blaðið - 12.09.2005, Page 20
20 I DANS
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaAÍA
Magadans eykur sjáUstraust
kvenna
99.............
Flestir hafa
orðið varir
við það að
magadans er á
allra vörum um
þessar mundir
og virðist sífellt
verða vinsælli.
Rósalind
segir að allur
dans sé mjög
vinsæll núna.
Magadans á uppruna
sinn að rekja til
Mið-Austurlanda og
hefur verið dansaður
af konum á þessum
slóðum um aldir alda.
Magadansinn færist
svo á milli kynslóða
með kennslu móður
til dóttur. Það er þó
ekki þannig á fslandi
enda ekki þjóðardans
okkar. Rósalind Han-
sen kennir magadans
í Kramhúsinu og segir
hann vera einstaklega
heillandi.
Aðspurð að því hvað
það er sem er svona
heillandi við magadans-
inn segir Rósalind hlæj-
andi. „Það er eitthvað
svo töfrandi við magadansinn. Kon-
ur hittast og hafa gaman saman án
þess að karlmenn séu með. Svo er
það tónlistin, menningin og auðvit-
að búningarnir líka sem heilla. Það
er mikið skart í kringum þetta. Við
fáum að vera prinsessur í einn dag,
eða fleiri.“ Rósalind segir að þær séu
þó bara í venjulegum fötum á með-
an þær æfa. „Maður þarf því ekkert
að bera á sér magann frekar en mað-
ur vill enda eru til heilbúningar."
Hoknar konur bera sig betur
Rósalind segir að fæstar konur
veigri sér við að sýna á sér magann
enda: „Er það þannig að sjálfsálitið
eykst hjá konum eftir dansinn. Mað-
ur fær einhvern veginn meira álit á
sjálfum sér eftir að maður fer að æfa
magadans. Það eru margar hoknar
konur hjá okkur sem hafa farið að
bera sig betur og finnast þær flott-
ari.“ Flestir hafa orðið varir við það
að magadans er á allra vörum um
þessar mundir og virð-
ist sífellt verða vinsælli.
Rósalind segir að allur
dans sé mjög vinsæll
núna. „Magadansinn
hefur alltaf verið vin-
sæll en núna er hann sér-
staklega vinsæll. Skrán-
ingin hefur aukist og
ég held reyndar að dans,
yfir höfuð, sé vinsælli
nú en áður. Konurnar
eru mjög ánægðar með
magadansinn. Við lær-
um nýja dansa og svo
eru oft gestakennarar
erlendis frá. Til okkar er
einmitt að koma banda-
........ rísk magadansmær sem
heitir Sabah. Hún hefur
mikla reynslu og hefur
til dæmis verið í þjálfun
í Kairó í Egyptalandi. Þetta verður
án efa mjög skemmtilegt enda verð-
ur hún hér i fimm vikur að kenna
okkur.“
Magadans er nýr lífsstíll
Rósalind talar um magadansinn
með slíkri lotningu að það verður
ekki komist hjá því að spyrja hvað
varð til þess að hún fór að æfa maga-
dans? „Það er bara allt í kringum
þetta. Ég hlusta til dæmis orðið
meira á arabíska tónlist en útvarpið
og svo eru það náttúrulega búning-
arnir. Það er líka gaman að sýna, við
erum mikið með sýningar og sýnum
til dæmis á árshátíðum út um allan
bæ. Það er mjög gaman að því. Við
höfum líka ferðast til Stokkhólms
og sýnt þar og svo tökum við þátt í
hátíðum. Þetta er eiginlega bara nýr
lífsstíll ef maður virkilega setur sig
inn í þetta.“
svanhvit@vbl.is
Rósalind er glæsileg í magadansbúningnum
Ég er alltaf aö dansa
Lilja Guðmundsdóttir er fjórtan
ára, hress stelpa í Víðistaðaskóla.
Hún hefur æft samkvæmisdans
frá því að hún var átta ára gömul
og finnst það alltaf jafn skemmti-
legt.
Lilja segir að dansinn skipti
miklu í hennar lífi. „Mér finnst
mjög gaman að æfa dans. Ég veit
ekki hvað ég myndi gera ef ég væri
ekki að æfa dans. Eg er alltaf að
dansa. Það er misjafnt 99
hvað eg æfi oft í viku.
Fastir hóptímar eru
fjórum sinnum í viku
en svo æfum við auka-
lega í einkatímum og
svoleiðis." Auk þess að
vera mikið að dansa hér
heima hefur Lilja tekið
þátt í keppnum, bæði
hérlendis og erlendis.
„Ég hef tekið þátt í ís-
landsmeistaramótum á
Islandi, litlum mótum
á íslandi og svo hef ég
farið þrisvar út til Dan-
merkur að keppa. Mér
hefur gengið ágætlega.
Það er rosalega gaman
að fara út að keppa og
það er mikil stemmn-
ing í kringum það. Það
er ótrúlega gaman.“
Gat ekki staðið í lappirnar
Aðspurð í hvaða búning hún sé í seg-
ir Lilja: „Ég er alltaf í mjög skreytt-
um danskjólum og háhæluðum
skóm og svo eru herrarnir í skyrt-
um og buxum. Það venst að dansa á
háhæluðum skóm. Fyrst getur mað-
ur ekki staðið í lappirnar en svo
venst maður því. Þegar ég var átta
ára var ég líka í háhæluðum skóm,
en bara svona tveir sentimetrar. Ég
á svona fjóra kjóla sem ég get not-
að núna, en svo eru margir sem
eru orðnir of litlir á mig. Mamma
saumar flesta kjólana á mig en við
höfum keypt kannski svona tvo í
gegnum tíðina."
Lítill tími fyrir annað en dansinn
Lilja segir að það sé frekar erfitt að
vera í skóla og æfa svona mikinn
dans. „Ég kem bara heim úr skól-
anum og læri. Svo fer ég á æfingu
þangað til ég kem heim að sofa. Eg
æfi mig smá heima fyrir framan
spegilinn en ekkert mikið. Það er
Lilja er alltaf afi dansa enda finnst henni
mjög skemmtilegt afi æfa dans.
mjög lítill tími fyrir eitthvað annað,
eins og vinina. Én þetta er svo gam-
an þannig að það er fínt. Svo fær
maður mikinn félagsskap af hinum
krökkunum sem eru þarna. Það er
samt miklu meira um að stelpur
æfi samkvæmisdansa en strákar,
sérstaklega í byrjendahópunum.
En í mínum hópi eru bara pör.“
Þrátt fyrir að Lilju finnist alltaf
jafn gaman að dansa þá eru tveir
dansar sem hún heldur sérstaklega
upp á. „Mér finnst skemmtilegast
að dansa rúmbu og jive. Jive er hress
en rúmban er ástardans, geðveikt
hægur. Þetta eru svona andstæður
en þetta finnst mér skemmtilegast
að dansa.“
Jiveerhress
en rúmban er
ástardans, geð-
veikt hægur.
Magadans
eykur
frjósemi
Magadans er til margs nýtilegur.
Ekki einungis er hann skemmti-
legur og getur aukið sjálfstraust
kvenna, heldur hefur lengi
loðað sú trú við magadansinn
að hann auki frjósemi. Trúin
er að ef kona dansar sem mest,
aukast líkurnar á því að hún
verði ólétt. Það þekkist einnig
að konur hafa notað dansinn til
þess að sefa sársauka í hríðum
og flýta íyrir fæðingu barns,
þar sem hreyfingar eru örvandi
á þeim svæðum. I Sádi-Arabíu
er til heilagur dans sem er ein-
ungis dansaður þegar kona er í
barnsburði. Hann á að styrkja
hina verðandi móður og hjálpa
til við fæðinguna. Konumar
safnast saman með þeirri sem
er að ala barn og
dansa
þennan
dans.
Þeir sem
hafa orðið ; .jtL'yf*1
vitni að athöfn- f'
inni segja að
hann lfikist
mjög maga-
dansins sem
þekkist
annars
staðar í
heim-
inum.