blaðið - 15.09.2005, Page 4
4 I IWWLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Fiskisagan flýgur á ný
Löcfbannskröfu vísað
út í hafsauga
Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði ígœr lögbannskröfu á bókina „Fiskisagan flýgur" sem
bókaútgáfan Skruddagefur út. Kristinn H. Benediktsson Ijósmyndari hyggst kœra úrskurð-
innfyrir Héraðsdómi áföstudaginn kemur.
Kristinn er annar höf-
unda bókarinnar ásamt
Arnþóri Gunnarssyni sagn-
fræðingi. Hann hafði farið
fram á lögbann á útgáfu
bókarinnar þar sem hann
er ósáttur við myndvinnslu
verksins. Eigendur Skruddu
vildu ekki tjá sig um málið
frekar og sagðist Steingrímur
Steinþórsson, annar eigenda
Skruddu, engu vilja við málið
bæta öðru en því að „bókaútgef-
andi vill alltaf að bókin sjálf tali
sínu máli.“
[ opna skjöldu
Kristinn er hins vegar mjög ósáttur
við niðurstöðu sýslumanns og segir
úrskurðinn mjög sér-
kennilegan. „Það
var svo að skilja á
úrskurðinum að
úr því að bókin
er komin út sé
ekkert hægt að
gera í málinu. Ég
sætti mig ekki
við þessa niður-
stöðu og mun
fara með málið
lengra", segir
Kristinn. Mál-
ið átti upp-
haflega að taka fyrir á
föstudaginn var en við fengum frest
þar sem við þurftum lengri tíma til
að útvega tryggingu upp á eina og
Hlutabréf úrvals
vísitölu falla um
28 milljarða
Hlutabréf héldu áfram að falla í verði
í Kauphöll íslands í gær þriðja dag-
inn í röð. Markaðsvirði hlutabréfa í
úrvalsvísitölunni einni féllu um 28
milljarða króna. Sérfræðingar segja
löngu tímabæra leiðréttingu hluta-
bréfaverðs eiga sér stað.
Markaðsvirði fyrirtækjanna
fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphall-
arinnar lækkaði um tuttugu og átta
milljarða króna í dag. Þar af lækkaði
verðmæti Landsbankans eins og sér
um tæpa átta milljarða. Mest er þó
lækkun hlutabréfa í Icelandic Gro-
up, sem flestir þekkja sjálfsagt sem
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en
verð þeirra bréfa lækkaði um tæp sjö
prósent.
Úrvalsvísitalan féll um 6% fyrsta
klukkutímann eftir að markaðir
opnuðu í gær og gætti greinilegr-
ar taugaveiklunar eftir lækkanir á
mánudag og þriðjudag. Hún hækk-
aði þó nokkuð aftur er leið á daginn
og við lokun Kauphallarinnar reynd-
ist lækkunin nema 2,4%.
Tímabær leiðrétting
Greiningardeildir bankanna telja
að hér ræði fyrst og fremst um leið-
réttingu á verði, þar sem miklar og
óvenjuhraðar verðhækkanir hafi átt
sér stað síðastliðnar vikur, hækkanir
sem ekki hafi alltaf verið innistæða
fyrir. Segja sumir að menn hafi í
raun varpað öndinni léttar, því slík
leiðrétting hafi verið löngu tímabær.
Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað
þrjá daga í röð. Það sem af er vikunn-
ar hefur úrvalsvísitalan lækkað um
5,3%. Þrátt fyrir það nemur hækkun
hennar frá áramótum 34,4%.
Hlutabréfamarkaðurinn hefur
hækkað mikið undanfarin misseri
hálfa milljón. Þegar við mættum svo
í morgun var lögfræðingur þeirra
með sex blaðsíðna greinagerð ásamt
kröfum um að tryggingin yrði hækk-
uð upp í 10 milljónir. Við bjuggumst
alveg eins við því að sýslumaður
myndi úrskurða að tryggingin
hækkaði eitthvað, en að hann skyldi
hafna kröfu okkar alfarið kom okk-
ur í opna skjöldu.“
Bókin prentuð án vit-
undar Kristins
Kristinn
kynnt útgefanda um að ef hann yrði
ekki ánægður með bókina myndi
hann krefjast lögbanns á prentun
hennar. Skrudda hafi hins vegar
prentað bókina án hans vitneskju
þannig að hann gat ekki krafist lög-
banns á prentunina. Honum finnst
því út í hött að lögbanni sé synjað
á grundvelli þess að bókin sé hvort
sem er komin út. „Ég sé engan ann-
an leik í stöðunni núna en að fara
með málið lengra því það
er augljóslega verið
að sverta minn
listamanns-
heiður.“ ■
ur gert
það jafnt og
þétt án teljandi
sveiflna. Á markaðinum
hafa menn beðið leiðréttingar um
nokkra hríð, sVo þessar lækkanir
koma ekki beinlínis á óvart. Sér-
fræðingar á markaðinum hafa tal-
að um of hátt verðmat en hafa hins
vegar tekið fyrir að um verðbólgu sé
að ræða og telja enga hættu á verð-
hruni.
Verðbólgutölur kveikjan
Talið er að kveikjan að lækkunun-
um hafi verið nýjar verðbólgutölur
o g
u m -
r æ ð a
u m
vaxtaþró-
un. Á hinn
bóginn bendi
fátt til þess að frekara
verðfall verði mikið þó hægjast
muni á, uppgjör fyrirtækja hafi ver-
ið ágæt og ekkert bendi til annars en
að svo verði áfram er líður að vetri.
Á göngum Kauphallarinnar er
rætt um að lækkunina megi að
miklu leyti rekja til mikillar sölu
stórs aðila og berast böndin einkum
að Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Sagt er að þar hafi frekar verið um
tiltekt að ræða en markvissa sölu. ■
Markpósti bankanna beint til barna
Börn í upphafi skólaferilsins eru í miðum bankanna þessa dagana þegar þeir reyna að
smala til sín viðskiptavinum. Börninfá nestisbox, blýanta, sundpoka ogþess háttar sent
til
Bankar reyna að fá sífellt yngri við-
skiptavini til sín með gjöfum og
fögrum fyrirheitum. Dæmi eru um
að bréf bankanna endi á orðunum:
,0g ef þú leggur peningana þína inn
hjá okkur eiga þeir eftir að vaxa eins
og þú.“ Það skal þó tekið fram að
þrátt fyrir að pósturinn sé ætlaður
börnum er hann stílaður á foreldra
þeirra. Elín Thorarensen, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
segir að markaðssetning sem þessi
hafi reyndar tíðkast 1 vegar mættu fyrirtæki líta í eigin dreift til barna í gegnum skólana.
mörg ár þótt mark- _ .A barm og athuga hvar siðleg mörk „Við höfum óskað eftir því að skóla-
pósti til barna hafi 'Nj- liggja í markaðssetningu.“ stjórnendur og sveitarfélög setji sér
fjölgað mjög mik- i— . Elín telur e.t.v. að gjafir reglur um það hvað leyfist og hvað
ið undanfarið. ’"w sem þessar geti komið ekki í þessum málum.“ Elín telur þó
„Þetta er samt Æ . — börnum til góða ef þau ekki að markpóstur sem þessi sé sér-
stílað á foreldr- ws£~-^. fengju ekki sambærileg- staklega skaðlegur þar sem foreldr-
ana svo það er *’ '' ^ ar vörur annars. arnir geti ráðið því hvort börnin fái
þeirra verk að 7^4 Fyrirtæki hafa vörurnar. Sem dæmi nefnir hún að
ákveða hversu einnig farið fram á auglýsingamennska í kringum ferm-
mikill áróður er það við skólastjórnendur ingar sé mikið verri. ■
æskilegur fyrir börnin. Hins og sveitarfélög að vörum verði
5777000
‘iíraunhœr 121
Hrœringar á
flugmarkaði:
FL Group
falast eftir
Sterling
Þreifingar eru hafnar milli FL
Group og eignarhaldsfélagsins
Fons um að FL Group kaupi
hin nýsameinuðu flugfélög Sterl-
ing og Mærsk af Fons eða um-
talsverðan hlut i þeim. Viðræð-
ur munu vera á algeru frumstigi
og engu hægt að spá um lyktir.
Ljóst er að Iceland Express mun
ekki fylgja með í kaupunum,
en það er einnig í eigu Fons.
Þessi áform FL Group, eignar-
haldsfélags Icelandair, eru sögð
eiga rót að rekja til tilkynn-
ingar Sterling fyrir skömmu
um að félagið hygði á lágfar-
gjaldaflug til Bandaríkjanna.
Sterling flýgur til um 90
áfangastaða viða um Evrópu og
hafa nýir eigendur félagsins lýst
áhuga á að heíja flug vestur um
haf. Það myndi opna alls kyns
möguleika á tengiflugi og sæti
Iceland Express þá vafalaust við
það borð. Sú samkeppni kynni
að reynast FL Group þung í
skauti, en á hitt ber líka að líta
að mikill fengur kynni að vera
fyrir Icelandair að sameinast
eða eiga í samstarfi við Sterling.
Pálmi Haraldsson, annar
aðaleigandi Fons, sagði í viðtali
við Ríkisútvarpið í gær að FL
Group væri ekki eina félagið,
sem sýnt hefði áhuga á því að
kaupa Sterhng. Að öðru leyti
hafa stjórnendur félaganna var-
ist allra frétta, en viðræðurnar
eiga sér stað í Kaupmannahöfn.
Mikill bílainn-
flutningur
Fjölgun nýrra bíla er hvergi í
Evrópu meiri á milli ára en hér á
íslandi samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Samtökum evrópskra
bflaframleiðenda (ACEA). Segja
samtökin að á sama tíma og
skráningum á nýjum bifreiðum
íjölgar ekki umtalsvert í löndum
ESB og EFTA á milli ára eru
þær helmingi fleiri hérlendis en
á sama tíma í fyrra. Því hafa Is-
lendingar flutt inn um 50% fleiri
bfla í ár meðan að meðaltalið fýr-
ir öll löndin er neikvætt um 1,2%.
Leiðrétting
Vegna mistaka við vinnslu
Blaðsins í gær komust sjónar-
mið Steinunnar A. Björnsdóttur
hjá upplýsingasviði Þjóðkirkj-
unnar ekki til skila. Steinunn
vill árétta að þegar sóknargjald
hafi verið skert á sínum tíma
árið 2002 hafi Þjóðkirkjan og
samstarfsnefnd trúfélaga mót-
mælt þessari skerðingu, sem
kom niður á öllum skráðum
trúfélögum, og farið fram á að
hún yrði dregin til baka. Stein-
unn segir ennfremur ekkert
hæft í málflutningi Siðmenntar
þess efnis að kirkjan hafi farið
fram á hækkun um 50%.