blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 12
12 I INNLENDAR FRÉTTZR FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaðiö námskeið úmSWORHÚSIB Chirac vitt úrbœtur i húsnœðismálum Torfærukeppni fjarstýrðra bíla verður haldin 4.september á athafnasvæði Gæðamoldar í Gufunesi. Keppt verður í MonsterTruck,Stadium og Buggy flokkum. Skráning er á heimasíðu Smábílaklúbbs fslands www.sbki.is. Jacques Chirac, forseti Frakklands, vill að fleiri félagslegar íbúðir verði byggðar og að íbúðarhúsnæði í nið- urníslu verði gerð upp. Yfirlýsing forsetans kemur í kjölfar þriggja eldsvoða á undanförnum mánuðum þar sem 48 manns létu lífið, einkum innflytjendur frá Afríku. „Við verð- um að bregðast við þeim aðstæð- um sem við stöndum frammi fyrir. Það er afar brýnt að tryggja öryggi þess fólks sem býr í varhugaverðu húsnæði“, sagði Jacques Chirac en frönsk stjórnvöld hafa legið undir ámæli vegna lélegs aðbúnaðar inn- flytjenda, ekki síst í París. Slökkviliðsmenn Parísarborgar berjast við eld í fjölbýlishúsi á mánudagskvöld. Þátttakendur í hinni árlegu Tomatina-hátíð í spænska bænum Bunol máluðu bæinn rauðan í orðsins fyllstu merkingu í gær. Um 100 tonnum af tómötum var sturtað á göturnar og upphófst síðan heilmikill slagur sem endaði með því að fólk og byggingar voru löðrandi í tómatamauki. íbúar New Orleans hvattir til að ytirgefa borgina Kathleen Blanco, ríkisstjóri Lousi- ana, hefur lýst því yfir að íbúar New Orleans verði að yfirgefa borg- ina í kjölfar flóða eftir fellibylinn Katrínu sem reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. „Við munum flytja þá á bátum, með þyrlum eða á hvern þann hátt sem mögulegur er“, segir Blanco. Unnið hefur verið að við- gerðum á flóðavarnagörðum en þar sem ástandið er tvísýnt kemur ekki annað til greina en að yfirgefa borg- ina að mati ríkisstjórans. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið hleypti af stokkunum einhverjum mestu björgunaraðgerðum í sögu þjóðarinnar í kjölfar hamfaranna. Fjögur herskip hafa verið send á svæðið með drykkjarvatn og neyð- arbúnað, auk sjúkraskips, þyrla og björgunarsveita. Nú þegar hafa að minnsta kosti 110 manns látist í Mississippi afvöld- um fellibylsins. Tala látinna í Lou- isiana liggur ekki fyrir enda hefur megináhersla verið lögð á að bjarga þeim sem lifðu af. Samkvæmt upp- lýsingum Rauða krossins dvelja um 40.000 manns í 200 skýlum á svæð- inu eftir hamfarirnar sem eru einar þær mestu sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Fólk sem bjargað var af þaki fjölbýlishúss í New Orleans dregur andann léttar eftir að hafa verið bjargað um borð í þyrlu bandarísku landgæslunnar. Kynnmgarkvöld Hver er tilgangur lífsins? Hvað gerist þegar ég dey? ErJesús Guð sjálfur? Hvernig varð Biblían til? Er Biblían OrðGuðs? rt velkomin/nn á kynningarkvöld . sepf. kl. 19:00 í Krossinum Hlíðasr g á námskeiðið eða frekari upplýsingar eru í síma 694-41; KROSSINN Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Tílboðin gilda ekki meö heimsendingu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarlind 14-16 S 564 6111 ® & * W " —7——^>

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.