blaðið - 12.09.2005, Qupperneq 18
18 IDANS
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöiö
BlaSmeinarHugi
í dansinum
er maður að
sýnast fyrir
stelpunum
Júlí Heiðar Halldórsson er fjórtán
ára strákur sem hefur æft sam-
kvæmisdans síðan hann var sex
ára gamall. En hann lætur ekki
staðar numið þar því hann æfir
líka fótbolta og körfubolta enda
duglegur drengur. Honum finnst
mjög gaman að dansa og æfir oft
í viku.
Við spurningunni af hverju Júlí sé
að æfa dans segir hann: Ég er að æfa
samkvæmisdans vegna félagsskap-
arins, kennarans og það allt. Þetta
er rosalega gaman og ég ætla að æfa
dans lengi. Uppáhaldsdansarnir
mínir eru Jive og Samba því það er
svo mikill hraði og fjör í þeim.“
Fáir strákar
Það er ekki mjög algengt að strákar
á þessum aldri séu að æfa samkvæm-
isdans en Júli kippir sér ekkert upp
við það. Hann segir alveg óhikað að
það sé ekki síst gaman að sýna sig
fyrir stelpunum. „Oft er sagt að i fót-
bolta sé maður að spila með öðrum
strákum en í dansinum sé maður
að dansa við stelpur og sýnast fyrir
þeim. Það er alveg rétt.“
Nægurtími
Júlí segir að það sé af og frá að allur
hans tími fari í dansinn. „Ég er yf-
irleitt búinn í skólanum um tvö eða
þrjú. Þá fer ég yfirleitt á fótboltaæf-
ingar eða eitthvað svoleiðis. Siðan
fer ég í dans. Við æfum svona fjór-
um sinnum í viku, það eru hóptím-
ar og einkatímar. Ég hef tekið þátt
í einni danskeppni erlendis Og svo
í keppnum hér heima. Það er mjög
gaman. Ég er líka að æfa fótbolta og
körfubolta ásamt dansinum."
Júlí æfir dans en hefur samt nægan
tíma fyrir önnur áhugamál
Dansinn dunar við dúndrandi hjartslátt
Fátt skemmtilegra en að líða um dansgólfið
Þeir sem þekkja það vita að það er
engin tilfinning eins unaðsleg og
að líða um dansgólfið í fallegum
dansi við góða tónlist. Flestir eiga
dansinn sameiginlegan því flestir
hafa dansað um ævina. Hvort
það er að hrista sig í 12 ára bekk
við sætu stelpuna eða strákinn í
bekknum eða svífa um gólfið í er-
ótískum tangó. Allt er þetta dans
og dans er alltaf skemmtilegur.
Dans er líka eins fjölbrey tilegur
og hann er skemmtilegur enda
eru til óteijandi útgáfur af dansi.
Dans er því ekkert eitt fyrirbæri
þó allar stefnurnar eigi það sam-
eiginlegt að hreyfa búkinn.
Dansinn er það listform sem er tjáð
í gegnum líkamann. Dansinn spilar
einnig mikilvægt hlutverk í auglýs-
ingum, kvikmyndum og leikhúsi, í
vestrum, söngleikjum og óperum.
Fólk dansar til að skemmta sér, heils-
unnar vegna, til að láta tímann líða
og í félagslegum tilgangi. Hvaða
ástæða sem það er þá er dansinn allt-
af jafn vinsæll. Það sem gerir dans-
inn svo sérstakan er að fólk í öllum
aldurshópum og af öllum stærðum
og gerðum hefur gaman af því að
dansa. Til eru margar tegundir af
dansi og ber kannski helst að nefna
breakdans, samkvæmisdans, maga-
dans og freestyle. Listinn er þó eng-
Danskennsla
Dansdeild ÍR
Skógarseli 12, 109 R.
Barnadansar, gömludansar nir, tískudansar
og samkvæmisdansar
Börn, unglingar og fullorðnir
Byrjendur + framhald
Dansráð íslands
Skoðið heimasíðu okkar
www.ir-dans.com Símar 662 6900/587-7080
an veginn tæmandi eins og gefur að
skilja. En allir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi eða eins og sagt
er þá er dansinn í öllum, það þarf
bara að finna hann.
Dans er listagrein sem
merkir sálu þína. Dans-
inn er alltafmeð þér
og tjáir sig í gegnum
alltsem þú gerir.
Dansmenning fjölbreytt-
ari í nútímasamfélagi
Dans hefur yfirleitt verið mjög vin-
sæll á Islandi. Undanfarna áratugi
hafa fleiri dansstefnur komið til Is-
lands en áður og ný nöfn hafa litið
dagsins Ijós eins og afró, magadans,
funkjazz, freestyle og svo framvegis.
Fyrr á tímum voru samkvæmisdans-
ar mest dansaðir en í dag er dans-
menningin miklu fjölbreyttari, það
er ekkert eitt í tísku. En því miður
er skortur á góðu danshúsi á íslandi
enda er meira um barmenningu.
Lítið er hægt að dansa á börum, að
minnsta kosti ef metnaður er settur
í dansinn. Auk danshúss vantar líka
góða danshljómsveit en segja mætti
að Milljónamæringarnir séu helsta
danshljómsveit Islands.
Tími rómantíkur
Um miðja síðustu öld byrjaði
diskóið og þá breyttist dansmenn-
ing íslendinga. Fólk hætti að dansa
saman og fór að dansa sitt í hvoru
lagi. I dag vantar því þessa rómantík
sem umlukti dansinn á dansleikj- nemaviðhverfumafturtiltímaróm-
um. Því fylgdi ávallt viss stemning antíkur og dulúðar
og snerting sem er minna um í dag.................................
Með auknum áhuga er aldrei að vita svanhvit@vbl. is
fm
[K •
-ijL •■ .