blaðið - 19.08.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaöiö
SWw & Sm liyqqvaqatu X, 101 keyfyjavití
-----------------^ »• ö// 2272
MCHHÍMQarMÓtt
Saúsa stem*HÍM0
iO0lMC
fi>vo u»4
Ljósmyndanámskeið
Ljósmyndanámskeiö
Hin vinsælu 3ja daga
námskeið fyrir stafrænar
myndavélar í sept., okt.,
og nóv. Kennt er mánu- '
daga, miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 18-22.
Farið er í allar helstu
stillingar á myndavélinni.
Útskýrðar ýmsar mynda-
tökur. Tölvuvinnslan ' ’ '
útskýrð ásamt Photoshop
og Ijósmyndastúdíói.
Fynr byrjendur og lengra
komna.
Leiðbeinandi Pálmi
Guðmundsson.
www.ljosmyndari.is
Blaöiö/Cúndl
Vöruskiptahalli
tvöfalt meiri
en í fyrra
Ekkert lát virðist vera á halla vöru-
skipta við útlönd en gert er ráð fyrir
að hann hafi verið á bilinu 9 til 11
milljarðar króna í júlí. Til saman-
burðar var vöruskiptahallinn í júní
ríflega 10 milljarðar. Nú lítur út fyr-
ir að vöruskiptahalli fyrstu sjö mán-
uði ársins verði 44 miíljarðar króna
sem er rúmlega tvöfalt meiri halli
en á sama tímabili í fyrra. Þetta kom
fram í morgunkorni íslandsbanka í
gær. Þar segir ennfremur að gera
megi ráð fyrir að útflutningur í júlí
hafi numið 13-15 milljörðum króna
að heildarverðmæti. Um sé að ræða
nokkuð minni útflutning en í sama
mánuði í fyrra og liggur munurinn
í minni útflutningi sjávarafurða. Á
sama tíma voru fluttar inn vörur
fyrir um 24 milljarða í júlí. ■
Hjólastóla-
hlaup
Níu hlauparar úr Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins ætla að hlaupa
með þrjá fatlaða einstaklinga í
hjólastólum í skemmiskokki Reykja-
víkurmaraþonsins á laugardaginn.
Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir
af þessu tilefni. Þrír hlauparar skipt-
ast á að hlaupa með hvern stól.
Það eru Brunavarðafélag Reykja-
víkur og íþróttafélag fatlaðra sem
standa saman að uppátækinu en
tilgangur þess er að safna fé til fé-
lagsstarfs Iþróttafélags fatlaðra og í
nýstofnaðan líknarsjóð Brunavarða-
félagsins sem styrkja á félagsmenn
ef slys eða veikindi ber að höndum.
Góð ávöxtun
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er rek-
inn af KB banka, skilaði góðri ávöxt-
un á fyrstu sex mánuðum ársins. í
tilkynningu er sagt að gott gengi á
verðbréfamörkuðum og virk stýring
sjóðsins hafi skilað árangri umfram
þá kröfu sem gerð er í fjárfestingar-
stefnu sjóðsins.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu líf-
eyris nam í lok júní 39,9 milljörðum
króna og jókst um 4,2 milljarða frá
áramótum. Þar af var ávöxtun 2,4
milljarðar. Iðgjöld til sjóðsins námu
2,i milljarði og lífeyrisgreiðslur 207
milljónum. Sjóðsfélagar voru í lok
júní 32.254 og fjölgaði um rúmlega
2.000 frá áramótum. ■
Baugsmálið í erlendum fjölmiðlum:
íslenskt athafnalíf allt
sagt fyrir dómi
Talsvert er um Baugsmálið fjallað
í erlendum fjölmiðlum þessa
dagana og þó að umfjöllun flestra
þeirra sé fremur hófstillt og
haldi sig við opinber efnisatriði
málsins, bæta aðrir um betur
og segja íslenskt athafnalíf fyrir
dómi meðan aðrir slá því föstu að
undirrót málsins sé pólitísk. Hafa
margir forystumenn í íslensku
viðskiptalífi áhyggjur af þeirri
mynd sem brugðið er upp í mörg-
um miðlanna og taldi einn þeirra
Baugsmenn hafa gert reginmistök
með tali sínu um pólitísk afskipti
af réttarfarinu hér á landi.
Allmargir erlendir fjölmiðlar hafa
sent blaðamenn til Islands til þess
að fylgjast með Baugsmálinu. Sér-
staklega á það við um breska miðla
enda eru umsvif Baugs þar í landi
mikil og hefur Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs, verið mest
áberandi hinna „íslensku víkinga“,
sem tíðræddir hafa verið í bresku
viðskiptalífi. Einnig hafa danskir
miðlar sýnt því áhuga enda hafa inn-
kaup Baugsmanna í Danmörku að
undanförnu vakið mikla athygli.
Fátækt útrýmt
Hið áhrifamikla blað Financial
Times sendi blaðamanninn Henry
Tricks til íslands til þess að setja sig
inn í málið og í frétt hans í blaðinu
í gær er því slegið upp að Jón Ásgeir
telji málaferlin pólitísk og að íslensk
fyrirtæki óttist frekari aðför. Þar er
haft eftir Jóni Ásgeiri að lán, eins
og hann er sakaður um að hafa
veitt sjálfum sér, séu altíð á fslandi.
Verður vart sagt að fréttin sé mikil
traustsyfirlýsing við íslenskt við-
skiptasiðferði eða réttarríki.
f annarri og ýtarlegri frétt Tricks
í Financial Times kveður þó við að-
eins annan tón en þar er hlutverk
dómaranna talið vandasamt og
sagt að þeir muni vafalaust auðsýna
ýtrasta hlutleysi. Nokkuð er fjallað
um sakargiftirnar og þær skýringar
sem Deidre Lo, fulltrúi endurskoð-
unarfyrirtækisins Capcon-Argen,
kom með á þeim fyrir hönd Baugs
en einnig nefnt að verjendur Baugs-
manna fallist á að málið allt kunni
að hanga á fremur vandtúlkuðum
lagagreinum um fjármál fyrirtækja.
í grein Tricks má finna ýmis smáat-
riði sem gera greinina litríkari eins
og það að Jón Ásgeir hefði komið til
réttarhaldsins með hvítt „vinaband"
um úlnliðinn sem á var letrað: „End
World Poverty" (útrýmum fátækt í
heiminum).
Villt partí
Harry Wallop hjá Daily Telegraph
skrifaði fremur lágtónaða frétt og
sparaði sér alla umsögn um sakar-
giftir eða líklega dómsniðurstöðu.
Grein Susie Mesure í The lndepen-
dent er máluð skarpari dráttum. í
fyrirsögn greinarinnar er sagt að
það sé sjálft athafnalífið á
Islandi sem sé fyrir
dómi. Sagt var
að Baugs-
m á 1 i ð
snúist
fyrst og fremst um tengsl Baugs
við Gaum, fjölskyldufyrirtæki Jóns
Ásgeirs, og nefnt að slík viðskipti
skyldra aðila væru sjaldgæf á Bret-
landi. Sagði jafnframt að örlög Jóns
Ásgeirs væru í höndum þriggja dóm-
ara fremur en kviðdóms, dómara
sem sagðir voru harðir naglar.
I danska blaðinu Politiken var það
fullyrtí undirfyrirsögn að Baugsmál-
ið hefði pólitiskan undirtón. Eðli
meintra brota var tíundað og sagt að
þarblönduðust saman milljarða fjár-
svik og fremur lákúruleg tollabrot.
Tónninn í Berlingske Tidende er nei-
kvæðari í garð sakborninga og dreg-
ið fram hvernig í brotunum felist
tilraun Jóns Ásgeirs til þess
að standa straum af
„villtum part-
íum“ í Flór-
ída.
þrefaldur pottur
lottoJs
Baugsmálið:
Þarf að
rannsaka
ásakanir um
pólitísk
afskipti?
Baugsmenn, hafa undanfarið
margítrekað ásakanir um
að pólitískur þrýstingur sé
undirrót rannsóknarinnar á
hendur þeim. Af því tilefni
leitaði Blaðið til þingmanna
allra flokka á Alþingi og
spurði hvort ásakanirnar
væru tilefni sérstakra við-
bragða eða rannsóknar.
Birkir J. Jónsson,
Framsóknarflokki:
„Ég ber fullt traust til
lögreglunnar og dómstóla
og tel fráleitt að halda því
fram að þáverandi forsætis-
ráðherra hafi hlutast til um
eitthvað í þessu máli. Það
er verið að reyna að blanda
pólitík í þetta mál en það á
ekkert erindi í sali alþingis."
Einar K. Guðfinnsson,
Sjálfstæðisflokki:
„Mér finnst allur þessi mála-
tilbúnaður með ólíkindum og
fiillkomlega órökstuddur. Af
þeim ástæðum finnst mér aug-
ljóst að það er ekkert að baki
þessu, ekki nokkur skapaður
hlutur nema tilraun til þess að
draga athyglina ífá einhverj-
um öðrum þáttum málsins.
Núna fer fram tvenns konar
umræða, annars vegar hin
efnislega sem bíður réttarsal-
arins, og hins vegar er verið
að heyja hér áróðursstríð þar
sem ekkert er til sparað."
Magnús Þór Hafsteinsson,
Frjálslynda flokknum:
„Það væri vitaskuld eðlileg-
ast að Davíð Oddsson sjálfur
færi fram á það að málið yrði
rannsakað og hann hreinsaður
af þessum ásökunum. En svo
er annað, sem er vandi í þessu,
sem er að við höfum sáralitla
hefð fyrir því að rannsaka emb-
ættisathafnir ráðherra hér á
landi. Það þarf að athuga betur.“
Margrét Frímannsdóttir,
Samfylkingu:
„Ég tel ástæðu til þess að bíða
með yfirlýsingar um þessar
ásakanir þeirra feðga. En
það sem er alvarlegt við þær
og þau orð sem falíið hafa í
aðdraganda þingfestingarinnar
er að þær vekja efasemdir um
réttarkerfið í hugum fólk, svo
það hlýtur með einhverjum
hætti að þurfa að skoða hvort
eitthvað kunni að vera hæft
í þeim í fyllingu tímans."
Þuríður Backman,
Vinstri grænum:
„Það fléttast margir þættir
saman í þessu máli. f fyrsta
lagi er það mál sem nú er fyrir
dómstólum en ég hef þá trú
á íslensku réttarkerfi að það
gangi ekki persónulegra eða
pólitískra erinda og hef því
ekki áhyggjur af framgangi
þess þar. Hins vegar er pólitíski
þátturinn, því hér ræðir um
gífurleg átök um pólitík og
hagsmuni, en þau hafa ljóslega
leitt til persónulegrar óvildar.
En ég hef engar forsendur
til þess að tjá mig um þau
stóru orð sem menn hafa
látið falla í þessu samhengi.“