blaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Samtök gegn fátækt halda nú upp
á fimm ára afmæli en samtökin
voru stofnuð 30. ágúst árið 2000.
Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður
samtakanna, er myrk í máli þegar
hún talar um það hvernig búið er
að þeim einstaklingum sem lenda
í fátækt og talar um gildru í því
samhengi. Hún gagnrýnir félags-
legar stofnanir og borgaryfirvöld
fyrir úrræða- og skilningsleysi á
aðstæðum. Hún segir ennfremur
verkalýðsfélög hafa brugðist þeim
sem lægstu launin hafa og að stór
hópur launþega fái sífellt minni
sneið afkökunni. Hún telur vanta
pólitískan vilja til að sporna
við óheillavænlegri þróun og að
fátækt sé að verða sífellt stærra
og stærra vandamál í íslensku
samfélagi.
„Þessi samtök voru stofnuð fyrst
og fremst til að vekja athygli á vax-
andi fátækt í samfélaginu og til að
berjast fyrir bættum kjörum þeirra
lægst launuðu. Við vorum eitthvað
um fimmtán sem byrjuðum en síð-
an hefur töluvert bæst við. Svo hefur
þetta þróast með tímanum frá því að
vera eingöngu hagsmunasamtök yf-
ir í það að hjálpa fólki sem er jafnvel
á barmi örvæntingar og sér enga leið
út úr aðstæðunum. í dag eru margir
ólíkir einstaklingar í samtökunum
sem veita fólki ókeypis ráðgjöf og
leiðbeiningar. Þetta er allt saman
unnið í sjálfboðastarfi."
R-listinn stingur málefn-
um fátækra undir stól
Sigrún segir fátækt eiga sér langa
sögu i íslensku þjóðfélagi en sú þró-
un sem við horfum upp á í dag eigi
rætur sínar að rekja til upphafs tí-
unda áratugar síðustu aldar. „Þegar
R-listinn kom til valda í borginni var
það þeirra fyrsta verk að lækka fjár-
hagsaðstoð til efnaminna fólks. Þeir
lækkuðu viðmiðunarmörkin þannig
að fólk með fullar örorkubætur fékk
enga hjálp frá þeim. Síðan hækk-
aði leigan hjá félagsbústöðum eftir
síðustu borgarstjórnarkosningar.
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi
R-listans, viðurkenndi það meira að
segja fyrir mér að þeir hefðu stung-
ið þessu málefni undir stól fyrir síð-
ustu kosningar. Þetta var of óþægi-
legt mál fyrir þau.“
Einstæðar mæður verst staddar
Sigrún segir alls konar fólk leita til
samtakanna um aðstoð en aðallega
séu það einstæðar mæður, öryrkjar
og eldri borgarar sem hún telur að
verði verst úti. „Það líður varla sá
dagur að ekki sé hringt í mig en þó
er það misjafnt eftir árstíðum. Það
er mikið haft samband fyrir jólin
og svo þegar skólarnir eru að byrja.
Fólk sem ekki getur komið börnun-
um sínum í skóla vegna fátæktar
því það á ekki pening fyrir fötum
eða skólamáltíðum. Ég veit þónokk-
ur dæmi þess að börn séu að biðja
foreldra sína að hafa nestið nokkuð
ríflegt því þau eru að gefa af því til
þeirra sem ekkert hafa.“ Sigríður
segir að fátækt sé stöðugt að aukast
í samfélaginu og kennir m.a. um
þeirri stefnu fyrirtækja að sækjast
frekar eftir yngra fólki á kostnað
þeirra eldri og jafnvel reynslumeiri.
„Þetta er kannski fólk um fimmtugt
sem er sagt upp störfum til að rýma
fyrir yngra fólki. Síðan fær það ekki
aðra vinnu og þarf að fara á atvinnu-
leysisbætur. Smám saman brotnar
þetta fólk niður og endar jafnvel á ör-
orkubótum. Þetta er mjög neikvæð
þróun.”
Litið niður á fátæka
„Það er að mörgu leyti verra að lenda
í fátækragildrunni nú en áður. Sam-
félagið hefur breyst svo mikið og
þar er hlaupin svo mikil harka í það.
Það mætti jafnvel segja að samfélag-
ið í dag væri ómannlegt. Auðvitað
eru margir sem hafa það mjög gott
og eru á góðum launum og ekkert
nema gott um það að segja en það
eru allir svo uppteknir af þessu góð-
æri og líta niður á þá sem eru fátæk-
ir og standa sig ekki eins vel. Hér
áður fyrr var miklu meira um mann-
gæsku í samfélaginu og t.d. meira
hlúð að öldruðum og þeim sem
voru veikir og fátækir. I dag skipta
fáir sér af þessu fólki og það er mjög
einmana. Það er kannski hætt að
vinna og einangrast félagslega því
það hefur kannski enga peninga til
að veita sér neitt. Það er mjög sárt
að geta ekki haldið upp á jólin eða
farið í ferðalög á sumrin eins og aðr-
ir. Þessu fólki líður mjög illa og segir
við mig að það eina sem það eigi nóg
af sé tíminn sem það veit ekki hvað
það á að gera við."
Sigrún segir fátæktina slíka að í
sumum tilvikum eigi fólk ekki til
hnifs og skeiðar. Hún bendir á að áð-
ur fyrr hafi þetta verið spurning um
að redda mat síðustu daga mánaðar-
ins en nú sé þetta alltaf að lengjast.
„Fólk er kannski að reyna að skrimta
á því að borða hrísgrjón eða kaupa
kjötfars af því það er ódýrt. Það er
að kaupa óhollan mat því það hefur
hreinlega ekki efni á öðru.“
Verkalýðsfélögin og stjórn-
málamenn hafa brugðist
Sigrún segir verkalýðsfélög hafa
brugðist launþegum og þá sérstak-
lega þeim tekjulægstu. „Fólk er
mjög reitt út í verkalýðsforystuna
og finnst hún ekkert vera að berj-
ast fyrir sig. Ég talaði við einn
verkalýðsforkólf um daginn um að
það þyrfti að hækka lægstu launin.
Hann tók því illa og vildi meina að
þá hækkaði bara allt annað í þjóðfé-
laginu. Samt eru hæstu launin allt-
af að hækka en hinir sitja eftir því
þeir þurfa að fórna sér fyrir verð-
lagið. Það þarf að lyfta láglauna-
fólkinu upp svo það geti tekið þátt
í samfélaginu af reisn. Gjáin þarna
á milli er orðin of mikil og kerfið
býður ekki upp á neinar lausnir fyr-
ir þetta fólk til að koma sér upp úr
fátæktinni. í stað þess brotnar það
niður, hringir í mig hágrátandi þeg-
ar það kemur frá félagsþjónustunni
og hefur fengið synjun. Svo er ver-
ið að bera konur með börn og sjúk-
linga út með lögregluvaldi eins og
hefur verið raunin í tíð núverandi
borgarstjórnar. Þegar Björk Vil-
helmsdóttir var spurð í útvarpvið-
tali um úrræði fyrir þetta fólk sagði
hún að það gæti farið í gistiskýli
við Þingholtsstræti. Svona er þetta
orðið. Fólk sem á ekki fyrir mat er
vísað á einhver súpueldhús eða ein-
hverjar hjálparstofnanir. Þetta eru
náttúrulega bara úrræði fyrir úti-
gangsfólk og mér finnst ekki hægt
að bjóða venjulegu fólki upp á þetta.
Það er bara ekki pólitískur vilji til
að hjálpa fólki meira en þetta. Mað-
ur hefur á tilfinningunni að ráða-
menn í þjóðfélaginu vilji bara þegja
þetta í hel.“
Rétt á mannlegri reisn
Þó starfssemi samtakanna sé í dag
eingöngu rekinn frá heimahúsum
er unnið að því að finna framtíð-
arhúsnæði. Sigrún segir samtökin
hafa lagt inn umsókn um opinber
framlög en núna í dag séu þau
rekin með fjárframlögum frá ein-
staklingum. „Fólk sem lendir í
fátækt er svo gjarnt á að rífa sjálft
sig niður, allt sjálftraust er á núlli
og sársaukinn mikill. Við viljum
bara hjálpa þessu fólki að uppgötva
nýja sýn á lífið. Við höfum öll rétt
á því, sama hvað kemur fyrir okkur
í þessu lífi, að halda í okkar mann-
legu reisn." Sigrún vill benda þeim
sem hafa áhuga á að styrkja þetta
starf á reikning samtakanna nr.113-
05-066945, kt. 551200-4420. „Við
yrðum mjög þakklát ef fólk vildi
styrkja okkur því við þurfum svo
sannarlega hjálp til að halda þessu
gangandi", segir Sigrún að lokum.
hoskuldur@vbl.is
Verkalýðsfélög og stjómmálamenn
hafa brugðist
- segir Sigrún Á. Reynisdóttir formaður
Samtaka gegnfátœkt
35% afsláttur af
Nordsjö úfimálningu
VerMœmi:
Geqnheitar útiftisar frd kr. 1.090.- m2
Smellt plastparket frá kr. 890.- m2
, 'gfir frfí
60()
m
ALFABORG
Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 •www.alfaborg.is