blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 34
34 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 biaðið Tilbreyting um helgina: Hugmyndir að Flest hótel bjóða upp á góð tilboð yfir veturinn og er margt í boði Nú þegar líða fer að vetri er gaman að gera eitthvað skemmtilegt með makanum til að kynda undir ástarloga og lífga upp á tilveruna. Hugmynd af góðri helgi er að fara út úr bænum í kyrrð og þægindi og gleyma amstri borgarinnar. Gaman væri að fá tilbrey tingu og skella sér á hótel yfir nótt eða jafnvel heila helgi. Hægt er að finna mörg hótel sem eru staðsett á fallegum stöðum sem eru ekki of langt frá höfuðborginni. Yfir vetrar- tímann eru oft tilboð á næturgistingu sem gott gæti verið að nýta sér. Á flestum hótelum hefjast vetrartilboðin í.október. Hér eru hugmyndir af hótelum sem hafa upp á frábæra náttúrufegurð að bjóða. Þegar þú sækir. Gildir til 30. september 2005 2 pízzJt/r +■ PMar Tvœr miðstœrðar með tveimur áléggjum, stór skammtur af brauðstöngum og 2 lítra Pepsi á 2.990 kr. TV»r fkirir e-ína Ef þú kaupir eina pizzu, stóran skammt af brauðstöngum og 2ja lítra gos þá fœrðu aðra pizzu fría afsömu stœrð. 'via rorn 800 k Lítil Margarita og 1/2 lítra Pepsi á 800 kr. ^LJMsir jjfrib Jj'j '2000 ■nHMm Hótel Búðir Hótel Búðir er vel staðsett enda er umhverfið algjör náttúruperla. Þeg- ar kemur að útivist og afþreyingu eru úr nógu að velja enda segja margir að allt sem ísland hafi að bjóða megi finna á Snæfellsnesi. Á Arnarstapa sem er í grennd við Búð- ir er óþrjótandi afþreying og má þar nefna að þar er starfrækt vélsleða- leiga þaðan sem farið er í skipulagð- ar ferðir upp á topp Snæfellsjökuls bæði á vélsleðum og snjótroðara. Frá Arnarstapa, Ólafsvík og Stykk- ishólmi er einnig hægt að fara í sjó- ferðir af ýmsu tagi, svo sem hinnar þekktu hörpuskels- og eyjaskoðun- arferðir frá Stykkishólmi, en einnig hafa sjóstangaveiði- og hvalaskoðun- arferðir frá Arnarstapa og Ólafsvík verið afar vinsælar. Hótel Örk Hótel Örk í Hveragerði er tilvalið fyr- ir helgarævintýri. Hagstæðast fyrir tvo því þar er sælulykill í gangi þar sem ein nótt fyrir tvo kostar 14.900 og 27.400 fyrir tvær nætur yfir vetr- artímann. I tilboðinu er innifalinn þriggja rétta vel útilátinn veislu- kvöldverður að hætti kokksjns. Með gistingu á hótelinu fylgir áðgangur að öllum þægindum hótelsins sem og aðgangur að golfvellinum við hót- elið meðan veður leyfir. Umhverfið í kringum Hótel Örk er mjög fallegt og það er úr nógu að velja, þar má nefna gönguferðir um Reykjardal- inn. Fyrir golfaðdáendur er fín að- staða til að fara í golf og fyrir þá sem eru minna fyrir útiveru er dásam- legt að slappa af í gufu og heitum pottum inni á hótelsvæðinu og stutt er að skoða hverasvæðin í Hvera- gerði. Hægt er að sjá tilboðin inn á vefsíðunni www.hotel-ork.is Hótel Valhöll á Þingvöllum Hver væri ekki til í að skreppa á Þing- velli og slappa af í fallegu umhverfi í kringum Hótel Valhöll. Hótelið býður upp á „vetrarglaðning" á Val- höll. Tilboðið inniheldur gistingu fyrir tvo, þriggja rétta kvöldverð að hætti kokksins og morgunverð fyr- ir 19.500. Kokkur Valhallar er Úlfar Finnbjörnsson sem þekktur er fyrir snilldar matreiðslu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um um- hverfi hótelsins því Þingvellir eru með fallegri stöðum landsins og þá sérstaklega á haustin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.