blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaAiA Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Kristilegra demókrata, greið- ir atkvæði nærri heimili sínu i Kolbotn I Noregi. Tvísýnar kosningar í Noregi Vinstriflokkarnir sigra í kosning- um til norska stórþingsins í dag ef marka má skoðanakönnun sem stærstu fjölmiðlar í Noregi birtu í gær. Samkvæmt könnuninni fá vinstriflokkarnir 87 þingsæti en 85 þarf til að tryggja sér meirihluta á stórþinginu. Hægri og miðflokkarn- ir fá 81 þingsæti en munurinn er inn- an skekkjumarka. 1 annari könnun sem birt var í gær fara hægri og mið- flokkarnir aftur á móti með naum- an sigur og er því ljóst að það stefnir í spennandi kosningar í dag. Enn er fjöldi kjósenda óákveðinn og er talið að þeir kunni að ráða úr- slitum um endanlegar niðurstöður kosninganna. Þá er ekki ólíklegt að minni flokkar kunni að komast 1 oddaaðstöðu þegar stjórnarmynd- unarviðræður hefjast. Framan af kosningabaráttunni var vinstriflokkunum með Jens Stoltenberg sem forsætisráðherra- efni spáð sigri í skoðanakönnun- um. I könnunum sem gerðar hafa verið undanfarna daga hafa aftur á móti hægriflokkarnir með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra, í broddi fylkingar, haft betur. Nú virðast vinstri menn vera að sækja í sig veðrið á ný. Staða Bondeviks óljós Þó að stjórnarflokkarnir og Fram- faraflokkurinn sigri kosningarnar er óvíst um framtíð Kjell Magne Bondeviks í stóli forsætisráðherra. Framfaraflokkurinn sem hefur var- ið fráfarandi ríkisstjórn vantrausti hefur nefnilega lýst yfir að hann vilji skipta um karlinn í brúnni eftir kosningar. Hið svokallaða Rauðgræna bandalag vinstriflokkanna saman- stendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum og Sósíalíska vinstri- flokknum en bandalag hægri flokk- anna af stjórnarflokkunum auk Framfaraflokksins. www.ecc.is Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakterfur ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 ísraelsmenn yfirgefa Gaza Palestlnskir hermenn búa sig undir að taka við fyrrum landnemabyggðum gyðinga á Gazasvæðinu í gær. irnir yfirgefi svæðið í dag. Síðustu hindruninni var rutt úr vegi þegar ríkisstjórn Israels ákvað að skilja eft- ir tæplega tuttugu bænahús á Gaza- svæðinu og láta Palestínumönnum eftir að ákveða örlög þeirra. Palestínska heimastjórnin hef- ur ásakað yfirvöld í ísrael um að vilja nota sig sem blóraböggul á al- þjóðavettvangi ef bænahúsin verða skemmd eða eyðilögð. Ríkisstjórn- in hætti við að jafna húsin við jörðu eftir að rabbínarnir sögðu það vera meiri synd en hugsanleg vanhelgun Palestínumanna. Landamærin enn lokuð Gideon Meir, háttsettur embættis- maður í utanríkisráðuneyti Israels, sagði þetta vera sögulegan dag. „Við erum að yfirgefa Gazasvæðið eftir 38 ár til að gera Palestínumönnum kleift að lifa eigin Hfi. Nú er komið að þeim að sýna að þeir geti lifað vejulegu lífi með eðlilegum efnahag og byrjað upp á nýtt“, sagði Meir. Palestínumenn benda aftur á móti á að ísraelsmenn hafa enn sem fyrr stjórn á lofthelgi Gazasvæðisins, vatnslindum og landamærastöðv- um. „Svo lengi sem landamærahlið- in eru lokuð lítum við á Gazasvæðið sem hernumið land“, sagði Sufian Abu Zaydeh, ráðherra í palestínsku heimastjórninni. ■ ísraelsmenn lýstu yfir lokum her- setu sinnar á Gazasvæðinu í gær. Þar með stendur ekkert í veginum fyrir að brottflutningi þeirra af svæðinu verði lokið og það afhent Palestínumönnum eftir hernám sem staðið hefur í 38 ár. Israelskar hersveitir héldu af svæðinu í gær enda eru yfirgefnar landnemabyggð- irnar sem þær áttu að gæta í rúst og búið að taka niður herstöðvar. Búist er við að síðustu ísraelsku hermenn- Búddamunkar á bæn í hofi í Sjanghæ. Vilja reka hofsín betur Munkar með MBA-gráðu Átján búddamunkar og fáeinir leik- menn stunda nú sérhæft MBA-nám við háskóla í Shanghæ í Kína til að vera betur í stakk búnir til að reka hof sín. í námskeiðinu er meðal annars hofrekstur og viðskipta- kænska kennd, auk þess sem farið er í hvernig markaðssetja skuli trú- arlegar greinar. „Með þessu námi viljum við læra hvernig hinum veraldlega heimi er stjórnað", segir Tjang Tjún, zen-búddamunkur, sem er framkvæmdastjóri búddahofs í borginni. Þúsundir af búddahofum hafa verið gerð upp eða endurbyggð á síðustu árum, aðallega til að laða að ferðamenn. I því tilviki þar sem lengst var gengið voru rústir gamall- ar pagóðu í hinni fornu borg Hang- sjú endurbyggðar úr gleri, stáli og steypu, með lyftum og rúllustigum og rafrænum snertiskjám. ■ ENSKA ER OKKAR MAL Enskunámskeið að hefjast Okkar vínsælu talnámskeið auka orðaforða og sjálfstraust • Talnámskeið - 5 og 10 vikur * Einkatímar Barnanámskeið frá 5 til 12 ára Námskeið fyrir 8-10. bekk * Viðskiptanámskeið * Málaskólar í Engfandi Málfræði og skrift Umræðuhópar Indverskur strákur með apana sína tvo. Jóga Jóga Jóga Al-Einingar öndun byrjar 9 sept. kl.20 Raja Jóga hefst 12.sept. kl.20 Sálar Jóga hefst 1B sept. kl.20 Vertu velkomin í heimsókn og ráðgjöf Hríngdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 Upplýsingar fást hjá Karli Þorsteinssyni í síma 660-7796 og/eða sjá www.andlegiskolinn.is Andlegi Skólinn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.