blaðið - 19.08.2005, Side 32

blaðið - 19.08.2005, Side 32
32 I MENNING FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 blaðiö Ólíkax stíttegundir 1 næstu viku, nánar tiltekið miðviku- daginn 24. ágúst og fimmtudaginn 25. ágúst, verðurtónlistarveisla í Þjóð- leikhúskjallaranum. Þar gefst gott tækifæri til að heyra, á einu kvöldi, margar ólíkar stíltegundir tónlistar í flutningi góðra tónlistarmanna. Fluttur verður rjóminn af því besta sem flutt var á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri fyrr í þessum mánuði. Flytjendur eru Auður Haf- steinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadótt- ir, Björn Thoroddsen, Edda Erlends- dóttir, Gunnar Þórðarson, Olivier Manoury, Jón Rafnsson og Egill Ól- afsson en á tónleikunum verður flutt nýtt lag eftir hann, Kysstu kysstu steininn. „Lagið er í síðrómantísk- um stíl en ég held að mér takist að merkja það þannig að augljóst er að það er frá okkar tímurn", segir Egill. Tónlistin á efnisskránni er fjölbreytt, djass, tangó og klassísk tónlist. .Surnir hafa fordóma gagnvart tón- list, þurfa ekki annað en að sjá fiðlu og tauta þá: Hættið þessu sinfóníu- gargi. Alveg eins er þegar menn sjá lúðra. Þá segja þeir: Hættið þessu djassgargi", segir Egill. „Mér þyk- ir gaman að hlýða á efnisskrá sem samanstendur af ólíkum stíltegund- um. Það er krefjandi og þroskandi upplifun og oftar en ekki opnast nýjar víddir við að heyra það sem maður er ekki vanur.“ í Þjóðleik- húskjallaranum verða leikin verk eftir Janceck, Kodaly, Piazzolla, El- lington, Gunnar Þórðarson, Olivier Manoury, Egil Ólafsson, Björn Thor- oddsen o.fl.. Aðgöngumiða er hægt að kaupa á vefsíðu Þjóðleikhússins, www.leikhusid.is Tengslin við klassíkina Edda Erlendsdóttir hefur undan- gengin 15 ár verið listrænn stjórn- andi Kammertónleika á Kirkju- bæjarklaustri. Tónleikarnir nú í ár eru þeir síðustu undir hennar stjórn og því þykir hópnum í ár við hæfi að enda með bravúr í Þjóðleikhúskjall- aranum þar sem leikin verða valin tónlistaratriði frá þessum síðustu Klausturtónleikum 1 umsjá Eddu. Egill var meðal þátttakenda árið 2001 og söng ljóðalög eftir Schubert og Brahms. Þetta árið mætti hann á ný og söng þá lög eftir Schumann.„Á sínum tíma lærði ég klassískan söng í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hafði hugsað mér að fara í fram- haldsnám til Mílanó þegar skall á með poppi“, segir Egill. „Ég var lý- rískur baritón en er meira í ætt við bass- baritón í dag. Eftir sýningu á Vesalingunum árið 1987 kom Edda til mín og sagði að ég ætti að syngja Schumann. Það leið og beið og árið 2001 hafði hún samband og bauð mér á Klaustur. Ég vildi takast á við Brahms sem er minn maður sem rær á djúpmið í ljóðalögum sínum. Þetta gerði ég og þá tók Edda af mér loforð um að syngja Schumann. Það gekk eftir núna á Klaustri fyrr í þess- um mánuði og var mjög gaman.” Hlutverktækninnar Er ekki sitthvað að syngja dœg- urlög eða klassíska tónlist? „Til að vera góður í dægurlagasöng er æskilegt að ráða yfir tækni sem er í grunninn sú sama og þegar fengist er við klassískan söng. Klassískur söngur gerir oft á tíðum meiri kröf- ur um nákvæmni og tækni en þó eru margar hliðstæður við dægurlaga- sönginn. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem fást við söng almennt verði sér út um tilsögn, þetta er ekki sist nauðsynlegt ef röddin á ekki að verða fyrir varanlegum skaða. Ég heyri stundum hjá ungum söngvur- um að best sé að hafa enga tækni og að sé afstætt hvað sé hreinn tónn. g segi að tæknin eigi ekkert að þurfa að flækjast fyrir og getur jafn- vel hjálpað til við að syngja óhreint og bjagað ef menn vilja það. Ég er hrifinn af mörgu í nýrri tónlist bæði í listmúsíkinni og rokkinu og er á BlaÖiÖ/Steinar Hugi því að nauðsynlegt sé að taka á móti Egill Ólafsson.„Til að vera góður í dægurlagasöng er æskilegt að ráða yfir allri tónlist fordómalaust, það er tæknisemer ígrunninnsúsamaog þegarfengisterviðklassískansöng." þroskandi og svo gerir það lífið auð- ugra og skemmtilegra." ■ Hopkins og Dench bestu leikararnir Old Vic leikhúsið í London gekkst á dögunum fyrir skoðanakönnunum um bestu leikara Bretlands fyrr og síðar. Þátttakendur voru um 6000. Niður- staðan var sú að Anthony Hopkins er besti leikari sem Bretland hefur alið og Judy Dench besta leikkonan. Laurence Olivier var valinn ann- ar besti leikarinn, Sean Connery varð í þriðja sæti, Alec Guiness núm- er fjögur og Michael Caine í fimmta sæti. Af öðrum leikurum má nefna að Richard Burton varð númer sex og sjarmörinn Cary Grant lenti í átt- unda sæti. Julie Walters varð í öðru sæti á leikkvennalistanum, Elizabeth Taylor í því þriðja, Maggie Smith númer fjögur og hin dásamlega Julie Andrews náði fimmta sætinu. Helen Mirrren varð númer sex og finnst eflaust mörgum að hún hefði átt skilið að lenda ofar. Nokkra at- hygli vekur að kynbomburnar Joan Collins og Diana Dors náðu níunda og tólfta sæti. Julie Christie varð númer ellefu og Kristin Scott Thom- as númer sautján. Anthony Hopkins var valinn besti leikari Breta fyrr og sfðar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.