blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 30

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaðið UEFA Aukið ly-Qaeftirlit í Meistaradeildinni Skærustu stjörnur knattspyrnunnar mega búast við öflugra lyfjaeftirliti í tengslum við Meistaradeildina. Eftirlitsmenn getafarið heim til leikmanna allt að átta dögumfyrir og eftir leiki. Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) ákvað fyrir leiktíðina sem hófst í fyrradag í Meistaradeildinni að taka upp svokölluð „out of compe- tition' lyfjapróf. Þetta þýðir að leik- menn liða sem spila í Meistaradeild- inni geta verið kallaðir i lyfjapróf allt að átta dögum fyrir keppnisdag á sama hátt og þekkist i öðrum íþrótta- greinum, s.s. hjól- um og frjáis- íþróttum. reið- u m Sömu reglur og hjá hinum Af þessum ástæðum er knattspyrnu- félögunum og leikmönnum þeirra skylt að gefa upp hvar hver leikmað- ur er þegar alþjóðalyfjaeftirlitið WADA (The World Anti-Doping Agency) vill ná til hans hverju sinni - einnig þegar viðkomandi hefur far- ið í frí. Undanfarin ár hefur WADA sett aukna pressu á stóru knattspyrnu- samböndin að stokka upp í hvort liti og refsi- Máli sínu til hefur eftirlitið alþjóðaknatt- sambandinu, að fjarlægja íþróttina úr ólympíu- áætluninni, taki sam- bandið ekki upp sömu reglur og gilda í öðrum íþróttagreinum. Fullkomlega tilviljanakennt Þau 32 lið sem hófu leik í Meistara- deildinni í fyrrakvöld mega því bú- ast við því að leikmenn liðanna verði heimsóttir af eftirlitsmönnum á æf- ingum - eða þá í heimahúsum. „Val á leikmönnum til prófunar verður full- komlega tilviljana- kennt“, segir tals- maður UEFA. „Við getum óskað eftir því að prófa hvaða leikmann sem er, hvenær sem er. Iþróttafélögin verða því að segja okkur hvar leikmenn eru staddir átta dög- leik og hvert þeir munu fara þá dag- ana og við verðum að geta nálgast þá á hvaða tíma sem er. Leik- menn fá ekki að vita af þessu fyrirfram.“ í desember 2003 var varn- armaður Manchester United, Rio Ferdinand, dæmdur í átta mánaða bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Eins rak Chelsea rúmenska framherjann Adrian Mutu í fyrra eftir að kóka- ín fannst í blóði hans. sos Hermann Hreiðars son sendiherra Hermann Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur verið fenginn til að gegna starfi FIFA-SOS sendiherra næstu misserin. I starf- inu felst að Hermann mun taka þátt í verkefni sem miðar að því að --------------'WW'-----------------| byggja sex ný SOS-barnaþorp í heim- inum fyrir HM 2006 í Þýskalandi. SOS-barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem starfa í 131 landi víðs vegar um heiminn. Aðalmark- mið samtakanna er að byggja og reka barnaþorp fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn. 440 barnaþorp eru starfandi í dag og eru þau rekin að mestu með styrkjum frá einstak- lingum. Hlutverk íslendinga verður að safna fyrir að minnsta kosti einu húsi í barnaþorpi í Brovary í Úkra- ínu. SOS-barnaþorpin í Þýskalandi skipuleggja fjölda viðburða í tengsl- um við HM sem ná munu til aðdá- enda fótbolta jafnt sem iðkenda. Stjórnendur FIFA fengu svo þá hugmynd að fá fótboltastjörnur víðs- vegar að úr heiminum til að gerast FIFA-SOS sendiherrar sem myndu starfa með samtökunum fram að HM. Hermann er því í hópi með ekki ómerkari einstaklingum en Christian Vieri, Lucas Radebe og Al- exander Hleb. Nú er í gangi Heimsmeistarakeppnin í snekkjusiglingum. Keppt er á skútum eins og Hol lendingurinn fljúgandi sigldi á Balatonvatni í miðju Ungverjalandi. Ármannog Þrótturí samstarf Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þróttur munu sameinast um samstarf félagana og uppbyggingu mannvirkja í Laugardalnum. Borgarstjóri undirritaði í gær samninga þess efnis við félögin tvö. Borgin mun kaupa félagshús Þróttar af félaginu og við austurenda þess verður byggt fimleikahús fyrir Ár- mann sem mun láta af hendi land og mannvirki við Sóltún. Gert er ráð fyrir að í framhald- inu verði gerðir samningar um rekstur mannvirkjanna við bæði félögin og að þau geri með sér samninga um náið samstarf uppbyggingar íþrótta og æskulýðsstarfs í Laugar- dal og aðliggjandi hverfum. Körfuknattleiks- mót norðan heiða Um næstu helgi verður Greifa- og KB-bankamótið í körfu- knattleik haldið á Akureyri. Mótið er orðið árviss viðburð- ur í bænum en að þessu sinni mæta alls átta úrvaldsdeildar- lið og því ljóst að um hörku- mót verður að ræða. Liðin sem keppa í mótinu eru - auk gest- gjafanna í Þór: ÍR, Njarðvík, KR, Snæfell, Fjölnir, Skalla- grímur og nýliðar Hattar. Leik- ið verður í tveimur riðlum sem spilast á föstudegi og laugar- degi. Leikirnir fara fram í Höll- inni og íþróttahúsi Síðuskóla. Þess ber að geta að ókeypis er inn á alla leiki mótsins. Everton njótiEvrópu- keppninnar David Moyes, knattspyrnu- stjóri Everton, hefur sagt leikmönnum liðsins að njóta Evrópuævintýrsins og tryggja að erfiðisvinna síðustu leiktíð- ar verði ekki gerð að engu með því að falla snemma úr Evrópu- keppninni. „Ég vil fá syrpu í keppninni af því að ég vil ekki að árangur síðasta árs fljúgi út um gluggann fyrir september- lok“, segir knattspyrnustjórinn skoski. I dag verður fyrsti leikur liðsins í keppninni gegn Dinamo Bucharest á útivelli. «dJL 1 i L — leiÐ jVgirr Böddi Bergs tekur á móti stuðningsmönnum ensku liðanna sem skeggræða um í KVÖLD KL 20 00 leikmenn, væntingar og drauma ásamt því að fjalla um gullaldarár hvers liðs. j ( Jf' H TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT fmn áT*g MM ^ í SÍMA 800 7000, Á WWW.ENSKI.IS M-U /Hí É ^ EÐA í NÆSTU VERSLUN SÍMANS. B O L T 1 N N tpfr

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.