blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 26
26 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö Eiuiþá brennur mér i múmi... Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umluk- in fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Mikil gróðursæld er í Þórsmörk,þéttvaxið og hávaxið kjarr, grösugir dalir og fallegir lækir. Andstæður í náttúrunni eru miklar og óhætt er að segja að Þórsmörk sé sá staður sem íslenskir ferðamenn sækja hvað mest til. Ekki er fært venjulegum bílum í Þórsmörk og notast er við íjallabíla og sérbúnar rútur. Sama er hve farartækið er vel útbúið. Enginn ókunnugur ætti að fara yfir árnar á leið í Þórsmörk nema HÚSADALUR Fremst og sunnantil í dalnum er klettur sem margir kalla Össu og nokkru ofar er Sönghellir. Þá er ann- ar smáskúti, Snorraríki, innst í daln- um við stíginn yfir í Langadal. Þeir sem vilja geta fikrað sig þangað upp eftir grunnum þrepum og handar- höldum sem voru höggvin í bergið. Við rætur Húsadalsklifs eru húsa- rústir sem gætu verið allgamlar að stofni. Jarðabók Árna Magnússon- ar og Páls Vídalíns getur Húsadals og talað er um garðbrot í dalnum. Austurleið-Kynnisferðir reka mjög góða aðstöðu fyrir ferðamenn fyrir mynni Húsadals. Þar er pláss fyr- ir a.m.k. íoo manns í gistingu og önnur aðstaða, ræktað tjaldstæði, matsalur, snyrtingar, böð o.fl. til fyrirmyndar. með leiðsögn kunnugra og aldrei einir síns liðs. Á milli Þórsmerk- ur og Landmannalauga er ein vinsælasta gönguleið landsins, ,Laugavegurinnn”, og á nafngift- in vel við. Önnur gönguleið frá Þórsmörk er yfir Fimmvörðuháls. Norðan Þórsmerkur (Þröngár) og austan Markarfljóts er afréttur Vestur-Eyfellinga, Álmenningar, sem má muna fífil sinn fegurri. Norðan Syðri-Emstruár taka við Emstrur, afréttur Fljótshlíðinga, allt að Nyrðri-Emstruá. Um þess- ar slóðir liggur Laugavegurinn. LANGIDALUR Langidalur er í Merkurrananum norðan Krossár við austanverðan Valahnúk (458m). Þetta grösuga dalverpi er breiðast fremst, þar sem Ferðafélag íslands reisti Skagfjörðs- skála 1954 og nefndi eftir Kristjáni Ó. Skagfjörð, sem var lengi fram- kvæmdastjóri þess og mikill ferða- maður. Milli Húsadals og Langadals er mjór hryggur. Um og úr dalnum liggja gönguleiðir til allra átta, m.a. upp á Valahnúk, yfir í Húsadal, upp Fremra-Slyppugil og yfir Krossa um göngubrú undir Valahnúki. BÁSAR Goðaland er sunnan Krossár, milli Hrunár og Hvannárgils. Þar er land hálent og giljótt. Vestasti hluti Réttarfells (503m), Álfakirkja, er andspænis Langadal. Hattur í Rétt- arfelli austanverðu, Útigönguhöfði (8o5m) og Heiðarhorn gnæfa yfir al- grónu dalverpinu Básum sem umlyk- ur klettahæðina Bólhaus eða Bólfell. Ferðafélagið Útivist fékk leyfi Skóg- ræktarinnar (Sigurðar Blöndal) og síðan staðfestingu landbúnaðarráð- herra (Pálma Jónssonar) fyrir bygg- ingu skála í Básum sem var fullbú- inn að utan í október 1980. Óhætt er að fullyrða að Básar séu einhver fegursti og skjóisælasti reiturinn á Þórsmerkursvæðinu. Þaðan liggja gönguleiðir í allar áttir, m.a. yfir Fimmvörðuháls. Ýmsar aðrar upplýsingar má finna um Þórsmörk og nágrenni á nat. is t.d GOÐALAND, ALMENNING- AR, EMSTRUR, HAMRASKÓGAR, MARKARFLJÓT, MERKURTUNG- UR, MÚLATUNGUR, SÓTTAR- HELLIR, MÝRDALSJÖKULL, EYJAFJALLAJÖKULL OG SÖGU ELDGOSA Á ÍSLANDI. Yfir 3600 fleiri vöruflokkar www.argos.co.uk Pantið núna Frábær verslunarmáti af/a fjö'icZHJynr »«**4Zn^!duna J,rect.co.uk Ð. Magnússon Austurhrauni 3,Gbæ s: 555-2866 www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-14 Þennan glæsilega síma hlýtur verðlauna- hafi vikunnar fyrir rétt svör í ferðaget- raun Blaðsins. Hann er af tegundinni Sony Ericsson J300Í. Hann er einfaldur í notkun, léttur, með frábæra rafhlöðu- endingu og íslensku valmyndakerfi. Hann vegur aðeins 83 grömm. Taltími er allt að 7 klukkustundir og biðtími allt að 300 klukkustundir. Innbyggt minni er 12 MB. Handfijáls hátalari er í síman- um. Hægt er að senda SMS, MMS og tölvupóst. Síminn spilar 30 radda Midi pólýtóna og MP3 hringitóna. Auk alls þessa er efíirfarandi búnaður í síman- um: vekjari, reiknivél, dagbók, Java leik- ir 3D, titrari og MusicDJ. ÞEKKINGARMIÐLUN Ert þú að leita að námskeiði? Pórsmörk var það heillin Sóldís Björk Traustadóttir er verð- launahafi vikunnar en hún segir að það komi sér alltaf vel að fá sér nýj- an síma. Sóldísi þykir gott að ferðast innanlands. „Ég var aðeins á flakk- inu í sumar. Ég er með fjögur börn, frá eins árs aldri til fjórtán ára, svo það er ekki gott að koma við löngum ferðum en við fórum á firðina og í Munaðar- nes í Borgarfirðin- um. Við fengum nú ekkert sérstak veð ur því það rigndi allan tímann, mjög íslenskt veður. Þegar ég ferðast finnst mér best að elta góða veðrið en það gengur nú ekki alltaf.“ Veistu svarið? í fyrra sóttu rúmlega 14.000 manns námskeið og fyrirlestra hjá Þekkingarmiðlun Meðal sérfræðinga eru Eyþór Eðvarðsson, Ingrid Kuhlman, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Edda Björgvins, Matilda Gregersdotter, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Sverrir Ragnarsson og Jón Gnarr Fyrirlestrar, námskeið, starfsdagar, hópefli, aðgerðamótun ALLT ÞETTA OG MIKLU MEIRA A www.thekkingarmidlun.is í næstu viku verður fjallað um stað en samkvæmt Ólafs sögu Tryggva- sonar höfðu menn hörga sína þar í heiðni. Sagan segir líka frá komu Gissurar hvíta og Hjalta Skeggja- sonar þangað árið 1000. Þeir fluttu með sér kirkjuviði sem gjöf frá Ólafi Tryggvasyni til staðarins. Norðan í klettinum er grasi vaxin brekka sem heitir Dufþekja, eftir einum þræla Hjörleifs Hróðmarssonar. Þar hrapaði þrællinn til bana, þeg- ar menn Ingólfs Arnarssonar eltu hann, og sögur segja, að a.m.k. 20 manns hafi farist þar. Frekari vísbendingar má finna á www.nat.is Svör þurfa að berast til Blaðsins ferdir@vbl.is eða á Blaðið, Bæjar- lind 14-16,201 Kópavogur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.