blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 16
16 I HEILSA
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Ætihvanna-
lauf eykur
svefnfrið
karla
Blöðruhálskirtilsvandamál
eru vaxandi hjá karlmönnum.
Af einhverjum óþekktum or-
sökum virðist þetta vandamál
aukast hraðar á Norðurlöndum
en annars staðar. Talið er að
um fimmtugsaldur eigi 50%
karlmanna við þetta vandamál
að stríða og við sjötugsaldur
hafi þetta hlutfaU hækkað i 70%.
Þegar blö ð r uhálskir till stækk-
ar þrýstir hann á þvagrásina
sem getur truflað þvaglát. Þetta
lýsir sér m.a. í tíðari þvaglátum
einkum um nætur og ættu
menn þá að leita til læknis. Ef
um góðkynja stækkun á blöðru-
hálskirtli er að ræða þá er unnt
að fá hjálp með SagaPro sem
unnið er úr ætihvannalaufi.
Rannsóknir sýna að í
ætihvannalaufi er m.a. efnið
osthenol (kúmarín efni). Hindr-
ar það virkni á mikilvægu
ensími en virkni ensímsins
vex með stækkun á blöðru-
hálskirtlinum. Fleiri efni eiga
sennilega þátt í virkninni
og eru þau í rannsókn.
Nýlega hefur SagaMedica
sett á markað nýja vöru sem
framleidd er úr íslenskri æti-
hvönn og seld undir nafninu
SagaPro. SagaPro hefur verið
í reynslunotkun í tvö ár og
virku efnin verið rannsökuð
bæði hér á landi og erlendis.
SagaPro auðveldar þeim karl-
mönnum lífið sem þurfa oft að
vakna á nóttunni. Varan hefur
fengið afar góðar viðtökur hér
á landi og hún virðist hjálpa
mörgum karlmönnum. Auk
þess að fækka salernisferðum
hafa ýmsir nefnt að við töku
SagaPro hafi skeggvöxtur
aukist og hjónalífið batnað. Á
því eru liífræðilegar skýringar.
SagaPro auðveldar þeim karlmönn-
um lífið sem þurfa oft að vakna á
nóttunni.
Fœðubótaefnið
Spirulina
Á þessum síðustu og verstu tímum
þegar fólk hefur varla tíma til að
borða, hvað þá tíma til að borða holl-
an mat er það oft raunin að ónæm-
iskerfið slappast og kvefbakteríur
herja á af fullum krafti. Þá er gott
að vita af einhverjum hjálparkokk-
um sem gætu hugsanlega gert málin
eitthvað skárri. I baráttunni við veir-
urnar hafa mörg vopn verið brýnd í
gegnum tíðina og eitt það allra nýj-
asta er fæðubótaefnið Spirulina sem
unnið er úr blá- og grænþörungum,
sem þrífast best í heitum sólríkum
löndum eins og Mið- og Suður-Am-
eríku og Afríku, en finnst einnig í
basískum vötnum víða annars stað-
ar. Algengustu tegundirnar sem not-
aðar eru í bætiefni eru Spirulina plat-
ensis og Spirulina maxima, og eru
þessar tegundir til sölu í Heilsuhús-
inu. Margar aðrar tegundir eru til,
og er Yggdrasill meðal annars með
Spirulina-þörunga frá Solaray, en
þeir eru lífrænt ræktaðir í sjónum
umhverfis Hawaii. Til að koma í veg
fyrir að þeir missi eiginleika sína og
gæði í framleiðsluferlinu þá eru þeir
kaldþurrkaðir um leið og þeir koma
upp úr hafinu.
Hvað er í Spirulinaþörungum?
I dag mæla næringafræðingar með
því að við borðum allt að 5 skammta
af ávöxtum og grænmeti á dag. í
nútímaþjóðfélagi eru fáir sem gera
það en spírulína-þörungarnir eru
sú fæða sem inniheldur meira af
samþjappaðri fæðu sem jafnast á
við grænmeti og ávexti en nokkur
önnur þekkt planta, korn eða jurt.
Um 60-70% þeirra er prótín, sem
er um 20 sinnum meira en er í soja-
baunum. I þeim er einnig að finna
fitusýrurnar GLA (gamma línólen),
linólín og AA (arachidonic), vítam-
ín B-12, járn, amínósýrur, RNA og
DNA kjarnsýrur, beta-karóten og
karótenóíð, chlorophyll og phytocy-
anin. Hið síðastnefnda er (litar)efni
sem eingöngu hefur fundist í blá-
grænum þörungum og hefur verið
notað við rannsóknir á músum með
lifrarkrabbamein. Þeim sem var gef-
ið þetta efni virtust eiga meiri mögu-
leika á bata en þær sem ekki fengu
efnið. Spirulina er fæða sem hjálp-
ar til við að vernda ónæmiskerfið,
lækka kólesteról og taka upp stein-
efni. Spirulina er æskileg þegar ver-
ið er að fasta, þar sem þetta bætiefni
jafnar matarlystina og hefur hreins-
andi áhrif á líkamann. Hún getur
einnig hjálpað fólki með sykursýki,
þar sem hið háa prótínmagn henn-
ar jafnar blóðsykurinn. Hún hentar
tvímælalaust fólki sem borðar lítið
af grænmeti eða prótínum þó hún
komi alls ekki í staðinn fyrir fæðu
úr þessum flokkum. ■
Kúamjólk
Eúamjólk eykur vöxt barna
Á doktor.is er að finna niðurstöður
úr rannsóknum sem vísindamenn
við Konunglega dýralækna- og land-
búnaðarháskólann i Danmörku
hafa nýverið birt. Samkvæmt þeim,
býr venjuleg kúamjólk yfir þeim eig-
inleikum að börn sem drekka hana
verða hærri en önnur börn. Þegar
eru fyrir hendi niðurstöður annarra
rannsókna sem benda til að kúa-
mjólk hafi áhrif á vaxtahormónið
IGF-I. Önnur próteinefni eru í mjólk-
inni sem ekki er að finna í öðrum
landbúnaðarafurðum eins og t.d.
kjöti. Camilla Hoppe, einn vísinda-
mannanna sem starfar við næringar-
fræðideild skólans sagði í viðtali við
Jyllands-Posten að það sé ekki ein-
ungis próteinið í mjólkinni sem hafi
þessi áhrif á vöxt barna. „Kúamjólk
er ætluð kálfum, sem þurfa að vaxa
hratt. Þess vegna er eðlilegt að hún
Kýrnar á bænum Hofsá í Svarfaðardal
kæra sig kollóttar um danskar rannsóknir
og bfta sitt gras.
innihaldi eitthvað annað, sem veldur
hraðari vexti,“ sagði hún. Þessi upp-
götvun getur orðið til þess að leiðir
verði fundnar til að hjálpa börnum
sem vaxa hægt. „Þegar við höfum
fundið út hvað það nákvæmlega er í
mjólkinni sem eykur vöxt barna þá
munum við geta fundið leiðir til að
hjálpa þeim,“ sagði Hoppe.
Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum
100 ára hefð og ekkert nema hollusta
Þú borðar þær með
uppáhalds álegginu,
kannski ylvolgar úr ofninum,
ristaðar, með hvltlauksollu,
stundum eins og pizzur
...eða eins og Strandamenn,
glænýjar með íslensku smjöri.
Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku (
næstu matvöruverslun.
Hollara brauö finnst varla.
• . -
. *
BlaöiÖ/lngó