blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 30
38 I
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaðiö
SMAboraarinn
HAMINGJAN GÓÐA!
Smáborgaranum verður oft hugsað
um hamingjuna og jafnvel hvernig
skal öðlast hana. Þegar Smáborgar-
inn var lítill þá hélt hann gjarnan
að hamingjan væri eitthvað sem þú
fyndir á lífsleiðinni og eftir að þú
fyndir hana þá væri hún með þér
til æviloka, rétt eins og hrukkurnar
og gráu hárin. Eftir að Smáborgar-
inn þroskaðist áttaði hann sig á því
að hamingjan er, eins og svo margt
annað, tilfinning sem kemur og fer.
Fæstir eru hamingjusamir alltaf og
að sama skapi er fæstir óhamingu-
samir alltaf, sem betur fer. Sennileg-
ar eru þeir hamingjusamastir sem
líta björtum augum á tilveruna og
eru ekki í þessari endalausu leit eft-
ir betra lífi og tilveru.
Konur oft óhamingjusamar
En það er eitt sem Smáborgarinn er
alltaf að sjá betur og betur því eldri
sem hann verður og það er að það
eru svo margir sem virðast sætta
sig við ýmislegt. Þetta eru kannski
fordómar en Smáborgaranum
finnst eins og það séu sérstaklega
konur sem sætta sig við eitthvað
f stað þess að leita eftir einhverju
öðru sem gerir þær virkilega ham-
ingjusamar. Nú myndu einhverjir
segja að konur séu svo flóknar og
það sé svo erfitt að gera þær ham-
ingjusamar. Þess þá heldur ættu
þæraðleitabetur.
Vaninn er vanabindandi
Þegar Smáborgarinn lítur á vina-
hóp sinn þá getur hann í raun bara
bent á örfáa sem eru í hamingju-
sömum samböndum. Aðrir virðast
vera að sætta sig við eitthvað sem
þeir eiga ekki skilið. Ástæðuna skil-
ur Smáborgarinn ekki alveg. Trúleg-
ast spila tilfinningar stórt hlutverk
því þegar einstaklingar hafa verið í
sambandi í lengri tíma þá er erfitt
að losa sig úr því. Að sama skapi er
vaninn mikill og fæstir vilja særa
einhvern, sem þeim þykir, þrátt fyr-
ir allt, vænt um. Enn aðrir álíta að
þeir geti ekki gert betur og að þeir
muni hvort eð er aldrei verða ham-
ingjusamir, og því sé alveg eins
gott að vera áfram í þessu sam-
Sandi. Að mati Smáborgarans er
aldrei nógu góð ástæða fyrir því
að vera í sambandi sem gerir eng-
an hamingjusaman.
Anað út í sambönd
Ef ástæðan er bara hræðsla þá ber
að nefna þann gamla sannleik að
ef horft er í augun á óttanum þá
mun hann hverfa. Undirliggjandi
ástæða þessa alls er að flestir ana
út í alvarleg sambönd, jafnvel beint
úr foreldrahúsum. í samböndum
er nefnilega mikilvægt að þekkja
sjálfan sig og geta liðið vel með sjálf-
um sér. Þeir sem hafa alltaf haft ein-
hvern sér við hlið átta sig kannski
ekki á að það að vera einn er ekki
svo slæmt, svo lengi sem þér líður
vel með sjálfum þér. Það er alltaf
betra að vera hamingjusamur einn
heldur en að vera óhamingjusamur
með öðrum.
SU DOKU
talnaþraut
49. gáta
2 5 9
1 9 8 2 5
7 8
8 4 3 2
2 5
9 6 1 4
4 2
2 5 9 8 7
8 3 6
Lausn á 49.
gátu irerður að
finna i
blaðinu á
morgun.
Lausn á 48. gátu
lausn á 48. gátu
± 4 9 6 1 7 8 3 2
7 2 1 3 4 8 5 6 9
6 3 8 5 2 9 1 4 7
9 6 4 7 8 3 2 5 1
3 1 5 2 9 6 7 8 4
8 7 2 4 5 1 3 9 6
2 8 6 1 3 4 9 7 5
1 7 8 6 5 4 2 3
4 5 3 9 7 2 6 1 8
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða
tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og
í þar til gerð box sem innihalda 9
reiti. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
Eyðslubrúðkaupi
Jordan og Peter
Andre lokið
Nú er brúðkaup Jordan og Peter
Andre afstaðið eftir að hafa verið
mikið í slúðurdálkunum undanfar-
ið. Það hefur helst verið talað um
eyðslu og að fáir af fræga fólkinu
hafi mætt. Öryggisverðir voru harð-
ir í að halda fjölmiðlum og þeim
sem ekki höfðu boðsmiða frá brúð-
kaupinu. Jordan var sérstaklega
gagnrýnd fyrir eyðslusemi og mætti
í bleikum hestvagni og veitingarnar
voru ekki af verri endanum en boð-
ið var upp á humar og foie gras og
þjónarnir fluttu óperu. Brúðhjónin
dönsuðu við og sungu A Whole New
World úr Aladdin. Einhverjir gagn-
rýndu brúðina fyrir smekkleysi og
það var sagt að hún hafi þurft að-
stoð fjögurra brúðarmeyja til að fá
sér sæti. En við öðru var ekki að bú-
ast enda er um litríkt fólk að ræða.
Er Britney Spears
búin að eiga?
Haft hefur verið eftir breskum slúð- Ferderline hafi komið með henni á
urblöðum að Britney Spears hafi
fætt barn sitt mánuði fyrir tímann.
Talsmaður Britney í Bretlandi vill
þó ekki taka undir þetta og segir
ekkert til í þessum sögum. Blöðin
segja söguna hafa upphaflega kom-
ið frá bandarískri útvarpsrás og að
því hafi verið haldið fram að Kevin
fæðingardeildina og móðir hennar
og systir hafi beðið frammi á með-
an. Talsmaður hennar segir að ekki
sé von á barninu fyrr en í næsta mán-
uði og að ekkert sé til í þessum sögn-
um, hún sé ekki einu sinni á spítala.
dcanerr segir lei
ara i Hollywood
alttofmjóa
Leilekonan Scarlet Johansson er
ekki sátt við þær hugmyndir sem
viðgangast í Hollywood að leikkon-
ur eigi að vera svo mjóar að það líti
út fyrir að þær séu að detta í sundur.
Scarlett segir mjög óhollan lífsstíl
einkenna leikarastéttina og er sjálf
meira fyrir hraustlegt útlit. Hún
segir flesta vera of mjóa og finnist
þeir samt vera allt of feitir. Hún seg-
ist sjálf eiga feita daga og hún komi
aldrei til með að verða mjög mjó.
Hún segir lífsstílinn mjög óhollan
og hefur sjálf lofað að hún muni
ekki láta undan pressunni og vilji
alltaf hafa sem eðlilegast útlit. ■
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Þú hefur síðustu orðin yfir verkefni sem hefúr
staðið yfir lengi og færð klapp á bakið fyrir vel unn-
in störf
V Ekki sýna of mikið bað er betra sýna áhuga-
leysi, þér verður sýndur ahugi frá rétta fólkinu
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Þú verður að svna stjórn sem gæti gert þig
tímabundið óvinsæía/n en á eftir að leiða til lang-
varandi velgengni. Sýndu sanngirni og þá mun allt
ganga eins og í sögu
& Ef þú vilt vekja aðdáun þá verðurðu að hafa í
huga afraksturinn og ekki lata neitt hindra plön
þín.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
$ Samkomulag er samstarf tveggja og í dag gild-
ir það að gefa og þiggja. Hugaðu vel ao samskipt-
um við vinnufélagana til að byggja þau upp.
V Það er mikilvægt að huga vel að vina og kunn-
ingjaböndum í dag.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
$ Vinnan tekur mikinn tíma og orku frá þér
þessa dagana og það er farið að fara í taugarnar á
pínum nánustu. Vertu viss um að engum líði eins
og þú sért að nota þá.
V Það gengur vel hjá þér og þú finnur fyrir öf-
undssemi þessa dagana. Ekki láta velgengnina
bitna á samskiptum þínum við þína nánustu og
hugaðu vel að þeim.
Naut
(20. apríl-20. maí)
5* Þú ert vel tengd/tengdur og ert meðvituð/aður
um það sem er ao gerast í kringum þig ef félagar
þínir og stendur þig vel í samkeppni.
V Það er komið að lokum að einhverju sem þú
hefur verið að vinna að og þú getur byrjað að hefj-
ast handa við nýja hluti.
©Tvíburar
. (?.1, mAÍ-21 .júnfl.........
$ Félagar þínir eru allir að gantast með ráðríki
sem snýr ao þér. Mesta vinnan þín verður undir
yfirboroinu og þú þarft að eiga góð samskipti við
fólk.
V Reyndu að vanda þig í samskiptum við fólk
til að koma góðum hlutum til leiðar. Haltu veislu,
hittu fólk og sendu út góða strauma. Þú hefur
góða innsýn á hvað það er sem fólk þarf svo það er
um að gera að nýta pað.
®Krabbi
(22. júní-22. júlí)
$ Þú átt í smá skapsveiflum oe fmnst fólk ætlast
til of mikils af þér. Reyndu að nnna jafnvægi svo
fólki líði betur í kring um þig.
V Þér líður eins og þú sért að leika en þú þarft að
halda grímunni af einhverjum ástæðum og ekki
sleppa nenni fyrr en þú veist hvenær þú ert tilbú-
in/n.
®Ljón
(23. júlf-22. ágúst)
Þú veist hvað það er sem þú viít frá vinnufélög-
um og þér líður loKst eins og pú sért að breyta rétt
og því er um að gera að hræoast ekki framfarir.
V Allt gengur upp hjá þér og það er ekkert sem
hindrar frelsi þitt. Gríptu tækifærin og stefndu að
því sem þú telur vera Dest fyrir þig.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
$ Tíminn líður fljótt í vinnunni en þetta er góð-
ur tími til að hugsa um samskipti við samstarfsfé-
laga þína og annað sem þér fmnst skipta máli.
V Ef þig langar reyna eitthvað nýtt í ástarmál-
um skoðaðu þá í kringum þig á vinnustaðnum
og reyndu að sameina vinnu og persónuleg sam-
skipti.
©Vog
(23. september-23. október)
$ Þú ert orkumikil/1 og þér fmnst þú hafa meiri
stjórn en oft. Ef þú ert emstæð/ur þá gætu komið
upp rómantískar aðstæður við vinnufélaga eða
kunningja. Þó þú sért í sambandi skaðar eldd að
flörta smávegis.
V Tilfinningar sem þú vissir ekki að væru til
staðar halda aftur af þér við að gera hlut sem þér
finnst áhugaverður. Þúþarft að nota gamalt ráo og
að nýta tæKÍfærið sem pér býðst.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Þú þarft að finna nýia samstarfsaðila og snúa
þér að öðru. Finndu út nvar sé besta leiðin til að
finna fólk sem hefur unnið við svipaðar aðstæður.
V Ekki sýna öll spilin strax og láttu sem þú hafir
ekki áhuga á viðkomandi því það virkar oft betur
til að láta ganga á eftir sér.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Sýndu smá fiarlægð og fljótlega sérðu að það á
eftir að hjálpa þér við að ná framtorum.
V Fjármálin eru eitthvað að hrjá þig en ekki
svo mikið að það hafi áhrif á tilfmningarþínar til
tónlistar og tiifinningarleg mál. Reyndu ao ná jafn-
vægi því ányggjur eru ekki af hinu góða.