blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 18

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 18
18 I BÍLAR FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö Heilsársdekk geta veríð hagkvœm Nú nálgast óðfluga sá árstími þar sem allra veðra er von. Óvænt næt- urfrost getur breytt vegum landsins í fljúgandi svell og stuttu er í að bið- raðir myndist fyrir framan dekkja- verkstæðin en eftir í. nóvember verður leyfilegt að skipta yfir á vetr- ardekkin. Fyrir þá sem keyra um á heilsársdekkjum er þetta kannski minna vandamál því þeir þurfa ekki endilega að leiða hugann að umfelg- un. Hægt að spara hátt í 12 þúsund krónur á ári Heilsársdekk geta verið góður kost- ur sé ætlunin að spara þann pening er snertir umfelganir. Venjuleg um- felgun kostar á bilinu 4.500 uppí 7.000 krónur en á móti kemur að eigendur heilsársdekkja þurfa að víxla dekkjum a.m.k. einu sinni á ári til að tryggja að dekkin slitni jafht. Kostnaður við slíka víxlun er þó aðeins einn þriðji af þeim kostn- aði sem ein umfelgun kostar og því hægt að reikna lauslega að árlegur sparnaður gæti numið á bilinu 7 til 12 þúsund krónum. Að auki eru not- endur heilsársdekkja ekki bundnir við eitthvað ákveðið tímabil þegar kemur að víxluninni. Þeir geta því valið að framkvæma hana á þeim tíma þegar rólegt er á dekkjaverk- stæðum. Þó verður að hafa í huga að við vetraraðstæður eru sérhönnuð vetrardekk alltaf öruggari. Veggrip þeirra er meira og því minni hætta á að bifreið renni til í mikilli hálku. Einn viðmælandi Blaðsins sagði að þó heilsársdekk væru góður kostur væri það svipað og vera alltaf í skóm sem passa ekki alveg nákvæmlega. Þau væru hvorki sérhönnuð fyrir vetrar- né sumaraðstæður. Þau hent- uðu ágætlega fyrir innanbæjarakst- ur en varhugaverðara væri að treysta fullkomlega á þau í utanbæjarakstri um vetrartíma. Best að kaupa dekk miðað við ferðavenjur Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, segir mikilvægt að menn kaupi dekk sem miðast við þeirra ferðavenjur. „Það sem ég hef heyrt er að ef varlega er ekið þá eru heilsárdekk í góðu lagi og ekki verri en önnur dekk. Þetta byggist náttúrulega að stærstum hluta á því hvernig menn keyra. Ef við höf- um oftrú á bílnum, tækjunum og dekkjunum þá getur skapast hætta.“ Sigurður segir Umferðarstofu ekki hafa neina sérstaka afstöðu til heils- ársdekkja og aðalatriðið sé, sama hvað dekk er um að ræða, að þau séu í góðu standi. Samkvæmt óform- legri verðkönnun Blaðsins kosta ný heilsársdekk um 26 til 32 þúsund fyrir lítinn fólksbíl og um 60 til 70 þúsund fyrir meðalstóran jeppa. ■ FORD ESCAPE 2005 Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Getum útvegað nokkrar FORD ESCAPE XLT 4X4 bifreiðar frá Hertz í USA. Bílarnir eru 2005 árgerð, (óaðfinnanlegu ástandi. Eknir 25 til 45 þús. km. Vel búnir þægindum s.s V6 3000cc vél, 200 hestöfl, loftkælingu, CÐ spil- ara, Cruise Control, ABS, sjálfskiptingu o.m.fl. Verðiö er aðeins 2.299.000 kr. Fyrir 99 þúsund aukalega getum við boðið ábyrgð frá íslensku trygg- ingafélagi til 130.000 km eða til þriggja ára. Afgreiðslutími er um 6 vikur. SAGA Group ehf uppl. veitir Magnús í sfma 891 8277 Gnmmívinnustofan HEILSÁRSDEKK Hyundai: Rannsóknarmiðstöð fyrir umhverfisvæna bíla Hyundai opnaði á dögunum nýja rannsóknarmiðstöð sem verður helguð rann- sóknum og þróun á umhverfisvæn- um bílum. Fjárfesting Hyundai í miðstöðinni nemur um 7,5 milljörð- um króna, en miðstöðin er í nýrri 14.000 fermetra byggingu sem stað- sett er í útjaðri Seoul, höfuðborgar Kóreu. Athygli vekur að byggingin er, líkt og starfsemin sem fram fer í henni, reist á umhverfisvænum for- sendum. Stefnt að forystuhlutverki Alls hafa um 200 starfsmenn verið ráðnir til miðstöðvarinnar, sem hýsir háþróaðan tækjabúnað fyrir m.a. þolprófanir á efnarafölum, út- blástursgreiningu og orkumælingar auk 700 bar vetnisáfyllingarstöðvar. Þarna er einnig til húsa nýja tilrauna- stöð Hyundai fyrir sjálfvirka og jafn- framt umhverfsvæna endurvinnslu bíla. Framkvæmdir við stöðina hóf- ust fyrir rúmum tveimur árum eða um það leyti sem Hyundai lýsti því yfir að fyrirtækið stefndi að forystu- hlutverki í þróun umhverfisvænna bíla. Umhverfisvænt í orði og á borði Nýja rannsóknarmiðstöðin í Seoul er ekki aðeins helguð umhverfis- vænni tækni, heldur er hún einnig reist á umhverfisvænum forsendum. Byggingarefni eru umhverfisvæn, eins og t.d. gólfin sem eru úr endu- runnum hjólbörðum. Rafmagn til lýsingar er fengið úr sólarrafhlöð- um og til að orkunýting verði enn umhverfisvænni, er sú raforka sem verður til vegna tilrauna á rafölum nýtt innan stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag minnki útsleppi á CO2 um 1.000 tonn. Þá eru klósettin búin umhverfisvænni loftþrýstitækni, sem sparar um 1.500 tonn af vatni árlega. ■ Ökuþórar og ökuþórur Bílpróf er eitt.hvað sem ungling- ar fara að hugsa um löngu áð- ur en þeir ná löglegum aldri til að keyra bil, og langflestir taka það við fyrsta tækifæri. Ekki eru þó allir sem telja það svo mikilvægt, og geyma sér það þar til síðar á ævinni. Arni Viljálmsson er einn þeirra: 25 ára piltur sem er að taka bílprófið i fyrsta skipti. Hann hefur farið í þrjá ökutíma og ætlar i þrjá í röð í þess- ari viku, og er bara nokkuð spennt- ur. Hann féllst á að svara nokkrum spurningum um hvernig er að keyra bíl. Finnurðu nokkurn mun á þér sem ökumanni strax eftir nokkra tima? „Já, ég er hættur að ofnota kúpling- una. Ég fór reyndar í síðasta tíma óvart úr þriðja gír í annan, þegar ég ætlaði að fara í fjórða gír. Eg var óánægður með það, því það var bú- ið að ganga svo vel fyrri part tímans. Ég var að renna inni hringtorg og var afslappaður og svona.“ Hvers vegna ertu fyrst núna að taka bílprófið? „Einfaldlega vegna þess að ég get ekki verið án þess lengur. Ég finn það alltaf betur og betur hvað það er nauðsynlegt að vera á bíl. Til dæm- is þegar ég þarf að útrétta, og þeg- ar þarf að gera svona ýmislegt, og það þarf að ganga strax, þá er ekki möguleiki að vera ekki á bíl. Þetta var kannski hægt fyrir einhverjum árum, því vinirnir redduðu manni alltaf. En svo gerist eitthvað við 25 ára aldurinn, og það verður of mik- ið af hlutum sem maður þarf á bíl að halda við.“ Er öðruvísi að keyra bíl en þú ímyndaðir þér? „Já, ég hélt að maður þyrfti að vera að gera miklu meira, t.d. þegar mað- ur væri að keyra beinskiptan bíl, þá þyrfti maður alltaf að vera að skipta um gír og vera á kúplingunni og bremsunni. En það er ekki þannig. Maður bara rétt stígur á bremsuna öðru hverju, og skiptir um gír miklu sjaldnaren éghélt. En maðurþarfað venjast öllu áreitinu sem er í gangi." Hvernigfinnst þér umferðarmenn- ingin vera i Reykjavík í dag? „Sem nýr ökumaður er erfitt að svara þessari spurningu, því ég hef engan samanburð. Ég finn samt að fólk keyrir hratt, og er ekkert endi- lega að gefa sénsa. Þegar menn sjá ökumann í bíl sem er merktur öku- skóla, er tekið framúr, og svínað og flautað. Það er hlegið að manni og híað líka.“ Heldurðu að líf þitt breytist mikið við að fá bilpróf? „Það einfaldast gifurlega að mörgu leyti, og ég mun öðlast mikið frelsi, en jafnframt mun frelsi mitt skerð- ast. Sérstaklega því ég skulda vin- um mínum ofsalega mikið af skutli, þannig að ég held að næstu fimm árin fari bara í að skutla vinum mín- um og borga greiðana." Ertu búinn að kaupa þér bil? „Nei, ég á eftir að fá mér bíl, en ég á 15 lítra af bensíni sem ég vann á Sjáv- arútvegssýningunni. Markmiðið er að eiga bíl og 15 lítra af bensíni áður en ég fæ bílprófið.“ Eru einhver góð ráð sem þú hefur til allra bílstjóra svona í lokin? „Bara ekki ofnota kúplinguna og muna að gefa stefnuljós. Svo var ég líka að lesa rannsókn þar sem fram kom að þeir sem eru gáfaðir, eru lík- legri til að gefa sénsa í umferðinni. Þannig að munið bara: Þeir sem eru gáfaðir gefa séns! “ g

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.