blaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 22
22 I MATUR
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÖST 2005 blaöið
... 'Á -
'
- -ifi
Vín úr Cabernet Sauvignon þrúgum
eiga það til að vera töluvert ákveðin
svo þetta vín er ánægjulega
flauelismjúk undantekning.
Vínið er með góðu sólberjabragði sem
þróast yfir í bragð af dekkri berjum og
endar í súkkulaðikeim. Vínið er fallega
rautt að lit. Þetta vín er eitt það besta
sem hægt er að hugsa sér með grill-
mat. Það kallar á létta matargerð og
hentar sérlega vel með lamba-, grísa
og kálfakjöti. Til að fullkomna
máltíðina er gott að hafa smá sætu
með matnum, til dæmis sultu eða
sykurbrúmaðar kartöflur
'Hafes'' ’ '■ “
Pað er ein aðferð við að elda
fisk sem er hrein snilld og býð-
ur upp á ótrúlega fjölbreytni,
en það er að elda hann í svokölluðu
„umslagi." Að elda í umslagi er þeg-
ar smjörpappír er lagður ofan á ál-
pappír og maturinn er settur ofan á.
Síðan er þetta brotið saman eins og
umslag og lokað vel fyrir alla enda
svo að hvorki gufan né soðið sem
myndast inn í komist út. Þá er þetta
eldað inni í ofni eða á grillinu. Þetta
er náttúrulega algjörlega magnað til
að taka með sér í bústaðinn, þá er
bara hægt að undirbúa þetta heima
og svo hent á grillið með engri fyrir-
höfn. Það sem er best að gera er að
steikja á pönnu allskyns grænmeti
svo sem lauk, gulrætur, papriku eða
hvað sem er og það kryddað til og
sett á pappírinn. Síðan er fiskbiti
settur ofan á og síðan má fara að
leika sér með bragðefnið og nota til
dæmis fint saxað engifer, hvítlauk,
karrý, sítrónusafa, hvítvín, ferskar
kryddjurtir eða osta. Möguleikarnir
eru endalausir. En til að fá góða sósu
sem myndast þarna inn í er nauð-
synlegt að setja smjörklípu eða góða
ólífuolíu með og svo er bara að loka
vel fyrir og muna að snúa vel upp á
endana svo ekkert komist út.
Sítrusbakaður þorskur í
„umslagi" með grænmetis-
strimlum og basil
(fyrir 4)
Aðferð
Skerið allt grænmetið í fína strimla
og steikið á pönnu í smá olíu þar
til það er orðið mjúkt. Þá er þessu
skipt í fjögur umslög (eitt á mann).
Skiptið fiskinum í fjóra skammta
og kryddið með salti og pipar og
leggið ofan á grænmetið. Þá er rest-
inni af hráefninu skipt á milli allra
umslaga. Svo er lokað fyrir og sett
á heitt grillið og eldað í ca 5 mínút-
ur og síðan látið standa í 5 mínútur
áður en umslagið er opnað. Borið
fram með kartöflum, salati eða hrís-
grjónum.
Gangi ykkur vel
Kveðja Raggi
800 9 þorskflök (roö-ogbeinlaus)
60 g blaðlaukur
60 g gulrætur
60 g paprika
60 g baunaspírur
60 g kúrbítur
16 stk steinlaus vínber
safi úr hálfri appelsínu
safi úr einu lime
4 tsk smjör
hnefafylli af ferskum basil-
blöðum
4 tsk ólífuolía
salt og pipar
Vín frá Búrgund
í Frakklandi
Bestu Búrgund vínin eru ekki
framleidd í miklu magni
enda er megnið af vínunum
framleitt af smábændum og eftir-
spurn er því mikil. Hver og einn
framleiðir lítið og selur því fram-
leiðsluna einhverju hinna stóru
útflutningsfyrirtækja sem blanda
saman vínum frá mörgum smáum
vínbændum í samræmi við óskir
viðskiptavinanna. Þess vegna er
mjög mikilvægt að þekkja útflutn-
ingsfyrirtækin því það eru þau sem
eru ábyrg fyrir gæðunum. Það er
því ekki eins og í Bordeaux þar sem
herragarðsnafn er trygging fyrir
gæðum vínsins.
Flokkun Búrgund vína
1 Búrgund eru vínin nefnd eftir
héraðinu sem þau eru framleidd í,
til dæmis Pommard, Beune, Merc-
urey, Santenay, Moulin a vent, Pou-
illy-Fuissé, Volnay, Chablis og fleiri.
Vínin eru ekki flokkuð á sama hátt
og í Bordeaux, þau bestu eru nefnd
„Grand Cru“ sem táknar að um er að
ræða bestu vínin, hvít eða rauð frá
ákveðnum víngarði.
Öll héruð í Búrgund nota annað
hvort Pinot Noir eða Gamay (Beauj-
olais) vínþrúgur í rauðvín og Chard-
onnay í hvítvín. Hins vegar eru til
héruð sem nota aðrar hvítvínsþrúg-
ur en Chardonnay, til dæmis Sau-
vignon Blanc en notkunin er lítil og
vínin eru ekki þekkt hér á landi. Þó
mörgum finnist Búrgund vín tals-
vert léttari en vín frá Bordeaux þá
geta bestu vínin frá Búrgund þrosk-
ast í allt að 30 ár. Á næstu vikum
verður fjallað meira og ítarlegar um
helstu Búrgund vínsvæðin; Chablis,
Cote d'Nuits, Cote d'Beaune, Ma-
connais, Chalonnais, Beaujölais og
eiginleikar þeirra skoðaðir.
WWW.SMAKKARINN.IS