blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 2
2 I mNLEWDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö
vikna gæslu-
varðhald
Maður sem ítrekað sló barns-
móður sína og sambýliskonu
í höfuðið með felgulykli á
Akranesi sunnudag hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald í
þrjár vikur. Þá var manninum
gert að sæta geðrannsókn.
Konan hlaut mikla áverka og
blæddi mikið úr höfði hennar.
Maðurinn náðist seinna um
daginn og var fluttur á geð-
deild.
Engin rækja
í Súðavík
Frosti hf. hefur ákveðið að
hætta rækjuvinnslu á Súðavík
og í kjölfarið verður 18 manns
sagt upp störfum. Áætlað er
að nóg hráefni sé til vinnslu
næstu tvo mánuði en síðan
verður hætt. Annar eigandi
Frosta hefur þó ákveðið að
bjóða starfsfólkinu störf við bol-
fisksvinnslu í Hnífsdal og við
þorskeldi í Súðavík.
Frosti hefur verið rekinn með
miklu tapi það sem af er ári
og eru aðgerðirnar til þess að
koma í veg fyrir þrot félagsins.
Ástæða tapsins er m.a. sagt hátt
gengi íslensku krónunnar
Lögreglustöðin I Keflavík
Brennisteinssýrusmyglari sýknaður í héraðsdómi Reykjaness:
Óttast að með sýknunni
fái burðardýrin grænt ljós
Löggæslumenn óttast að sýknu-
dómur héraðsdóms Reykjaness yfir
Litháa, sem reyndist hafa brenni-
steinssýru í fórum sínum við komu
til landsins í liðinni viku, verði túlk-....
aður sem „grænt ljós“ fyrir burðar-
dýr i fíkniefnamálum. í dómsorðinu
sé í fyrsta skipti vikið að ásetningi
kærða og skýringum hans á hinum
ólögmætu efnum.
ígærsýknaðihéraðsdómurReykja-
ness 37 ára gamlan Litháa af ákæru
Lögreglustjórans á Keflavíkurflug-
velli um fíkniefnabrot, en í fórum
mannsins við komuna til landsins
fundust 1700 ml af brennisteinssýru
í tveimur áfengisflöskum. Dómar-
inn komst að þeirri niðurstöðu að
efnagreining innihalds flasknanna
hefði ekki verið lögfull sönnun og að
þann vafa verði að meta sakborningi
í hag. 1 öðru lagi telur hann ósannað
að ákærði hafi vitað hvert innihald-
ið var.
„Auðvitað er þessi niðurstaða okk-
ur mikil vonbrigði", segir Jóhann R.
Benediktsson, sýslumaður á Kefla-
víkurflugvelli. „Við munum líta
gagnrýnum augum á hana og draga
af henni lærdóm. Mér finnst dómar-
inn reyndar full harður við okkur,
en ég ætla ekki að deila við dómar-
ann.“ Hann segir jafnframt að sak-
sóknari muni ekki áfrýja málinu.
Segja má að ákæruvaldið hafi far-
ið fram úr sjálfu sér hvað innihald
flasknanna áhrærir og virðist mis-
skilningur milli þess og efnafræð-
ingsins, sem fékk það til greiningar,
hafi orðið þess valdandi að ákæra
var gefin út án þess 'að fýlliléga hefði
verið sýnt fram á að það væri í raun
brennisteinssýra í flöskunum, þó
enginn dragi í efa að svo hafi verið.
Grænt Ijós og rauður dregill
Það er hins vegar við síðari hluta
dómsins, sem löggæslumenn sem
Blaðið ræddi við staldra fyrst og
fremst. Til þessa hafa burðardýr ver-
ið dæmd á grundvelli þeirra efna,
sem þau hafa borið, en ekkert tillit
hefur verið tekið til skýringa þeirra
frá því að Kio Briggs var sýknað-
ur um árið. í þessum dómi leggur
dómarinn hins vegar þá skyldu á
ákæruvaldið að það hreki skýringar
þær, sem burðardýrið gefur á tilvist
hinna ólögmætu efna í fórum sín-
um. „Burðardýrin geta alltaf lagt
fram skýringar, sem vonlaust er að
afsanna: að einhver hafi komið efn-
unum fyrir án þeirrar vitundar, að
þau hafi tekið ranga tösku í misgrip-
um og þar fram eftir götum", segir
reyndur löggæslumaður, sem ekki
vill láta nafns síns getið. „Ef aðeins
á að beita burðardýrin sektum get-
um við alveg eins sleppt þessu og
sett rauða dregilinn út fyrir þetta
fólk.“ Annar löggæslumaður sagði
að hér væri verið að gefa grænt ljós á
öll burðardýr heimsins, að minnsta
kosti hvað varðaði efni til eiturlyfja-
framleiðslu.
Amfetamínverksmiðja
á landsbyggðinni
Löggæslumenn velkjast ekki í
vafa um að brennisteinssýruna
hafi átt að nota til amfetamínfram-
leiðslu, en þrálátur orðrómur hefur
verið um að slík verksmiðja hafi ver-
ið starfrækt hér á landi um nokkurt
skeið. Heimildarmaður Blaðsins í
undirheimum staðfesti að slík verk-
smiðja væri til staðar einhversstaðar
á landsbyggðinni og sagði að hún
væri í sameign Islendinga og Litháa.
„Ég veit ekki hvar hún er, en það er
innan við tveggja tíma akstur það-
an.“ Sagði hann að ýmis efni til am-
fetamínframleiðslu á borð við eter
og brennisteinssýru gengju kaupum
og sölum í undirheimunum og allir
vissu til hvers þau væru. ■
Viðskiptakort
einstaklinga
Nánari upplýsingar í síma:
591 3100
ATLANTSOLIA Atlantsolia - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur - Siml 591-3100 - atlantsoliaðatlantsolla.ls
Kjartan sækist eftir 3. sæti
Guðlaugur Þór enn ekki ákveðinn
Framboðsmál
vegna prófkjörs
Sjálfstæðisflokks-
ins i Reykjavík fyr-
ir borgarstjórnar-
kosningar eru enn
að skýrast, en próf-
kjörið verður hald-
ið 4.-5. nóvember. I
gær tilkynnti Kjart-
an Magnússon, borgarfulltrúi, að
hann myndi sækjast eftir 3. sæti á
listanum, en hann hefur setið í borg-
arstjórn undanfarin tvö kjörtímabil.
Segir Kjartan að „R-listinn hafi gef-
ið út eigið dánarvottorð og það hilli
Kjartan
Magnússon
undir að við taki betri tímar í betri
borg eftir 12 ára tímabil glataðra
tækifæra" og kveðst hann vilja taka
þátt í viðreisnarstarfinu, sem í hönd
fari.
Undanfarið hefur verið rætt að
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar-
fulltrúi og alþingismaður, hyggist
hætta afskiptum af borgarmálum
til þess að einbeita sér að þingstörf-
um. 1 samtali við Blaðið bar Guð-
laugur Þór þetta til baka. „Jú, ég hef
heyrt þetta og það jafnvel í fjölmiðl-
um, en það er einfaldlega ekki rétt.
Ég er enn að bræða þetta með mér
og mun örugglega kynna þá niður-
-stöðu með viðun-
andi hætti þegar
þar að kemur.“
í gær tilkynnti
Jórunn Frímanns
dóttir, varaborg-
arfulltrúi, að hún
myndi sækjast
................ eftir 4. sætinu í
komandi prófkjöri
sjálfstæðisfólks. Jórunn er hjúkrun
arfræðingur og hefur tekið talsverð
an þátt í störfum borgarstjórnar
sem varamaður og í ýmsum nefnd
um borgarinnar. B
Guðlaugur Þór
Þórðarson
O Hefcklrt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað
!
Rígnjng, lítilsháttar //> Rigning 9 9 Súld * Snjókoma
TELA
/ Innimálning Gljástig 3.7.20
/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
y'' Gœða málning á frábæru verði
■/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmáining
V Þakmálning
Gólfmálning
/ Gluggamálning
"ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 5171500
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
23
27
26
20
29
26
16
21
22
30
29
19
24
25
19
25
18
10
24
26
15
20
5°
/ /
//
/ //
x^j Slydda \~j
9° W
Snjóél
■ Skúr
6°
%
/ /
/ /
'W 4 "
9 9 "
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn
Byggt á upplýslngum frá Vefluratotu Islands
jo / /
0
l morgun
7°