blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 18
26 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaöiö Bömum kennt að kljást við eríiðleika Námsefni á sviði geðheilsu Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og verkefnastjóri Geðræktar hjá Lýðheilsustöð Um þessar mundir er verið að for- prófa námsefni sem kallast Vinir Zippý í einum leikskóla og tveimur grunnskólum á íslandi. Vinir Zippý er forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn og hefur verið notað með góðum árangri víða um heim, til að mynda í Danmörku og Litháen. Námsefnið er hannað fyrir 6-7 ára börn, en hefur reynst gagn- legt fyrir yngri börn líka. Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og verkefnastjóri Geðræktar hjá Lýðheilsustöð, segir að námsefnið sé mjög metnaðarfullt verkefni. „Hugmyndin á bak við þetta námsefni er sú að ef við kenn- um börnum að kljást á eigin spýtur við erfiðleika á meðan þau eru ung þá munu þau verða betur undir það búin að mæta vandamálum og and- streymi á unglings- og fullorðinsár- um. Það sem er líka mjög jákvætt er að það er enginn skyldugur að segja neitt, það er í lagi að hlusta bara.“ Andleg og tilfinningaleg heilsa efld Námsefnið er byggt í kringum sex sög- ur um Zippý, teiknimyndapersónu sem á ung börn að vinum. I sögunum standa börnin ffammi fyrir ýmsum aðstæðum sem mörg börn þekkja eins og einmanaleika, einelti, vináttu, missi og sorg. Til dæmis er fjallað um tilfmningar í fyrsta námsþættinum. Vinir Zippý kenna börnum að takast á við erfiðleika Námsefnið byggist upp á sögunum, samræðum, blutverkaleikjum, teikn- ingum og síðan fylgja mismunandi verkefni með hverri sögu. Með náms- efninu er börnunum kennt að takast á við erfiðleika sem kunna að koma upp í daglegu lífi þeirra, að tala um tilfinn- ingar og að skoða leiðir til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Vinir Zippý segir börnunum ekki hvernig skal leysa ákveðið vandamál, að ein lausn sé betri en önnur, heldur hvet- ur námsefnið börnin til sjálfstæðrar hugsunar við úrlausn vandamála. Námsefnið hentar fjölmenningu Markmið námsefnisins er að efla and- lega og tilfinningalega heilsu allra barnanna ffekar en að leysa eingöngu vandamál fárra. í vetur verður náms- efnið forprófað í leikskólanum Maríu- borg, grunnskólanum Ingunnarskóla og nýja grunnskólanum í Norðhnga- holti og fór Guðrún til London á nám- skeið í kennslu námsefnisins ásamt kennurum. En það er skilyrði til þess að fá leyfi til að kenna námsefnið. Guð- rún segir að ætlunin sé að innleiða námsefnið í sem flesta skóla á íslandi. ,En það veltur á því að ég fái skólayfir- völd á hverjum stað í lið með mér. Það hefur sýnt sig að námsefnið reynist vel í mismunandi menningarsamfé- lögum sem er ekki síst mikilvægt fyrir okkur því það er að myndast fjölmenn- ing í skólunum.“ Rannsóknir sýna að börnin sem höfðu farið í gegnum námsefnið Vinir Zippý sýndu greini lega fr amför í því að takast á við vanda- mál á jákvæðan hátt samanborið við börn sem ekki fóru í gegnum það. svanhvit@vbl.is BlaíiiAteimHugl Ungt fólk fær að ráða Hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar Arlega slasast mörg smábörn í innkaupakerrum hér á landi Reykjavíkurborg leitar eftir hug- myndum ungs fólks um skipulag Nauthólsvíkur og efnir til hug- myndasamkeppni meðal fólks á aldrinum 13-19 ára. Markmið keppninnar er að fá fram hug- myndir um skipulag svæðisins og þá sérstaklega bvernig megi bæta og þróa útivistaraðstöðuna í góðu samspili við núverandi starfsemi. Tillögurnar eiga helst að sýna hvernig svæðið í Nauthólsvík getur orðið að skemmtilegu útivistar- og afþreyingarsvæði. Þó þarf að hafa í buga ýmsa starfsemi sem er í ná- grenninu og hugsa um það sem mun verða á svæðinu, eins og Háskólinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg leitar eftir tillögum ungs fólks og vill að það hafi áhrif á nýtt skipulag svæðis- ins þar sem sá hópur notar Nauthóls- vík mikið. Tillögurnar eiga að varpa áhugaverðri og frjórri sýn á svæðið auk þess sem þær eiga að leitast við að gera svæðið aðlaðandi allan ársins bring. Þrenn verðlaun verða veitt en fyrstu verðlaun eru 100 þús- und krónur. Frekari upplýsingar um samkeppnina má finna á www. reykjavik.is/hugmyndasamkeppni Slysin má rekja til eftirlitsleysis foreldra með börnum meðan á innkaupunum stendur og rangrar notkunar á kerrunum. Marg- ir foreldrar gera sér ekki grein fyrir hversu alvarleg þessi slys eru en fall úr innkaupakerru ofan á stein-gólf getur orsakað alvarlega áverka á böfði. Dæmi eru um að börn hafi hlot- ið varanlega áverka á heila. Það er hægt að forðast þessi slys Innkaupakerrur eru sérstaklega hannaðar með það í huga að börnum sé ekið í þeim. Á þeim eru innbyggð sæti sem eru skýrlega merkt með leyfilegri hámarksþyngd sem er 15 kfló. Mikflvægt er að börn séu einungis látin sitja í sætinu en þau eiga ekki að vera í vöruhluta kerrunnar. Mikil- vægt er að foreldrar velji kerrur sem eru með belti en það er strekkt yfir læri barnsins til að halda því í sætinu og hindra að það geti farið upp úr því. Aldrei má víkja frá barninu í kerrunni eitt augnablik því börn eru ótrúlega fljót að standa upp úr sætinu. Börn eiga ekki að hanga utan á kerrum en slys hafa orðið þegar kerrur fullar af matvælum hafa oltið yfir þau. Barnainnkaupakerrur Barnainnkaupakerrur er að finna í nokkrum verslunum. Foreldrarleyfa oft smábörnum sem ekki ráða við þær, að keyraþær jafnvel fullar afvör- um. Nokkuð er um að slys verði þeg- ar að búið er að fylla þær af þungum varningi og börnin reyna að keyra þær með þeim afleiðingum að þær velta og lenda á fótum þeirra. Barn sem hefur fulla stjórn á líkama sín- um getur keyrt kerruna með 1-3 létt- um blutum og undir ströngu eftirliti foreldra Ábyrgð rekstraraðila verslana Ábyrgð rekstraraðila er mikil enda þurfa þeir að sjá til þess að kerrunum sé alltaf vel við haldið. Dæmi eru um að slysin hafi orðið vegna þess að kerr- an hefur ekki virkað eins og skyldi. Flest slys vegna lélegs viðhalds má rekja til hjólanna og að þau virki ekki. Það verður að fara reglulega yfir þær, taka skemmdar kerrur úr umferð og lagfæra. Gott væri að sjá leiðbeining- ar í myndrænu formi við kerrustöðv- ar sem minna foreldra á rétta notkun þeirra. Mikilvægt er að nægilega margar kerrur séu alltaf í notkun með beltum fyrir börn. Herdís L. Storgaard Verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni, Lýðheilsustöð herdis@lydheilsustod. is www.lydheilsustod.is <Ðiza eff Ingólfsstræti 6 sími 561-4000 á/ /Hwnac/ö^imt^ óamae/ni chj /a/rt/ a// opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga www.diza.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.