blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 19

blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 BÖRN OG UPPELDI I 27 Borgin með augum unglinga Ljósmyndasýning að Skúlagötu 21 Iþjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða að Skúlagötu 21 gefur að líta líflegar og skemmtileg- ar ljósmyndir af hverfinu. Eru þær afrakstur verkefnis þar sem hópur úr Vinnuskóla Reykjavíkur fékk myndavélar og átti að mynda hverf- ið sitt. Þeirra sýn á borgina er ein- staklega skemmtileg og fróðleg. Þetta verkefni var unnið að frum- kvæði hinnar nýju þjónustumið- stöðvar Miðborgar og Hlíða í sam- starfi við Vinnuskólann í Reykjavík. Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, sagði að hugmyndin hefði ver- ið að gera krakkana meðvitaðri um umhverfi sitt. „Okkur langaði að fá myndir af hverfinu á heimasíðu okk- ar og gera krakkana meðvitaðri um hverfið sitt. Svo var þetta líka leið fyrir okkur að kynnast betur hverf- inu í gegnum augu unglingsins.“ JJ •••••••••••••••••••••• Svo var þetta líka leið fyrír okkur að kynnast betur hverfinu í gegn- um augu unglingsins. •••«••••••••••••••••••••• Hvað er leyndardómsfullt í hverfinu mínu? Valinn var hópur krakka, sem núna eru í tíunda bekk í Austurbæjar- skóla í verkefnið. Krakkarnir fengu stafræna myndavél og var lagt fyr- ir að mynda hverfið sitt. Þau fengu þó ekki alveg frjálsar hendur því áður höfðu þau, i sameiningu við starfsfólkþjónustumiðstöðvarinnar, ákveðið nokkur þema. Sem dæmi um þema var hvað er leyndardóms- fullt, hvað er fallegt í hverfinu mínu hvað er öruggt, gestir í hverfinu mínu, það sem má breyta og furðu- fuglar. Krakkarnir fengu þrjá daga til að ljúka verkefninu. Myndirnar ótrúlega flottar Ljósmyndasýningin var opnuð formlega 3. september af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Borgarstjóra Reykjavíkur og hægt er að skoða myndirnar á Þjónustumiðstöð Mið- borgar og Hlíða að Skúlagötu 21. Edda segir að krakkarnir hafi verið mjög hugmyndarík. „Krakkarnir voru rosalega ánægð með þetta. Og við vorum það líka. Það var einstak- lega gaman að vinna með þeim enda voru þau alveg til fyrirmyndar. Þau voru svo frjó og skemmtileg. Við er- um svo stolt af því að hafa átt sam- skipti við þau og myndirnar eru ótrúlega flottar." Samstarf sem býður upp á marga möguleika Aðspurð að því hvort framhald verði á þessu skemmtilega verkefni segir Edda: „Mér persónulega fynd- Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 ist áhugavert að fara í meira sam- starf við Vinnuskólann í Reykjavík. Svona samstarf býður upp á marga möguleika enda eiga þjónustumið- stöðvarnar að hlúa að félagsauðnum í nærsamfélaginu. Við erum opin fyrir frekara samstarfi og ætlum að skoða það frekar.“ svanhvit@vbl.is Skemmtileg mynd í þemanu: Framtíðar- sýn e) www.ht.is -

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.