blaðið - 15.09.2005, Page 11
blaðið FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005
Hungtirsneyð í Níger
Matvæli rata
ekki rétta leið
Um 40 börn deyja að meðaltali á
degi hverjum í Afríkuríkinu Níger
vegna þess að mataraðstoð ratar
ekki rétta leið samkvæmt upplýsing-
um frá samtökunum Læknum án
landamæra. Alþjóðleg aðstoð var
send til landsins í sumar eftir að
athygli alþjóðasamfélagsins hafði
verið vakin á því hörmungarástandi
sem þar ríkti. Fulltrúi Alþjóðlegu
mataraðstoðarinnar segir að vistir
séu tilbúnar til dreifingar en skipu-
lagsvandamál hafi valdið töfum.
Sameinuðu þjóðirnar telja að fjórð-
ungur þjóðarinnar, eða um þrjár
milljónir manna, líði matarskort i
Félagi í Læknum án landamæra að
störfum i Níger en þar ríkir sannkallað
hörmungarástand.
landinu og að um 32.000 börn sem
þjást af alvarlegum næringarskorti
bíði dauðans ef þau fá ekki brýna
mataraðstoð og læknismeðferð.
Skartgripir
Imeldu Marc-
os seldir
Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú
á Fillipseyjum, hefur heitið því að
leita til dómsstóla til að koma í veg
fyrir áætlanir yfirvalda að selja
skartgripi upp á milljónir dala sem
gerðir voru upptækir af fjölskyld-
unni árið 1986. Ríkisstjórn Gloriu
Arroyo vonast til að geta fjármagn-
að landbótaáætlun með því að
selja skartgripasafnið. f vikunni
var fulltrúum helstu uppboðshúsa
heimsins boðið að verðmeta hluta
safnins en fjölmiðlar hafa talið að
verðmæti skartgripanna sé allt að
20 milljónir Bandaríkjadala. Marc-
os, sem á yfir höfði sér fjölda ákæra
í tengslum við 20 ára stjórnartíð
eiginmanns síns, Ferdinands heit-
Imelda Marcos fyrrverandi forsetafrú á
Fillipseyjum vill koma í veg fyrir sölu á
skartgripum sínum.
ins Marcos, sagðist myndi leggja
fram kæru gegn yfirvöldum fyrir
föstudag. „Ég er fullviss um að mér
muni takast að koma í veg fyrir söl-
una og endurheimta skartgripina
mína. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt
fram neinar sannanir um að illa
fengið fé hafi verið nýtt til að kaupa
þá“, sagði Marcos. ■
Krókódíll
á Kýpur
Krókódílar eins og sá sem fannst á götu á
Kýpur geta orðiðalltaðlO feta langir.
Lítill krókódill sást leita sér matar
á fjölfarinni götu í ónefndum bæ á
Kýpur. Krókódílnum hefur að því
er virðist verið smyglað til Miðjarð-
arhafsevjarinnar og síðan skilinn
eftir. „Ég tók hann heim með mér,
setti hann í baðkarið og þá náði
hann sér aðeins á strik. Hann virt-
ist hafa gengið í gegnum miklar
raunir“, sagði Evangelos Evangelou,
yfirmaður dýraspítala í Limassol.
Krókódíllinn, sem á uppruna sinn í
Bandaríkjunum, var tæplega 20 sen-
timetra langur en krókódílar af þess-
ari tegund geta orðið allt að þriggja
metra langir. ■
Hazzert Gillet Ibúi í New Orleans bakar brauð fyrir utan heimili sitt. Borgarstjórinn von-
ast til að fólk geti bráðlega flutt aftur I viss hverfi, jafnvei í næstu viku.
íbúar Louisiana
snúa til baka
fbúum þriggja borga í Louisiana var
í gær leyft að snúa til síns heima í
fyrsta sinn síðan fellibylurinn Katr-
ín reið yfir þar sem búið var að koma
aftur á rafmagni í borgunum og
gera við vatnsleiðslur og skólpkerfi.
Borgirnar urðu fyrir talsverðu tjóni
í hamförunum en þó ekki nærri
jafnmiklu og New Orleans. Ray Nag-
in, borgarstjóri New Orleans, vonast
til að einhverjir af þeim þúsundum
sem þurftu að yfirgefa borgina geti
bráðlega snúið til baka, jafnvel í
næstu viku.
Lík eru enn að finnast í borginni
og mörg hverfi eru umlukin vatni.
,New Orleans er að ná sér. Við erum
að endurvekja menningu hennar og
tónlist. Ég er orðinn þreyttur á að
hlusta á þessar þyrlur. Mig langar
til að heyra svolítinn djass“, segir
Nagin. Staðfest tala látinna eftir
náttúruhamfarirnar er nú 648. í
gær var lögð fram ákæra á hendur
umsjónarmönnum hjúkrunarheim-
ilis þar sem 34 sjúklingar fórust eftir
að hafa orðið innlyksa í flóðum.
SPRENGITILBOÐ
TAKMARKAÐ MAGN
OG FLÓÐ AF NÝJUM VÖRUM
www.1928.is