blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 ! blaðið BAUGSMÁLIÐ BlaÖiÖ/Gúndi Þingfesting í Héraðsdómi Reykjavíkur: < Jón Ásgeir Jóhanneson, forstjóri Baugs, gengur inn í Héraðsdóm, en á eftir honum kemur verjandi hans, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður. A Þrír helstu sakborningarnir í Baugsmáiinu á göngum héraðsdóms, frá vinstri: Jóhannes Jónsson (Bónus, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. Barátta Baugsmanna hefst Sakborningar lýstu alliryfir sakleysi sínu ,Hún er algjörlega röng og ég er saklaus“, sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, þegar Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari, spurði hann um afstöðu hans til ákæru hins opinbera á hendur honum í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Með því má segja að dómsmál- ið gegn Baugsmönnum hafi hafist en gera má ráð fyrir að það standi í tvö ár enn. Það voru óvenju margir viðstaddir I Flug og gisting í tvær nætur | Verð á mann í tvíbýli á Maritim Hotel Frankfurt 1 18.-20. nóv., 20.-22. jan. og 3.-5. mars. s Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. | Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair í síma 50 50 100 2 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og lcelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 Ur. greiðslu upp i fargjaldið. út í he/m ICELANDAIR jSr www.icelandair.is þingfestingu Baugsmálsins í gær, fjöl- miðlamenn - innlendir sem erlendir - stóðu fyrir utan og innan aðaldyr dómhússins en einnig var talsvert um starfsmenn Baugs, aðstandend- ur sakborninga og einnig nokkrir fyrrverandi viðskiptafélagar þeirra. Mesta athygli vakti sjálfsagt að Jón Gerald Sullenberger kom snemma til þings og sat á fremsta bekk þeirra sem fylgdust með í dómsal. Troðfullur dómssalur Sakborningarnir komu gangandi saman í hóp til þingfestingar en vildu ekki svara neinum spurning- um. Dómsalurinn rúmaði raunar ekki svo marga sakborninga með góðu móti og þurftu tveir þeirra ásamt lögfræðingum sínum að taka sæti í sal. Þá komu fulltrúar ákæru- valdsins í hús og tóku sér sæti and- spænis sakborningum. Skömmu fyrir klukkan hálftvö datt svo allt í dúnalogn og heyra mátti saumnál detta í salnum sem var þéttsetinn og stóðu sumir. Þá lukust upp dyr og inn gekk Pétur Guðgeirsson dómari sem setti rétt- inn og gaf Jóni H. B. Snorrasyni sak- sóknara orðið sem tók til við að reifa ákæruna gegn Baugsmönnum. Þrátt fyrir að hún sé mikil vöxtum, fór hann hratt yfir sögu, en sjálfsagt fór tyrfið lagamálið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum viðstöddum. Sakborningar sallarólegir Menn fylgdust með svipbrigðum sakborninga á meðan lestrinum stóð en á þeim var ekki mikinn bilbug að finna. Jón Ásgeir Jóhann- esson forstjóri Baugs brá ekki svip, sýndi saksókn- aranum hæfileg- an áhuga en leit öðru hverju yfir salinn án þess þó að horfast í augu við nokk- urn mann, allra síst Jón Gerald Sullenberger, sem ekki hafði augun af nafna sínum all- an timann. Jóhannes Jónsson í Bónus hvessti aftur á móti sjónirnar á saksóknar- ann á meðan lestrinum stóð, pírði augun, mikilúðlegur að sjá. Oðru hverju leit hann þó á úrið, líkt og hans biðu mikilvægari erindi. Meiri taugaveiklunar virtist gæta hjá Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hann var órólegur og annars hugar. Á hinn bóginn var Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, sallarólegur og hristi hausinn þegar ákæruliðirn- ir, sem snúa að honum, voru lesnir upp. Stalla hans, Anna Þórðardóttir, endurskoðandi hjá KPMG, virtist ekki láta umstangið mikið á sig fá. Þegar kom að svörum sakborn- inga við ákærunum fóru þau að for- dæmi Jóns Ásgeirs og lýstu sig sak- laus hátt og snjallt. Að því loknu greindi Pétur Guðgeirsson dómari frá því að hann hyggðist fá tvo meðdómend- ur til liðs við sig, þá Arngrím ís- berg héraðsdómara og Garðar Valdi- marsson, hæstaréttarlögmann og löggiltan endurskoðanda en hann er jafnframt fyrrverandi skattrann- sóknarstjóri. Lögmenn sakborninga og saksóknari gerðu engar athuga- semdir við það. Þá tilkynnti dómari að málið yrði næst tekið fyrir á sama stað, fimmtu- dagsmorguninn 20. október kl. 9.15. Reiknað er með að aðalmeðferð í Baugsmálinu taki að minnsta kosti mánuð. Málflutningur hefst affullum krafti hinn 20. október O Heiðskirt 0 Léttskýlað ^ Skýjað ^ Alskýjað // Rignlng, litilsháttar Rlanins S|M '-i'f Snjókoma Slydúa \JJ Snlóél Skúr Amsterdam 23 Barcelona 25 Berlín 24 Chicago 20 Frankfurt 25 Hamborg 22 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 19 London 24 Madrid 29 Mallorka 29 Montreal 13 NewYork 22 Orlando 26 Osló 23 Paris 26 Stokkhólmur 20 Þórshöfn 13 Vín 23 Algarve 27 Dublin 18 Glasgow 15 9 /// /// /// 11° 10° Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Í02 0600 Byggt ó upplýsingum fró Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.