á ýmsu sem maður hefur ekki gefið sér tíma í." ■ Eitthvað fyrir.. ...stuðninqsmenn Enski boltinn - Stuðningsmannaþáttur- inn „Liðið mitt“ - kl. 20.00 Hörðustu áhangendur enska boltans á íslandi eru komnir í sjónvarpið. Þáttur í umsjón Böðv- ars Bergssonar þar sem stuðningsmannaklúbb- ar ensku liðanna á Islandi fá klukkutíma til að láta gamminn geisa um ágæti síns liðs, kynna klúbbinn, rifja upp eftirminnileg atvik, fal- leg mörk og bvað eina áhugavert sem snýr að þeirra liði. Stuðningsmannaklúbbar Liverpool, Man Utd, Arsenal, Chelsea, Tottenham, Newc- astle og fleiri taka þátt og fær hver klúbbur einn Rúv - Ása amma - kl. 22.20 Mynd eftir Þorstein Joð. „Ömmu minni var rænt“ segir Tómas Her- mannsson í upphafi heimildarmynd- arinnar Ása amma. Hann segir að amma sín hafi viljað komast á elli- heimili en í staðinn hafi dóttir henn- ar flutt hana á heimili sitt, án þess að ráðfæra sig við nokkurn annan í fjölskyldunni. Ása gamla er farin að missa minnið og Tómas telur að dóttir hennar sé að reyna að ná af henni íbúðinni og notfæra sér þannig veikindi hennar. Myndin um Ásu ömmu hefst þar sem Tómas stendur fyrir utan hús þar sem hann telur að ömmu sinni sé haldið nauðugri. Síðan er fylgst með því hvernig honum og Ásu frænku hans gengur að ná samband við ömmu sína. • •• húmorista Stöð 2 - Curb Your Enthusiasm (2:10) - kl. 22.45 (Rólegan æsing) Gamanmyndaflokkur semhefur fengið frá- bæra dóma gagnrýnenda og sópað til sín verðlaunum. Larry David leikur sjálfan sig en hann ratar af óskiljanlegum ástæðum sífellt í vandræði. Fjöldi þekktra gestaleik- ara kemur við sögu, þ.á m. nokkrir félagar Larrys úr Seinfeld en hann var aðalmað- urinn á bak við þá vinsælu þætti. Þetta er fjórða syrpan um hinn seinheppna Larry David. Qflfl Q þátt á ca sex vikna fresti. ...ömmur 6:00-13:00 13:00-18:30 18:30-21:00 16.40 Formúlukvöld Gunnlaugur Rögnvaldsson hitar upp fyrir kapp- aksturinn ÍTyrklandi um helgina. 17.05 Leiöarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá vetrinum 2002-2003. Umsjónarmenn voru Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Sigurðardóttir og um dagskrárgerð sá Eggert Gunnarsson. 18.30 Spæjarar (24:26) (Totally Spies I) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósiö 20.00 A ókunnri strönd (1:6) (Distant Shores) Breskur myndaflokkur um lýtalækni sem söðlar um og gerist heimilislæknir í fiskimannaþorpi til að bjarga hjónabandi sinu. 20.50 Nýgræðingar (72:93) (Scrubs) Wgr 06.58 ísland í bítiö Wm jm 09.00 Bold and the Beautiful W Æ (Glæstar vonir) 09.201 fínu formi (þolfimi) 09.35 Oprah Winfrey (Day I Found out my Husband was a Child Molester) 10.20 (slandíbítiÖ 12.20 Neighbours (Nágrannar) Ein vinsælasta sápuóperan í Ástralíu, Bretlandi og víðar. Leyfð öllum aldurshópum. 12.45 f fínu formi (skorpuþjálfun) 13:00 Perfect Strangers (112:150) (Úr bæ í borg) 13.25 Wife Swap (7:7) (Vistaskipti) 14.15 Auglýsingahlé Simma og Jóa (5:9) (e) 14.45 The Sketch Show (5:8) (Sketsaþátturinn) 15.10 Fear Factor (18:31) (Mörk óttans 5) 16.00 Barnatlmi Stöövar 2 17.53 Neighbours (Nágrannar) 18.18 fslandídag Málefni líðandi stundar skoðuð frá ólíkum hliðum, íþróttadeildln flytur okkur nýjustu tíðíndi úr heimi íþróttanna og veðurfréttirnar eru á slnum stað. 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 fslandídag 19.35 The Simpsons (3:25) (e) (Simpson-fjölskyldan 8) 20.00 Strákarnir Sveppl, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr. Strákarnir skemmta áskrif- endum Stöðvar 2 fjögur kvöld vikunnar með bæði gömlum og nýjum uppátækjum. 2005. 20.30 The Apprentice 3 (12:18) (LærlingurTrumps) © 17.55 Cheers Þátturinn gerist á barnum sjálfum og fylgst er meö fastagestum og starfsfólki í gegnum súrt og sætt. Þátturinn var vinsælasti gaman- þáttur í BN A sjö ár (röö og fjöldi stórleikara prýddi þættlna. 18.20 Dr.Phil(e) , 19.15 Þak yfir höfuðiö (e) 19.30 MTV Cribs (e) I.MTV Cribs" þáttunum bjóða stjörnurnar fólki að skoða heimili sín hátt og lágt og upplýsa áhorfendur um hvað þær dunda sér við heimavið. 20.00 Less than Perfect 20.30 Still Standing 20.50 Þak yfir höfuðið 14.00 Man. City - WBA frá 13.08. 16.00 Portsmouth - Tottenham frá 13.08. Leikur sem fram fór siðastliðinn laugardag. 18.00 West Ham - Blackburn frá 13.08. 20.00 Stuöningsmannaþátturinn „Liðið mitt" ■ SIRKUS 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Road to Stardom with Missy Elliot (8:10) (That’s Madonna, Right there) 19.50 Supersport (6:50) 20.00 Seinfeld 3 (The Parking Space) 20.30 Friends 2 (15:24)(Vinir) 07.00 Olissport c_-__ 07.30Olíssport ! 08.00 Olissport 08.30 Olfssport 17.10 Olíssport 17.40 Landsleikur í knattspyrnu (Danmörk - England) Útsending frá vináttuleik Danmerkur og Eng- lands f Kaupmannahöfn i gærkvöld. 19.20 Landsleikur f knattspyrnu (Króatía - Brasilía) Útsending frá vináttuleik Króa- tiu og Brasilíu 1 Split i gærkvöld. Heimamenn, sem leika með Islendingum i undankeppni HM, fá hér verðuga mótherja eða sjálfa heimsmeistarana. 06.00 Gideon mrjmmm 08.00 Digging to China VmiiJ (Alla leiðtil Kína) 10.00 What's the Worst that could Happen? (Hvaö er þaö versta sem gæti gerst?) 12.00 lceage (fsöld) Frábær teiknimynd fyrlr alla fjöl- skylduna. 14.00 Gideon Gideon Webber er fullorðinn maður með andleg- an þroska á við barn. Aðalhlutverk: Charlton Hest- on, Christopher Lambert, Shirley Jones, Carroll O’Connor. Leikstjóri: Claudia Hoover. 1999. Leyfð öllum aldurshópum. 16.00 Digging to China (Alla leið til Kína) 18.00 Whats the Worst that could Happen? (Hvað er þaö versta sem gæti gerst?) 20.00 Ghost Ship (Draugaskip) Dularfull spennumynd sem gerist á fjarlægum slóðum. Fyrir rúmum fjörutíu árum hvarf italska lúxusfleyið Antonia Graza. Skipið er nú fundið og björgunarleiðangur er kominn 1 Barentshafið. Ráðgert er að draga Antoniu Graza til hafnar en það reynist þrautin þyngri. Skipið virðist mannlaust en eftir röð óhappa fara björgunarmenn að efast. Stranglega bönnuð börnum. ■ Af netinu Ég er hérna að horfa á The Swan. Ég er háð svona raunveruleikaþátt- um en stundum get ég orðið pirruð, bæði þessi þáttur og Extreme Makeo- ver sýnir bara hvað vesturlandaþjóð- ir eigi alltof mikið af peningum og tíma. Ég meina þegar alveg heilbrigt fólk fer í skurðaðgerð til að láta breyta sér, stundum þarfnast það þess samt ef það er alveg hræðilegt. Þannig fólk verður fyrir athlægi í þjóðfélaginu en þegar fólk er bara eins og fólk er flest (með hrukkur og fitu). En já, þegar eðlilegt og heil- brigt fólk fer á spítala til þess að fara í aðgerð til að breyta líkamanum til að líta út eins og Holly wood stjörnur. Á meðan er fólk í fátækum löndum sem fær ekki einu sinni grundvall- arlæknisaðstoð og fær jafnvel ekki nægan mat. Þess vegna verð ég dá- lítið reið þegar ég hugsa um þetta. Það ætti að hætta með svona þætti og gefa peningana sem fara í þetta og læknisþjónustu til þróunarland- anna sem þurfa á því að halda! http://folk.is/ruri_/ Það er alveg fáránlegt með RÚV, hvurslags dagskrá er þetta hjá þeim. Um daginn voru þeir að sýna HM í sundi og svo stuttu seinna hesta- mót. Svo sýna þeir daginn út og inn heimildamyndir og ýmislegt annað sem er ekki manni bjóðandi. Einu þættirnir sem fá áhorf eru Desper- ate Housewifes og ER sem eru tóm- ir kellingaþættir, en reyndar eru þessar fullorðnu konur í Desperate Housewifes flottar. Svo má náttúr- lega ekki gleyma Gísla Marteini og Spaugstofunni. Ég hef heyrt eitt- hvað um það að Gísli sé borgarstjóra- efni D-listans. 1 guðanna bænum ef þessi krullaði ofurhressi eldriborg- aravinur verður borgarstjóri þá er ég farinn héðan. http://www.folk.is/steiktir/ Ég elska Bandaríkin. Ég elska banda- ríska þætti. Ég elska Bandaríkja- menn sem að taka öllu „extreme.“ Þannig er það í Extreme Makeover Home Edition. Ty og liðið hans kem- ur til einhvers sem á erfitt (krabba- meinssjúkt barn, pabbinn í hernum, fólk að eignast þríbura og á tvö ung börn fyrir) og núna var það fólk sem lenti í flóðum. Húsið þeirra var ónýtt og hverfið líka. Það var ekkert inni hjá þeim og þau sváfu á dýnum á gólf- inu. Þessi kona var svona uppáhald allra enda gerði hún allt fyrir alla og „The Design Team“ ákvað að gera eitthvað fyrir alla götuna. Þau mál- uðu grindverk og gáfu fullt af dóti til þeirra sem þurftu (allt frá Sears). Svo gerðu þau upp húsið hennar og að venju var það alveg rosalega flott! Svo kom hún heim og hágrét því hún var svo ánægð að eitthvað svona hefði komið fyrir sig og að venju sat ég með og hágrét líka. Eg er svo amerísk þegar kemur að þessu. Á meðan flestir hneykslast á því að Bandaríkjamenn grenja yfir öllu þá græt ég með (eins og í Oprah). Mér fannst bara svo æðislegt hvað hún var ánægð og þakklát. Eg horfi venjulega á þetta í Sporthúsinu og þá á ég oft erfitt með að halda aft- ur af mér því mér finnst þetta svo æðislegt allt saman. Ég elska þessa þætti! http://www.folk.is/lamada/

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.