blaðið - 19.08.2005, Side 14
blaöi
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
UTGERÐARMENN
OPINBERA HROKA SINN
Undanfarna daga hafa útgerðarmenn tilkynnt landsmönn-
um að þeir hyggist berjast í dómstólum gegn hrópandi
óréttlæti sem þeir þurfa að lifa við. Þeir hafa farið mikinn
og bent á að þau gæði sem þeir hafi fjárfest í fyrir milljónir króna,
og jafnvel milljarða, séu tekin af þeim af stjórnvöldum. Það má
skilja á orðum þeirra að við búum hér í bananalýðveldi þar sem
stjórnvöld fari um ruplandi og rænandi - steli af útgerðarmönnum
lögvarin réttindi sem keypt hafi verið dýrum dómi.
Málið snýst um kvóta. Eins og almenningur veit er ákveðnu magni
af honum útdeilt á hverju ári. Útgerðarmenn hafa síðan fengið út-
deilt heimild til að nýta ákveðið hlutfall af kvótanum, aðrir hafa
keypt slíkan kvóta. Útgerðarmenn fullyrða að allir hafi hinsvegar
fjárfest fyrir háar upphæðir í tækjum og tólum, skipum og bátum
í þeirri vissu að kvótinn væri þeirra. Þetta eru þær leikreglur sem
settar hafa verið og eru langt í frá að vera óumdeildar hér á landi. Út-
gerðarmenn segja hinsvegar að þegar stjórnvöld grípi til sértækra
aðgerða, meðal annars þegar byggðakvóti er aukinn, sett er á línu-
ívilnun o.s.frv. sé þessi réttur þeirra skertur - verðmæti tapist. Tek-
ið sé af köku sem skilja má að sé þeirra og við það sé ekki hægt að
lifa.
Útgerðarmenn hafa verið að færa sig upp á skaftið frá því að kvóta-
kerfið tók gildi árið 1984. Þeir hafa greinilega gleymt því að þegar
alþingi ákvað að setja þetta kerfi á var það hugsað sem neyðarúr-
ræði til að leysa vanda sem sjávarútvegurinn stóð frammi fyrir.
Engum datt í hug að þarna væri komið kerfi til frambúðar, hvað þá
að með kerfinu myndi skapast einhverskonar eignaréttur á óveidd-
um fiski í sjónum. Kerfið hefur hinsvegar undið upp á sig frá því
það tók gildi og nú er svo komið að eignarréttur á kvóta nær út
fyrir gröf og dauða því eignarrétturinn erfist. Fram að þessu hefur
þó verið óumdeilt að stjórnvöld hafa haft fullan rétt til ákvörðun-
artöku um hvernig fiskinum í sjónum er skipt - allt til þessa dags.
Útgerðarmenn segja nefnilega nú að stjórnvöld hafi í raun ekkert
með kvótann að gera lengur. Þau megi jú taka ákvörðun um hversu
mikill kvótinn er á hverju ári en það sé hinsvegar útgerðarmann-
anna sjálfra að skipta kökunni. Hana má alltént ekki skerða. Með
þessu hafa útgerðarmenn opinberað þá hrokafullu skoðun sína að
þeir eigi fiskinn í sjónum - þeir og þeir einir. Það er hinsvegar mis-
skilningur. Útgerðarmenn hafa afnotarétt af þessari auðlind og
þennan afnotarétt er hægt að taka af þeim. Þó þeir hafi fjárfest fyrir
einhverjar krónur í framhaldi kemur málinu einfaldlega ekki við.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aóalsimi: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 5103701. Simbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: fslandspóstur.
I CAMBRIDGE Á EIUGLAIUDI
BÝÐUR UPP Á ALLT, FLOTTAR VERSLANIR,
FRÁBÆRA VEITINGASTAÐI, GLÆSILEGA
GOLFVELLI, GET ÚTVEGAÐ HÓTEL MEÐ
ÖLLU SEM ÞARF FYRIR ÁRSHÁTIÐINA.
Hafðu samband NÚNA Cambridge er aðeins í 45 mln. fjarlægð
weststarmarketing@btinternet.com frá miðborg London með lest. Get einnig
eða (sfma 00447748424233 útvegað miða á knattspymuleiki
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST2003 i blaöiö
25% aukning
á yfirdráttarlánum
Ástæða var til að
ætla að möguleik-
ar fólks á skuld-
breytingu lána
með lægri vaxta-
kjörum hefðu leitt
til þess að veru- Jóhanna
lega myndi draga Sigurðardóttir
úr yfirdráttarlán- "
um í bönkum en
uppgreiðsla lána hjá Ibúðalánasjóði
vegna endurfjármögnunar lána
nam á einu ári u.þ.b. 150 milljörðum
króna. Þróunin hefur verið önnur
en á einu ári hafa yfirdráttarlánin
aukist um 25% og vextir af yfirdrátt-
arlánum hafa einnig hækkað mikið
á þessum tíma eða um 3.5-3.75% og
hæstu yfirdráttarvextir eru nú yfir
19%. Áætla má að bankarnir hafi
haft um 10 milljarða í vexti af yfir-
dráttarlánum á sl. 12 mánuðum
Okurvextir á yfirdráttariánum.
Á einu ári eða frá því í lok júlí 2004
til loka júní 2005 hafa yfirdráttarlán
heimilanna hækkað um tæp 25%
eða tæplega 13.5 m.kr.. I lok júlí 2004
voru þau um 54.5 milljarðar króna
en ári síðar, í lok júlí 2005, eru þau
um 68 milljarðar króna. Á þessum
tíma hafa vextir af yfirdráttarlánum
hækkað um 3.5-3.75%, en hæstu yfir-
dráttarvextir er nú rúm 19%. Áætla
má miðað við 17% meðalvexti að
vaxtataka bankanna á 12 mánaða
tímabili hafi verið um 10 milljarðar
króna.
99.......................
Áróður um að
oddvitarnir hafi
verið eins konar
borgarstjórar
er tilbúningur
Sjáifstæðismanna.
330 þúsund krónur í yfirdrátt-
arlán á hvern íslending 18-80 ára
Fyrst í stað eftir að fólk fór í veru-
legu mæli að skuldbreytinga og end-
urfjármagna lán eftir að bankarnir
breyttu lánskjörum sínum í ágúst
2004 drógust yfirdráttarlán heim-
ilanna saman en í apríl 2005 höfðu
þau aftur náð fyrri hæðum frá því
sem þau voru 1 ágúst 2004. Þau hafa
síðan aukist jafnt og þétt og voru
tæpir 68 milljarðar í lok júní. Að
meðaltali voru því yfirdráttarlán
í júní síðastliðnum, umreiknað á
hvern íslending á aldrinum 18-80
ára, um 330 þúsund krónur. Ef reikn-
að er með 19% yfirdráttarvöxtum á
þessi lán þá þyrfti að greiða af 330
þúsund króna yfirdráttarláni um 62
þúsund krónur á ári.
Breyta þarf ákvæðum
laga um dráttarvexti.
Ástæða er til að hafa áhyggjur af þess-
ari þróun ekki síst vegna þess að yf-
irdráttarlánum virðist vera otað að
fólki enda blóðmjólka bankarnir
fólk með okurvöxtum á þessum
lánum. Bankarnir ákveða sjálfir yf-
irdráttarvextina en hæstu yfirdrátt-
arvextir eru nú um 19.2% eða rúmu
einu prósentustigi lægra en almenn-
ir dráttarvextir. Full ástæða er til að
skoða þau lagaákvæði sem gilda um
dráttarvexti en Seðlabankinn ákveð-
ur dráttarvexti auk þess sem nauð-
synlegt er að huga að því að bönkum
verði settar ákveðnar skorður i töku
yfirdráttarvaxta.
Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis-
kona - www.althingi.is
Stökustund
í umsjón Péturs Stefánssonar
í síðasta þætti misritaðist önnur
sléttubandavísan eftir V.L.. Þar
stóð: Sprettinn léttir.. en átti
að vera Sprettinn Léttir...
Sprettinn Léttirþrýfurþrátt
þýtur sléttar grundir.
Glettinn réttir btfur brátt
brýtur kletta undir.
V.L. botnar:
Ljúfu sumri lýkur brátt,
lifnar haustsins kvíði.
Við það skilja skulum sátt,
skart er alltafprýði.
Þ.Ó. botnar:
Sumir eiga ósköp bágt
í allskyns sálarstríði.
eða:
Botna verð égþetta þrátt,
þó þyki hrákasmíði.
Magnús Hagalínsson botnar:
Glöð i rúmið göngum sátt,
oggleymum öllu stríði.
Pétur botnar fyrripart V.L.
Alltafskeður eitthvað nýtt,
sem aldinn gleður muna.
Nú þá eða aumt ogskítt
er eykur geðvonskuna.
Páll Ingólfsson frá Fagrabæ yrkir:
Bakkus karlinn brattur er,
ber af öðrum kónum.
Sannast best að segja hér,
sækist eftir rónum.
Þeir.sem húseignir eiga.þurfa að
greiða þrenn gjöld mánaðarlega:
Auðunn Bragi Sveinsson yrkir:
lll eru gjöldin okkar,
afleiðing húseignar:
til borgar.ríkis og blokkar,
íbyrjun hvers mánaðar.
Við fáum líkamann að láni sem
endast á langa œvi.
En misjafntfara menn með hann.
Auðunn Bragi kveður:
Líkaminn er lánuð hlíf,
lengstsem œtti að spara
Eiturnautnir.óhófslíf
illa með hannfara.
Auðunn Bragi yrkir þessa mann-
lýsingu:
Lítið fékk hann lífsverkþreytt,
lyndishýr ogglaður,
enda varð hann ekki neitt
áberandi maður.
Á síðustu Menningarnótt stóð
fólk uppi á þaki verslunarinnar
Zimsen í Hafnarstræti og kastaði
af sér vatni niður á gangandi fólk.
Uxi orti:
Þegar fjöldinn fer á stjá,
fagrar listir dafna.
Á menninguna mátti sjá
míga nœturhrafna.
Fyrripartar:
Að Bónusfeðgum fast er sótt,
fyrir litlarsakir.
Vinstri grænna valdaþrá,
varð þeim loks aðfalli.
V.L. sendir þennan:
Vinstri grænir vilja ei
virkja samstarflengur.
Botnar, vísur og fyrripartar send-
ist til: stokustund@vbl.is eða á
Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópa-
vogur