blaðið - 19.08.2005, Side 22
22 I VIÐTAL
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaöið
Borgarstjórastóllinn kitlar
‘Þetta var erfiður dagur. Á
sömu klukkustundinni tapaði
ég formennskunni og konunni
sem ól mig í þennan heim. Ég
náði því samt að vera hjá henni
þegar hún dó. Allt annað hvarf
á þeim degi. Það var ekki fyrr
en ég hafði kvatt hana á gang-
stéttinni fyrir utan um kvöldið
þegar við höfðum þrír frændur
flutt hana niður sjö hæðir sem
annað komst að. Þá virtist töpuð
formennska hjóm í samanburði
við aðra atburði dagsins", segir
Össur Skarphéðinsson um örlaga-
daginn þegar hann laut í lægra
halidi fyrir Ingibjörgu Sólrúnu
í formannskjöri Samfylkingar
og missti móður sína örskömmu
seinna.
Hafðirðu trú á því að þú myndir
vinnaformannskosninguna?
„Ég er eldri en tvævetur í pólitík
og það var töluvert ljóst orðið áður
en kom að lokadegi hvernig úrslitin
yrðu. Það breytti ekki þvi að ég ein-
setti mér að koma út úr kosningabar-
áttunni sáttur við alla. 1 dag ber ég
ekki kala til nokkurs manns vegna
formannskjörsins. Eftir furðu stutt-
an tíma var ég búinn að ná mér af
kosningunni. Þá fann ég til ósegjan-
legs og undarlegs léttis sem ég hafði
ekki áttað mig á að ég myndi upplifa.
Mér leið eins og kálfi sem er sleppt
úr fjósi að vori. í sumar hef ég svo
verið í sannkölluðu banastuði. Ég
finn að nýr kafli er að hefjast í lífi
mínu með nýjum tækifærum og ég
hlakka til hans einsog allra kafla-
skipta i lífinu."
Um hvað snýstþessi nýi kafli?
„Mitt hlutverk í Samfylkingunni
er að nýta reynslu mína og stöðu til
að gera allt sem í mínu valdi stend-
ur til að Samfylkingin nái góðum ár-
angri í næstu kosningum - og kom-
ist í ríkisstjórn. Það yrði flokknum
mjög erfitt ef það gengi ekki. Það
kann að hljóma undarlega í eyrum
margra en ég lít á það sem eitt af mín-
um hlutverkum að skapa Ingibjörgu
Sólrúnu starfsumhverfi í flokknum
sem gerir henni kleift að blómstra
sem leiðtogi. Milli okkar eru eng-
in eftirmál. Nýir formenn, hversu
öflugir sem þeir eru, þurfa tíma
til að fóta sig og Ingibjörg Sólrún
er á réttri leið. Það er lífsspursmál
fyrir Samfylkinguna að verða sam-
stillt heild og ég ætla sannarlega að
leggja mitt af mörkum til þess.
Eg er í vaxandi mæli þeirrar skoð-
unar að þjóðfélagsbreytingar sem
hafa orðið á síðustu árum hafi leitt
til misskiptingar sem ekki hefur
áður átt sér stað. Það hljómar þver-
stæðukennt en góðærið hefur alið
af sér hópa sem eru útundan. Ég vil
ýta undir frumkvæði einstaklings-
ins með því að auka frelsi og fækka
lögum í atvinnulífinu en ég vil
samhliða berjast fyrir auknum jöfn-
uði. Ég vil beita ríkiskerfinu, þar á
meðal skattkerfinu, til að bæta kjör
þeirra sem hafa setið eftir. Þetta
setur grænar bólur í andlit margra
intellektúala í mínum eigin flokki
sem finnst hallærislegt að tala um
fátækt og að útrýma henni. En þetta
er eitt af þeim verkum sem eru eftir
og ég vil taka þátt í að vinna.“
Sýti ekki endalok R-listans
Nú er Reykjavíkurlistinn allur. Hver
eru viðbrögð þín við því?
„Ég hef fylgst með borgarmálum
og ekki verið sáttur við ýmislegt í
verkum R-listans. Eitt þeirra mála
sem sýndi að hann var kominn á
ranga braut var þegar tuttugu og
tveimur gæslukonum, sem höfðu
lengi unnið hjá borginni, var sagt
upp. Þar á meðal var fatlaður ein-
staklingur. Borgarstjórn, sem ég
styð með ráðum og dáð, kemur ekki
svona fram við fólk. Ég mótmælti
því harkalega opinberlega. Ég tel
að málið endurspegli þá staðreynd
að Reykjavíkurlistinn var að mörgu
leyti búinn að missa jarðsambandið
við fólkið í borginni.
Ég sýti ekki endalok Reykjavikurl-
istans enda hefur Samfylkingin góð
spil á hendi. Reykjavíkurlistinn hef-
ur lokið hlutverki sínu og er að vissu
marki fórnarlamb sinnar eigin vel-
gengni. Ýmis góð störf voru unnin
sem breyttu borginni til batnaðar
en hitt er morgunljóst að Reykjav-
íkurlistinn hefði ekki getað haldið
áfram nema þar yrði endurfæðing
hugmynda og nýtt fólk kæmi til
sögunnar. Síðustu vikurnar virtist
samstarfið aðallega snúast um valda-
brölt og stóla.“
Það er erfitt að koma auga á sterkan
leiðtoga í hópnum og borgarstjórinn
virðist valtur í sessi.
„Sú manneskja sem gegnir emb-
ætti borgarstjóra hlaut það við
sérstakar aðstæður þar sem mjög
vinsæll og þekkilegur borgarstjóri
varð að láta af völdum. Hún var borg-
arstjóri með samþykktum inni á
flokkskontórum. Borgarstjóri þarf
pólitískt umboð til að vera sterkur.
Sterkur borgarstjóri verður ekki til
úr hrossakaupum að tjaldabaki. Sá
einstaklingur sem þannig hlýtur
sitt embætti er alltaf ofurseldur kon-
tóravaldinu."
Útiloka ekkert
Finnst þér eitthvað betra ástand inn-
an Sjálfstæðisflokksins?
„Síður en svo. Stór hluti flokksins
er greinilega óánægður með forystu
oddvita meirihlutans og það dylst
engum að til stendur að gera harða
atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.
Gísli Marteinn er geðfelldur en hann
þarf að sýna meira til að verða ann-
að en pólitísk sumarfluga. Þótt ég
sé alltaf á bandi þeirra sem brosa
og eru glaðværir og góðgjarnir þá
þurfa menn líka að koma fram með
hugmyndir um framtið borgarinnar.
Það hef ég hvorki séð Gísla Martein
né Vilhjálm gera.“
Þú virðist hafa yfirburði yfir aðra
Samfylkingarmenn sem borgarstjóra-
efni í könnunum og Jónas Kristjáns-
son fullyrti í leiðara i vikunni að þú
vœrir ákjósanlegasta borgarstjóraefn-
ið. Viltu verða borgarstjóri?
„Ég er þingmaður Reykvíkinga og
hef áhuga á málefnum borgarinnar
en ég hef aldrei séð afskipti mín þann-
ig fyrir mér að ég væri mögulegt borg-
arstjóraefni. Hins vegar get ég alveg
viðurkennt að það hefur kitlað mig
að menn skuli orða mig við borgar-
stjórastólinn. En það hefur ekki ýft
öldur í mínum huga sem hefur verið
með allra kyrrlátasta móti í sumar.“