blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö Yfirtökutilboð í Símann Nýir eigendur Símans, Skipti ehf., hafa sett fram yfirtöku- tilboð í þeim hlutabréfum Símans sem félagið á ekki þegar. Skipti eiga 98,7677% hlut í Símanum og buðust til þess að kaupa það sem eítir er fyrir 9,6 krónur hlutinn. Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður er einn þeirra sem enn eiga hlut í Simanum. Hann segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann gangist að tilboðinu. „Ég á eftir að athuga stöðuna. Það getur vel verið að ég hafni tilboðinu til þess að hafa málfrelsi á ftmdum fyrir- tækisins í framtíðinni. Manni er ekki sama um íyrirtækið þó að það sé búið að einkavæða það.“ Steingrímur segir þó að ekki sé um háar fjárhæðir að ræða, heldur einhvern tíu þúsund króna hlut að nafnvirði. Síminn segir upp á Blönduósi Þremur starfsmönnum þjónustustöðvar Símans á Blönduósi var sagt upp gær. Starfsmannastjóri félagsins flutti fregnirnar og sagði þetta gert vegna minnkandi bilanatfðni og lítillar arðsemi. Þjónustustöðinni verður lokað þann fyrsta nóvember þar sem fleiri starfa ekki við hana. Óhæfir embættismenn Össur Skarphéðinsson krefstþess að yfirmenn ríkislögreglustjóra verði settir til hliðar. Dómsmálaráðherra kallar skrif Össurar óðagotsbréf Össur Skarphéðinsson fór mikinn á heimasíðu sinni í gær þar sem hann fullyrðir að stjórnendur ríkislög- reglustjóra séu óhæfir til að sinna störfum sínum og að þeir hafi unn- ið tjón á stofnuninni. I pistlinum segir hann meðal annars: „Ákæru- valdið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt eins og uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfð- ust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Össur segir að erfitt hafi ver- ið að skilja þau viðbrögð þar sem f frávísuninni hefði falist svo herfileg útreið fyrir embættið að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. Hann bendir á að rík- islögreglustjóri hafi nú fengið tvo harkalega skelli, í Baugsmálinu og Málverkafölsunarmálinu. „Nú er komið að því að dómsmála- ráðherra taki í taumana því það er á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneyt- isins séu ekki í höndum fúskara," segir Össur og bætir við að þessi tvö mál leiði einfaldlega til þeirrar niður- stöðu að embætti ríkislögreglustjóra séu í höndum óhæfra manna, og að f öllum eðlilegum réttarríkjum væru þessir menn nú settir til hliðar og í önnur verkefni. Hann segir að fúsk þessara manna hafi nú þegar kost- að ríkið 40 milljónir og þá sé ótalin sú bótaábyrgð sem ríkinu sé hugs- anlega bökuð með gáleysi þeirra í starfi. Össur lýkur svo pistlinum á þeim orðum að dómsmálaráðherra bíði nú það verk að setja þessa menn til hliðar og hann tekur fram að það sé sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum við það ef með þarf. Blaðið sendi Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra fyrirspurn þess efnis hvort hann vildi tjá sig um ummæli Össurar. Björn sendi svar til baka þar sem hann segir vefsíðu Össurar allra góðra gjalda verða, þar sem hann viðri skoðanir sínar oft skemmtilega, en oft að því er virðist í dálitlu fljótræði. „ í þessu tilviki er Össur til dæmis alltof hvatvís í dóm- um sínum og hann á eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Árás Össurar á æðstu menn embættis ríkislög reglustjóra líkist óðagotsbréfi." ■ Portus Group sigraði hönnunarkeppni um skipulag Austurhafnar Tólf milljarða upp- bygging við höfnina Hönnunarkeppni um tónlistar- og ráðstefnuhús á Austurhöfn Reykja- víkur er lokið. Listræn hönnun var f umsjón Ólafs Elíassonar en arki- tektarnir sem að verkinu standa teiknuðu einnig nýja óperuhúsið f Danmörku. Portus Group sem er í eigu Landsafls, Nýsis og Islenskra aðalverktaka sigraði f hönnunar- keppni um ráðstefnu- og tónlistar- hús í Reykjavík. Tillagan mun kosta tólf milljarða króna þegar upp er staðið samkvæmt útreikningum en Reykjavíkurborg og ríkið munu saman greiða allt að 600 milljónir í rekstrarkostnað árlega. Ásamt því að byggja og reka tónlistarhúsið mun Portus einnig skipuleggja allt 84 þúsund fermetra svæði Austur- hafnarinnar. Húsið sjálft verður um 23 þúsund fermetrar. ■ Auglýsingar 1II úí *#*! blaðid ^ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 teknos Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli 'Jtcknos / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning y/ Innimálning Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. / Gœða málning á frábæru verði Farsímar Einn farsími á mann Farsímar í notkun hér á landi eru nœstum jafn margir og íslendingar allir eftekið er mið afsíðasta manntali Hagstofunnar. Það lætur nærri að hvert einasta mannsbarn á íslandi geti talað í far- síma á sama tíma, samkvæmt úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Skráð- ir farsfmar í landinu eru 293.537 en síðustu tölur Hagstofunnar segja Islendinga vera 293.577. Það vantar því aðeins 40 skráða farsíma upp á að allir landsmenn gætu hringt á sama tíma. Póst- og fjarskiptastofn- un gerði fyrir nokkru neyslukönnun þar sem kom fram að meðal farsíma- kostnaður hvers heimilis væri 6.536 krónur. Heimilin í landinu eru um Íiað bil 100 þúsund svo ætla má að slendingar borgi rúmlega 653 millj- ónir á mánuði í farsímareikninga. Öryggi og frelsi um alla jörð Ómar Ragnarsson var á meðal þeirra fyrstu til að tileinka sér farsí- mann. „Þessar tölur koma mér ekki á óvart en ég sá strax hvílík bylting farsíminn myndi verða. Þessi tækni hefur opnað heiminn upp á gátt og að mínu mati er ekkert tæki í heim- inum sem hefur losað um viðlíka höft og farsíminn hefur gert. Það er brýnt að losna við þá helgidaga sem eru í kerfinu í dag en það eru jafnvel staðir á hringveginum sem eru utan þjónustusvæðis. Ég hef einnig kom- ist að því að það eru staðir á landinu þar sem ekki næst í gervihnattasíma og við þurfum að huga að því að kortleggja þessi svæði og koma GSM sambandi á þar í staðinn ef hægt er.“ Ómar segist yfirleitt vera með þrjá síma á sér, tvo GSM og einn NMT. Ástæðan fyri því að ég er með tvo GSM síma er einfaldlega sú að mér þykir svo vænt um annað númerið, en það er fyrsta frjálsa símanúmer- ið á landinu. Ég vill endilega halda því en hinsvegar notast ég mikið við ýmsa þjónustu eins og veðursímann, sem er aðeins í boði hjá Simanum. Ég veit ekki af hverju þetta stafar en að mínu mati ættu öll símafyrirtæk- in að bjóða þessa þjónustu því hún er mikilvægt öryggistæki, til dæmis fyrir þá sem ferðast um hálendið. o Heiðskírt 0 Léttskýjað Skýjað * Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublln Glasgow 19 24 19 18 19 19 14 17 18 28 23 18 20 24 16 20 14 09 17 24 17 16 | Alskýjað ^ Rlgnlng, lítllsháttar ///'/ Rignlng 1J Súld 4; Snjðkoma \jj Slydda \JJ Snjóél ' Skúr 2° P 4° ,P /// /// /// 3/ / r // /// />V 2° 30 /// 4° /\ Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn Byggt 6 upplýslngum trá Veðurstofu íslands '/A / // 6° * 2° 3° iP /// /// /// * 1° 0 * morgun 4:^ * o

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.